Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
518.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nýtt hjólabrettasvæði var tekið í notkun á Mið-
bakka Reykjavíkurhafnar í gær. Hjólabretta-
garðurinn er hannaður af Eika Helgasyni, sem
er atvinnumaður á snjóbretti og hefur haft hjóla-
brettið sem áhugamál og lífsstíl frá því seint á tí-
unda áratugnum. Eiki hannaði hjólabrettagarð-
inn og smíðaði allar grindurnar á Akureyri þar
sem hann er búsettur. Hann mætti suður með af-
raksturinn á flutningabíl.
Líf og fjör við höfnina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýr hjólabrettagarður á Miðbakka
Hjúkrunarfræðingar samþykktu
með miklum meirihluta í atkvæða-
greiðslu sem lauk í hádeginu í gær að
fara í ótímabundið verkfall sem hefst
að morgni 22. júní nk. Verkfallið nær
til þeirra sem fá greitt skv. samningi
milli Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og ríkisins. Það eru um 2⁄3
hjúkrunarfræðinga; þeir sem starfa
á Landspítala, heilsugæslustöðvum,
Sjúkrahúsinu á Akureyri og víðar
hjá hinu opinbera. Alls 85,5% þátt-
takenda vildu í verkfall, 13,3% voru á
móti og 1,2% skiluðu auðu.
Fulltrúar hjúkrunarfræðinga og
ríkisins gengu frá kjarasamningi 10.
apríl síðastliðinn, á föstudaginn
langa. Í atkvæðagreiðslu var sá
samningur felldur af 53% þeirra sem
þátt tóku, sem færði málið aftur á
byrjunarreit. Viðræður milli aðila
máls hafa staðið yfir síðustu vikur en
lítið miðar í samkomulagsátt. „Skýr
vilji okkar félagsmanna er að grunn-
laun hækki. Sú er líka meginkrafan í
viðræðunum nú,“ segir Guðbjörg
Pálsdóttir, formaður Fíh. Fimmtán
mánuðir eru nú síðan gerðardómur
Fíh rann út og þar með miðlægur
kjarasamningur félagsins.
„Þessi niðurstaða veldur von-
brigðum,“ sagði Sverrir Jónsson,
formaður samninganefndar ríkisins.
Hann minnir á að samningur sá sem
náðist um páskana hafi verið felldur
með naumum meirihluta. Því hafi
hann vænst þess að ekki væri ýkja
langt milli fólks í yfirstandandi við-
ræðum en önnur virðist raunin. Eins
og málum sé nú komið sé ekki annað
í stöðunni en reyna áfram og til
þrautar að ná lendingu, því heil-
margt hafi áunnist nú þegar. Áhersla
hafi verið lögð á hærri laun, en ekki
síður styttingu vinnutímans.
Samkomulag sem þegar hefur
verið undirritað gefur hjúkrunar-
fræðingum sem vinna á sólarhring-
svöktum möguleika á að stytta
vinnuviku sína í allt að 32 stundir á
viku. sbs@mbl.is
Verkfall samþykkt
Hjúkrunarfræðingar ætla í hart Hægt miðar í viðræðum
Grunnlaun hækki Niðurstaða veldur vonbrigðum
Guðbjörg
Pálsdóttir
Sverrir
Jónsson
Menn úr vinnuflokkum Vegagerðar-
innar hefjast strax eftir helgi handa
við að reisa nýja brú yfir Bleiksá inn-
arlega í Fljótshlíð. Burðarstaur við
nyrðri enda gamallar brúar sem nú
er yfir ána gaf sig á miðvikudaginn
svo loka varð fyrir umferð stærri bíla
og loks allra ökutækja. Í gær voru í
ána sett ræsi og þar mótaður vegur
yfir. Sú lausn er þó aðeins til
skemmri tíma.
Brúin gamla er átta metra löng,
reist fyrir um sextíu árum og er barn
síns tíma eins og gjarnan er sagt.
„Við þurfum að setja niður nýja
staura þarna, en þeir eru undirstaða
mannvirkisins. Sennilega þarf svo
líka að skipta um brúargólf. Ég
vænti þó að eitthvað sé heillegt í
brúnni sem fyrir er og það efni megi
nýta eftir föngum. Við erum þegar
búnir að flytja eitthvað af efni á stað-
inn,“ segir Sveinn Þórðarson, brúar-
smiður Vegagerðarinnar á Suður-
landi, við Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Bleiksárbrúin laskaðist
Ræsi nú en ný
brú væntanleg á
næstu dögum
Ljósmynd/Sveinbjörn
Fljótshlíð Ræsi sett í ána, en til þess var notuð stór grafa. Vörubílar fluttu
möl og þannig var mótaður vegur sem er þó aðeins til bráðabirgða.
Ólafur William Hand, fyrrverandi
upplýsingafulltrúi Eimskips, var í
gær sýknaður í Landsrétti af kæru
um ofbeldi gegn barnsmóður sinni.
Landsréttur sneri við dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur en Ólafur var
þar dæmdur í tveggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi. Þar var Ólafur
sakfelldur fyrir ofbeldi í garð
barnsmóður, að viðstöddu barni
þeirra, í júlí fyrir fjórum árum. Auk
tveggja ára skilorðsbundins dóms
var hann dæmdur til að greiða
barnsmóður sinni 400 þúsund krón-
ur í bætur. Fram kemur í dómi
Landsréttar að áverkar barnsmóð-
urinnar passi illa við lýsingar henn-
ar og sambýlismanns á atburðum
áðurnefnds júlídags. Einkum vegna
þess sýknar Landsréttur Ólaf.
Ólafur Hand sýkn-
aður í Landsrétti
Sumarstörfum verður fjölgað um
30 hjá Orkuveitu Reykjavíkur og
dótturfélögum til að koma til móts
við erfitt atvinnuástand í landinu.
Störfin bætast við þau ríflega 100
sumarstörf sem þegar hafa verið
auglýst og ráðið í. Störfin eru aug-
lýst á vef OR og eru af ýmsum toga
og krefjast margvíslegrar þekk-
ingar enda starfsemi OR og dóttur-
fyrirtækja fjölbreytt, hvort sem lit-
ið er til framleiðsluþáttar þeirra
eða þjónustuhlutans. Ráðningar-
tíminn er tveir mánuðir.
Sumarstörfum
fjölgað hjá OR
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir ekki annað koma til greina en að
Reykjavíkurborg virði samkomulag
ríkis og borgar um skipulag og upp-
byggingu á landi ríkisins við Skerja-
fjörð. Þetta kemur fram í færslu Sig-
urðar á Facebook í gær í kjölfar
fregna þess efnis að viðhaldsstöð flug-
félagsins Ernis við Reykjavíkurflug-
völl verði rifin, bótalaust, vegna nýs
skipulags. Skýli flugfélagsins stendur
nærri ströndinni þar sem ráðgert er
að Fossvogurinn verði brúaður frá
Vatnsmýrinni og yfir til Kársness.
Leggja á veg þar sem skýlið stendur
samkvæmt áætlunum borgaryfir-
valda.
„Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir
sem voru í fréttum í gærkvöldi eru
innan flugvallargirðingar og verða
aldrei án sam-
þykkis Isavia,“
skrifar Sigurður
og heldur áfram:
„Áform um að
leggja veg í gegn-
um friðað hús eru
fráleit og engin
sómakær sveitar-
félög taka heldur
eignir bótalaust af
íbúum sínum.
Allra síst aðilum sem hafa þjónað
sjúkraflugi og líffæraflutningum fyrir
landsmenn í áratugi. Þannig hagar
sér enginn.“
„Þetta stenst ekki einu sinni stjórn-
arskrá, hvað þá samkomulagið sem
Reykjavíkurborg gerði við ríkið í nóv-
ember,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Verða að virða
samkomulagið
Ráðherra gagnrýnir borgarstjórn
Sigurður Ingi
Jóhannsson