Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is
Skrifstofuhæð til útleigu aðVallakór 4 í Kópavogi, rýmið er allt að 410 fm á 2. hæð. Húsnæðið verður innréttað
í samráði við leigutaka. Einnig er hægt að skipta rýminu upp í tvo hluta. Lyftuhús og næg bílastæði. Mikill og
góður þjónustukjarni er aðVallakór 4, þar erumeðal annars, matvöruverslun, apótek, fasteignafélag, hug-
búnaðarfyrirtæki, sálfræðiþjónusta, förðunarskóli, hárgreiðslustofa og tannlæknastofa.
Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir: HalldórMár Sverrisson, lögg. fasteignasali
og leigumiðlari í síma 898 5599 eða í tölvupósti á halldor@atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
VALLAKÓR 4
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
TIL LEIGU SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Atvinnueignir eru okkar fag
„ÉG HELDA AÐ ÉG HAFI NÁÐ ÖLLU
EYRNAVAXINU.”
„ÞAÐ VARST ÞÚ SEM SAGÐIST VERA SVO
LIÐLEGUR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að rekast á
draumadísina.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ
ÍKORNAR ÞURFA EKKI AÐ FÁ
BÓLUSETNINGAR OG VERA MEÐ
HÁLSÓL EINS OG VIÐ GÆLUDÝR?
ÞIÐ GÆTUÐ SAMT GREITT
SKOTTIÐ Á YKKUR EINSTAKA
SINNUM!
VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ERUM
VILLT DÝR, GÓURINN
HVORT ER VERRA? AÐ VERA GIFTUR
KONU SEM FINNUR AÐ ÖLLU SEM MAÐUR
GERIR? EÐA AÐ BÚA EINN MEÐ SINNI EIGIN
NEIKVÆÐU SJÁLFSGAGNRÝNI? ÞAÐ ER
EKKI HÆGT AÐ SIGRA!
KRÁIN SIGRAR.
Reykjavík. Foreldrar Ísabellu:
Bjarne Lövenholdt, f. 5.5. 1955, d.
30.1. 2017, húsasmíðameistari í Dan-
mörku, og Guðrún Edda Andradótt-
ir, f. 20.9. 1958, afgreiðslumaður. Þau
skildu. Seinni maður Guðrúnar Eddu
er Gunnlaugur Ingvarsson. f. 18.11.
1955, leiguflugstjóri, búsett í Reykja-
vík.
Börn Arnars og Ísabellu eru Theo-
dór Fells Lövenholdt, f. 11.9. 2017,
og Lúkas Fells Lövenholdt, f. 21.7.
2019.
Systkini Arnars eru: Guðbjörg
Guðmundsdóttir hálfsystir sam-
mæðra, f. 12.10. 1991, nemi og iðju-
þjálfi; Þórarinn Gunnarsson hálf-
bróðir samfeðra, 14.1. 1993,
lögreglumaður; Axel Guðmundsson
hálfbróðir sammæðra, f. 16.10. 1994,
lagerstarfsmaður hjá Byko; Sigríður
Guðmundsdóttir uppeldissystir, f.
6.12. 1981, snyrtifræðingur; Ellert
Rúnarsson stjúpbróðir, f. 3.6. 1975,
ráðgjafi og kennari við HÍ.
Foreldrar Arnars eru Margrét
Hjörleifsdóttir, f. 14.2. 1961, hús-
móðir í Reykjanesbæ, og Gunnar
Þorsteinn Sumarliðason, f. 13.12.
1958, kokkur, búsettur í Reykjanes-
bæ. Þau skildu. Margrét er gift Guð-
mundi Axelssyni, 21.5. 1953, endur-
skoðanda og fv. útgerðarmanni, og
Gunnar er giftur Birnu Þórðar-
dóttur, f. 11.4. 1956, starfsmanni hjá
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Arnar Fells
Gunnarsson
Kristín Sigurðardóttir
húsfreyja á Borgarfelli, f. í Hvammi í Skaftártungu
Gunnar Sæmundsson
bóndi á Borgarfelli í
Skaftártungu, f. á Borgarfelli
Sumarliði Gunnarsson
vélvirki í Keflavík
Gríma Thoroddsen
húsfreyja í Vík í Mýrdal og Keflavík
Gunnar Þorsteinn
Sumarliðason
kokkur í Reykjanesbæ
Ingibjörg Tómasdóttir
húsfr. í Reykjavík, f. Rvík
Bolli Skúlason Thoroddsen
verkfr. í Rvík, f. á Ísafirði, foreldrar: Theodóra Thoroddsen
skáldkona og Skúli Thoroddsen alþm. og sýslum.
Nína Sæmundsson
myndlistarmaður
Margrét Sigurbjörg Kristjánsdóttir
húsfreyja í Eyði-Sandvík og Rvík, f. í
Hnífsdal
Guðmundur Sæmundsson
bóndi í Eyði-Sandvík í Flóa og húsasmíðameistari í
Rvík, f. í Nikuláshúsum í Fljótshlíð
Guðbjörg Guðmundsdóttir
fv. skrifstofumaður, bús. í Reykjanesbæ
Hjörleifur Magnússon
vélvirki, bús. í Reykjanesbæ
Gróa Hjörleifsdóttir
húsfreyja í Eyjum og Keflavík, f. í
Raufarhelli undir Eyjafjöllum
Eyjólfur Magnús Ísleifsson
skipstjóri í Vestmannaeyjum, síðar í
Keflavík, f. í Eyjum
Úr frændgarði Arnars Fells Gunnarssonar
Margrét Hjörleifsdóttir
húsmóðir í Reykjanesbæ
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Margur þekktur á því er.
Allir vilja þessu ná.
Hlaupagikkur frá því fer.
Fær er sá, er þetta ver.
Eysteinn Pétursson á þessa lausn:
Marki brenndur margur er.
Marki vilja flestir ná.
Frá marki að hlaupa miður fer.
Markið frækinn verja á.
Sigmar Ingason leysir gátuna
þannig:
Manninn setur lífið mark sitt á.
Marki settu allir vilja ná.
Merkis bíða á markalínu má.
Markmaðurinn knöttinn sló sér frá.
Guðrún svarar:
Er með því marki brennd
að marki settu ná.
Frá rásmarki sínu send.
Á sumrin, ver mörkin þá.
Þessi er lausn Helga R. Ein-
arssonar:
Hógvær gátu horfi á,
í henni svarið leynist.
Lausnarorðið öllum hjá
að einu marki beinist.
Þessa vikuna er lausnin svona hjá
Hörpu á Hjarðarfelli:
Á margan sauð er markið sett.
Marki vilja allir ná.
Á rásmarki er ræst í sprett.
Reynir mark að verja sá.
Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna
þannig:
Á marki þekkja megum hann.
Marki vilja allir ná.
Frá marki Hlaupa-Mangi rann.
Markið Hannes verja kann.
Þá er limra:
Í markinu Vermundur valti
varð bara alveg að gjalti
og fýldur að vonum,
er framhjá honum
skoraði Hermundur halti.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Út um gluggann svartan sé,
sitja lítinn fugl í tré,
gátu létta læt í té,
að launum fæ svo háð og spé:
Þarna kemur saman sjót.
Sýslur munu vera.
Eru líka ástarmót.
Á sér menn þau bera.
Að lokum eftir Theódóru Thor-
oddsen:
Þegar landsins þorna Mið
og þrjóta vinatryggðir
á ég veröld utan við
allar mannabyggðir.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Af litlu má mikið marka