Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Greinarhöfundur reyndistekki spámaður góður í síð-asta pistli sem að hlutafjallaði um annan hluta mótaraðar sem gengur undir nafn- inu Lindores Abbey rapid challenge en klaustrið skoska sem ræður nafn- giftinni heyrir þó sögunni til. Nokkr- ir framtakssamir menn reistu brugghús á rústum þess, hófu fram- leiðslu á þjóðardrykknum og hafa kostað nokkru til kynningarmála, haldið skákmót og fengið til liðs við sig norska heimsmeistarann. Móti nr. 2 í mótaröðinni lauk sl. miðviku- dag og sigurvegarinn varð Rússinn Daniil Dubov. Eins og kom fram í síðasta pistli var þar komið sögu að Magnús Carl- sen var búinn að vinna þrjár fyrstu skákirnar í einvíginu við Hikaru Nakamura og þar sem bandaríski stórmeistarinn hafði ekki riðið feit- um hesti frá viðureignum sínum við þann norska taldi greinarhöfundur aðeins formsatriði að Magnús lyki einvíginu með sigri. En keppnis- fyrirkomulagið snerist ekki bara um vinninga heldur einnig óvenjulega keppnisskilmála, tvö fjögurra skáka einvígi og stig í boði fyrir sigur í hvoru og væri jafnt, 1:1, skyldi þriðja fjögurra skáka einvígið fara fram. Magnús vann fyrsta einvígið 3:0 og virtist ætla að vinna fyrstu skákina í öðru einvíginu en fataðist þá flugið, Nakamura vann og marði sigur, 2½:1½. Því þurfti að útkljá málin í úrslitaeinvígi sem Nakamura vann aftur 2½ : 1½. Hann komst því í úrslit þó hann hefði fengið færri vinninga samanlagt. Í lokaeinvíginu mætti Bandaríkja- maðurinn Rússanum Daniil Dubov sem þá hafði slegið Liren Ding út. Í fyrstu hrinu úrslitanna byrjaði Nakamura á tveim sigrum og vann síðan 2½:1½. Í næstu hrinu snerist dæmið við og Dubov vann 2½:1½ og jafnaði. Á ýmsu gekk í þriðja einvígi. Dubov vann fyrst, Nakamura jafnaði strax, þá jafntefli en svo veiddi Dubov Nakamura í lúmska gildru í byrjun tafls tólftu skákar. Kannski er ný stjarna skákarinnar komin fram: Lindores Abbey 2010; 12. skák: Daniil Dubov – Hikaru Naka- mura Kóngspeðsleikur 1. e4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 Bc5 4. Bg2 Rf6 5. Rge2 d6 6. d3 Leikaðferð hvíts hefur aldrei ver- ið vinsæl en sást stundum hjá Spasskí. 6. … a6 7. 0-0 Be6 8. h3 h6 9. Kh2 d5 10. exd5 Rxd5 11. f4 exf4 12. Bxd5! Það sem merkilegt við þennan leik er að svartur getur hirt peðið að því er virðist fyrir ekki neitt með 12. … fxg3+. En eftir 13. Rxg3 Bxd5 kem- ur 14. Dh5! Re7 15. Rxd5 Dxd5 16. Dxd5 Rxd5 17. Hf5! og svartur kemst ekki hjá því að tapa manni, t.d. 17. … 0-0-0 18. c4. Sennilega var þetta samt besti kosturinn því að eftir 18. … Rb4 19. Hxc5 Rxd3 er staðan alls ekki vonlaus. 12. … Bxd5 13. Rxf4 Re7 14. Dh5! Óþægilegur hnykkur því að 14. … g6 er einfaldlega svarað með 15. De5 og vinnur. 14. … c6 15. Rcxd5 cxd5 16. Re6! Leggur stöðu svarts í rúst. 16. … Dd6 17. Rxg7 Kd7 18. Hxf7 Haf8 19. Bf4 Hxf7 20. Bxd6 Hf2 21. Kh1 Bxd6 22. He1 Hhf8 23. Dg4 Kc6 24. Re6 H8f6 25. Rd4 Kb6 26. He2 Hf1 27. Kg2 Þá er hvítur búinn að tryggja kóngsstöðuna og eftirleikurinn er auðveldur. 27. … Rc6 28. Rxc6 bxc6 29. c3 H1f5 30. b4 Kb7 31. Dg7 Hf7 32. Dxh6 Bc7 33. De3 Bb6 34. d4 Bc7 35. h4 a5 36. a3 a4 37. Dd3 Hf1 38. b5 H1f6 39. bxc6+ Kxc6 40. Da6+ Bb6 41. Dxa4+ Kb7 42. De8 Hf8 43. He7+ Bc7 44. Db5+ Hb6 45. Hxc7+ – og svartur gafst upp. Veiddi Nakamura í lúmska gildru Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/SÍ Sigurvegarar Kristján Dagur Jónsson varð Íslandsmeistari í skólaskák á dögunum. Benedikt Þórisson t.h. varð í 2. sæti. Við erum að fara í gegnum fordæmalausa tíma, eða svo er okkur sagt. Hvers vegna? Jú, af því óþekkt veira fór á stjá og leysti úr læð- ingi aðgerðir og úrræði sem tóku svo á sam- félagið að það mun seint jafna sig. Rík- isstjórnir víða um heim hafa hoppað upp á hvítan hest og bjargað samfélaginu frá veiru gegn því að taka sér – tímabundið – tölu- verð völd í hendur. Búið er að kné- setja mörg fyrirtæki, hleypa opin- berum skuldum í himinhæðir og setja heilu atvinnugreinarnar í önd- unarvél. En þetta voru hinir fordæmalausu tímar. Hvað er fram undan? Ef marka má tungutak ýmissa þrýstihópa taka við tímar byggðir á fordæmi hinna fordómalausu tíma. Sem dæmi má taka Landvernd. Þar á bæ réðu menn Gallup til að biðja fólk að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ríkisstjórn Íslands ætti að taka áskoranir Íslands vegna loftslagsbreytinga jafn alvarlega og áskoranir vegna COVID-19.“ Undir þetta tóku 61% af þeim sem svöruðu. Landvernd fagnaði og lét framkvæmdastjóri samtakanna hafa eftir sér að ríkisstjórnin gæti nú „fylgt eftir yfirlýs- ingum sínum um 40 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrir 2030 af fullum krafti“. Því hún gat það ekki áður þrátt fyrir yfirlýs- ingagleðina af ein- hverjum ástæðum, eða svo virðist vera. Kannski af því ferða- frelsi, tortryggni gagn- vart ríkisvaldinu og al- mennur vilji fólks til að ráða sínu lífi flæktist of mikið fyrir. Kannski af því að nú er komið for- dæmi fyrir varanlega auknum ríkis- afskiptum og takmörkunum á sam- félaginu. Kannski af því að nú er lýðurinn orðinn svo skelkaður að það má láta kné fylgja kviði mótspyrnulaust. Stjórnmálamenn og þrýstihópar láta aldrei gott neyðarástand fara til spillis. Fordæmalausum tímum á að fylgja eftir með fordæmi þeirra tíma. Í kjölfar fordæmaleys- is er komið fordæmi Eftir Geir Ágústsson » Stjórnmálamenn og þrýstihópar láta aldrei gott neyðar- ástand fara til spillis. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. geirag@gmail.com Eyjólfur Jónsson Eyfells fæddist 6. júní 1886 í Selja- landsseli undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Jón Sig- urðsson, f. 1857, d. 1932, bóndi á Tjörnum, og Guðríður Eyj- ólfsdóttir, f. 1848, d. 1931. Sex vikna gamall flytur hann með móður sinni að Súluholti í Flóa og elst þar upp. Eyjólfur stundaði nám í teikningu hjá Stefáni Eiríks- syni tréskurðarmeistara og var í eitt ár við listmálaranám í Dresden, Þýskalandi. Íslenskt landslag og náttúra voru aðal- myndefni hans og hann fór víða um landið og málaði landslags- myndir. Hann var einn af stofnendum Myndlistarfélags- ins og hélt margar einkasýn- ingar og tók þátt í fjölmörgum samsýningum. M.a. hélt hann einkasýningu í Brook Street Art Gallery í London 1936 og yfirlitssýningu á Kjarvals- stöðum 1975. Eiginkona Eyjólfs var Ingi- björg E. Eyfells, f. 1895, d. 1977, handavinnukennari og kaupmaður í Baldursbrá, neðst á Skólavörðustíg, og bjuggu þau í næsta húsi. Börn þeirra: Einar verkfræðingur, Jóhann, myndhöggvari og prófessor í Flórída, Kristín Ingibjörg kennari og Elín Rannveig hús- freyja, bús. í Reykjavík. Eyjólfur lést 3.8. 1979. Merkir Íslendingar Eyjólfur J. Eyfells Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli. Sjávarútsýni í meirihluta íbúða Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Verð frá aðeins kr. 39.900.000.- Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 7. maí frá kl. 14-15 Ólafur Ragnar Grímsson breytti forsetaembætt- inu á sinni tíð og til frambúðar að mínu mati. Því verður ekki aftur snúið. Þess vegna getur forseti landsins ekki lengur verið óvirkur á friðarstóli í helgum steini, eins og nú er. Í dag þarf þjóðin á að halda öflugum forseta sem hefur bæði vilja, kjark og þor til að leiða þjóðina örugglega í gegnum þá viðsjárverðu tíma sem við erum að upplifa í dag og er reiðubúinn til að leiðrétta kúrsinn hjá þingi og ríkisstjórn, þegar á þarf að halda, líkt og Ólaf- ur Ragnar gerði. Þannig farnast þjóðinni best. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Til minnis fyrir kjósendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.