Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Vitni er yfirskrift sýningar með ljós- myndaverkum eftir Christopher Lund sem opnuð verður í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhússins kl. 13 í dag. Sýningin er á Listahátíð í Reykjavík. Í tilkynningu segir að sýningin sé opnuð á merkilegum tíma þegar við- fangsefni hennar er tímabundið horfið. Gesturinn sem var kominn til að sjá fossa falla, jökla skríða og brim sverfa er horfinn. Nú er nátt- úra Íslands aftur orðin ein. Hver var þessi gestur, var honum boðið hingað? Hvern var hann að heimsækja? Hverju leitaði hann að? Hvað dró hann hingað um óravegu? „Gestir okkar koma til þess að upplifa og tengja við náttúruna og sjálfa sig um leið – því maðurinn er órjúfanlegur hluti náttúrunnar,“ er haft eftir Christopher sem segir jafnframt: „Með því að beina athygl- inni að ferðamanninum – vitninu – langaði mig að stíga skrefið í áttina að honum og rjúfa þann ósýnilega múr sem virðist vera á milli okkar. Ég varð því líka vitni.“ Þegar Christopher er spurður að því hvort myndirnar hafi með veiru- faraldrinum byrjað að lýsa horfnum heimi, þá segir hann að tímabundið sé það að minnsta kosti raunin. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni sá ég ekki fyrir að þegar sýningin yrði opnuð væri þetta ekki lengur veruleikinn. Það gerir sýninguna óneitanlega forvitnilega, myndirnar tala inn í þessa tíma,“ segir hann. Myndirnar eru teknar í íslenskri náttúru en fókusinn er á fólkinu, gestunum sem hafa komið til lands- ins að upplifa hana. „Vonandi fara nú sem flestir Íslendingar út á land og enduruppgötva þann fjársjóð sem náttúran er, og skilja þá betur af hverju allt þetta fólk hefur verið að koma hingað,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Ljósmyndarinn „Fókusinn er á fólkinu,“ segir Christopher Lund um myndirnar á sýningu hans á Listahátíð. Tala inn í þessa tíma  Ljósmyndirnar á sýningu Christophers Lund, Vitni, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fjalla um gesti í náttúrunni Sérstæða er heiti innsetningar sem var sérstaklega hönnuð fyrir Listahátíð 2020. Rýmið verður af- hjúpað sem hluti af afmælishátíð hátíðarinnar í dag, laugardag, klukkan 14 og er þar hugsað sem einskonar landfræðileg miðja há- tíðarinnar í höfuðstöðvum Listahá- tíðar 2020, Iðnó. Í skýringu á innsetningunni segir að miðja svarthols nefnist sérstæða. Í þessum punkti sé ástandið svo undarlegt að tími og rúm hættir að vera til í þeirri mynd sem við þekkj- um. Orðið er fengið úr stærðfræði og táknar meðal annars atburð í tímarúmi sem afstæðiskenningin nær ekki að lýsa; punkt þar sem fall stefnir á hið óendanlega, en óendanleikinn er einmitt viðfangs- efni innsetningarinnar. Fjórir hönnuðir standa að inn- setningunni. Baldur Snorrason er arkitekt og hefur rekið hönnunar- stofuna Bark Studio síðan hann út- skrifaðist með meistarapróf frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn 2016. Michael Godden vinnur bæði innan arkitektúrs og myndlistar. Hann útskrifaðist sem arkitekt frá Glasgow School of Art árið 2012 og hefur síðan unnið að verkefnum í Zürich, París og Reykjavík. Kat- erina Blahutova er tékkneskur hönnuður sem býr á Íslandi og vinnur þvert á miðla. Hún útskrif- aðist sem arkitekt frá CTU- háskólanum í Prag og lærði marg- miðlun og sviðslistafræði í Fen- eyjum. Kristian Ross er danskur tónlistarmaður og tónskáld sem býr í Reykjavík. Hann lærði hljóð- hönnun, tónlistarfræði og tón- smíðar í dönskum háskólum. Sérstaða Heiti innsetningarinnar er sótt í miðjur svarthola. Innsetning fyrir Listahátíð í Iðnó  Fjórir hönnuðir koma að verkinu Safnasafnið í Eyjafirði fagnar 25 ára afmæli í ár með opnun sumarsýninga safnsins í dag, laugardag, klukkan 14 til 17. Safnið verður síðan opið alla daga til 13. september. Safnasafnið var stofnað árið 1995 af þeim Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur. Í tilefni afmælisins er á sýningum safnsins þetta árið sýnt fjölbreytt úrval úr safneigninni og, eins og segir í tilkynningu, „skap- að létt og leikandi flæði milli sala og hæða. Gróður leikur stórt hlutverk í sýningunum en einnig letur, um- hverfismál, huldufólk, barnslegt hug- arfar, kjarnar, innsæi og fagurfræði. Kynnt eru verk eftir um 150 þekkta sem óþekkta höfunda til að flagga fjölbreytileika safneignarinnar“. Listaverk frá Sólheimum Ýmis tímamót og afmæli tengjast sýningunum. Sýnd eru verk lista- fólks sem vinnur að list sinni á Sól- heimum í Grímsnesi og eru í eigu safnsins en Sólheimar fagna 90 ára afmæli í ár. 200 ár eru síðan Sölvi Helgason, sem kallaði sig Sólon Íslandus, fædd- ist í Skagafirði og til að minnast þeirra tímamóta setur Safnasafnið upp sýningu á verkum hins einstaka listamanns. Magnhildur Sigurðardóttir sýnir kyrtil sem hún saumaði samkvæmt hugmyndum Sigurðar Guðmunds- sonar málara (1833-1874), hug- myndum sem hann setti fram árið 1870 til að stuðla að endurnýjun ís- lenska kvenbúningsins. Þá sýna börnin á leikskólanum Álfaborg verk í Blómastofu. Manneskjur og hugarflug Tvær stórar samsýningar verða opnaðar, önnur heitir Í mannsmynd og samanstendur af 50 verkum sem öll tengjast manneskjunni í einhverri birtingarmynd. Hin ber heitið Gróð- ur jarðar og hugarflugs og hefur sýn- ingarstjórinn Níels Hafstein skapað sannkallaðan töfragarð úr verkum fjölda höfunda. Í bókastofu safnasafnsins má sjá myndir úr handritum og brúðusafnið með sínum 400 brúðum er á sínum stað. Hreinn Friðfinnsson vinnur í verki með einkennilegan atburð sem gerð- ist í safninu og Magnús Logi Krist- insson sýnir ljósmyndir af gjörn- ingum. Guðrún Bergsdóttir sýnir einstök útsaumsverk sín og þar á meðal er fyrsta myndin sem hún saumaði út án forskriftar og jafnframt sú nýj- asta. Gunnhildur Hauksdóttir samdi hljóðverk að beiðni safnsins eftir uppdráttum að myndvefnaði eftir Jó- hönnu Jóhannsdóttur, Helena Ósk Jónsdóttir sýnir teikningar af hest- um og hestastyttum í anddyri og loks vekur Níels Hafstein í verkum sínum athygli á vatnsskorti og óþægilegum staðreyndum um vistkerfi sjávar. Verk eftir 150 höfunda  Fjölbreytilegar sumarsýningar í Safnasafninu  25 ára afmæli safnsins fagnað  Splunkuný verk og önnur eldri Sérstakt Eitt hinna einstöku útsaumsverka Guðrúnar Bergsdóttur á sýningunni á gömlum sem nýjum verkum hennar í Safnasafninu. Ádeila Ævintýraleg teikning eftir Sölva Helgason sem sýnd er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.