Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Tveir borgar- fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík skrifa í sameiningu grein sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. júní: Peningar urðaðir og brenndir? Ekki er auðvelt að átta sig á því hvað vakir fyrir þeim en auðvitað er ætíð grafalvarlegt ef ráðamönnum er núið um nasir að fara illa með opinbert fé. Lítum aðeins betur á málið. Sorp hefur fylgt nútímaþjóðfélag- inu um allan heim með vaxandi framleiðslu, framboði á vörum, auknum kaupmætti, neyslu og só- un af ýmsu tagi. Hér á landi hefur það lengi tíðkast að urða sorp og það talið vera illskásta leiðin til að losna við það. Víða um heim er sorp brennt og þá við mjög háan hita en það er talið óhagkvæmt nema magnið sé þess meira og þá frá milljónum íbúa. Fylgifiskur rotnunar er hins vegar myndun metans. Það er varhugavert og talið vera mjög slæmt fyrir um- hverfið. Metan er hins vegar mjög gott eldsneyti og ódýrt. Og það er innlent og því þarf ekki að flytja það um langan veg. Kostir þess eru því mjög margir, sem er eins og ýmsir vilji ekki vita af og hafa því miður talað metanið niður. Getur verið að það sé vegna þess að gróðamöguleikar séu takmark- aðir? Það ætti hins vegar að vera kappsmál samfélagsins að fanga sem mest af metani og með því gera rekstur ökutækja hagkvæm- ari. Auðvitað þarf að efla notkun metans og gera þessa metanstöð á öskuhaugum höfuðborgarsvæð- isins hagkvæmari en verið hefur. Og þá myndi þjóðhagsleg arðsemi aukast að sama skapi. Vonandi eru borgarfulltrúarnir Björn Gíslason og Egill Þór Jónsson sammála mér í því. Þeir mættu vanda betur málflutning sinn. Þeir slá um sig með því að vísa til reynslu Norðmanna án þess að vísa í neinar heimildir til rök- stuðnings. Þetta er aðferð misvit- urra stjórnmálamanna sem telja það megintilgang sinn að vekja tortryggni án þess að geta staðið við orð sín. Þetta var t.d. gert í Icesave-málinu á sínum tíma þar sem upphlaupið gegn samnings- leiðinni kostaði okkur gríðarlega fjármuni sem betur hefði verið varið í skynsamlega fjárfestingu í þágu allra landsmanna. Til- gangurinn er vænt- anlega hjá þessari tegund stjórnmála- manna ekki fólginn í að finna hagkvæmari leiðir til að auka hag- kvæmni heldur fyrst og fremt vekja tor- tryggni, í þessu tilfelli gagnvart meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur. Á öllum tímum hefur mjög margt verið framkvæmt vel en kostnaður hefur oft farið mikið fram úr upprunalegum kostnaðar- áætlunum. Það er hlutverk allra stjórnmálamanna á hverjum tíma að leita leiða hvort betur mætti standa að framkvæmdum og bæta úr ef eitthvað ber út af. Það mætti t.d. grafast fyrir um það hverjir það eru sem hagnast verulega á því þegar eftirlit með fram- kvæmdum er ekki viðunandi og þær verða fyrir vikið óhóflega dýrar. Á sömu blaðsíðu Morgunblaðs- ins er önnur grein: Um gjaldþrot og atvinnuleysi eftir Ragnar Ön- undarson, fyrrverandi banka- stjóra. Þessa grein ættu þeir Björn og Egill að lesa gaumgæfi- lega og læra af. Ragnar er af- burðasérfræðingur á sviði banka- mála og rekstrar í samfélaginu. Grein hans er mjög fræðandi og upplýsandi, hvergi er neins staðar fullyrt annað en það sem allir geta tekið undir. Og Ragnar bendir á hvað betur mætti gera í okkar samfélagi. Hann hefur borið grein sína undir sérfræðinga til yfirlest- urs. Þetta er til mikillrar fyrir- myndar enda er Ragnar ekki þekktur að öðru en vel unnu verki gagnvart þeim viðfangsefnum sem hann hefir tekist á hendur. Tvær mismunandi greinar Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Auðvitað þarf að efla notkun metans og gera þessa metanstöð á öskuhaugum höfuðborg- arsvæðisins hagkvæm- ari en verið hefur. Höfundur er eldri borgari í Mosfellsbæ og hefur starfað við leiðsögn. arnartangi43@gmail.com Það var í Landvernd sem hugmyndir um rammaáætlun voru þróaðar og prófaðar; Landvernd hóf barátt- una gegn ofnotkun plastpoka með stofnun Pokasjóðs, benti á þörfina fyrir umhverf- isráðuneyti og greindi og mótaði hugmyndir um aðgerðir gegn los- un gróðurhúsalofttegunda löngu áð- ur en stjórnvöld tóku málið alvar- lega. Landvernd kom á fyrsta náttúru- skóla landsins í Alviðru og innleiddi Grænfánann til að hvetja skóla til dáða í umhverfismálum. Ýmislegt hefur áunnist í um- hverfisvernd á hálfri öld og sum baráttumál hafa fengið farsælan endi. Ýmis vandi virðist þó hafa vaxið og verkefni Landverndar þar með. Við umhverfisvernd verður oft ekki komist hjá átök- um þar sem ólík sjón- armið og hagsmunir takast á. Til þess að taka á þeim höfum við lög og leikreglur að leiðarljósi eins og vera ber í samfélagi sem kennir sig við lýðræði og leitar að ásætt- anlegri niðurstöðu. Jörðin er ekki hótel Enn eru of margir sem líta á jörðina sem hótel þar sem „einhver“ muni taka til eftir slæma umgengni. Þeir eru sem betur fer líka margir sem líta á jörðina sem heimili sem verður að gæta vel að. Og þeim virðist fjölga. Það lofar góðu. Mannlífið byggist á því að gangvirki lífríkisins sé ekki spillt, að við lítum á lífríki jarðar sem heimili þar sem ganga þarf vel um svo allir haldi góðri heilsu. Við lifum á miklum breytinga- tímum þar sem maðurinn er farinn að hafa veruleg neikvæð áhrif á gangverk jarðar. Við því verður að bregðast með þekkingu og innsæi að leiðarljósi, en einnig á grunni víðtækrar samstöðu innanlands og í góðu samstarfi við önnur ríki. Við höfum tíma til að rétta kúrsinn af, draga úr þeim skaða sem virðist blasa við. En ekki mikinn tíma. Landvernd og umbreytingar Mikilvægasta viðfangsefni sam- tímans er að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum og stöðva eyðingu á lífbreytileika. Í daglegu starfi er viðfangsefnið m.a. að draga úr nei- kvæðum áhrifum einstakra fram- kvæmda á náttúru, hemja útblástur og mengun, beina fjárfestingum í grænar lausnir, breyta neyslu- og framleiðsluáttum með því að inn- leiða hringrásarhagkerfi og koma á fjárhagslegum hvötum til að breyta hegðun jafnt neytenda sem fyrir- tækja. Nýleg skoðankönnun á veg- um Landverndar bendir til þess að meirihluti Íslendinga vilji taka á loftslagsvernd með sama krafti og þjóðin tók á kóvíðfaraldrinum. Nú gildir að nýta þann meðvind vel. Í umbreytingum hefur Land- vernd, sem elstu og öflugustu um- hverfisverndarsamtök Íslands, hlut- verki að gegna. Samtökin reka víðtækt fræðslustarf, veita nauðsyn- legt aðhald þegar stórar fram- kvæmdir eru skipulagðar, hvetja stjórnvöld til dáða, kasta fram hug- myndum um lausnir, rýna í tillögur um aðgerðir og gagnrýna aðgerða- leysi. Samtökunum hefur vaxið fisk- ur um hrygg með fjölgun félaga sem veita stuðning, með fleiri starfsmönnum sem bæta skilvirkni og rekstur og öflugra grasrót- arstarfi. Öflugur hópur að baki Landvernd er byggð á fólki sem vill bæta heiminn. Félagarnir 6.000 og 40 félagasamtök innan Land- verndar treysta á að samtökin standi vaktina í umhverfismálum. Landvernd boðar til aðalfundar 6. júní nk. þar sem félagsmenn leggja línurnar fyrir framtíðina, fara yfir reksturinn og veita stjórn umboð til að vinna áfram. Sjálfstæður fjárhagur er mikil- vægur fyrir samtök eins og Land- vernd sem hafa það markmið að veita aðhald til að efla umhverfis- og náttúruvernd. Stjórn Land- verndar leggur áherslu á að sam- tökin verði engum einstökum aðila fjárhagslega háð. Fjárhagur Land- verndar er traustur um þessar mundir og félagar sjá í vaxandi mæli samtökunum fyrir almennu rekstrarfé svo þau geti veitt nauð- synlegt aðhald og stuðlað að framþróun grænna samfélags- lausna. Þökk sé þeim. Nýir félagar eru velkomnir í hópinn og á aðal- fund. Ársskýrslu Landverndar og upp- lýsingar um fjármál samtakanna er að finna á heimasíðunni www.land- vernd.is. Eftir Tryggva Felixson »Nokkuð hefur áunn- ist í umhverfisvernd og baráttumál hafa fengið farsælan endi. Ýmis vandi virðist þó hafa vaxið og verkefni Landverndar þar með. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar. tryggvi@landvernd.is Landvernd í meðvindi Við Íslendingar erum svo heppnir að það er næstum því sama hvar við borum holu eftir vatni í landinu okkar; við getum ákveðið fyr- irfram hvort við ætlum að fá þetta yndislega kalda vatn okkar eða heitt vatn til annarra nota en drykkjar, þökk sé skapara okkar sem hefur úthlutað okkur þessu yndislega landi. Ég undirritaður varð fyrir því óláni að lamast á vinstri helmingi líkamans fyrir um það bil 10 árum og hef þurft að nota mér þá þjónustu sem í boði er fyrir fólk með mína fötlun. Ég hef verið nokkuð víða í dagvist eða innlögn vegna fötlunar minnar og var lengst af í dag- vist hjá Sjálfsbjörg í Hátúninu hér í Reykjavík þar sem margt gott var í boði fyrir dvalargesti. Naut ég þess að komast ætíð einu sinni í viku í heita vatnið og með rétt útbúnum kútum gat ég synt nokkuð oft langsum eftir laug- inni en uppi við bakkana gerði ég æf- ingar með mínum lömuðu útlimum fæti og handlegg. Tilgangur minn með þessu grein- arkorni er að vekja athygli á því hvað heita vatnið er okkur sem glímum við líkamlega fötlun ótrúlega dýrmætt. Að geta gert æfingar með annars mátt- litlum fæti eða hendi sem annars svara kannski alls ekki boðum frá huga okkar er ósegjanlega dýrmætt brotnum huga; að finna sig geta haft þau áhrif á líkamann að hann svari þeim lágværu boð- um sem hugur okkar kann að senda og geti framfylgt þeim boðum sem máttlítill fótur kann að fá frá eiganda sínum. Það er því ekki bara lík- aminn sem fer endur- nærður af hollri hreyf- ingu upp úr vatninu heldur er dvölin í vatninu ótrúlega mikil endurnær- ing fyrir brotinn huga og sannarleg og mikil næring sálartetrinu. Ég vil endilega hvetja þá staði sem sjá um og taka á móti fötluðum í end- urhæfingu og hafa ekki þá aðstöðu sem vatnið gefur. Ég held ekki að þeir stað- ir sem ekki hafa slíka aðstöðu geti byggt sundlaug bara si svona í hvelli en það þarf enga fína sundlaug; það nægir að hafa sæmilega heita potta. Þeir þurfa ekki svo mikið pláss og ætti að vera hægt að koma þeim nokkuð víða við. Aðstaðan þarf að vera þannig að hægt væri að velja milli eins og tveggja metra dýpis og gefur það flestum tæki- færi til að hreyfa sig talsvert í vatninu, það er gera æfingar jafnt með hand- leggjum sem fótum. En endilega þið sem eruð að byggja eða hanna nýja staði sem taka á móti fötluðum eða ein- staklingum sem hafa eitthvað bilaða heilsu: Hafið í huga hvað heita vatnið er dýrmætt, ekki bara einstakling- unum sem þess njóta heldur þjóðfélag- inu sem heild, og hjálpar einstakling- unum að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. Með allt þetta heita vatn okkar gæti Ísland orðið paradís fyrir fólk sem þarf á aðhlynningu í þessum málum að halda og mætti vel hugsa sér að landið eignaðist stað þar sem virkilega vel væri hugað að svona málum. Slík- an stað mætti útfæra með trjá- og blómgróðri, og enn og aftur þá býður heita vatnið okkar upp á óendanlega möguleika til þess að gera slíka staði sem suðræna paradís. Fyrirgefið en nú er ég farinn að svífa um draum- heima! Því í ósköpunum byggjum við Íslendingar ekki upp góða og fallega aðstöðu sem heilsu- eða hressingar- stofnun fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda í heilsufarsmálum? Svona staður gæti haft fjölbreytta dagskrá fyrir dvalargesti þar sem hver og einn gæti valið sér viðfangs- efni eftir getu og áhuga. Með allt þetta heita vatn ætti að vera hægðarleikur að útbúa umhverfi með fögrum gróðri og fallegri aðstöðu fyrir dvalargesti sem og starfsfólk þessara staða. Það er engin tilviljun, víða úti í heimi þar sem einhver jarðhitavirkni er, að á slíkum stöðum eru svokallaðar heilsu- lindir þar sem þeir sem ekki ganga heilir til skógar eru sagðir fá bata sinna meina. Má þar nefna Tékkland, Frakkland, Portúgal og víðar um álf- una og auglýsa hótelin grimmt að þau sé búin þessum kostum. Sjálfur hef ég undirritaður komið í heilsulindir í Tékklandi, í Karlovy Vary, sem er í austanverðu hinu forna héraði Bæ- heimi sem að stórum hluta mun enn þann dag í dag tilheyra Þýskalandi enda er á þessum slóðum framleitt mikið af hinum fagra fræga bæverska kristal sem er viðurkennd gæðavara um heim allan. Niður um alla borgina Prag voru kristalsbúðirnar hlið við hlið og seldu allt frá litlum gripum, glös og fleira, til stórra ljósakróna sem hefðu sómt sér vel í stórum kirkjum eða annars konar salarkynnum. Það var gaman að sjá þetta allt hjá Tékk- unum. Þess má geta að í þessar heilsu- lindir kom ég undirritaður löngu áður en ég lamaðist þannig að ekki kom til þess að ég prófaði lækningamátt vatnsins þeirra. En það eru ekki margar þjóðir sem státa af jafnmiklu heitu vatni og við Íslendingar og það um allt landið. Nýtum endilega heita vatnið okkar sem allra best og notum til heilsubótar fyrir þá sem á þurfa að halda. Heita vatnið og fatlaðir Eftir Hjálmar Magnússon »Hafið í huga hvað heita vatnið er dýr- mætt, ekki bara ein- staklingunum sem þess njóta heldur þjóðfélag- inu sem heild. Hjálmar Magnússon Höfundur hefur verið bundinn við hjólastól í um tíu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.