Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 6. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  132. tölublað  108. árgangur  SUMARHÁTÍÐ HEKLU Í DAG FRÁ12.00-16.00 HEKLA · Laugavegi 170 Frumsýningar Tilboð KATRÍN JAK. HUGSAR TIL AFREKANNA FÓKUSINN Á FÓLKIÐ Í NÁTTÚRUNNI LJÓSMYNDIR 52200 MÍLUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins sem rekur ís- hellinn á Langjökli, segir markaðinn að lifna við eftir erfiðan vetur. „Það var algjört frost í bókunum. Heilu dagana kom ekki ein einasta bókun. Nú er þetta hins vegar byrjað að aukast á ný. Við fáum svolítið af bókunum frá Skandinavíu en bókanir koma héðan og þaðan,“ segir Sigurð- ur um eftirspurnina. Vegna samdráttarins hefur móður- félagið, Arctic Adventures, boðið Ís- lendingum allt að 40-50% afslátt af ýmiss konar afþreyingu. Sigurður segir að verðið hafi aldrei verið lægra. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Perlunnar, hyggst sömuleiðis markaðssetja Perluna fyr- ir Íslendinga í sumar. Meðal annars verður reistur 1.700 fermetra ævin- týragarður fyrir börn. Sjö flugfélög hefja ferðir Tilkynnt hefur verið að sjö flug- félög muni fljúga frá Keflavíkurflug- velli í sumar. Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia, segir Isavia í samskiptum við fleiri flugfélög. Icelandair og Lufthansa munu bjóða margar ferðir á viku til Þýska- lands, þriðja mikilvægasta markaðar- ins í ferðamönnum talið. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri SAF, áætlar að hingað gætu komið 50 þúsund erlendir ferða- menn í ágúst. SAF hafi áætlað að hingað gætu komið 250 þúsund ferða- menn frá júní til áramóta, ef engar hindranir væru í vegi. Eftir að greint var frá kostnaði við skimum kunni tal- an að lækka um tugi prósenta. Af því leiðir að vegna gjaldsins, sem er 15 þúsund fyrir sýnatöku, gætu komið tugþúsundum færri erlendir ferða- menn en ella. Bókanir frá Skandinavíu  Bókanir erlendra ferðamanna hafa tekið kipp hjá Arctic Adventures undanfarið  SAF óttast að kostnaður við skimun geti þýtt tugþúsundum færri ferðamenn í ár Viðræður við Slóvakíu » Runólfur Oddsson, ræðis- maður Slóvakíu á Íslandi, segir viðræður milli ríkjanna um að Íslendingar muni ekki þurfa að fara í skimun á leið sinni til Slóvakíu og öfugt. » Slóvakar fljúga jafnan til Ís- lands í gegnum Vínarborg en þaðan hyggst ungverska flug- félagið Wizz air fljúga til Ís- lands frá og með 3. júlí. MFerðaþjónusta »18 og 22  Jóhannes Þor- steinsson tók í vikunni við starfi yfirmanns fjárstýringar T-Mobile- fjarskiptafyr- irtækisins í Bandaríkjunum. Þar fer hann fyrir deild sem stýrir 70 millj- örðum dala, en það er jafngildi þrefaldrar landsframleiðslu Ís- lands. Fyrirtækið sameinaðist ný- lega öðru stóru fjarskipta- fyrirtæki, Sprint Nextel. Var Jóhannes beðinn að taka við starfinu í kjölfarið, en áður hafði hann komið að ráðgjaf- arstörfum í tengslum við kaupin og önnur uppkaup T-Mobile und- anfarin ár. »20 Gegnir toppstöðu hjá T-Mobile Jóhannes Þorsteinsson Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru komin með einkennisstafina HF í stað RE. Þau lögðust að bryggju við Háabakka, nýjan hafnargarð í Hafnarfirði, síðdegis í gær og kastlínan flaug í land, þegar nýjar höfuðstöðvar Haf- rannsóknastofnunarinnar í Fornubúðum 5 voru vígðar. Starfs- fólkið sigldi með skipunum frá Faxagarði í Reykjavík út Faxaflóann og yfir í hina nýju heimahöfn. Með í för var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Þá fylgdu björgunarskip Landsbjargar rannsóknaskipunum í vígslusiglingunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafró og rannsóknaskipin flutt til Hafnarfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.