Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
„SPÍTALINN OKKAR”
AÐA L F U N D U R
Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar
verður haldinn á Nauthóli, Nauthólsvík þriðjudaginn
9. júní 2020, kl. 16.00.
DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Að loknum aðalfundarstörfum verða
áhugaverð erindi:
Skyggnist inn í nýjan meðferðarkjarna
Landspítala:
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt
Hlutverk meðferðarkjarna á tímum farsótta:
Már Kristjánsson,
yfirlæknir smitsjúkdóma Landspítala
Lokaorð flytur María Heimisdóttir,
forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Tækninýjungar og framtíðarsýn í heilbrigðismálum.
Allir velkomnir
Stjórn „Spítalans okkar“
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gamall birkiskógur er illa útleikinn
eftir gróðureldana í Norðurárdal 18.
maí sl. og miklar gróðurskemmdir
hafa orðið. Kemur það fram í grein-
argerð sérfræðinga Náttúrufræði-
stofnunar Íslands sem metið hefur
skemmdirnar.
Brunna svæðið nær yfir 13,2 hekt-
ara, samkvæmt mælingum stofn-
unarinnar. Í upphafi var rætt um að
eldurinn hefði farið yfir mosa og
hraun. Járngerður Grétarsdóttir,
gróðurvistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, segir að það sé ekki
rétt. Stærsta svæðið sé skógur,
gamall birkiskógur, fyrir neðan
hraunbrúnina, alls um 11,3 ha. Einn-
ig brann nokkurt svæði uppi á
hraunbrúninni, meðal annars 1,1 ha
hraunlendi þar sem hraungambri er
ríkjandi. Þá brann tæpur hálfur
hektari syðst og um miðbik svæð-
isins þar sem gulvíðir og gisið birki
var og loks tæpur hálfur hektari af
graslendi næst Norðurá.
Kolsvart teppi
Skógurinn er illa útleikinn eftir
brunann og gróðurskemmdir mikl-
ar. Stofnar stórra og gamalla birki-
trjáa eru mikið brunnir og grennri
tré og gulvíðirunnar orðin að svörtu
spreki. Það eina sem sérfræðing-
arnir sáu af sortulyngi voru sviðin
laufblöð og kolaðar greinar. Kræki-
lyng var brunnið upp til agna og
mosi, bæði hraungambri og annar
mosi í skógarbotninum, var ýmist
horfinn eða lá sem kolsvart teppi af
mjóum þráðum.
Járngerður segir að meiri
skemmdir verði á gróðri þegar land
er þurrt og frost farið úr jörðu.
Spurð um mun á þessum gróður-
eldum og Mýraeldum sem fóru yfir
mun stærra svæði fyrir 14 árum seg-
ir Járngerður að annars konar gróð-
ur hafi brunnið þar. Auk þess hafi
þeir verið fyrr um vorið og klaki hafi
verndað ræturnar. Í Norðurárdal
hafi orðið mikið tjón á trjám og und-
irgróður brunnið alveg niður.
Annað vistkerfi í staðinn
Hún segir að ekki sé hægt að
segja til um það fyrr en í ágúst
hvaða gróður hefur lifað af. Það fari
eftir því hversu djúpt bruninn hefur
náð og hvernig rótunum hefur reitt
af. „Svæði jafna sig alltaf aftur. Það
er spurning um tíma og hvað vex aft-
ur. Ég gæti trúað því að gras spretti
þarna og að eitthvað af trjánum hafi
lifað af. En þetta er ekki sama vist-
kerfið, gamall birkiskógur hefur
skemmst með öllum sínum undir-
gróðri,“ segir Járngerður.
Ljósmynd/Sigurður Kristinn Guðjohnsen
Norðurárdalur Gamall birkiskógur á milli Grábrókarhrauns og Norðurár er illa farinn eftir gróðureldana.
Gamall birkiskógur fór
verst út úr gróðureldum
13,2 hektarar brunnu í skógareldunum í Norðurárdal
Ljósmynd/Járngerður Grétarsdóttir
Birki Stofnar gamalla birkitrjáa eru illa farnir og skógarbotninn brunninn.
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
Gert er ráð fyrir byggingu nýs
golfvallar á Álftanesi í tillögu að
deiliskipulagi fyrir Norðurnes á
Álftanesi, sem samþykkt var í
bæjarstjórn Garðabæjar í vikunni.
Einnig er um að ræða breytingar í
aðalskipulagi Norðurness, sem
snúa að frekari uppbyggingu á
svæðinu.
Auk golfvallar er gert ráð fyrir
uppbyggingu fjögurra íbúðasvæða,
smábáta- og skemmtibátahafnar og
aðstöðu fyrir hestamenn á Seyl-
unni.
Nýi golfvöllurinn mun leysa af
hólmi Álftanesvöll, sem fyrir er á
Álftanesi, en völlurinn hefur, að
sögn Arinbjörns
Vilhjálmssonar,
skipulagsstjóra
Garðabæjar,
aldrei átt stoð í
skipulagi bæjar-
ins. Í nýju deili-
skipulagi verður
Álftanesvöllur að
mestu tekinn
undir íbúðarhús
og opin svæði
þegar nýi golfvöllurinn verður kom-
inn í gagnið.
Lendingarbraut fyrir margæsir
Arinbjörn segir sveitarfélagið
einnig horfa til ýmissa mótvægis-
aðgerða, og taka sérstakt tillit til
gróðurs og fuglalífs. Þær aðgerðir
innihalda endurheimt votlendis við
Kasthúsatjörn og gerð hólma í
Bessastaðatjörn.
Arinbjörn segir einnig golfbraut-
ir vera kjörnar lendingarbrautir
fyrir margæsir, sem millilenda iðu-
lega á Álftanesi á leið sinni til
Grænlands.
Skipulagsmál bæjarins séu enn á
forkynningarstigi, en sveitarfélagið
muni kynna þessar framkvæmdir
frekar á kynningarfundi hinn 25.
ágúst.
Verður lagt fyrir bæjarbúa
Upplýsingar um framkvæmdirn-
ar verða gerðar opinberar á heima-
síðu Garðabæjar 11. júní, þar sem
bæjarbúar geta kynnt sér áætlanir
bæjarins og komið með ábendingar.
Að sögn Arinbjörns er erfitt að
segja hvenær hægt verður að leika
golf á nýja vellinum, en ef skipu-
lagsforsendur ganga upp væri hægt
að hefja framkvæmdir í byrjun
næsta árs.
Nýr golfvöllur skipu-
lagður á Álftanesi
Einnig gert ráð fyrir smábátahöfn og aðstöðu fyrir hestafólk
Fyrirhugaður golfvöllur á Álftanesi
Samkvæmt deilskipulagi Garðabæjar fyrir Norðurnes
1
5
2
4
3
8
7
9
6
Golfskáli
Íbúðarsvæði
T Ú N
Jö
fra
ve
gu
r
Norðurnesvegur
Bessastaðir
Mö
rk
sk
ipu
lag
s
Bessastaðatjörn
Ka
sth
ús
atj
örn
Æfinga-
svæði
H
ei
m
ild
: G
ar
ða
bæ
r.
G
ru
nn
ko
rt
: L
an
ds
la
g.
Arinbjörn
Vilhjálmsson
Þorri Þórarinsson, nemandi í Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra,
náði þeim magnaða árangri að
hljóta meðaleinkunnina 10,0 á stúd-
entsprófi á náttúrufræðibraut.
Þorri hlaut viðurkenningar fyrir
framúrskarandi árangur í ensku,
dönsku, íslensku, þýsku, raun-
greinum og stærðfræði, auk þess að
hljóta verðlaun fyrir alhliða náms-
árangur á stúdentsprófi náttúru-
fræðibrautar.
„Mér líður ótrúlega vel, ég er bú-
inn að vinna hart að þessu í ótrú-
lega langan tíma. Þetta er bara
yndislegt,“ segir Þorri í samtali við
Morgunblaðið. Hann segist hafa
óendanlegan metnað fyrir námi, en
það skipti miklu máli að muna að
slappa af og taka það rólega inn á
milli.
Þorri segist ekki alltaf hafa haft
svona mikinn metnað fyrir námi en
það hafi stóraukist þegar hann
byrjaði í framhaldsskóla. „Þegar ég
sá fyrstu tíurnar fékk ég mikinn
metnað til að halda þessu áfram.“
Líkt og aðrir útskriftarnem-
endur þurfti Þorri að ljúka námi
sínu í fjarkennslu vegna kórónu-
veirufaraldursins, en hann segir
fjarkennsluna hafa hentað sér
ágætlega. „Stressið minnkaði mikið
við að vera heima. Það er vegna
þess að ég held mjög vel utan um
námið og var mjög tilbúinn í þessar
óvissuaðstæður.“
Í lok sumars stefnir Þorri á nám í
lífefna- og sameindalíffræði við Há-
skóla Íslands og ætlar hann að nota
sumarið í að vinna og búa sig undir
það.
Dúxaði með 10,0
í meðaleinkunn
Fjarkennskan minnkaði stressið
Metnaðarfullur Í haust stefnir
Þorri í háskólanám í bænum.