Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Muriel Bowser, borgarstjóri Wash-
ington, höfuðborgar Bandaríkjanna,
krafðist þess í gær að Donald Trump
Bandaríkjaforseti léti senda heim
alla lögreglumenn og þjóðvarðliða á
vegum alríkisins sem eru í Wash-
ingtonborg.
Bowser og Trump hefur greint á
alla vikuna um valdmörk embætta
sinna vegna mótmælanna sem skek-
ið hafa Bandaríkin undanfarna viku,
en borgin tilheyrir engu af fimmtíu
ríkjum landsins. Telur Trump sig því
hafa rýmri réttindi þar en í ríkjunum
til þess að kalla til aukið lögreglu- og
herlið til þess að hafa hemil á mót-
mælunum.
Sagði Bowser í bréfi sínu, að í ljósi
þess að mótmælin hefðu tekið á sig
friðsamari blæ eftir því sem liðið
hefði á vikuna væri ljóst að borgin
réði fullkomlega við það verkefni að
tryggja öryggi almennings.
Bætti hún við að návist þungvopn-
aðra alríkislögreglumanna væri lík-
legri til að ýta undir óeirðir en draga
úr þeim. Þingmenn úr báðum flokk-
um og deildum Bandaríkjaþings
hafa gagnrýnt þá ákvörðun dóms-
málaráðuneytisins að staðsetja lög-
reglumenn á vegum hinna ýmsu lög-
gæslustofnana alríkisins í höfuð-
borginni, ekki síst þar sem svo
virðist sem þeim hafi verið fyrir-
skipað að ganga ekki um með nein
skilríki sem geti sýnt á vegum hvaða
stofnunar þeir séu.
Hrintu 75 ára gömlum manni
Nokkur reiði hefur myndast í
Bandaríkjunum í garð lögreglu-
manna vítt og breitt um landið, en
fjölmargar upptökur hafa verið birt-
ar á netinu, sem sagðar eru sýna of-
beldi lögreglumanna gegn friðsöm-
um mótmælendum. Þá hefur fjöldi
tilfella, þar sem lögreglulið virðist
hafa beint spjótum sínum að fjöl-
miðlafólki, einnig vakið mikið umtal
og reiði í Bandaríkjunum.
Í borginni Buffalo í New York
þurftu tveir lögregluþjónar að víkja
tímabundið úr starfi í gær, eftir að
myndband birtist, sem sýndi þá
hrinda 75 ára gömlum mótmælanda,
en sá fékk höfuðmeiðsli eftir við-
skipti sín við lögregluna. Byron
Brown, borgarstjóri Buffalo, sagði
að bæði sér og lögreglustjóra borg-
arinnar væri „órótt“ vegna mynd-
bandsins, og Andrew Cuomo, ríkis-
stjóri New York-ríkis, sagði atvikið
algjörlega skammarlegt. „Lögreglu-
menn eiga að framfylgja, ekki mis-
beita, lögunum,“ sagði Cuomo á
twittersíðu sinni.
Lögreglulið New York-borgar
hefur hlotið sérstaka gagnrýni fyrir
framgöngu sína í mótmælunum, en
lögregluþjónar þar voru m.a. sakaðir
um að hafa gert kylfuárás á hóp mót-
mælenda, sem lögreglan hafði lokað
inni, og þar með komið í veg fyrir að
þeir gætu forðað sér á brott.
Ætlar sér að fella Murkowski
Trump Bandaríkjaforseti hét því í
fyrrinótt að hann myndi beita sér
gegn endurkjöri öldungadeildar-
þingmannsins Lisu Murkowski, sem
situr fyrir repúblikana frá Alaska-
ríki. Murkowski hafði sagt að yfirlýs-
ing hershöfðingjans James Mattis,
fyrrverandi varnarmálaráðherra
Trumps, þar sem hann sakaði forset-
ann um að ala vísvitandi á sundr-
ungu, væri „sönn“ og „löngu tíma-
bær“.
Sagði Murkowski að hún ætti erf-
itt með að styðja Trump í kosning-
unum í haust, sem svaraði með því að
heita því að hann myndi velta Mur-
kowski úr sessi, þrátt fyrir að þau
væru í sama flokki, með því að styðja
andstæðing hennar í prófkjöri fyrir
næstu kosningar, en ekki verður
kosið um þingsæti Murkowski fyrr
en árið 2022.
Yfirlýsing Mattis, þar sem hann
gagnrýndi harðlega fyrirætlanir
Trumps um að „drottna“ yfir mót-
mælendum með því að beita banda-
rískum hermönnum gegn þeim, hef-
ur vakið nokkurn kurr meðal
repúblikana, en John Kelly, fyrrver-
andi starfsmannastjóri Trumps í
Hvíta húsinu og annar hershöfðingi,
sagði í gær að hann væri alfarið sam-
mála Mattis. Gagnrýndi hann að
auki sérstaklega beitingu táragass á
friðsama mótmælendur í Lafayette-
garðinum á mánudaginn.
Kelly er að minnsta kosti fjórði
fyrrverandi hershöfðinginn í Banda-
ríkjaher, sem gagnrýnt hefur Trump
í vikunni eftir að forsetinn lofaði á
mánudaginn að beita hernum gegn
mótmælendum.
Vill þjóðvarðliðið á braut
Bowser og Trump deila um yfirstjórn Washingtonborgar Myndbönd sem
sýna lögregluofbeldi vekja reiði Trump hyggst beita sér gegn Murkowski
AFP
New York Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði yfir Brooklynbrúna í New York í fyrrinótt. Stjórnarher Líb-
íu tilkynnti í gær
að hann hefði
hrakið hersveitir
stríðsherrans
Khalifa Haftars
frá síðasta vígi
hans í vestur-
hluta landsins.
Borgin Tar-
huna, sem er
suðaustur af
höfuðborginni Trípólí, hefur verið
stökkpallur fyrir árásir Haftars á
höfuðborgina, en hersveitir hans
hafa nú reynt í um það bil ár að
ná henni á sitt vald.
Stjórnarherinn tilkynnti á
fimmtudaginn að hann hefði hrak-
ið sveitir Haftars frá öllum hverf-
um höfuðborgarinnar, en tals-
maður hans sagði sveitir hans hafa
dregið sig í hlé af mannúðar-
ástæðum.
Hertóku síðasta
vígi Haftars í vestri
Khalifa
Haftar
LÍBÍA
Greint var frá
því í gær að
Krister Pet-
ersson, saksókn-
arinn sem rann-
sakað hefur
morðið á Olof
Palme, muni til-
kynna á miðviku-
daginn í næstu
viku hvort gefin
verði út ákæra
fyrir morðið eða málið látið niður
falla.
Rúmlega 10.000 manns hafa ver-
ið yfirheyrðir vegna morðsins á
Palme, en hann var skotinn til bana
28. febrúar 1986 í Stokkhólmi. Eng-
inn liggur formlega undir grun, en
smáglæpamaðurinn Christer Pet-
terson var dæmdur sekur 1989, en
dómnum var snúið við vegna tækni-
legs ágalla á málinu gegn honum.
Petterson lést 2004.
Samkvæmt sænskum fjölmiðlum
er talið líklegast að málið verði lát-
ið niður falla, enda eru nær allir
þeir sem bendlaðir hafa verið við
morðið látnir.
Mögulega ákært
fyrir morðið á Palme
Olof
Palme
SVÍÞJÓÐ
Bresk stjórnvöld og forráðamenn
Evrópusambandsins hétu því í gær
að reyna að flýta viðræðum um frí-
verslunarsamning eftir útgöngu
Breta úr sambandinu og um leið
stefna að því að samningurinn verði
tilbúinn fyrir októberlok.
Fjórðu samningalotunni í við-
skiptaviðræðunum lauk í gær án
nokkurs teljandi árangurs og sakaði
Michel Barnier, aðalsamningamaður
Evrópusambandsins, Breta um að
hafa gengið á bak orða sinna í póli-
tískri viljayfirlýsingu sem gefin var
út samhliða „skilnaðarsamningnum“
sem samþykktur var í fyrra. Vísaði
Barnier þar sérstaklega til loforða
Breta um fiskimið sín. Sagði Barnier
jafnframt að sú viljayfirlýsing væri
eini útgangspunktur viðræðnanna, en
hún er ekki sögð bindandi.
Fiskimiðin áfram tryggð?
Hann taldi þó líklegt að samnings-
aðilar myndu vera farnir að nálgast
hvor annan þegar liði á sumarið, en
næsta viðræðulota mun líklega fara
fram í lok júní eða byrjun júlí.
Barnier gaf þó einnig til kynna að
hægt væri að ná málamiðlunum um
áframhaldandi aðgengi ESB-ríkjanna
að fiskimiðum Bretlands, en Bretar
hafa verið alls ófúsir til þess að mæta
kröfum sambandsins um viðamikinn
og varanlegan aðgang að miðunum.
Þá hefur samningamenn Breta og
sambandsins einnig greint á um að
hversu miklu leyti, ef þá nokkru,
Bretar eigi að beygja sig undir reglur
sambandsins um samkeppni og ríkis-
styrki.
Bretar höfðu áður hótað því að
ganga frá viðræðunum, ef enginn ár-
angur væri sjáanlegur í byrjun júní-
mánaðar, en kórónuveirufaraldurinn,
sem sett hefur mikið strik í viðræð-
urnar, hefur gert það að verkum, að
sá frestur hefur verið færður aftur
um mánuð.
Stefna á frekari
Brexit-viðræður
Barnier segir
Breta ganga á
bak orða sinna
AFP
Brexit Michel Barnier segir Breta
ekki standa við loforð sín í Brexit.