Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 ✝ Pétur Einars-son fæddist 4. nóvember 1947 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu, Selá við Eyjafjörð, 20. maí 2020. Foreldrar Pét- urs voru hjónin Einar Pétursson húsasmíðameistari, f. 2. nóv. 1923, d. 5. okt. 2012, og Sig- ríður Karlsdóttir versl- unarmaður, f. 24. nóv. 1928, d. 8. okt. 2001. Systkini Péturs eru Sigríður Björg, f. 21. mars 1952, maki Skúli Jónsson, f. 26. mars 1950, Þórhalli, f. 12. ágúst 1961, maki Guðný Tómasdóttir, f. 8. janúar 1957. Pétur var kvæntur Arndísi Björnsdóttur, f. 26. ágúst 1945. Þau skildu 1982. Börn þeirra eru: a) Signý Yrsa, f. 5. janúar 1969, maki Grétar Símonarson, börn þeirra eru Pétur Geir Grétarsson, f. 14. nóv. 1989, Símon Brynjar Grétarsson, f. 6. febrúar 1995, Birta Rún Grétarsdóttir, f. 20. febrúar 2000, Sigursteinn Hrafn Grét- arsson, f. 14. júní 2014. b) Sig- ríður Hrund Pétursdóttir, f. 12. janúar 1974. Maki Baldur Ingv- arsson. Börn þeirra eru: Kol- beinn Sturla Baldursson, f. 4. okt. 2004, Starkaður Snorri Baldursson, f. 4. okt. 2004, Styrmir Snær Baldursson, f. 2. júní 2010, Snæfríður Ísold Bald- ursdóttir, f. 26. okt. 2014. c) Einar Pétursson, f. 19. apríl 1974. Hans dóttir: Emelía Rós Einarsdóttir, f. 11. okt. 2004. d) Pétur var með réttindi hér- aðsdómslögmanns, atvinnuflug- manns, húsasmíðameistara og með minni skipstjórnarréttindi. Hann starfaði sem sjálfstæður lögmaður og fasteignasali og var stofnandi einnar elstu fast- eignasölu Íslands, Eignaborgar í Kópavogi. Hann var einnig einn af stofnendum flugskólans Flugtak. Árið 1978 hóf hann störf hjá Flugmálastjórn Ís- lands og starfaði þar sem vara- flugmálastjóri og flugmálastjóri frá 1983 til 1992. Þá starfaði hann sem alþjóðlegur ráðgjafi í Austur-Afríku 1989 til 1994 að ýmsum verkefnum en aðallega að flugmálum. Á þessum árum var hann reglulega með út- varpsþætti, skrifaði reglulega í dagblað og hélt námskeið í fundarstjórn og fundartækni. Pétur endurbyggði Hótel Tindastóll á Sauðárkróki og Selá við Eyjafjörð þar sem hann rak sjálfseignarstofnunina Rannsóknarstofnun Hugans ásamt konu sinni Svanfríði. Pét- ur skrifaði m.a. Nýju loftferða- lögin 1994, Ræktun skapgerðar, Lífsorkan, Indverska ævintýrið, Drangeyjarjarlinn segir frá, Guðmundur Stóri Slökkvir seg- ir frá, Caprice Syndrome, Deve- lopment of Character, Meta- sophy - Learning to Die, Dying to learn og Reynslusporin. Pétur var sæmdur orðunni Commander of the British Empire (CBE) af Elísabetu Bretadrottningu 1990. Gull- merki Flugbjörgunarsveit- arinnar 1992. Gullmerki Flug- málafélags Íslands 1992 og Gullmerki Pósts og síma 1992. Við fögnum lífi og brottför Péturs í táknrænni athöfn við Selárfossinn að hans ósk. Meira: mbl.is/andlat Arndís Péturs- dóttir, f. 2. janúar 1982. Maki Hálfdán Garðarsson, börn þeirra eru: Garðar Darri Hálfdánsson, f. 4. febrúar 2002, Arndís Magna Hálf- dánsdóttir, f. 17. sept. 2008, Bene- dikt Orri Hálfdáns- son, f. 22. mars 2014, Hrafnkell Þorri Hálfdánsson, f. 31. mars 2011. Pétur var kvæntur Svanfríði Ingvadóttur, f. 4. des. 1955. Börn hennar og stjúpbörn Pét- urs eru: Stefanía Tinna Er- iksson-Warren, f. 16. sept. 1985. Sambýlismaður Matthew Bellay, börn þeirra: Baltasar Ezra Bellay og Audrey Evía Bellay. Sindri Steinarsson, f. 26. sept. 1990, sambýliskona hans er Viktoria Anhold. Með Önnu Stefaníu Wolfram á Pétur Þórunni Pétursdóttur, f. 29. okt. 1967. Hennar börn eru: Anna Hildur Björnsdóttir, f. 1. júní 1985. Hennar börn eru: Þórunn Gabríela Rodrigu- es, f. 19. mars 2006, Sara Katr- ín Gunnarsdóttir, f. 26. maí 2016, Atli Már Björnsson, f. 7. feb. 1988. Hans sonur: er Steen- björn Storm, Ólöf Rún Sigurð- ardóttir, f. 15. sept. 1994, Jó- hannes Torfi Torfason, f. 1. apríl 2004. Pétur á með Ragnhildi Hjaltadóttur, f. 28, ágúst 1953, þau Sigríði Theodóru Péturs- dóttur, f. 8. ágúst 1985, og Jó- hönnu Vigdísi Pétursdóttur, f. 29. janúar 1996. „Pabbi þinn er eins og sögu- hetja í ævintýrabók,“ sagði vin- kona mín einu sinni við mig. Það er nærri lagi. Hann var litríkur karakter, heillandi, kröftugur, vel máli farinn og oftast hrókur alls fagnaðar. Það eru nær undan- tekningarlaust skemmtilegar sögur og minningar sem fólk get- ur deilt af kynnum sínum af hon- um. Hann var fróður og hvatti mig í sífellu til að vera forvitin, um allt og ekki síst það sem er ekki áþreifanlegt eða sjáanlegt hinu mennska auga. Þessu fróð- leiksfræi hef ég notið góðs af og borið áfram til barnanna minna, mér og manninum mínum til mik- illar ánægju og gleði. Pabbi og ég áttum órjúfanleg tengsl sem markaði samband okkar alla tíð. Það þurfti ekki allt- af að ræða allt, en við höfðum óendanlega þörf fyrir að vita hvort af öðru og vildum öllu frem- ur að hinu liði sem best. Ég er þakklát fyrir að hann gat notið síðustu ára við gott yfirlæti á Selá hjá Hauganesi, sínum yndisstað, með konunni sinni og sálufélaga Svanfríði. Því miður fór svo að honum bættist erfiður samferða- maður undir lokin, ólæknanlegt hvítblæði, sem dró hann á endan- um yfir í hina óáþreifanlegu og ósjáanlegu æðri tilveru. Ég er ekki frá því að honum hafi fundist það innst inni spennandi ferðalag, þrátt fyrir að hafa óskað sér meiri tíma með Swany sinni og stórum afkomendahópi. Nokkur minningabrot: Þegar hann bjargaði lífi mínu og ferjaði mig heim með einkaflugi eftir sprunginn botnlanga á Sardiníu, þegar hann vaknaði í ofboði og fann mig ekki – en ég hafði farið út að hjóla fimm ára gömul … hringinn … hvaða hring spurði hann … nú sólarhringinn!, þegar hann ljómaði af gleði yfir því að tengdasonurinn væri vel ættaður (eiginmaður minn er sonur eins besta vinarins) og ekki skánaði ástandið þegar við áttum barna- láni að fagna, þegar hann rausaði um hvern hól, þúfu, krók og kima á ferðum um landið … „þetta er Guðríðarstrá, Kolbeinshóll, Vig- dísarþúfa og Guðmávita …“ (best er að ég læt svona líka við börnin mín og fræði þau endalaust um landið, staði, víkingasögur o.s.frv.), K1000 er frábær saga og segist bara í návígi, þegar hann bað mig að hringja í eitthvert fyr- irmennið og spyrja eftir XX fyrir Pétur Einarsson (ótrúlegur lær- dómur í að vera kurteis, orða hlut- ina rétt og framkvæma), þegar hann sagði mátulega alvarlegur og brúnaþungur „farðu í nám eins langt og þú getur og þú skalt ekki vera upp á karlmann komin“, þeg- ar hann gaf mér tækifæri enda- laust til að blómstra og þroskast, þegar hann skammaði mig hressi- lega og stillti mig af (örsjaldan en af góðri ástæðu í hvert skipti), þegar hann var alltaf með opið hjarta gagnvart mér sama hvað gekk á, þegar hann greip mig hvenær sem er skilyrðislaust. Samband okkar átti fátt skylt við uppeldi og einkenndist frekar af óefnislegum og takmarkalausum kærleika. Þetta var frábær sam- fylgd elsku pabbi – ferðalagið heldur áfram – og síðan hittumst við aftur á miðri leið. Þín ástkær dóttir, Sigríður Hrund. Elsku pabbi minn, stór og mik- ill – glaðbeittur og opinn – óþol- inmóður vinnuþjarkur – lausna- miðaður og bóngóður – rökfastur og ræðinn – með yfirþyrmandi karisma og leiðtogahæfileika. Þú fylltir herbergið af karakter og sjarma – tókst yfir herbergið. Þú fékkst fólk á þitt band og elskaðir að eiga í rökræðum um allt og ekkert. Þú varst forvitinn um fólk og hluti og taldir sjálfur að for- vitni væri merki um gáfur. Þú sjálfur varst uppfullur af visku um allt mögulegt. Á ferðalögum um landið var óþarfi að hafa út- varpið í gangi, þú varst á fullu að segja okkur frá öllum mögulegum lækjum og hólum hingað og þang- að um landið. Í síðustu ökuferð- inni frá Selá á leið á sjúkrahúsið á Akureyri núna í aprílbyrjun tal- aðir þú alla leiðina og fræddir börnin mín um allt og ekkert á leiðinni. Þú þekktir hvern einasta krók og kima. Ég veit að þú varst að farast úr verkjum alla leiðina pabbi minn, en þetta var þér mik- ilvægt. Að þekkja umhverfið sitt og fólkið í kringum sig og þú vildir koma því áfram til okkar. Það var þér ekki síður mikil- vægt að við fengjum góða mennt- un og samþykktir heldur ekki ein- kunnir sem voru ekki að þínu skapi. Eitt skipti þegar ég fékk 5 í sögu Reykjavíkurborgar hringdir þú í kennarann og sagðir einfald- lega: „Dóttir mín fær ekki 5 í sögu, hún tekur prófið aftur.“ Þar við sat og þú dröslaðir vandræða- legum unglingnum um alla borg og talaðir og talaðir og svo talaðir þú aðeins meira. Ég fékk að sjálf- sögðu 10 á þessu prófi. Þú ferðaðist mikið til Afríku og draumurinn okkar var að við myndum fara saman þangað – ég til að bjarga heiminum og þú til að sanna fyrir mér að það væri ekki hægt. Við ræddum þetta oft, en nú verður sú ferð aldrei farin og það þykir mér afar sorglegt. Því nú er það svo að líkami þinn hefur lokið hlutverki sínu hér í þessari tilvist. Jarðnesku tilvist. Þú hafðir engar efasemdir um að jörðin væri bara eitt stopp á leið þinni á næsta stað. Þroskastopp. Með þér í þessari tilvist var þó alltaf svartur, þungur draugur, sem virtist fylgja þér hvert fót- spor og gaf þér sjaldan grið. Hann var þér afar harður hús- bóndi og einnig okkur sem stóð- um þér næst. Það reyndist mér oft verulega erfitt að hafa hann þarna og ég reiddist og særðist. Ég skildi þetta betur þegar ég fullorðnaðist, en það var þó ekki fyrr en undir lokin að þú opnaðir aðeins fyrir mér. Sagðir mér frá innri sársaukanum sem hafði fylgt þér svo lengi, sagðir mér hversu erfitt þetta var. Ég veit, elsku pabbi, að þú reyndir af öllu afli að losa þig við drauginn og að þú reyndir allt sem þér var fært til þess að vaxa sem mannvera. Þú ferðaðist um allan heim til að leita lausna, fórst meðal annars í munkaklaustur í Frakklandi til að komast nær þínum innsta kjarna og öðlast dýpri skilning á tilver- unni. Núna ertu kominn með væng- ina þína pabbi minn. Ég bið þig um það sama og þú baðst mig um á síðustu dögunum. Slepptu far- angrinum. Andaðu og skildu hann eftir. Farðu á vit nýrra ævintýra og lærðu meira. Sjáumst aftur seinna elsku pabbi – kannski í Afríku. Þín dóttir, Arndís (Dísa). Pétur Einarsson var maður margra heima. Hann var einn okkar mestu hugsuða, sérlega frjór og frumlegur, eins og les- endur stórmerkilegra bóka hans verða án vafa áskynja. Þær eru yndislestur en enn áhrifameira var að eiga þess kost að sitja við fótskör hins margslungna lífs- glaða sagnamanns og upplifa vangaveltur um hvaðeina frá vöggu til grafar og raunar langt út yfir gröf og dauða. Hann fetaði ógjarnan troðna slóð. Andleg ferðalög á borð við hugleiðslu með munkum í Frakk- landi, þar sem þeir þögðu saman dágóðan tíma, og búseta hjá fjöl- skyldu á Indlandi, þar sem hann hugleiddi líka, eru skýr dæmi. Ein bóka hans, Metasophy - Le- arning to Die, Dying to learn, er mikilvægt rit í þessu sambandi. Pétur var húsasmíðameistari og atvinnuflugmaður, einnig lög- maður – praktíserandi til hinstu stundar – og með skipstjórnar- réttindi. Vegna margvíslegrar reynslu fékk hann inni á nám- skeiði um áhrif mannlegra þátta á flugöryggi í Cranfield-háskóla í Bretlandi og skrifaði þar Caprice Syndrome, um síðasta augnablik- ið í lífi flugmanns, áður en vél hans brotlendir. Einnig sótti hann námskeið um manngerðarþroska í Frumspekiháskólanum í Ari- zona. Þrátt fyrir hrjúft yfirbragð á stundum var Pétur sérstaklega skemmtilegur maður. Hann var stríðnispúki en meiddi aldrei. Þvert á móti birti til þegar hann tók til máls, jafnvel í svarta- myrkri. Ráðning Péturs í starf flug- málastjóra var umdeild en hann reyndist sérstaklega góður emb- ættismaður. Stóð ekki upp frá skrifborðinu þótt hefðbundnum vinnutíma væri lokið, ef einhver verkefni voru óleyst. Pétur var óvenju skipulagður, harðdugleg- ur og jákvæður. Hans hjartans mál var að hlúa að flugi, frá gras- rótinni upp í flugfélagarekstur. Mottó Péturs í starfi var: Ég er ekki lögregla, ég er hér til að fóstra flug – allt flug. Það er falleg arfleifð. Sú var tíð að maður leit- aði til Flugmálastjórnar eftir að- stoð. Pétur og kona hans, Svanfríður Ingvadóttir, keyptu fyrir nokkr- um árum Selá á Árskógsströnd og þar naut hagleiksmaðurinn sín, gerði upp hús og útbjó gisti- og eldhúsaðstöðu, og listræn hönd Svanfríðar setti fallegan svip á allt, innan dyra sem utan. Gaman var og uppörvandi að koma að Selá. Þegar erfið veikindi ágerðust hafnaði Pétur lyfjagjöf; vildi horf- ast í augu við dauðann með fullri rænu. Það gekk hins vegar ekki upp og meðferð undir það síðasta gerði honum tilveruna bærilegri en ella. Pétur leit á skrokkinn sem tímabundinn íverustað fyrir sál- ina og ræddi dauðann opinskátt. Síða sem hann hélt úti á netinu nánast til hinsta dags, Dagbók krabbameinssjúklings, vakti verðskuldaða athygli. Péturs Einarssonar verður af- ar sárt saknað. Í sannleika sagt er ólýsanlega erfitt að horfa á eftir þessum snjalla, góða vini. Sólin sest í vestri sem alkunna Pétur Einarsson Elsku mamma mín. Á stundum sem þessum kemur margt upp í hugann sem gaman væri að rifja upp. Þú varst alltaf til staðar þegar eitt- hvað bjátaði á. Tókst á vanda- málum með þínum hætti og sam- an leystum við flestar krísur. Hlutirnir gengu fyrir sig með talsvert öðrum hætti í gamla daga. Ég man … þegar við fórum svo oft í strætó til Dísu systur þinnar út í Skerjafjörð, það var nú gam- an … ég man líka þegar þú sendir mig út í Bertasjoppu að kaupa fimm Camel fyrir túkall. Ég man líka yndislegu sumrin þegar við fórum öll fjölskyldan í berjamó á Þingvelli … eftir að ég kom úr sveitinni … ó, hvað ég saknaði þín þegar þú sendir mig fyrst í sveitina … sveitina sem ég elska nú meira en nokkuð annað … sveitina þína … Mýrdalinn fagra. Ég man þegar við fórum með Badda bróður þínum í Mýrdalinn og flotti bíllinn hans þurfti að bakka upp Sniðin … ég man líka eftir öllum pökkunum sem þú sendir mér í sveitina … það voru góðir pakkar, fullir af ást og góð- gæti. Við áttum margar góðar stundir saman þó að þeim hefði nokkuð fækkað eftir því sem ald- urinn færðist yfir, en flestar voru þær ánægjulegar og eftirminni- legar. Takk fyrir ást og alúð sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni, öll heimboðin, kaffisamsætin og Sigurbjörg Jóhannesdóttir ✝ Sigurbjörg Jó-hannesdóttir fæddist 20. febrúar 1932. Hún lést 19. maí 2020. Útför fór fram í kyrrþey 2. júní 2020. hátíðahlaðborðin. Síðustu árin þín voru ekki eins og ég hefði óskað. Enginn skyldi þurfa að um- bera þennan hræði- lega sjúkdóm sem þú veiktist af. Nú ertu frjáls og ég bið þig fyrir kveðju til Óla Helga. Guð blessi þig, elsku mamma mín. Adolf Örn Kristjánsson. Ég heyri þig hlæja, ég veit ekki hvað það er sem gleður þig svona en ég heyri þig hlæja. Með hárið nýlagað horfir þú fram á við og hlærð. Ég sakna þín, ég hef saknað þín lengi elsku amma mín, nú sakna ég þín enn heitar. Ég sakna þess að sjá þig raula með góðu lagi, ég sakna þess að sjá þig brosa, ég sakna þessa að fikta í handarbakinu þínu, ég sakna þín. Ég sakna þín en í sorginni finn ég hve þakklát ég er, þakklát fyr- ir að hafa átt þig að, þakklát fyrir að eiga minningar, þakklát fyrir allan tímann sem við áttum, þakklát fyrir friðinn. Nú þegar ég sit og hugsa til þín rifjast upp svo margar minn- ingar sem ég var búin að gleyma, ég vermi mér við þessar gleymdu minningar elsku amma. Góða nótt. Hvíldin veitir lúinni sálinni frið. Með mjúkri slæðu minninganna strýkur hún mér um vangann. En öðru hvoru rispa þyrni vanga minn og er blóðdropinn vætlar niður eftir sál minni opnast gleymdar minningar. (Menza) Ólöf Helga Adolfsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Okkar elskulega HELGA FRÍÐA HAUKSDÓTTIR lést á Landspítalanum 29. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. júní klukkan 11. Ástvinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KRISTINSDÓTTIR, Ástjörn 7, Selfossi, lést á Fossheimum Selfossi 30. maí. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 10. júní klukkan 14. Sigurður Ingvar Grímsson, Kristinn Ómar Grímsson, Sveinn Grímsson og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.