Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 6. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  132. tölublað  108. árgangur  SUMARHÁTÍÐ HEKLU Í DAG FRÁ12.00-16.00 HEKLA · Laugavegi 170 Frumsýningar Tilboð KATRÍN JAK. HUGSAR TIL AFREKANNA FÓKUSINN Á FÓLKIÐ Í NÁTTÚRUNNI LJÓSMYNDIR 52200 MÍLUR Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins sem rekur ís- hellinn á Langjökli, segir markaðinn að lifna við eftir erfiðan vetur. „Það var algjört frost í bókunum. Heilu dagana kom ekki ein einasta bókun. Nú er þetta hins vegar byrjað að aukast á ný. Við fáum svolítið af bókunum frá Skandinavíu en bókanir koma héðan og þaðan,“ segir Sigurð- ur um eftirspurnina. Vegna samdráttarins hefur móður- félagið, Arctic Adventures, boðið Ís- lendingum allt að 40-50% afslátt af ýmiss konar afþreyingu. Sigurður segir að verðið hafi aldrei verið lægra. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Perlunnar, hyggst sömuleiðis markaðssetja Perluna fyr- ir Íslendinga í sumar. Meðal annars verður reistur 1.700 fermetra ævin- týragarður fyrir börn. Sjö flugfélög hefja ferðir Tilkynnt hefur verið að sjö flug- félög muni fljúga frá Keflavíkurflug- velli í sumar. Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia, segir Isavia í samskiptum við fleiri flugfélög. Icelandair og Lufthansa munu bjóða margar ferðir á viku til Þýska- lands, þriðja mikilvægasta markaðar- ins í ferðamönnum talið. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri SAF, áætlar að hingað gætu komið 50 þúsund erlendir ferða- menn í ágúst. SAF hafi áætlað að hingað gætu komið 250 þúsund ferða- menn frá júní til áramóta, ef engar hindranir væru í vegi. Eftir að greint var frá kostnaði við skimum kunni tal- an að lækka um tugi prósenta. Af því leiðir að vegna gjaldsins, sem er 15 þúsund fyrir sýnatöku, gætu komið tugþúsundum færri erlendir ferða- menn en ella. Bókanir frá Skandinavíu  Bókanir erlendra ferðamanna hafa tekið kipp hjá Arctic Adventures undanfarið  SAF óttast að kostnaður við skimun geti þýtt tugþúsundum færri ferðamenn í ár Viðræður við Slóvakíu » Runólfur Oddsson, ræðis- maður Slóvakíu á Íslandi, segir viðræður milli ríkjanna um að Íslendingar muni ekki þurfa að fara í skimun á leið sinni til Slóvakíu og öfugt. » Slóvakar fljúga jafnan til Ís- lands í gegnum Vínarborg en þaðan hyggst ungverska flug- félagið Wizz air fljúga til Ís- lands frá og með 3. júlí. MFerðaþjónusta »18 og 22  Jóhannes Þor- steinsson tók í vikunni við starfi yfirmanns fjárstýringar T-Mobile- fjarskiptafyr- irtækisins í Bandaríkjunum. Þar fer hann fyrir deild sem stýrir 70 millj- örðum dala, en það er jafngildi þrefaldrar landsframleiðslu Ís- lands. Fyrirtækið sameinaðist ný- lega öðru stóru fjarskipta- fyrirtæki, Sprint Nextel. Var Jóhannes beðinn að taka við starfinu í kjölfarið, en áður hafði hann komið að ráðgjaf- arstörfum í tengslum við kaupin og önnur uppkaup T-Mobile und- anfarin ár. »20 Gegnir toppstöðu hjá T-Mobile Jóhannes Þorsteinsson Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru komin með einkennisstafina HF í stað RE. Þau lögðust að bryggju við Háabakka, nýjan hafnargarð í Hafnarfirði, síðdegis í gær og kastlínan flaug í land, þegar nýjar höfuðstöðvar Haf- rannsóknastofnunarinnar í Fornubúðum 5 voru vígðar. Starfs- fólkið sigldi með skipunum frá Faxagarði í Reykjavík út Faxaflóann og yfir í hina nýju heimahöfn. Með í för var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Þá fylgdu björgunarskip Landsbjargar rannsóknaskipunum í vígslusiglingunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafró og rannsóknaskipin flutt til Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.