Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Við reynum hvað við getum að koma peningunum út og erum mjög opin og sveiganleg varðandi það á hvern hátt þeir eru notaðir,“ segir Ellert Örn Erlingsson, forstöðu- maður íþróttamála hjá Akureyrar- bæ. Hvert barn á Akureyri hefur kost á að nýta sér frístundastyrk sem í ár er að upphæð 40 þúsund krónur. Í fyrra voru greiddar út ríf- lega 86,5 milljónir króna í frístunda- styrki og runnu þeir til 2.615 barna. Mismunur er einhver á milli ein- stakra hverfa hver nýting styrkj- anna er. Börn í sumum hverfum nýta styrkinn í meira mæli en börn í öðr- um. Almennt segir Ellert Örn þó að menn séu ánægðir með nýtinguna sem var tæp 80% árið 2019. Lang- mest er hún í hópi 10 til 12 ára barna, en eftir því sem þau eldast hrað- minnkar nýtingin. Verkefnið er þó alltaf að auka nýtinguna, sérstaklega hjá elstu hópunum, að sögn Ellerts. Flestir hjá stóru íþróttafélögunum Um 85% barna í sveitarfélginu eru með skráningu hjá aðildarfélögum Íþróttabandalags Akureyrar. Lang- flestir æfa íþróttir hjá stóru íþrótta- félögunum KA og Þór og fengu þessi félög samtals um 38% af heildar- frístundastyrkjum í fyrra. Margir nýta styrkinn til listnáms af ein- hverju tagi. Annars runnu styrkir til ótal mismunandi íþróttafélaga eða aðila sem bjóða upp á listnám, tón- list, myndlist, dans, leiklist eða aðrar tómstundir. Ellert segir að ýmsar skýringar fáist hjá þeim sem ekki nýta frí- stundastyrkinn. Algengast sé að fólk hreinlega gleymi að nota hann þegar gengið er frá skráningu barnsins. Þá nefndir hann einnig að þó svo að 40 þúsund krónur séu dágóð upphæð dugi hún í sumum tilfellum ekki að fullu fyrir æfingagjöldum yfir árið og þeir séu til sem ekki hafi ráð á að greiða það sem á vantar. Loks nefna sumir að þeir finni ekki neitt við sitt hæfi og þyki framboðið ekki nægi- legt. Sveigjanlegt og opið „Það eru dæmi um að börn og ungmenni hafi ekki áhuga fyrir því sem boðið er upp á. Þau prófa kannski en finna sig ekki,“ segir Ell- ert. Sveitarfélagið fer að hans sögn aðra leið en mörg önnur í þessum efnum og sé mun sveigjanlegra þeg- ar kemur að því að heimila nýtingu. Þannig geta notendur nýtt styrkinn upp í kort á skíðasvæðið í Hlíðar- fjalli, í sundlaugar eða líkams- ræktarstöðvar. Engar kvaðir eru á að æfingar skuli stundaðar í ákveð- inn tíma eða undir leiðsögn, finni krakkarnir sig best t.d. í sundi eða á skíðum sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta styrkinn á þann hátt. „En vissu- lega þurfa þeir sem bjóða upp á þjónustu við börn og unglinga að uppfylla ákveðin skilyrði,“ segir hann. „Okkar markmið er að koma þess- um peningum út og við erum því mjög opin fyrir tillögum um nýtingu þeirra. Við reynum af fremsta megni að koma til móts við þarfir krakk- anna, áhugamál þeirra eru misjöfn,“ segir Ellert Örn. „Við leggjum áherslu á að allir geti fundið sér eitt- hvað við að vera. Þessi sjónarmið ásamt því að upphæðin hefur hækk- að með árunum hafa orðið til þess að nýting hefur aukist frá árinu 2016 um 7,5%.“ Rúmlega 2.600 börn á Akureyri nýttu frístundastyrk í fyrra Morgunblaðið/Margrét Þóra Frístundastyrkir Ellert Örn Erlingsson, deildarstjóri íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Í fyrra voru greiddar út ríf- lega 86,5 milljónir króna í frístundastyrki og runnu þeir til 3.486 barna en hver styrkur er 40 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.