Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020
síðast um jólin. Ef hún komst
ekki með velviljuðum Siglfirðing-
um þá tók hún bara strætó.
Við fjölskyldan þökkum Stellu
frænku samfylgdina og sendum
börnum hennar, Fjólu og Óskari,
og barnabörnunum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Stellu
frænku.
Ólöf Birna Blöndal.
Stella frænka mín var órjúfan-
legur hluti af bernsku minni. Hún
átti heima á efri hæðinni á Há-
vegi 65 á Siglufirði og foreldrar
mínir á neðri hæðinni og var mik-
ill samgangur á milli fjölskyldn-
anna. Mamma mín og Stella voru
systradætur sem ólust upp sam-
an í Hlíðarhúsi á Siglufirði. For-
eldrar Stellu áttu Hlíðarhús og
það þótti bara sjálfsagt að afi og
amma fengju að vera þar líka og
ala þar upp dætur sínar tvær.
Samvinna og samheldni fjöl-
skyldnanna í Hlíðarhúsi var ein-
stök og aldrei bar skugga á sam-
skipti þeirra.
Eftir að mamma Stellu dó árið
1972 sá hún um pabba sinn,
sómamanninn Snorra í Hlíðar-
húsi, sem var blindur síðustu 26
ár ævi sinnar. Innileg væntum-
þykja og gagnkvæm virðing
þeirra feðgina var aðdáunarverð.
Hlíðarhús var í eigu fjölskyldu
Stellu í yfir 100 ár eða þar til hún
ánafnaði Síldarminjasafninu hús-
ið til minningar um foreldra sína.
Stella var ein af fáum konum á
Siglufirði sem keyrðu bíl á mín-
um uppvaxtarárum. Fór ég ófáar
ferðirnar með henni á Willys-
jeppanum bæði til berja og í
fjallagrasatínslu. Stella söng í
kvennakórnum og kirkjukórnum
í áratugi og tók hún mig oft með á
kóræfingu á kirkjuloftinu þar
sem ég fékk innsýn inn í töfra-
heim kirkjutónlistar. Stella
frænka mín var stórglæsileg
kona, eldklár og einstaklega góð
við okkur börnin á neðri hæðinni
og skynjuðum við væntumþykj-
una alla tíð.
Árið 1973 fengu Stella og
Knútur tvö fósturbörn, þau Fjólu
og Óskar. Það var mikil gæfa
þeirra allra. Börnin fengu öruggt
skjól, umhyggju og kærleika og
líf Stellu og Knúts varð innihalds-
og gleðiríkara. Stella var einstak-
lega dugleg að heimsækja börnin
sín eftir að þau fluttu frá Siglu-
firði.
Hún vílaði ekki fyrir sér á tí-
ræðisaldri að fara með rútunni til
Reykjavíkur til að hitta börnin,
tengdabörnin og barnabörnin
sem veittu henni ómælda gleði.
Hún hringdi í mig skömmu
fyrir andlátið til að óska mér til
hamingju með afmælið eins og
hún gerði ávallt. Hress í rómi
sagði hún að það væri orðið lítið
eftir af sér líkamlega en minnið
væri sem betur fer enn tiltölulega
gott.
Stella frænka mín átti langa
ævi og var tilbúin að yfirgefa
þetta jarðlíf sátt við guð og menn.
Þegar ég lít til baka sé ég hvað ég
var heppin að hafa allt þetta góða
fólk í kringum mig í æsku sem
umvafði mann kærleika og hlýju
en Stella er síðust af fjölskyld-
unni í Hlíðarhúsi til að kveðja
þessa jarðvist. Ég þakka henni
allar ljúfu minningarnar sem hún
skilur eftir hjá mér og votta
Fjólu, Óskari og fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Guðrún Ó. Blöndal.
Það var alltaf bleksterkt kaffið
hjá henni Stellu frænku. Á ótal
fundum okkar, þegar ég heim-
sótti minn gamla góða heimabæ,
drukkum við kynstrin öll af þess-
um gæðadrykk. Alltaf spurði
Stella: „Er þetta nokkuð of
sterkt?!“ Ekki var um neinar
kurteisisheimsóknir að ræða til
frænku minnar, heldur setið
klukkustundum saman og talað
um allt milli himins og jarðar, en
einkum þó minningar tengdar
Hlíðarhúsum og fólkinu sem þar
bjó. Í Hlíðarhúsi bjuggu afi minn
og amma, ömmusystir mín –
móðir Stellu – og Snorri, pabbi
Stellu. Í Syðra-Hlíðarhúsi bjó svo
fjölskylda mín á neðri hæðinni,
en á efri hæðinni fóstursystir
þeirra systra og maður hennar
ásamt tveimur börnum. Þau
fluttu til Reykjavíkur um miðjan
sjötta áratuginn. Þetta fólk ól
okkur systkinin upp og veitti
okkur alla þá hlýju og öryggi sem
hægt er að bjóða barni. Samvinna
og samheldni einkenndi líf þess-
arar stórfjölskyldu, heiðarleiki,
auðmýkt, virðing og lítillæti. Það
voru forréttindi að fá að alast upp
innan um þetta gæðafólk.
Elztu minningar mínar tengd-
ar Stellu eru af kórlofti Siglu-
fjarðarkirkju. Stella söng í
kirkjukórnum allt fram á elliár,
og tók mig oft með sér, þegar
messað var, þegar ég var barn.
Fékk ég þá að sitja til hliðar við
kórinn, hlusta á sönginn og fylgj-
ast með Kobba sem handsneri
sveif sem knúði orgelið, íklæddur
svörtum fötum og hvítri skyrtu
með slaufu. Þessar stundir voru
þrungnar andakt og hátíðleika,
og enn þann dag í dag get ég farið
með messusöng séra Bjarna Þor-
steinssonar. Mér líður alltaf vel í
kirkju, og þakka það Stellu
frænku og þessum stundum á
kórloftinu.
Ég hef líka haldið því fram að
hún hafi kennt mér að keyra bíl.
Stella var afbragðsbílstjóri og
keyrði gjarnan Willys-jeppa
pabba síns, einkum eftir að hann
varð sjóndapur og seinna blindur.
Ég sótti í að fá að sitja í, veitti því
nána athygli hvernig hún stjórn-
aði farartækinu og tel mig hafa
lært heilmikið af henni.
Stella fór að eiga erfitt með að
keyra bíl fyrir nokkrum árum og
flutti þá í dvalarheimilið Skálar-
hlíð. Fram að því hafði hún búið í
húsi sínu sem á táknrænan hátt
var staðsett miðja vegu milli
Hlíðarhúsanna. Því var ekki
dónalegt, þegar ég gisti í mínu
gamla bernskuheimili, að geta
skotizt yfir til Stellu í kaffi eða
þegar hún bauð mér í mat. Minni
hennar var með ólíkindum, og
enginn hefur frætt mig eins mik-
ið um fjölskyldu mína, húsin tvö
og lífsbaráttu fólksins fyrr og síð-
ar.
Og nú er hún farin, blessunin.
Mikið er ég þakklátur fyrir allar
okkar samverustundir og fyrir að
hafa átt hana að. Og mikið á ég
eftir að sakna okkar samveru-
stunda og bleksterka kaffisins.
Minning hennar mun búa í hjarta
mínu ásamt öllu yndislega fólkinu
sem hefur átt þar fastan sess frá
því ég var kornabarn – fólkinu í
Hlíðarhúsum.
Fjólu og Óskari, mökum
þeirra og börnum færi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Jósep Ó. Blöndal.
Anna Snorradóttir stóð lengi í
fararbroddi fyrir Kvenfélagið
Von, þar sem hún starfaði sem
formaður, gjaldkeri og var í for-
svari fyrir starf flestra nefnda fé-
lagsins.
Hún lagði heimili sitt undir
stjórnarfundi okkar um langt
árabil og bauð upp á veitingar af
mikilli rausn, enda var hún mjög
gestrisin og ánægjulegt að ræða
og skipuleggja næstu skref í
starfsemi félagsins svo sem nám-
skeið o.fl. sem félagið stóð fyrir.
Hún hafði umsjón með minn-
ingarkortasölu kvenfélagsins
ásamt fleirum í mörg ár, er það
mjög tímafrekt og bindandi starf
sem hún sinnti af mikilli fórnfýsi.
Ég minnist ótal samverufunda
okkar þar sem unnið var að
bakstri laufabrauðs, undirbún-
ingi að skemmtun eldra fólksins
sem kvenfélagið hafði forustu um
í mörg ár.
Ég er þakklát fyrir allar okkar
góðu stundir sem gott er að
minnast og eru mér svo dýrmæt-
ar.
Ég veit að við kvenfélagskonur
minnumst hennar nú með sökn-
uði en þegar við lítum til baka, þá
er okkur kært að sameinast um
að þakka henni fyrir þessi störf
sem hún sinnti af einstakri alúð.
Yfir liðna ævidaga
lítum við á kveðjustund.
Minningarnar mörgu streyma
mildar fram í hljóðri lund.
Þú hið besta vildir veita,
vaxta allt sem fagurt var,
vinna, fórna, vaka, biðja,
vinunum til blessunar.
Liðnar stundir ljúft við gengum,
leiðir hér þá skilja nú,
frelsarans í faðmi blíða
felum þig í bjartri trú.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég þakka þér, Anna mín, allar
góðar stundir og samfylgdina og
sendi börnum þínum, barnabörn-
um og öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Auður Björnsdóttir.
Í dag er kvödd í Siglufjarðar-
kirkju mæt kona, Anna Snorra-
dóttir. Hún var af þeirri kynslóð
landsmanna sem þótti sjálfsagt
að leggja sig fram um að vera
virkur í samfélagi sínu og leggja
mikið af mörkum í hinu unga,
fullvalda ríki. Um áratugi lét hún
mjög til sín taka í Kvenfélaginu
Von við margskonar líknar- og
menningarmál í þágu kvenna.
Þar var hún formaður í 18 ár og
enn lengur í stjórn og sýndi þar
mikinn myndugleika og fórnfýsi.
Kvenfélag sjúkrahússins og
Systrafélag Siglufjarðarkirkju
nutu einnig krafta hennar og í
sönglífi staðarins var hún lengi
mjög virk, bæði í kirkjukórnum
og kór eldri borgara, Vorboða-
kórnum.
Að hálfu var Anna ættuð frá
Siglunesi og hálfu frá Akureyri.
Föðurafi hennar, Stefán Ólafs-
son, og amma, Anna Sigurbjörg
Jóhannesdóttir, fluttust bláfátæk
til Siglufjarðar frá Akureyri árið
1907 með börn sín tvö, Sigríði
Lovísu og Snorra.
Þau höfðu ætlað sér að hefja
nýtt líf í Kanada en fyrir vald ör-
laganna misstu þau af Vestur-
faraskipinu. Varð þá bjargarleið-
in að róa á árabáti norður á
Siglufjörð þar sem næga vinnu
var að hafa í síldinni hjá Norð-
mönnum. Innan fárra ára var
fjölskyldan orðin vel bjargálna,
hafði unnið sig frá skuldum og
keypt sér lítið timburhús til bú-
setu. Sem dæmi um velgengni
þeirra fékk Snorri notið skóla-
göngu og nam vélfræði bæði
heima á Siglufirði og í Reykjavík
– auk þess að sigla með norsku
síldarskipi til Noregs til þessa
sama náms.
Snorri faðir Önnu varð síðar
verksmiðjustjóri síldarverk-
smiðjanna Gránu og Rauðku – af-
skaplega vel liðinn og virtur
borgari Siglufjarðar. Þessa
merkilegu fjölskyldusögu sagði
Anna okkur, starfsfólki Síldar-
minjasafnsins, leiddi okkur um
hið gamla og fallega æskuheimili
sitt að Hlíðarhúsi og miðlaði til
okkar skriflegum gögnum með ít-
arlegum upplýsingum um líf og
reynslu fólksins síns. Þetta leiddi
til fyrstu bókaútgáfu Síldar-
minjasafnsins er Saga úr síldar-
firði leit dagsins ljós 2011 – bók
sem hefur nýst vel í þágu fræðslu
ungdómsins um síldarsöguna og
verið safninu til sóma. Þar er fjöl-
skyldusaga Önnu sögð sem
dæmisaga um það að sá tími rann
upp á Íslandi að fátækt fólk náði
að vinna sig frá örbirgð til þokka-
legrar velmegunar í eigin landi.
Einstökum og örlátum
tengslum Önnu við Síldarminja-
safnið gat, að hennar mati, varla
lokið á annan veg en þann en hún
ánafnaði safninu Hlíðarhús. Hús
að stofni frá 1898 og er í hægri
viðgerð.
Fyrir hönd Síldarminjasafns-
ins er Önnu Snorradóttur þakkað
fyrir einstaka velvild og vináttu.
Örlygur Kristfinnsson og
Anita Elefsen safnstjóri.
Kæra vinkona, nú ertu komin í
sumarlandið með Knúti þínum
sem þú misstir alltof snemma.
Sem þú talaðir um af svo mikilli
virðingu og þú sagðir alltaf:
„Hann Knútur minn.“
Okkar leið lá saman þegar ég
gekk í kvenfélagið Von, þú varst
þá formaður félagsins og ég
stuttu seinna gerð að gjaldkera
félagsins.
Þú kenndir mér þá ungri og
óreyndri hvernig ég ætti að bera
mig að í fundarsköpum og leið-
beindir mér á allan þann hátt sem
þurfti og er ég þér mjög þakklát
fyrir það. Og alveg frá þessum
tíma hefur vinátta okkar aukist
jafnt og þétt þó aldursmunurinn
væri töluverður á okkur. Kven-
félagið átti hug þinn allan alveg
fram á síðustu stundu, alltaf þeg-
ar ég kom í heimsókn til þín þá
spjölluðum við um hvað væri á
döfinni hjá kvenfélaginu. Mikið
sem þú varst búin að vinna í þágu
þess, fara ótal ferðir til hinna
ýmsu staða og keyrðir alltaf sjálf,
en ekki var algengt þá að konur
væru með bílpróf, til að fara á
fundi hjá Sambandi kvenfélaga,
og svo öll vinnan og undirbúning-
ur fyrir laufabrauðsgerð, basara,
hinar ýmsu skemmtanir fyrir
eldri borgara, og öll samúðar-
kortin sem þú varst búin að sitja
við og vélrita sem voru oft mjög
mörg við hverja jarðarför, og
aldrei taldir þú eftir þér að vinna
í þágu kvenfélagsins. Það er
virkilegur sjónasviptir að þér hér
í bæjarfélaginu okkar og munum
við kvenfélagskonur sakna þín.
Hvíl í friði, kæra vinkona, og
hafðu það gott í sumarlandinu
með Knúti.
Kæra Fjóla og Óskar, innileg-
ar samúðarkveðjur til ykkar og
fjölskyldna.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Pálína Pálsdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA JÓNSDÓTTIR
frá Seljanesi,
Austurbrún 39,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn
24. maí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
9. júní klukkan 13.
Bragi Kristinsson
Margrét Traustadóttir
Magnús Traustason
Vilborg Traustadóttir
Jón Trausti Traustason
tengdabörn og ömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hauksstöðum,
Jökuldal,
lést sunnudaginn 31. maí. Hún verður
jarðsungin frá Egilsstaðakirkju mánudaginn
8. júní klukkan 11. Jarðsett verður í Hofteigskirkjugarði.
Guðmundur Ólason Katrín Ásgeirsdóttir
Ólöf Óladóttir Benedikt Sigurbergsson
Heimir Ólason
Snæbjörn Valur Ólason Aðalbjörg Gréta Helgadóttir
Svanfríður Drífa Óladóttir Karl Jóhannsson
Þórunn Hrund Óladóttir Gunnþór Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR,
Dollý,
frá Akranesi,
lést 30. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Hafnarfirði. Útför fer fram frá Garðakirkju
miðvikudaginn 10. júní klukkan 13.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Ölduhrauns á
Hrafnistu fyrir góða umönnun og hlýhug. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Minningarsjóð Hrafnistu.
Halldóra R. Þórðardóttir
Björn Þórðarson
Óskar Þórðarson Rósa Jónsdóttir
Þórður Þórðarson
Guðbjörg Þórðardóttir Oddbergur Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR E.R. LYNGDAL
kennari,
Aðallandi 1,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
3. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. júní
klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni:
https://www.facebook.com/groups/Sigurdurlyngdal/
Magnea Antonsdóttir
Reynir Lyngdal Elma Lísa Gunnarsdóttir
Anton Lyngdal
Kristín Ýr Lyngdal Kjartan Traustason
Una Margrét Lyngdal, Nína Magnea Lyngdal og Klara
Lyngdal
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur
og bróðir,
JÓHANN MAGNÚSSON,
Litlakrika 1, Mosfellsbæ,
lést sunnudaginn 31. maí. Útför fer fram frá
Grafarvogskirkju þriðjudaginn 16. júní
klukkan 15.
Anna Lilja Marteinsdóttir
Arnar Jóhannsson Alexandra Ivalu Einarsdóttir
Adam Ágúst Jóhannsson
Birnir Kári Jóhannsson
Magnús Þorgeirsson Ellý Björnsdóttir
Valdís Magnúsdóttir Jóhann Alfreð Kristinsson
Þórdís Magnúsdóttir
Elvar Magnússon Klara Óðinsdóttir