Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 22
Ljósmynd/Arctic Adventures Opnaður á ný Íshellir á Langjökli. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rekstraraðilar Perlunnar sátu ekki með hendur í skauti þegar landið lokaðist erlendum ferðamönnum í mars heldur hófu að finna leiðir til að koma lífi í Perluna á ný. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir fyrstu mánuði árs- ins hafa gengið vel og að um 30% fleiri miðar hafi selst í janúar og febrúar en sömu mánuði í fyrra þrátt fyrir gjaldþrot WOW air árið 2019. „Upp úr miðjum mars hurfu tekjur okkar alveg þegar við þurft- um að loka vegna samkomubanns. Síðan höfum við horft fram á 99% samdrátt í tekjum og annaðhvort var að leggja árar í bát eða halda ótrauð áfram,“ segir Gunnar. Náttúrusýningin Undur íslenskr- ar náttúru hefur verið opnuð í áföng- um frá júlí 2017. Það er stærsta nátt- úrusýning landsins en þar er m.a. 100 metra íshellir og eina stjörnuver landsins. Sýningin hefur vakið al- þjóðlega athygli og umtal. Oft erfið á heimamarkaði „Við höfum átt í erfiðleikum með að ná í gegn til Íslendinganna og enn eru alltof margir sem ekki vita af þessari fjölþættu og glæsilegu sýn- ingu. Menningartengd upplifun er oft erfið á heimamarkaði og getur tekið tíma að markaðssetja hana. Það er okkur gríðarlega mikilvægt að fá Íslendingana til okkar og að þeir séu jafn stoltir af þessari sýn- ingu og við erum. Nú ætlum við að bæta aðeins í fjörið og endurvekja ís- menninguna í Perlunni og við höfum einnig sérhannað risastóran upp- blásinn ævintýraheim sem verður fyrir framan Perluna í sumar. Við ætlum að reka áfram kaffihús á fimmtu hæð með heimalöguðum kræsingum, ásamt því að sinna veisluþjónustu á veitingastaðnum,“ segir Gunnar. Þannig verði ný og glæsileg ísbúð opnuð á fjórðu hæð Perlunnar í dag. Mikið hafi verið lagt í heildarhönnun ísbúðarinnar og er allur ís framleiddur á staðnum. Opnunarhátíð í dag „Við leggjum áherslu á að bjóða alltaf upp á besta verðið og jafnframt getur enginn keppt við okkur um umhverfið og útsýnið. Börnin geta borðað ís meðan foreldrarnir njóta heimatilbúinna veitinga. Í byrjun júlí munum við setja upp 1.700 fermetra uppblásið ævintýraland á neðra bíla- stæðinu við Perluna. Það má því segja að nú sé Perlan orðin fjöl- skylduperla þar sem allir finna eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Gunnar um þessar breytingar. Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu horfa nú til heimamarkaðarins. Greint var frá því um áramótin að Arctic Adventures hf. og framtaks- sjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF) hefðu gengið frá samkomulagi um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Íshellirinn opnaður á ný Félagið Into the Glacier var stofn- að um rekstur íshellis á Langjökli. Sigurður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri þess, segir um 250 þúsund gesti hafa heimsótt hellinn síðan hann var opnaður 2015. Hellirinn hafi nú verið opnaður á ný eftir endurbætur. Fyrir faraldur- inn hafi viðhaldi verið sinnt á nótt- unni en undanfarið hafi gefist góður tími til viðhalds. Fyrst um sinn verði farnar ferðir á laugardögum og bætt við ferðum ef viðtökur verða góðar. „Það var algjört frost í bókunum. Heilu dagana kom ekki ein einasta bókun. Nú er þetta hins vegar byrjað að aukast á ný. Við fáum svolítið af bókunum frá Skandinavíu en bókan- ir koma héðan og þaðan,“ segir Sig- urður. Rúmlega 10 hafa starfað í hellinum í sumar en voru 30-40 í fyrrasumar. Sigurður segir Arctic Adventures hafa brugðist við óvenjulegum að- stæðum í ferðaþjónustu með því að bjóða Íslendingum upp á sértilboð á völdum ferðum. Meðal annars sé í boði að fara í köfun í Silfru á Þing- völlum, fara í íshellinn, flúðasiglingu í Hvítá, göngu á Sólheimajökli og gista á hóteli í Öræfasveit. Allir horfa til flugsins „Við ákváðum að bjóða nokkra af- þreyingarkosti í sumar. Þetta eru sömu ferðir og við höfum boðið er- lendum ferðamönnum. Við erum hins vegar augljóslega ekki með allt opið heldur handvöldum við örfáar vörur sem eru ætlaðar Íslendingum. Þetta hefur gengið vel. Íslendingar eru vel að taka við sér. Við erum í startholunum með að bjóða fleiri af- þreyingarkosti. Það horfa allir til 15. júní þegar alþjóðaflugið hefst á ný,“ segir Sigurður. Into the Glacier bjóði nú 40-50% afslátt af ferðum í hellinn. „Við höf- um engan hagnað af ferðunum. Þetta snýst um að minnka höggið og fá inn einhverjar tekjur,“ segir Sigurður. Tekjurnar í sumar verði að óbreyttu lítið brot af tekjunum í fyrrasumar. Óvíst sé hversu hratt ferðaþjónustan nær sér á strik. Nú sé tækifærið fyrir Íslendinga til að skoða landið. „Gisting og af- þreying eru á ótrúlega lágu verði. Menn munu sennilega aldrei sjá slíkt verð aftur. Það er langt undir kostn- aðarverði hjá öllum,“ segir Sigurður. Horfa til innlendra ferðamanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Athafnamaður Gunnar Gunnarsson við nýja ísbarinn í Perlunni. Ævintýraland verður opnað við Perluna í júlí.  Perlan höfðar til fjölskyldna  Arctic Adventures býður Íslendingum ferðir á 40-50% afslætti í sumar 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 6. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 132.83 Sterlingspund 166.4 Kanadadalur 98.27 Dönsk króna 19.954 Norsk króna 14.015 Sænsk króna 14.246 Svissn. franki 138.29 Japanskt jen 1.2194 SDR 182.7 Evra 148.77 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.3437 Hrávöruverð Gull 1706.45 ($/únsa) Ál 1535.0 ($/tonn) LME Hráolía 39.75 ($/fatið) Brent ● Hlutabréf Arion banka hækkuðu um 4% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Námu viðskiptin 695 milljónum króna. Hafa hlutabréf bankans lækkað um 25,5% frá áramótum og er mark- aðsvirði bankans nú 111,2 milljarðar króna. Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um 4,3% í viðskiptum gærdagsins og nam markaðsvirði flugfélagsins tæpum 12 milljörðum króna við lokun markaða. Síðasta mánuðinn hafa bréf félagsins hækkað um 15,8%. Hins vegar nemur lækkunin frá áramótum 71%. Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp 1,5% í gær. Hefur hún nú lækkað um 2,3% frá áramótum. Arion hækkar en Ice- landair Group lækkar STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.