Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining áhitabreytist eftir aldri? ThermoScan7eyrnahita- mælirinnminnveit það.“ BraunThermoScan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Vissulega verða viðbrigðiað hitta ekki mitt fólkhér daglega, því stjórn-endur og samstarfsfólk eru úrvalsfólk. Ég kvíði því ekki að láta af störfum en ég hlakka heldur ekki til,“ segir Sigurður Steindórsson sem lætur brátt af störfum sem fangavörður á Litla- Hrauni eftir rúmlega fjögurra ára- tuga farsælan feril. „Ég hóf störf hér árið 1977 þegar ég var tuttugu og tveggja ára. Margt hefur breyst á þessum 43 árum og sem betur fer er margt aflagt sem tilheyrði fyrri tímum. Ég sé til dæmis ekki eftir ómanneskjulegu dýflissunum sem voru hér. Nú er allur aðbúnaður betri og mér þykir vænt um að hafa tekið þátt í mörgum fram- förum hér,“ segir Siggi og tekur sem dæmi að þegar hann hóf störf hafi dagskipunin verið sú að fanga- verðir ættu ekki að hafa samneyti við fanga. „Við máttum ekki vera í neinu kunningjaspjalli við þá og þar með var aðstoð okkar við þá ekki til staðar. Þetta fannst mér alltaf mjög erfitt að eiga við, því fangar eru fólk og við sem störfum hér umgöngumst þá á hverjum degi. Áherslan í þessu breyttist sem betur fer smám saman og nú aðstoðum við fangana eins og við mögulega getum og fyrir vikið eru tengslin betri.“ Siggi segir þjónustu við fanga hafa aukist, nú standi þeim til boða sálfræðingar, félagsráðgjafar, læknar, hjúkrunarfræðingar og fangelsisprestur. „Sem betur fer, því margir eru mjög illa á sig komnir þegar þeir koma hingað í afplánun, bæði líkamlega og andlega. Hér dvelja einvörðungu karlkyns fangar og þeir eru á öllum aldri, en langmest er af ungum strákum milli tvítugs og þrítugs. Fangar hafa aðgang að verslun hér og þar kaupa þeir í matinn og elda sjálfir hver á sinni deild, það er alltaf einhver góður kokkur í hópnum. Erlendu fang- arnir eru margir hagsýnir, þeir lifa spart og sjóða ofan í sig kartöflur og lauk en leggja peninginn fyrir,“ segir Siggi og bætir við að and- rúmsloftið hafi breyst mikið til batnaðar við það að konur fengu að vera fangaverðir. Að hafa eitthvað fyrir stafni Siggi vinnur í móttökunni á Litla-Hrauni, hann tekur á móti öllum sem þangað koma í hinum ólíkustu erindum og allir þurfa að gera grein fyrir sér og sýna skil- ríki. Gestir til fanga fara í gegnum málmleitarhlið og það sem þeir hafa með sér fer í gegnumlýsingu, svipað og á flugvöllum. „Fyrstu þrettán árin var ég útiverkstjóri en eftir það hef ég verið hér á skrifstofunni og séð um öll innkaup í fangelsinu. Ég sé líka um að selja allt sem búið er til hér, við framleiðum skjalaöskjur úr pappa og öll bílnúmer á landinu. Hér er trésmiðja og þar eru fram- leidd útihúsgögn og líka fuglabúr fyrir Fuglavernd. Hér er einnig töluverð starfsemi fyrir íslenska gámafélagið, við rífum í sundur vélar og rafmagnstæki, aðgreinum málma, plast og fleira eftir verð- mætum. Fangarnir sjá um ýmis- legt viðhald hér á húsunum, mála og annað sem til fellur. Hér er líka aðstaða fyrir bílaþvott. Það er nauðsynlegt að fangar hafi eitt- hvað fyrir stafni og þeim stendur líka til boða að mennta sig. Hér er skólastofa þar sem kennt er allan veturinn frá Fjölbrautaskóla Suð- urlands, og við erum með náms- ráðgjafa. Fangar hafa aðgang að nokkrum líkamsræktartækjum og íþróttasal þar sem Tolli er með hugleiðslu reglulega,“ segir Siggi og bætir við að fram til 1974 hafi aðalvinna fanga á Litla-Hrauni verið að sjá um skepnur sem þar voru haldnar. „Hér voru kýr og kálfar og nokkrar kindur, fangar sáu um mjaltir og aðra umhirðu með leið- sögn og svo þurfti að heyja á sumrin.“ Kölluðu húsið Letigarð Gamla reisulega húsið á Litla- Hrauni var upphaflega reist sem sjúkrahús og átti að þjóna öllu Suðurlandi. „Eyrbekkingar voru stórhuga, þetta er glæsilegt hús teiknað af Guðjóni Samúelssyni, en hér var aldrei starfrækt sjúkrahús. Húsið var formlega tekið í notkun sem fangelsi árið 1929 þegar Jónas frá Hriflu var dómsmálaráðherra, hann gekk í að gera húsið að fang- elsi. Þegar ég fluttist á Bakkann var töluvert af eldri mönnum sem þoldu þetta ekki og kölluðu húsið aldrei annað en Letigarð,“ segir Siggi og bætir við að það hafi verið ánægjulegt að sjá þetta þróast frá því að hafa verið hús með 30 til 40 föngum yfir í 87 einstaklingsklefa. „Starfsfólki hefur líka fjölgað, við vorum ekki nema 20 hér þegar ég byrjaði en núna erum við 60 manns sem vinnum hér á vöktum,“ segir Siggi og tekur fram að hann hafi átt gott samstarf við alla for- stöðumenn sem hann hafi starfað með. Spilað upp á sígarettur Siggi segir að það hafi létt mikið á þegar tvöfalda háa girð- ingin kom 1996. „Fram að því vorum við með tveggja metra háa girðingu og þá var mikið um strok. Við fangaverð- ir þurftum oft að ganga breiðleit eftir þorpinu með fimm metra millibili. Strok hefur minnkað stór- lega og strákarnir fara að Sogni þegar þeir eru í seinni hluta í dómnum og haga sér þannig að hægt er að treysta þeim í opnu fangelsi. Það gerir samfélagið hér harðara, því þeir verða eftir hér sem ná þessu ekki alveg strax. En maður sér alla spekjast á end- anum,“ segir Siggi og bætir við að óhjákvæmilegt sé í starfi fanga- varða að ákveðin tortryggni búi um sig. „Bæði gagnvart föngum og sumum aðstandendum. Mér finnst það svolítið erfitt, það er sérstakt að vera alltaf með varann á sér, eins og stundum sé verið að fara í kringum sannleikann. Smygl er alltaf yfirvofandi og hér eru menn að reyna að búa um sig, sem er í sjálfu sér eðlilegt. Að reyna að ná einhverju meira fram, hvort sem það er aukaskammtur af kaffi eða annað,“ segir Siggi og rifjar upp að á þeim tíma sem engir peningar voru í umferð á Hrauninu hafi síg- arettur verði gjaldmiðill. „Einn eftirminnilegur fangi átti til dæmis 23 karton af sígar- ettum inni í skáp hjá sér og höndl- aði með það. Á þessum tíma var mikil afþreying fyrir fanga að spila póker og þá var alltaf spilað upp á sígarettur.“ Siggi segir best af öllu að sjá strákana ekki koma aftur sem komu kannski á hverju ári til af- plánunar í einhvern tíma. „Mér finnst ánægjulegt að hitta fyrrverandi fanga í hvers- dagslífinu og sjá þá hafa náð árangri, stundum er það eins og að hitta gamlan kunningja. Mjög margir ná sér vel á strik eftir af- plánun, menn sem maður hélt að gætu það ekki. Það er frábært.“ Eyjapeyi inn við beinið Siggi er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en flutti til Sissu frænku sinnar á Eyrarbakka þeg- ar gaus í Eyjum 1973, þá 17 ára. „Móðir mín dó þegar ég var 16 ára og við vorum fimm systk- inin á heimili pabba þegar gosið skall á ári eftir fráfall mömmu. Ég flutti ekki á nýtt heimili pabba í Reykjavík, ég bjó áfram hjá Sissu hér á Eyrarbakka og svo eignaðist ég fljótlega kærustu hér, Sigurlínu Eiríksdóttur, og við stofnuðum fjölskyldu. Ég hef búið á Bakk- anum frá gosi og liðið vel, hér er gott samfélag og við eigum eina dóttur og tvær ömmu- og afastelp- ur. Auðvitað skrepp ég oft til Eyja því ég er Eyjapeyi inn við beinið.“ Best að sjá menn ná sér á strik Hann hóf sitt fertugasta og fjórða ár sem fanga- vörður á Litla-Hrauni í vikunni. Sigurður Stein- dórsson hefur líklega unnið lengst allra fanga- varða í fangelsi, en nú kveður hann Hraunið og lítur yfir farinn veg. Morgunblaðið/Eggert Fangavörður Siggi segir það vera best af öllu í starfinu að sjá strákana ekki koma aftur sem komu kannski á hverju ári til afplánunar í einhvern tíma. Eftirlit Siggi fyrir miðju í eftirlitsherbergi með samstarfsmönnum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.