Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 56
G e i r s g a t a 4 - 5 1 9 4 4 9 0 - v i ð H a f n a r t o r g Denmark Útgáfutónleikar fara fram í Hannesarholti í dag, laug- ardag, kl. 16 og 20 en þá munu Guðmundur Andri Thorsson og félagar hans leika og syngja lög af nýút- kominni sólóplötu hans, Ótrygg er ögurstundin, sem er jafnframt fyrsta sólóplatan sem Guðmundur Andri gef- ur út. Hún hefur að geyma frumsamin lög og texta, vísna- tónlist, og er hún sögð lágvær, hlýleg og angurvær. Tón- leikarnir fara fram í Hljóðbergi og er aðgangseyrir kr. 3.000. Guðmundur Andri og félagar flytja lög af Ótrygg er ögurstundin LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins er hin átján ára gamla Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í Breiða- bliki. Hún þarf ekki leita langt að fyrirmyndum því í fjöl- skyldunni eru þau Gylfi Þór Sigurðsson og Dóra María Lárusdóttir og faðir hennar er þjálfari og fyrrverandi leikmaður. Karólína kveðst sjálf setja á sig mikla pressu um að standa sig vel í fótboltanum. „Mér finnst ég líka þurfa að gera það miðað við fótboltahefðina í minni fjölskyldu,“ segir hún í viðtali í blaðinu í dag. »47 Fyrirmyndirnar eru í fjölskyldunni ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarin 50 ár hefur Hörður Erl- ingsson skipulagt og verið leiðsögu- maður í ferðum þýskumælandi fólks um Ísland en vegna kórónuveiru- faraldursins ákvað hann að bjóða upp á sjö daga ferð, „Í faðmi fjalla blárra/ Ævintýraferð fyrir Íslendinga“ 22.- 28. júní. „Mér leiðist aðgerðaleysi og þessi ferð er viðbrögð mín við veir- unni,“ segir hann. Tónlistarmaðurinn Gunnsteinn Ólafsson, sem hefur verið far- arstjóri á Íslandi í um þrjá ára- tugi, verður leið- sögumaður í ferðinni. Þegar Hörður var í félags- og hagfræðinámi í München í Þýskalandi fékk hann óvænt boð um að fara með hóp til Íslands. „Leiðsögumaður for- fallaðist og hringt var í mig með tveggja daga fyrirvara. Ég sagði bara já, þótt ég hefði varla komið á Norð- urland og aldrei séð Mývatn,“ rifjar hann upp. Léttar gönguferðir fyrir alla Fyrstu ferðirnar stóðu yfir í þrjár vikur. Siglt var frá Hamborg um Kaupmannhöfn, Edinborg og Fær- eyjar á leið til Íslands og síðan flogið til Þýskalands þremur vikum síðar. „Ég sakna þessara ferða því þá höfðu menn meiri tíma og viðhöfnin var meiri en nú,“ segir Hörður. Eftir að hafa verið leiðsögumaður hjá þýsku menningarferðaskrifstof- unni á sumrin í áratug stofnaði Hörð- ur Ferðaskrifstofu Harðar Erlings- sonar, sem nefnist Naturreisen á þýsku. Hann segir nafnið vísa til þess að hann tengi saman sögu, jarðfræði og náttúru í ferðunum rétt eins og hann hafi kynnst hjá þýsku ferða- skrifstofunni. „Ég hef alltaf haft gam- an af þessum ferðum, en þar sem mér leiðist að sitja lengi í rútu hef ég lagt áherslu á svæðisferðir, léttar göngu- ferðir í náttúrunni fyrir venjulegt fólk.“ Hann bendir á að sama fólkið komi gjarnan ár eftir ár og því skipti máli að geta stöðugt boðið upp á nýja upp- lifun. „Sama hugsun er á bak við kom- andi ferð fyrir Íslendinga. Þeir hafa almennt allir farið hringinn og því af- markast hún við perlur Vestfjarða, sem margir þekkja ekki.“ Í því sam- bandi nefnir hann Grímsey á Stein- grímsfirði. „Hún er ein mesta fugla- paradís landsins. Kaldalón við Drangajökul, Djúpavík, Bolafjall og fleiri staðir eru líka mörgum ókunnug.“ Fyrir þremur árum var Hörður einn leiðsögumanna í ferð 50 ára sam- stúdenta sinna um Reykjanes og er það eina undantekningin frá reglunni um þýskumælandi ferðamenn til þessa. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað félagarnir hafi þekkt lítið til náttúrufegurðarinnar við bæjardyr Reykjavíkur og þessi reynsla hafi ýtt undir að bjóða upp á ferðina um Vest- firðina. „Ég legg líka áherslu á að bjóða upp á góða gistingu og mat, því að lokinni göngu er ekkert betra en að komast í heitan pott og hafa það gott.“ Hörður segir að vegna kórónu- veirufaraldursins sé óvíst um komu erlendra ferðamanna í sumar. Margir hafi afpantað en sumir bíði átekta. „Ég er í startholunum til að geta byrj- að aftur með ferðirnar fyrir þá en vel má vera að ég bjóði upp á aðra ferð fyrir Íslendinga í sumar.“ Ferð um Vestfirði í boði fyrir Íslendinga Í Kaldalóni Hörður og Halla, dóttir hans, með Drangajökul í baksýn.  Hörður verið með ferðir fyrir þýskumælandi fólk í hálfa öld Reynsla Gunnsteinn Ólafsson hefur verið fararstjóri á Íslandi í um 30 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.