Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sveitarfélögin standa mörgframmi fyrir miklum áskor-unum og erfiðleikum í kjöl-far kórónuveirufaraldursins.
Mörg þau minni eiga erfitt með að
mæta mögulegu tekjufalli og auknum
útgjöldum sem fylgja því að áætlanir
fyrir árið eru foknar út í veður og
vind. Þá er víða uppi óvissa um að
hægt verði að sinna nauðsynlegri
grunnþjónustu. Eins og fram hefur
komið í fjölmiðlum er atvinnuleysi á
mörgum stöðum í hæstu hæðum.
Framkvæmdastjórar sveitar-
félaga og landshlutasamtaka hafa
fundað að undanförnu vegna ástands-
ins. Á þeim fundum hefur komið í ljós
að mörg sveitarfélög sem hafa sam-
einast öðrum eða eru í viðræðum um
það finna styrk í bandamönnum sín-
um í þeim ólgusjó sem þau róa nú í.
Eins og kunnugt er hafa stjórnvöld
boðað þá stefnu að fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar 2022 verði
sveitarfélög með 250 íbúa og færri
þvinguð til að sameinast öðrum og
fjórum árum seinna verði lágmarks-
tala íbúa 1.000 manns.
Meiri sérfræðiþekking
„Mönnum hefur fundist styrkur
að því sambandi sem þó er komið á,
þótt sameiningar hafi ekki gengið
formlega í gegn. Maður finnur að
maður hefur annað bakland,“ segir
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á
Djúpavogi.
Djúpavogshreppur hefur sam-
þykkt að sameinast þremur öðrum
sveitarfélögum á Austurlandi; Borg-
arfjarðarhreppi, Fljótsdalshéraði og
Seyðisfjarðarkaupstað. Kosið verður
um nafn á nýju sveitarfélagi samhliða
forsetakosningum hinn 27. júní næst-
komandi.
Gauti segir að innan stjórnsýslu
umræddra sveitarfélaga hafi fólk get-
að borið saman bækur sínar á jafn-
ingjagrundvelli. Hægt hafi verið að fá
fleiri sjónarhorn til að takast á við
vandamálin. „Þar kemur saman fólk
með ólíka reynslu og sjónarhorn og
það hefur reynst styrkur. Menn
standa ekki einir,“ segir sveitarstjór-
inn sem leggur þó áherslu á að íbúar
hefðu ekki bugast ef þeir hefðu ekki
verið komnir af stað í sameiningar-
ferli.
Íbúar Djúpavogs eru ekki
ókunnugir því að takast á við áföll því
fyrir nokkrum árum fluttist nær öll
fiskvinnsla þaðan til Grindavíkur. Nú
er samdráttur í ferðaþjónustu og
fiskeldi.
„Við búum að því að vera með
stærri og öflugri stjórnsýslu. Það er
aðgengi að meiri sérfræðiþekkingu
en er að finna hjá litlum sveitar-
félögum. Að sama skapi búum við að
þeirri reynslu að hafa tekist á við áfall
áður. Við getum miðlað með hvaða
hætti við teljum að best væri að
gera,“ segir Gauti.
Viðkvæm fyrir sveiflum
„Við horfum til þess að stærri
stjórnsýslur eiga eflaust betra með
að taka á áföllum eins og þessum. Það
er meðal annars það sem verið er að
skoða hjá okkur í sveitarfélaginu
Suðurlandi, hvar munurinn myndi
liggja ef þetta hefði lent á sameinuðu
sveitarfélagi en ekki á einstökum
sveitarfélögum,“ segir Sandra Brá
Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í Skaftár-
hreppi.
Skaftárhreppur á nú í viðræðum
við fjögur önnur sveitarfélög á Suður-
landi um sameiningu. Hin fjögur eru
Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rang-
árþing eystra og Mýrdalshreppur.
Sandra segir að lítil sveitarfélög
séu viðkvæm fyrir sveiflum í rekstri.
Lítið þurfi til að hafa áhrif á rekst-
urinn. „Ég held að það séu allir með-
vitaðir um það og þessi áföll styðja
okkur í áframhaldandi samtali.“
Sækja styrk til banda-
manna í næstu sveit
Morgunblaðið/RAX
Veröld sem var Ferðamenn sóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi heim í
stórum hópum. Bið verður á að þeir komi aftur í sama mæli og áður.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kærunefndjafnrétt-ismála hef-
ur komist að þeirri
niðurstöðu að Lilja
Alfreðsdóttir,
mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, hafi brotið
jafnréttislög þegar hún skipaði
Pál Magnússon ráðuneyt-
isstjóra í ráðuneyti sínu. Skip-
unin fór fram að loknu mati
hæfisnefndar. Umsækjandinn,
sem kærði niðurstöðuna, var
ekki meðal fjögurra hæfustu
að mati nefndarinnar. Svarar
Lilja því til að hún hafi ekki
talið ástæðu til að víkja frá nið-
urstöðu hæfisnefndarinnar.
Í apríl svaraði Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra
fyrirspurn frá Hönnu Katrínu
Friðriksson, þingmanni Við-
reisnar, um stofnanir sem
brotið hafa jafnréttislögin, sem
sett voru 2008 um jafna stöðu
og jafnan rétt karla. Þar eru
tiltekin 19 tilvik. Eitt fyrsta
brotið var í forsætis-
ráðuneytinu árið 2010 í stjórn-
artíð Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hæfisnefndir hafa sett mark
sitt á stjórnmál undanfarinna
missera. Tillaga um dómara í
Landsrétt kostaði Sigríði And-
ersen embætti dómsmála-
ráðherra. Þar var uppnámið
vegna þess að ráðherra vék frá
mati hæfisnefndar á umsækj-
endum. Í matinu var umsækj-
endum gefin einkunn í tölu og
skildu jafnvel brotabrot á milli
manna þótt æði mörg atrið-
anna yrðu hvorki mæld með
tommustokk né vigt.
Hvernig á til dæmis að meta
starfsreynslu? Sumir myndu
líta svo á að það væri eftir-
sóknarvert að umsækjandi
hefði komið víða við frekar en
að hafa alltaf verið á sama stað
og væri til vitnis um yfirgrips-
mikla reynslu. Aðrir gætu talið
að það væri einfaldlega til vitn-
is um að umsækjandinn ætti
erfitt með að tolla í vinnu.
Þess utan var augljóst að
hefði Sigríður farið eftir mati
nefndarinnar við tillöguna um
dómarana hefði hæglega verið
hægt að hanka hana á því að
hafa farið á svig við jafnréttis-
lög. Að auki höfðu einhverjir
þeirra, sem hæst gagnrýndu
hana, áður gert henni grein
fyrir því að niðurstaða nefnd-
arinnar yrði aldrei samþykkt,
einmitt vegna kynjahalla.
Reyndar var umræðan um
hæfismatið fyrir Landsrétt
þannig að ætla mætti að þar
hefði verið að verki alvíst afl,
óskeikult og heilt, hafið yfir
pólitík og flokkadrætti. Eitt-
hvað annað en kjörnir stjórn-
málamenn, mannlegir og
breyskir, sem alltaf eru í póli-
tík.
Staðreyndin er þó sú að póli-
tíkin er aldrei langt undan,
jafnvel hjá þeim,
sem ekki eru með
stjórnmál í starfs-
heiti. Eins og
Aristóteles gerði
sér grein fyrir á
fjórðu öld fyrir
Krist er maðurinn pólitískt
dýr, hvort sem hann er stjórn-
málamaður, fræðimaður eða
smiður. Allar ákvarðanir eru
því með einhverjum hætti póli-
tískar, sama í hvaða búning
þær eru settar.
Í því ljósi má færa rök fyrir
því að sumar ákvarðanir sé
betra að leggja í hendur
stjórnmálamanna en andlits-
lausra nefnda. Stjórnmála-
menn sækja umboð sitt beint
til kjósenda, sem eiga þess
kost að refsa þeim á minnst
fjögurra ára fresti sé þeim nóg
boðið. Þeir eru kjörnir til að
bera ábyrgð, ekki til að fram-
selja hana.
Að þessu sögðu er að sjálf-
sögðu mikilvægt að ráðningar
séu faglegar, að hæfni ráði för
og umgjörðin sé þannig að al-
menningur geti treyst því að
vel sé að málum staðið. Pólitík
er ekki andheiti við heilindi.
Ekki hvílir sami hlífðar-
skjöldur yfir nefndinni, sem
var með ráðuneytisstjórastöð-
una á sinni könnu, og hæfis-
nefndinni um dómara í Lands-
rétti. Full ástæða hefði verið
til að ræða hverjir ættu að
velja dómara þannig að komið
yrði í veg fyrir einsleitni, sér-
staklega þegar skipað er í allar
dómarastöðurnar við réttinn.
Nú er hins vegar rætt hvernig
skipað hafi verið í hæfisnefnd-
ina um ráðuneytisstjórann og
hafin umræða um minnisblað.
Minnisblöð eru sérstakur
kapítuli. Svo virðist sem koma
eigi því á að minnisblöð emb-
ættismanna skuldbindi ráð-
herra. Hafi eitthvað verið sagt
í minnisblaði, efasemdir verið
viðraðar eða ábendingar settar
fram, án þess að farið hafi ver-
ið eftir þeim, sé ráðherra í
vondum málum. Þetta er frá-
leitt og myndi gera minnisblöð
að ígildi spennitreyju. Gætu
embættismenn hugsað sér gott
til glóðarinnar þegar þeir vilja
hafa hemil á sínum ráðherrum.
Af niðurstöðu jafnréttis-
nefndar má ætla að ráðherra
hefði átt að fara rækilega yfir
mat nefndarinnar og hafa þar
að leiðarljósi að störfum henn-
ar kynni að vera áfátt og hæfi
hæfustu umsækjendanna verið
vanmetið.
Vandast þá leikurinn fyrir
ráðherra. Einn daginn telst
forboðið að hagga niðurstöðum
hæfisnefndar, þann næsta er
talið varða við lög að fara eftir
niðurstöðum hæfisnefndar.
Einu gildir hvað gert er; alltaf
er það rangt. Þetta er kerfi
með innbyggðum ómöguleika.
Stjórnmálamenn eru
kjörnir til að bera
ábyrgð, ekki til að
framselja hana}
Innbyggður ómöguleiki
Í
slendingar hafa verið í farsælu varnar-
samstarfi við helstu vinaþjóðir okkar í
meira en 70 ár. Sem þátttakendur í
þessu samstarfi höfum við helst lagt af
mörkum aðstöðu fyrir bandalagið.
Vissulega hafa ákveðin öfl verið þessu sam-
starfi mótfallin alla tíð, en meginþorri þjóð-
arinnar sér ávinninginn af þessu samstarfi til
að viðhalda friði og öryggi í okkar heimshluta.
Hafnarmannvirki í Helguvík
Eftir lok kalda stríðsins hafa nánast engar
framkvæmdir verið á varnarsvæðum hér á
landi, en með síbreytilegri heimsmynd skipast
fljótt veður í lofti. Nú telja samstarfsþjóðir okk-
ar í NATO að vinna þurfi að uppbyggingu og
viðhaldi mannvirkja á Suðurnesjum. Nýlega
kynnti utanríkisráðherra hugmyndir sem
bandalagsþjóðir okkar hafa um uppbyggingu borgaralegra
innviða á Suðurnesjum, m.a. hafnarmannvirki í Helguvík.
Erfitt atvinnuástand á Suðurnesjum
Íbúar á Suðurnesjum hafa síendurtekið síðustu áratugi
gengið í gegnum áföll í atvinnulífi og með veirufaraldrinum
hefur atvinnuleysi þar syðra nálgast 30%. Þá hefur ýmis
þjónusta á vegum ríkisins engan veginn fylgt eftir gífur-
legri fólksfjölgun sem tilkomin er vegna uppbyggingar
ferðamannaiðnaðarins og alþjóðaflugvallarins í Keflavík.
Frá sjónarhóli íbúa hafa stjórnvöld ekki lagt við hlustir og
daufheyrst við óskum um úrbætur.
Hugmyndum um uppbyggingu hafnað
Legið hefur fyrir um skeið áhugi Atlants-
hafsbandalagsins á uppbyggingu innviða á
Suðurnesjum, þar á meðal uppbyggingu í
Helguvík. Utanríkisráðherra kynnti þessar
hugmyndir nýlega í ráðherranefnd um ríkis-
fjármál, en þeim hugmyndum var hafnað af
samstarfsflokki hans í ríkisstjórn. Ef vina-
þjóðir okkar í NATO telja nauðsynlegt að
byggja upp þessi mannvirki sem þátt í örygg-
isviðbúnaði bandalagsins er afstaða okkar ill-
skiljanleg. Með slíkri afstöðu mætti segja að
vegið sé að vestrænni varnarsamvinnu og
gengið á svig við samþykkta þjóðaröryggis-
stefnu Íslendinga.
Kaldastríðspólitík
Athygli vekur að málið, sem er risastórt hvernig sem á
það er litið, hefur enn ekki komist á dagskrá þjóðar-
öryggisráðs. Í ljósi atvinnuástandsins á Suðurnesjum og
möguleika sem felast í bættri hafnaraðstöðu í Helguvík er
afgreiðsla þessa brýna máls óskiljanleg með öllu. Ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn að sæta því að tillögum um brýnar
framkvæmdir sem gætu eflt atvinnulíf á Suðurnesjum sé
vísað á bug af fólki sem enn sýnist í samfelldri Keflavíkur-
göngu?
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Ennþá í Keflavíkurgöngu
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Íbúum í Reykjavík fjölgaði um
1.132 síðasta hálfa árið, eða á
tímabilinu frá 1. desember
2019 til 1. júní síðastliðins.
Næstmesta fjölgunin var í
Garðabæ en þar fjölgaði íbú-
um um 256 á sama tímabili.
Þetta kemur fram í nýbirtum
tölum á vef Þjóðskrár Íslands.
Þegar horft er til alls lands-
ins þá hefur íbúum Mýrdals-
hrepps fjölgað hlutfallslega
mest síðastliðna sex mánuði,
eða um 7,4%. Aðeins bættust
þó 53 við íbúafjöldann þar.
Íbúum fækkaði hlutfallslega
mest í Svalbarðsstrandar-
hreppi eða um 5,6%.
Fækkun varð í 26 sveitar-
félögum af 72 á ofangreindu
tímabili. Íbúum á höfuðborg-
arsvæðinu fjölgaði um 1.723
og á Suðurlandi um 357 en
íbúum á Vestfjörðum fækkaði
um 19 íbúa. Íbúum á Norður-
landi eystra fækkaði um 43,
að því er Þjóðskrá Íslands
greinir frá.
Fjölgun í
Reykjavík
TÖLUR UM ÍBÚAFJÖLDA