Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Við Gróttu Íslenski fáninn notaður til að verjast kríuárás á Seltjarnarnesi. Eggert Ég les að norskir fjárfestar vilji eign- ast vindinn á Ís- landi; einnig ís- lenskir vindfangarar og svo þeir norsku og ís- lensku í samstarfi. Fleiri munu hafa áhuga. Allir vilja græða eins og fyrri daginn. Ég heyrði ekki betur en að nú væru í bígerð á nokkrum stöðum á Íslandi tugir vind- myllugarða, en það heitir það þegar risavöxnum hreyflum er komið fyrir á stöplum sem teygja sig til himins með það fyrir augum að fanga vindinn og láta hann framleiða raforku. Því hærri og stærri, þeim mun afkastameiri. Myndarleg vind- mylla teygir sig 200 metra upp í loftið. Til samanburðar er Hallgrímskirkja í Reykjavík 75 metra há. Nú hljótum við að spyrja: 1) Þurfum við yfirleitt að framleiða meiri raforku, ég tala nú ekki um ef álfyr- irtækin loka eins og þau segja að sé í kortunum? 2) Er ekki rétt að hafa inn- viðina, þar með talið vatn og raforku, á vegum sam- félagsins og í eign sam- félagsins? 3) Á prívat gróðasókn að stýra því hvernig við förum með landið? 4) Er þetta ekki mál sem kemur okkur öllum við, ekki bara ein- stökum sveit- arfélögum, því vindmyllu- garðar breyta ásýnd lands- ins, valda gríðarlegri sjónmengun og hljóð- mengun? 5) Hver vill vind- myllu í nágrenni sitt? Og hvað með hin ósnortnu víð- erni? Þið munið, Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för … 6) Væri ekki eðlilegt í ljósi þess hve afkastamiklir fuglamorðingjar vindmyllur eru að leita álits hjá haf- erninum? Hefði undirritaður skrifað þessa grein væri hann stoltur af henni. En það var Ögmundur Jónasson sem skrifaði hana og spurði ykkur og lóuna. Ég vildi spyrja ykkur og haförninn. Ég sé vindmyllugarða fyrir mér sem ógn, og umræðan verður að fara fram um fuglana og ljótleikann í byggðunum. Eftir Guðna Ágústsson »Ég sé vindmyllu- garða fyrir mér sem ógn. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Verður haförninn spurður? Við allsérstaka tíma er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Há- tíðahöld á sjómannadag eru ólíkt því sem marg- ir halda rétt um 80 ára gömul. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938. Til sjómanna teljast allir þeir er starfa á sjó, vélstjórar, skipstjórnarmenn, mat- sveinar, hásetar og svo mætti lengi telja. Samstarf góðrar áhafnar er einstakt, það vita þeir sem þekkja. Hátíðahöld á sjómannadaginn eru ætluð til að minnast starfa sjómannsins og þeirra sjómanna sem látist hafa við störf. Daginn ætti að hugsa í því samhengi að á bak við hvern einasta sjómann stendur heil fjölskylda. Það er enn svo að í lang- flestum tilfellum veljast karlar til sjó- mannsstarfa, á þessu eru sem betur fer undantekningar og mun konum örugglega fjölga í stéttinni þegar fram líða stundir. Á meðan sjómað- urinn er á sjó þarf makinn að sinna öllu því sem að fjölskyldu og heimili lýtur. Staða sjómannskonunnar er einstök, hún ber mikla ábyrgð, hún stýrir búi og fær aldrei „pabbahelg- ar“. Það er því ekki síst fyrir tilstilli sjómannskonunnar að sjómaðurinn getur haldið rólegur til sinna erfiðu starfa. Sjómannsstörf eru sérstök og það er aldrei ofsagt. Til þeirra veljast duglegir menn sem jafnframt þurfa að færa fórnir. Fjarvera frá fjöl- skyldu og ástvinum er ókostur starf- ans, sjómannsstörfum fylgir mikið álag, bæði líkamlegt og andlegt. Vinnudagurinn er langur, yfirleitt aldrei minna en tólf tímar. Unnið er alla daga vikunnar, dag sem nótt. Vitanlega eru frí á milli túra, en mikil vinna, við erfiðar aðstæður, kem- ur á endanum niður á heilsu manna. Tíðni álagsveikinda og örorku er því miður há meðal sjómanna. Þegar ný skip koma til hafnar eru gjarnan sýndar myndir frá að- stöðu áhafna og gert mikið úr aðbúnaði. Þægindi hafa vissulega aukist og fjarskipti batnað. Öryggi er meira en áður fyrr, búnaður betri, en alltaf má gera bet- ur. Sjúkrabílar sjómanna eru þyrlur landhelgisgæslunnar og um þann flota ber okkur að standa vörð. Sök- um álags er starfsævi sjómanna styttri en flestra. Sem betur fer er skilningur á því og eiga sjómenn því rétt á sjómannalífeyri um sextugt. Flestir starfa í skamman tíma á sjó eða nokkur ár. Það er ekki þar með sagt að þeir séu lakari sjómenn, þeir einfaldlega meta það svo að starfið sé ekki launanna virði eða að fórnirnar séu of miklar. Þeir sem kynnst hafa sjómannsstörfum eru stoltir af að hafa verið til sjós. Sú reynsla fylgir þeim og er gjarnan minnisverður kafli í ævi hvers og eins. Með tímanum hefur skilningur á eðli og mikilvægi sjómannsstarfsins breyst. Sjómenn leggja metnað í að ganga vel um auðlindirnar og um- hverfið. Það voru skipstjórar sem áttu frumkvæðið að því að koma með rusl í land, það þurfti engar lagasetn- ingar til að koma því á. Óhjákvæmilega mun störfum til sjós fækka í framtíðinni. Tækninni fleygir fram og sér ekki fyrir endann á. Það sem þótti óhugsandi fyrir nokkrum árum er í dag gerlegt. Sjó- menn þurfa þess vegna að þjappa sér saman, stilla strengi og sýna sam- stöðu. Það væri að æra óstöðugan að minnast á þá vanvirðingu sem stétt- inni var sýnd þegar sjómannaafslátt- urinn var endanlega afnuminn árið 2013. Sú aðgerð snerist ekki aðeins um krónur og aura heldur virðingu við stéttina og fjölskyldur hennar. Sjómenn hafa í gegn um tíðina þurft að heyja harða baráttu fyrir sínum kjörum. Allir þekkja þá bar- áttu en æði oft hefur slíkri baráttu verið slitið með lagasetningu. Kröfur sjómanna hafa sennilega verið mis- jafnar enda stéttarfélög þeirra mörg þrátt fyrir fækkun í stéttinni. Þess ber þó að geta að kjör eru annað og meira en útborgaðar krónur. Góð heilsa að aflokinni starfsævi þykir flestum sjálfsögð og ætti að vera stór hluti í kjarabaráttu sjómanna. Lykill- inn að því er eðlilegur vinnutími und- ir hóflegu álagi. Gæta verður að því að skip séu ekki undirmönnuð. Það er stöðugur þrýstingur á að fækka í áhöfnum sem eykur álag og minnkar öryggi sjómanna og gegn því þarf að spyrna við fótum. Forystumenn sjó- manna þurfa að sýna þá samstöðu sem sjómenn kunna þegar þeir eru úti á sjó. Þar starfar áhöfnin saman að því eina markmiði að koma skipi og áhöfn heilu til hafnar. Í tilefni sjómannadagsins vil ég senda sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir og kveðjur. Eftir Jón Pétursson » Forystumenn sjómanna þurfa að sýna þá samstöðu sem sjómenn kunna þegar þeir eru úti á sjó. Jón Pétursson Höfundur er stýrimaður og aðstoð- armaður formanns Miðflokksins. Eru sjómenn venjulegir menn? Nýverið heimsótti ég höfuðstað Norð- urlands, Akureyri, þar sem ég undirrit- aði ásamt Eyjólfi Guðmundssyni, rekt- or Háskólans á Akureyri, þjónustu- samning á milli Há- skólans og utanrík- isráðuneytisins. Þetta var einkar gleðilegt tilefni sem eftir allt sem á undan er gengið síðustu vikurnar fær aukna vigt og vægi. Með í för var hluti þingmanna- nefndar allra flokka sem skipuð var nýlega að mínu frumkvæði til að endurskoða norðurslóðastefnu Íslands frá árinu 2011. Tímabært var orðið að Alþingi tæki stefnu Íslands í málefnum norðurslóða til heildrænnar endurskoðunar. Starfshópur sem skoðar nú efna- hagsþróun á norðurslóðum var einnig viðstaddur, en greining mögulegra efnahagstækifæra og þar með sóknarfæra á norð- urslóðum er okkur mjög mik- ilvæg, ekki síst nú í kjölfar heimsfaraldursins. Þessum tveimur hópum gafst gott tæki- færi til að kynna sér allt það góða starf og þá þekkingarmiðstöð norðurslóðamála sem byggst hef- ur upp á Akureyri, sem er eina sveitarfélag landsins sem nær alla leið norður fyrir heimskauts- baug. Háskólinn á Akureyri hefur um langt skeið gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu norðurslóða- samfélagsins sem orðið er til í Eyjafirði. Samningurinn sem undirritaður var við þetta tilefni styður enn frekar við norð- urslóðasamvinnu og sérfræðivinnu á meðan Ísland gegn- ir formennsku í Norðurskauts- ráðinu, en áhersla verður lögð á lýð- heilsumál, málefni ungs fólks og há- skólasamstarf á norðurslóðum. Samningurinn felur því í sér öflugan stuðning við málefni norðurslóða á Akureyri. Tenging háskólasamfélagsins á Akureyri við sjávarútveg og at- vinnulíf er gott dæmi um það hvernig samfélög geta nýtt styrk- leika sína til að efla þekkingu á umhverfinu og auðlindum, ásamt því að styðja við atvinnu- og efnahagslíf á sjálfbæran máta. Það er reynsla og þekking á borð við þessa sem við höfum kapp- kostað að taka með okkur inn í formennsku okkar í Norður- skautsráðinu og endurspeglast sérstaklega í tveimur meg- ináherslum formennskunnar: annars vegar málefnum hafsins og hins vegar fólkinu á norð- urslóðum. Allt undir merkjum sjálfbærni að sjálfsögðu. Formennska Íslands í Norður- skautsráðinu er nú hálfnuð en vegna aðstæðna sem óþarfi er að tíunda er ljóst að síðara for- mennskuárið verður ólíkt því sem lagt var upp með. Ísland átti að vera vettvangur fjölda funda og viðburða sem verða nú færðir yf- ir á netmiðla. Ég tel að við mun- um þrátt fyrir óvæntar breyt- ingar geta unnið áfram að langflestum okkar góðu verkefna með aðstoð fjarfundatækni sem Norðurskautsráðið hefur nýtt sér vel um margra ára skeið. Margir segja að seigla, aðlögunarhæfni og þrautseigja, jafnvel þrjóska, einkenni lundarfar okkar sem byggjum norðurslóðir. Óvægin náttúruöfl norðurhjarans hafa meitlað þessa mannkosti okkar og nú er undir okkur komið að nýta þá til að halda áfram öflugu starfi Norðurskautsráðsins. Þrátt fyrir krefjandi tíma undanfarið lít ég björtum augum til framtíðar og ljóst er að mörg spennandi verkefni og tækifæri bíða okkar það sem eftir lifir af formennskutímabili okkar í Norðurskautsráðinu. Ég trúi því að kastljósið muni halda áfram að skína skært á norðurslóðir næstu misseri þar sem áskoranir og tækifæri verða áfram mörg og margslungin. Sjálfbærni, velmeg- un og öryggi á norðurslóðum eru mikilvæg fyrir heiminn allan vegna víðtækra hnattrænna áhrifa og enn mikilvægari fyrir Ísland sem liggur eitt ríkja í heild sinni innan norðurslóða. Þekkingarsamfélag norðurslóða á Akureyri Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson » Þjónustusamning- urinn við Háskól- ann á Akureyri styður enn frekar við norð- urslóðasamvinnu og sérfræðivinnu á meðan Ísland gegnir for- mennsku í Norð- urskautsráðinu. Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.