Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 30 ára Haukur er Akureyringur en býr í Goðheimum 23 í Reykjavík. Hann er með MA-gráðu í lög- fræði frá HR og er í UEFA-knattspyrnulög- fræðinámi. Haukur er yfirlögfræðingur hjá KSÍ og situr í stjórn Félags lögfræðinga í fyrirtækjum. Hann spilaði fótbolta með KA. Maki: Lára Margrét Möller, f. 1989, vöru- merkjastjóri hjá Icelandair. Dóttir: Elín Karitas, f. 2019. Foreldrar: Hinrik Þórhallsson, f. 1954, kennari, búsettur á Akureyri, og Vilborg Gunnarsdóttir, f. 1958, framkvæmda- stjóri Alzheimersamtakanna, búsett í Hafnarfirði. Haukur Hinriksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með lík- ama og sál, svo þú getir skilið, haft sam- úð og læknað. 20. apríl - 20. maí  Naut Haltu þig eins nálægt áætlun þinni og þú framast getur. Mundu samt að dramb er falli næst og að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvernig fólk sér þig. Farðu aðra leið heim úr vinnunni en venjulega og kíktu í búð sem þú hefur ekki komið í áður. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þig langar að ferðast um þessar mundir skaltu leita á kunnugar slóðir. Glaðværð þín smitar frá sér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur reynt á þolinmæðina að þurfa að hafa hlutina fyrir sig. En samt tekst þér að standa upp úr. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er tilvalið að fara í frí. Skrif- aðu niður það sem þér dettur í hug. Kurteisin kostar nefnilega ekki neitt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur bjargað upp á fjárhaginn að sleppa einhverjum útgjöldum. Fólk stendur yfirhöfuð fast á sínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu ekki með stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum kann að finnast um þig. Leggðu þig fram um að allir geti verið ánægðir með sinn hlut. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þínar þarfir og annarra passa ekki jafn vel saman og þú varst að vonast til. Með góðu skipulagi ættu end- ar að ná saman. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sjálfsöryggi þitt bætir upp litla reynslu þínu á ákveðnu sviði. Sýndu þolinmæði gagnvart mönnum og mál- efnum og sæktu það sem þú vilt með lipurð og festu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert ánægður og fullur af krafti. Enginn getur unnið hvíldarlaust án þess að tapa áttum og týna lífssýn sinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Jafnvel þótt þú sért bara að taka til heima hjá þér ertu samt að nota sköpunarkraftinn til þess. Vertu með fólki sem kann að meta þessa kosti. A rnar Fells Gunnarsson fæddist 6. júní 1980 í Keflavík og ólst þar upp. „Ég var mikið í Vík í Mýrdal á sumrin hjá ömmu minni og afa og á mjög fal- legar æskuminningar þaðan,“ segir Arnar. Hann byrjaði snemma að teikna. „Það hafði áhrif á mig sem barn að heyra af jafn merkilegri listakonu og Nínu Sæmundsson í ættinni. Enda var ég ávallt efstur í bekknum í teikningu og ég man að ég var mjög upp með mér þegar einhver í fjölskyldunni sagði mér að teikni- stíllinn minn minnti á teikningar Nínu.“ Arnar gekk í Myllubakkaskóla, Holtaskóla og varð stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. „Á þeim tíma þótti mér félagslífið töluvert meira spennandi en námið. Úr varð að ég var kjörinn formaður nemenda- félagsins en sú reynsla reyndist mér mjög dýrmætt veganesti inn í lífið.“ Arnar hóf nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands árið 2010. „Þar naut ég þess að vinna í tilrauna- kenndu umhverfi og lærði jafnframt öguð vinnubrögð, miðlun upplýsinga og að temja mér gagnrýna hugsun. Í útskriftarverkefni mínu vann ég með einn elsta sjónræna menningararf þjóðarinnar – íslenska galdraarfinn. Verkefni mitt var endurgerð á fyrstu útgefnu galdrabók sem gefin var út hér á landi. Bókin heitir Galdra- skræða og var handskrifuð og mynd- skreytt af Jochum M. Eggertssyni, betur þekktum undir höfundarnafn- inu Skuggi.“ Þess má geta að út- skriftarverkefni Arnars fékk hæstu einkunn sem gefin hefur verið fyrir útskriftarverkefni í LHÍ en bókin var síðar gefin út af Lesstofunni bóka- útgáfu, bæði á íslensku og ensku. „BA-námið gaf mér mikið en ég fann að mig þyrsti í meiri þekkingu og svið nýsköpunar heillaði mig. Ég vildi nám sem gæfi mér öflug tól til að tengja saman hönnun og nýsköpun og nýta það til verðmætasköpunar.“ Arnar hóf því alþjóðlegt MBA-nám, kennt á ensku, við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan núna í vor með hæstu einkunn með hópn- um sínum. Arnar er listrænn stjórnandi á hönnunarstofunni &&& studio, sem hann rekur ásamt tveimur vinum sínum, Arnari Inga Viðarssyni og Emil Ásgrímssyni. „Ég er svo lán- samur að hafa þar vettvang til að sinna sköpun og hönnun í óhóflegum mæli. Í kjarnann er ég hönnuður sem finnst fátt meira gefandi en að skapa aukin verðmæti með hönn- unardrifinni hugsun. Í eðli mínu er ég ævintýragjarn og dugmikill bjart- sýnismaður,“ en Arnar hefur á síð- astliðnum 15 árum stofnað og rekið þrjú fyrirtæki; auglýsingastofuna Föðurlandið, tónleikastaðinn Fakt- orý og hönnunarstofuna &&&. „Ég stofnaði Faktorý ásamt þrem- ur félögum mínum en það var ein mesta og ævintýralegasta rússíbana- reið sem ég hef tekið þátt í á ævinni. Við rákum Faktorý í þrjú ár, eða þar til staðurinn þurfti að víkja fyrir nýju hóteli, og héldum yfir eitt þúsund lif- andi tónlistarviðburði. Faktorý var sannkallaður grasrótarstaður og heimavöllur hljómsveita eins og Of Monsters and Men, Retro Stefson, Ásgeirs Trausta, Hjálma og Agent Fresco. En nú þegar hótelbransinn er í vandræðum er bara spurning hvort við verðum ekki bara að Fakt- orývæða húsnæðið upp á nýtt.“ Arn- ar var einnig ritstjóri hjá Hönnunar- miðstöð Íslands 2014-2018, þar sem hann ritstýrði HA – fagriti um ís- lenska hönnun og arkitektúr. &&& fékk á dögunum fjórar til- nefningar hjá FÍT (Félagi íslenskra teiknara) og þar af tvenn gull- verðlaun, annars vegar í flokki bóka- hönnunar fyrir bókina Gjöfin til ís- lenzkrar alþýðu og hins vegar gullverðlaun í flokki hreyfigrafíkur fyrir grafík í sjónvarpsþáttunum Heilabrot. „Það er líka gaman að segja frá því að í fyrradag var til- kynnt opinberlega að ég hefði hlotið styrk úr hönnunarsjóði til að halda áfram rannsóknarvinnu minni á sviði galdra og galdraletra. Fyrir utan fjölskyldu mína og vini og brennandi áhuga á hönnun og frumkvöðlasviðinu tengjast áhuga- mál mín einna helst stangveiði, fjall- göngum og kórsöng en ég er stoltur meðlimur og tenór í Bartónum, karlakór Kaffibarsins.“ Fjölskylda Eiginkona Arnars er Anja Ísabella Lövenholdt, f. 7.6. 1984, verkefna- og viðburðastjóri. Þau eru búsett í Arnar Fells Gunnarsson, listrænn stjórnandi hjá &&& studio – 40 ára Fjölskyldan Arnar og Ísabella ásamt Theodór, sem var skírður í höfuðið á Theodóru skáldkonu formóður hans, og Lúkasi. Ævintýragjarn og dugmikill Verðlaunahafar Arnar Ingi, Arnar Fells og Emil Ásgríms. 30 ára Hinrik ólst upp í Brekkuhverfinu við KA-heimilið á Akureyri en býr í Goðheimum 24 í Reykjavík. Hann er með MS-gráðu í al- þjóðaviðskiptum frá HR og er vörumerkja- stjóri hjá Nathan & Olsen. Hinrik spilaði fótbolta með Dalvík, HK og Þrótti í Vog- um . Hann er mikill golfari og var Akureyrarmeistari í yngri flokkum. Maki: Laufey Lilja Ágústsdóttir, f. 1991, vinnur í umhverfismálum hjá Lands- virkjun. Dóttir: Ólafía Ey, f. 2019. Foreldrar: Hinrik Þórhallsson, hefur ný- lokið störfum hjá VMA, og Vilborg Gunn- arsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Hinrik Hinriksson Til hamingju með daginn Reykjavík Ólafía Ey Hinriksdóttir fæddist 6. febrúar 2019. Hún vó 14 merkur og var 56 cm löng. Foreldrar hennar eru Hinrik Hinriksson og Lauf- ey Lilja Ágústsdóttir. Elín Karitas Hauksdóttir fæddist 8. október 2019. Hún vó 15 merkur og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Haukur Hinriks- son og Lára Margrét Möller. Nýir borgarar Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Fat Burner™ frá New Nordic eru háþróaðar jurtatöflur þar sem sérvalin innihaldsefni styðja við heilbrigða og skilvirka fitubrennslu.Fat Burner™ er samsett af yerba mate jurtinni sem blönduð er með svörtu kummin (Nigella fræjum), engifer, grænu te, mjólkurþistli og kólíni. Kólín stuðlar að eðlilegu niðurbroti á fitu og yerba mate getur stutt við þyngdartap samhliða heilbrigðu mataræði. Stuðlar að eðlilegu niðurbroti fitu og styður við þyngdartap Fat Burner ™
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.