Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Guðmundur Thoroddsen myndlist- armaður opnar í dag kl. 16 aðra einkasýningu sína í Hverfisgalleríi sem ber titilinn Hundaholt, hunda- hæðir. Líkt og á sýningu hans í Hafnarborg fyrir um einu og hálfu ári, Snip snap snubbur, eru hundar greinanlegir í verkunum sem dansa á mörkum hins hlutbundna og óhlutbundna. Í þeim má greina holt og hæðir, eins og sýningartitillinn gefur til kynna, landslag sem hefur verið bútað í sundur. Guðmundur lauk BA-námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hlaut MFA-gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Fjallað hefur verið um sýningar hans í ýmsum er- lendum fjölmiðlum, s.s. Artforum, The New York Times, Time Out New York og Dazed Digital og hann hefur hlotið styrki úr styrktar- sjóðum Guðmundu Andrésdóttur, Myndstefs, KÍM og Evrópu unga fólksins, auk listamannalauna. Hann var tilnefndur til Íslensku myndlist- arverðlaunanna fyrir Snip snap snubbur í fyrra og er á mála hjá Hverfisgalleríi og Asya Geisberg Gallery í New York. Hleður utan á hundinn Guðmundur sýnir blaðamanni verkin í Hverfisgalleríi, tveimur dögum fyrir opnun, og liggur bein- ast við að spyrja hann fyrst hvað sé eiginlega málið með þessa hunda. „Þeir byrjuðu sem – og eru líklega ennþá – einhvers konar þekkjanlegt form sem ég nota eins og grind til að hlaða utan á. Það er ekki þannig að þessi sýning fjalli að öllu leyti um hunda sem eru búnir til úr lands- lagsbútum því það er ekkert sem gerist í alvörunni. Þetta er mín að- ferð við að búa til málverk, ég þarf að hengja þessi form utan á eitt- hvað sem ég þekki til að ég skilji myndina. Svo koma alls konar þætt- ir í þessum verkum úr svo mörgum áttum og þessi hundur kemur svo- lítið úr teiknimyndaátt. Hann er asnalegur, skrítinn og aðeins húm- orískur, dálítið eins og Droopey en líka svolítið eins og Guffi og Plútó,“ svarar Guðmundur. Hann segir hlutverk hundsins því tvíþætt. Annars vegar sé hundurinn hin þekkjanlega grind sem hann hengi málverkið utan á, form og liti og áferðir og nái að koma þar inn í landslagi. Hins vegar dragi hund- urinn úr alvörunni, slái dálitlu ryki í augu áhorfandans og passi upp á að fólk haldi ekki að listamaðurinn sé með of miklar meiningar, eins og hann orðar það. Ætlaði að verða alvöru- myndlistarmaður Guðmundur segist hafa gaman af því að bulla, bæði í listinni og hinu daglega lífi, og er í framhaldi spurð- ur að því hvort hann tengi verk sín við súrrealisma. Nei, svo er ekki. „Ég sé alveg tenginguna en legg ekki upp með að búa til súrrealískt landslag eða aðstæður í myndunum. En þær minna mig pínu á stefnuna á undan súrrealismanum, dul- spekistefnuna, og verk de Chirico þar sem sjá má byggingar og Mið- jarðarhafsstræti og langa skugga,“ segir Guðmundur. Teiknimyndalegi hundurinn í verkum Guðmundar fær blaðamann til að velta vöngum yfir því hvort grunnur Guðmundar í myndlist sé í teiknimyndum og teiknimyndablöð- um. Hvort áhugi hans á myndlist hafi kviknað út frá þeirri list. „Nei, eins og aðrir krakkar las ég teikni- myndasögur, mikið Andrés Önd og þannig, en ég ætlaði alltaf að verða alvörumyndlistarmaður, eða þannig. Þegar ég var barn teiknaði ég hús, víkinga og svoleiðis og þegar Simp- sons-þættirnir komu fór ég að teikna þá mikið. Þannig að teikni- myndir koma alltaf inn í þetta en ég er ekki teiknimyndasagnanörd,“ svarar Guðmundur. Í röndóttri peysu með alpahúfu – Þú segir „alvörumyndlistar- maður“, hvernig var hann í huga barnsins? „Hann bjó á einhverju háalofti, í röndóttri peysu og með alpahúfu og tók sig alvarlega. Ég hef samt aldr- ei verið beinlínis alvarlegur en þetta var rómantíski draumurinn, að þetta væri djobbið fyrir mig,“ svar- ar Guðmundur kíminn. En hvenær áttaði hann sig á því að hann þyrfti ekki að vera alvar- legur til að teljast alvörumyndlistarmaður? „Ég held að einhvers konar húmor hafi alltaf fylgt mér, held ég hafi ekki farið að gera alvörumyndlist fyrr en í Listaháskóla Íslands og svo kom annað stökk þegar ég fór í mast- ersnám. Ég held að húmorinn hafi alltaf verið til staðar, alveg frá því ég var í Listaháskólanum, en ég hef leyft mér að gera enn meira og hafa þetta enn asnalegra. Hafa þetta æ minna alvarlegt eftir því sem tíminn líður.“ – Í fyrstu verkunum sem ég sá eftir þig varstu að fjalla um karl- mennskuna, menn að glíma og fleira þess háttar. „Já, akkúrat, og það er ekkert svo langt síðan ég var að gera klippimyndir þar sem karlar voru að bjástra eitthvað,“ svarar Guð- mundur og að karlmennskan hafi aðeins smitast yfir í nýjustu verkin. „Mér finnst þetta allt vera karlar að vesenast,“ segir Guðmundur og bendir á verkin í kringum sig. „Þeir eru ekki í rólegheitum, liggjandi á ströndinni,“ bendir hann á og þegar vel er rýnt má sjá ýmsar fígúrur í málverkunum, fleiri hunda. Farartæki fyrir handbragð Verkin á sýningunni eru olíu- málverk unnin á striga og Guð- mundur þynnir litinn og skefur stundum þannig að glittir í strig- ann. „Þetta er ákveðinn stíll,“ segir hann og við göngum að verki sem hann segir með þeim síðustu sem hann málaði fyrir sýninguna. „Þunna olían leyfir mér að búa til strik og þegar ég hef hana þykkari get ég skafið í hana með lítilli sköfu og gert kletta og þess háttar. Þetta er í rauninni bara handbragð og þessi málverk eru bara farartæki fyrir mig til að leika mér að hand- bragði líka, uppfylla einhverja þörf hjá mér fyrir það að mála svona verk.“ Falleg eða flott – Hvað með fagurfræðina, skiptir þig máli að verkin þín séu falleg? „Já, en minn skilningur á fallegu er núna þannig að það sé eitthvað sem vekur áhuga augans. Ýmislegt getur verið áhugavert, málefni eða annað, en ég er ekki að tala um það heldur þegar augað getur ekki hætt að horfa á eitthvað,“ svarar Guð- mundur. Öll verkin á sýningunni hafi hann gert með það að sjónarmiði að þau séu falleg. „Mér finnst líka oft gott að nota orðið flott, flott verk, og fyr- ir mér er flott verk gott verk og ég veit að það eru alls ekki allir sam- mála mér,“ segir Guðmundur og bætir við að fagurfræðin skipti vita- skuld ekki alltaf máli í myndlist nú- tímans. Hún skipti sig hins vegar máli. Flott verk er gott verk  Hundar myndast úr landslagsbútum í verkum Guðmundar Thoroddsen í Hverfisgalleríi  Notar hundana sem grind  „Ég held að einhvers konar húmor hafi alltaf fylgt mér,“ segir listamaðurinn Morgunblaðið/Eggert Með hundum Guðmundur í Hverfisgalleríi. Hann segir fagurfræðina skipta sig máli þega hann skapar verkin. Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz flytur söngleikinn Kysstu mig Kata í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20. Söngleikurinn er með þeim þekktari í söngleikjasögunni og var frumsýndur árið 1948. Höfundar eru Bella og Samuel Spewack en tónlist og lagatexta samdi Cole Porter. Gísli Rúnar Jónsson sá um íslenska þýðingu söngleiksins. Í tilkynningu segir að COVID-19 hafi sett mikið strik í reikninginn en leikhópurinn hafi lagt mikið á sig við að komast sem næst því að svið- setja verkið að fullu. Vegna að- stæðna verði ekki hægt að fylla leik- húsið af áhorfendum, takmarkaður sætafjöldi í boði með tveggja metra bili milli gesta. „Um er að ræða kostulega sögu af leikflokki sem er að brasa við að setja upp Shake- speare-leikrit. Það gengur ekki al- veg eftir áætlun eins og gengur og gerist í gamansöngleikjum,“ segir um efni söngleiksins en með aðal- hlutverk fara Gunnlaugur Ragn- arsson og Hrafnhildur Eva Guð- mundsdóttir. Leikstjóri er Orri Huginn Ágústsson og Ingvar Al- freðsson sér um tónlistarstjórn. Danshöfundur er Auður Bergdís Snorradóttir. Deildarstjóri söng- leikjadeildar er Þór Breiðfjörð og aðrir einkakennarar Valgerður Guðnadóttir og Jana María Guð- mundsdóttir. Átök Nemendur í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz á æfingu. Söngleikurinn Kysstu mig Kata í Tjarnarbíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.