Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Fimm sýningar verða opnaðar sam- tímis í Listasafninu á Akureyri í dag klukkan 15, einkasýningar lista- mannanna Brynju Baldursdóttur, Heimis Björgúlfssonar, Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Snorra Ásmunds- sonar, auk samsýningarinnar Meira en þúsund orð. Sýning Brynju Baldursdóttur nefnist Sjálfsmynd. Um hana segir Brynja: „Listsköpun mín sprettur upp af viðleitni minni til að mynd- gera innra landslag mannsins, hið sammannlega og einstaka sem hluta af stærri heild. Sjálfsmyndaserían er summa þriggja þátta; líkama, hugar og sálar.“ Brynja (f. 1964) stundaði nám við MHÍ 1982-1986, mastersnám við Ro- yal College of Art í Lundúnum 1987- 1989 og Ph.D.-nám við sama skóla 1989-1993. Brynja hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Hennar helstu listform eru bóklist og lág- myndir. Ljós- og klippimyndasería Sýning Heimis Björgúlfssonar, Zzyzx, er byggð á sögu og umhverfi Zzyzx-svæðisins í Mojave- eyðimörkinni í Kaliforníu. Hryggj- arstykkið er ný ljós- og klippi- myndasería, en einnig eru til sýnis önnur verk sem tengjast viðfangs- efninu beint eða óbeint. Heimir er fæddur í Reykjavík 1975. Hann lauk BA-gráðu í mynd- list í Hollandi 2001 og meistaragráðu í Amsterdam 2003. Heimir hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um Evrópu og Bandaríkin. Hann var tilnefndur til De Volkskrant Beeldende Kunst Prijs í Hollandi 2006 og einnig til Carnegie-verðlaunanna í Svíþjóð 2011. Heimir hefur undanfarin ár búið og starfað í Los Angeles. Textaverk og tilraunir Meira en þúsund orð er heiti sýn- ingar Jónu Hlífar Halldórsdóttur. „Drifkrafturinn á bak við sýn- ingar mínar er tilfinning fyrir við- fangsefnunum hverju sinni og orkan sem tengist þeim,“ segir hún. „Ein- stök verk hafa snúist um hvernig raunveruleikinn birtist í myndlist eða hvernig samfélagið bregst við myndlistinni. Textaverk og tilraunir með efni hafa verið undirstaða verkanna und- anfarin ár. Texti sem áferð, sem framsetning hugsana, sem hug- myndavaki við mótun samfélags. Í nýlegum verkum hef ég verið að fást við kjarna, tíma og ímynd.“ Jóna Hlíf (f. 1978) lauk MFA- gráðu frá GSA í Skotlandi 2007. Hún er fyrrverandi formaður SÍM og nú forstöðumaður Gerðarsafns. Á sýningunni Hverfandi landslag taka íslenskir og finnskir listamenn höndum saman og sýna þæfð verk úr ull. Samvinnan hófst 2017 með sýn- ingunni Northern Landscape í Jämsa, Finnlandi, sem haldin var í tilefni af 100 ára sjálfstæði landsins. Viðfangsefnið er áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Málverk „óþekkta barnsins“ Snorri Ásmundsson kallar sýn- ingu sína Franskar á milli. Í tilkynn- ingu segir að Snorri hafi stundum verið kallaður „óþekka barnið“ í ís- lenskri myndlist. Hann vinnur gjarnan með samfélagsleg „tabú“ eins og pólitík og trúarbrögð og hafa gjörningar hans löngum hreyft við samfélaginu. „Málverkið hefur skipað stóran sess í minni sköpun og fyrsta mynd- listarsýningin sem ég hélt 1996 var málverkasýning. Þó ég sé kunnastur fyrir gjörningana mína er það mál- verkið sem er ódauðlegt og brauð- fæðir mig. Það er æðisleg tilfinning að vera besti málari á Íslandi og í hópi fimm bestu málara í heiminum í dag,“ segir hann. Á morgun, sunnudag, verður lista- mannaspjall með Jónu Hlíf Hall- dórsdóttur kl. 14 og Önnu Gunn- arsdóttur sýningarstjóra kl. 15. Sjálfsmyndir, Zzyzx-svæði og Meira en þúsund orð  Fimm ólíkar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri Myndverk Eitt verka Heimis Björgúlfssonar á sýningunni Zzyzx, sem er byggð á sögu og umhverfi svæðis í eyðimörk einni í Kaliforníu. Þetta er „Þriðja veran“,“ segir Steingrímur Eyfjörð og kinkar kolli að stórri fígúrunni sem þeir Helgi Þórsson stilla sér upp við. „Og þá eru þetta…?“ segir hann svo hugsi og lyftir skúlptúr sem hann heldur á. „… bara barnið hennar,“ botnar Helgi sem heldur á öðrum eins. Þótt Steingrímur og Helgi hafi þurft að kynna „Þriðju veruna“ og börnin hennar fyrir gestinum er óþarfi að kynna þá í löngu máli, þeir hafa lengi verið meðal þekktustu myndlistarmanna okkar, þó hvor af sinni kynslóðinni, þekktir fyrir æv- intýraleg verk þar sem oft er stutt í leikinn. Þeir opna í dag, laugardag, klukk- an 16 sýningu í Gallery Porti á Laugavegi 23b sem þeir kalla Valsað milli vídda. Og verkin hafa þeir unn- ið í sameiningu, skúlptúrana og tugi verka á pappír. Textar eru hluti af þeim öllum, sprottnir úr deiluriti eft- ir Þorgeir Þorgeirson. Steingrímur segir Helga hafa hringt í sig í fyrra og spurt hvort hann vildi gera með sér verk. Upp- hafið var ekki flóknara en það. „Við settumst fyrst niður og gerðum lista yfir hvað við vildum gera. En þegar við svo fórum af stað gerðum við eitthvað allt annað,“ segir hann. „Svo kom þetta Covid og hafði áhrif á pælingarnar, sem voru til að byrja með mjög dramatískar,“ segir Helgi. „En svo fannst okkur það ekki passa. Við ætluðum fyrst að gera sýn- ingu um konu, Ófelíu, sem væri dáin og kærastan hennar reyndi að ná sambandi við hana með drauga- útvarpi. Það eina sem er eftir af þeirri hugmynd er útvarpið, sem er einn skúlptúranna.“ „En teikningunum hentum við svo bara á milli okkar,“ segir Stein- grímur. „Enda var ég lengi í sóttkví; fór til útlanda og lenti því í henni þegar ég kom til baka,“ bætir Helgi við. „En þá var góður tími til að vinna í teikn- ingunum.“ Kollegi tvímenninganna, Egill Sæ- björnsson, fylgir sýningunni úr hlaði með texta þar sem segir: „Þegar Helgi og Steingrímur vinna saman verður til þriðja aflið, einhvers kon- ar borðsalt, eða þriðja veran, lista- maður sem er hvorki Steingrímur né Helgi.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Samstarf Steingrímur Eyfjörð og Helgi Þórsson með Þriðju verunni í Gallery Porti þar sem þeir sýna verkin sem þeir unnu að saman. Höfundurinn hvorki Steingrímur né Helgi  Sköpuðu myndverkin í samstarfi Myndlistarsýningin COM’ON verð- ur opnuð kl. 15 í SÍM-salnum og á efri hæð SÍM-hússins í Hafnar- stræti 16. Sýningin er á Listahátíð í Reykjavík og er einn hluti verkefn- isns „Common Ground“. Lista- og fræðafólk, heimamenn og innflytjendur eiga stefnumót þar sem kafað er í hugmyndina um sameiginlega jörð og spurninguna Hvar er heima? Meðal þátttakenda eru Íslendingar sem hér fæddust og ólust upp ásamt nýjum Íslendingum frá Litháen og Póllandi. Saman er unnið þvert á landamæri og menn- ingarheima og nýtt upplifun og þekking hvers og eins til að skapa fjölbreytt verk og innsetningar á sýningu sem bregður upp ólíkum snertiflötum og viðhorfum. Sýning- arstjóri er Pari Stave og sýnendur Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Sigríður Sigþórsdóttir, Arvydas Zi, Eygló Harðardóttir, Gudrita Lape, Jóhannes Atli Hinriksson, Kai Dobrowolska, Kristín Reynisdóttir, Lukas Bury, Pétur Magnússon, Ragnhildur Lára Weisshappel, Seweryn Chwała og Wiola Ujaz- dowska. Fræðimenn sem koma að verkinu eru Anja Wojtynska mann- fræðingur, Justas Kazys vistfræð- ingur og Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Fjölbreytileiki Unnið þvert á landamæri og menningarheima. Á COM’ON er spurt hvar sé heima  Viðamikið verkefni í SÍM-húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.