Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.2020, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 Mjólkurbikar karla 1. umferð: ÍR – KÁ ..................................................... 3:1  ÍR mætir Skallagrími eða Ými. Selfoss – Snæfell....................................... 5:0  Selfoss mætir Hvíta riddaranum eða KFS. Smári – Njarðvík ...................................... 0:4  Njarðvík mætir Árborg eða Augnabliki. Þýskaland Freiburg – Mönchengladbach................. 1:0 Staðan: Bayern M. 29 21 4 4 86:28 67 Dortmund 29 18 6 5 80:35 60 RB Leipzig 29 16 10 3 74:31 58 Mönchengladb. 30 17 5 8 57:36 56 Leverkusen 29 17 5 7 54:36 56 Wolfsburg 29 11 9 9 41:36 42 Hoffenheim 29 12 6 11 40:48 42 Freiburg 30 11 8 11 39:41 41 Hertha Berlín 29 10 8 11 43:50 38 Schalke 29 9 10 10 34:46 37 Köln 29 10 4 15 46:56 34 E.Frankfurt 28 9 5 14 46:53 32 Augsburg 29 8 7 14 40:56 31 Union Berlin 29 9 4 16 34:52 31 Mainz 29 8 4 17 37:62 28 Düsseldorf 29 6 9 14 31:58 27 Werder Bremen 28 6 7 15 30:59 25 Paderborn 29 4 7 18 32:61 19 Hoffenheim – Leverkusen...................... 4:1  Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Leverkusen.  Staðan: Wolfsburg 49, Bayern München 41, Hoffenheim 40, Frankfurt 30, Essen 28, Turbine Potsdam 27, Freiburg 22, Sand 19, Duisburg 13, Leverkusen 13 Köln 8, Jena 2. B-deild: Greuther Fürth – Sandhausen............... 1:2  Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen. Danmörk B-deild: Fredericia – Vejle.................................... 1:2  Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle.  Efstu lið: Vejle 48, Viborg 38, Fredericia 38, Kolding 34, Vendsyssel 31. Búlgaría Levski Sofia – Ludogorets ..................... 0:1  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Levski Sofia.  Efstu lið: Ludogorets 58, Lokomotiv Plovdiv 49, CSKA Sofia 46, Levski Sofia 46, Slavia Sofia 42, Cherno More Varna 37. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna: Origo-völlur: Valur – Selfoss ................. L16 Meistarakeppni karla: Meistaravellir: KR – Víkingur R...... S19.15 Mjólkurbikar karla, 1. umferð: Laugardagur kl. 13: Haukar – Elliði, Vængir Júpíters – KH, Hvíti riddarinn – KFS, KV – Kári. Laugardagur kl. 14: Þróttur V. – Ægir, Hörður – Vestri, Skallagrímur – Ýmir, Dal- vík/Reynir – KF, Kría – Hamar, Höttur/ Huginn – Sindri, Álftanes – Fram, Mídas – KM, Vatnaliljur – Afturelding. Laugardagur kl. 16: KFG – KB. Laugardagur kl. 18: Þróttur R. – Álafoss. Sunnudagur kl. 14: Ísbjörninn – Björninn, SR – Uppsveitir, ÍH – Berserkir, KFR – GG, KFB – Víðir, Samherjar – Nökkvi, Tindastóll – Kormákur/Hvöt. Sunnudagur kl. 16: Stokkseyri – Afríka. Sunnudagur kl. 17: Árborg – Augnablik. Sunnudagur kl. 19: Léttir – Reynir S. Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð: Hertz-völlur: ÍR – Álftanes.................... S13 Grýluvöllur: Hamar – ÍA........................ S14 Reyðarfjörður: FHL – Hamrarnir........ S16 GOLF Golfbúðarmótið, annað mótið á mótaröð GSÍ, heldur áfram á Hólmsvelli í Leiru í dag og lýkur með þriðja hring á morgun. STRANDBLAK Fyrsta stigamót sumarsins fer fram á sjö völlum við Laugardalslaug, í Fagralundi í Kópavogi og Ásgarði í Garðabæ í dag og á morgun. Þátttökulið eru 82 og keppendur því 164 talsins. UM HELGINA! BANDARÍKIN Gunnar Valgeirsson Los Angeles NBA-deildin í körfuknattleik til- kynnti í gær að keppni myndi hefj- ast á nýju 31. júlí næstkomandi eftir að eigendur liðanna samþykktu til- lögur framkvæmdastjórnar deild- arinnar. Samkomulag þarf frá stétt- arfélagi leikmanna, en það mun sjálfsagt koma í dag ef marka má fréttir. Markmiðið er síðan að geta klárað úrslitakeppnina eigi síðar en 12. október og að næsta keppnis- tímabil hefjist 1. desember – þótt það gæti orðið erfitt. Keppnistímabilið var stöðvað af Adam Silver, forseta NBA, eftir að Frakkinn Rudy Gobert greindist með kórónuveiruna 13. mars. Hér í landi hefur verið töluverð umræða undanfarnar vikur – rétt eins og í flestum öðrum löndum – hvað gera ætti varðandi endurkomu íþróttakeppni í kórónuveiru- faraldinum. Frá bæjardyrum margra íþróttaeðjóta í þessari um- ræðu, sem og frá sjónarhóli margra eigenda atvinnuliða, er aldrei of snemmt að hefja keppni aftur. Málið horfir að sjálfsögðu öðruvísi við frá sjónarhóli flestra leikmanna og ann- arra þjóðfélagsþegna sem hafa áhyggjur af útbreiðslu veirunnar. Þessi umræða hér vestra hefur tengst víðari umræðu um opnun þjóðfélagsins í skugga faraldursins og þeirri stöðu sem bandarískt sam- félag stendur frammi fyrir. Skemmst er að segja frá því að al- gert klúður Trump-stjórnarinnar í að bregðast við faraldrinum hefur leitt til þess að öll opnun á sam- skiptum fólks á almannafæri er mun erfiðari en annars, og hefur leitt til umræðu um hversu langt ætti að ganga í þeim efnum. Eins og mörg- um er kunnugt er sú umræða hér mjög tengd landspólitík sem snýst mikið um forsetann og alla þá sturl- un. Silver með allt á hreinu Það sem hefur komið NBA- deildinni til góða í þessu máli – mun meira en hjá hinum þremur stór- atvinnudeildunum (NHL í íshokkí, NFL í ruðningnum, og MLB í hafnaboltanum) – eru góð tengsl Adams Silver við stéttarfélag leik- manna. Þegar hann tók við forseta- stöðunni af David Stern fyrir sex ár- um einbeitti hann sér strax að því að leysa ýmis deilumál sem leikmenn voru óánægðir með og eftir það byggðist upp mikið traust milli hans og leikmanna. Af þeim sökum hafa forráðamenn deildarinnar verið í stöðugu sam- bandi við stéttarfélag leikmanna og það hefur á endanum leitt til niður- stöðunnar nú. Samkvæmt fyrstu fréttum af þessu samkomulagi munu 22 lið af þeim 30 sem skipa deildina leika átta deildaleiki hvert áður en sextán liða úrslitakeppnin hefst. Keppnin mun ekki verða haldin í borgum lið- anna, heldur munu þau öll þurfa að flytja leikmenn og mannskap til Disney World í Orlandó í Flórída og verða þar í sóttkví þar til keppninni lýkur. Leikmenn munu geta farið út að borða á veitingastöðum skemmti- garðsins og mega leika golf á dag- inn. Fjölskyldurnar munu hinsvegar sitja eftir og það dæmi gæti orðið mörgum leikmanninum erfitt þegar á líður. Flestir íþróttafréttamenn hér vestra voru á því að öruggasta leiðin í dæminu væri að hefja úrslita- keppni sextán liðanna strax til að fækka fólki í dæminu, en eigendur liða sem voru nálægt því að komast í úrslitakeppnina stóðu í vegi þeirrar útkomu. Því var 22ja liða niður- staðan nokkurskonar málamiðlun sem allir viðkomandi voru tilbúnir að samþykkja á endanum. Á öruggan og ábyrgan hátt „Þótt kórónuveirufaraldurinn skapi ýmis vandamál við að hefja keppni að nýju, erum við vongóðir um að hægt verði að ljúka keppn- istímabilinu á öruggan og ábyrgan hátt, samkvæmt bestu tillögum lækna og annarra heilbrigðisyfir- valda, sagði Silver í tilkynningu deildarinnar. „Hugmyndin frá okk- ar bæjardyrum séð var að ljúka keppnistímabilinu með hefðbund- inni fjögurra umferða úrslitakeppni og þessi tillaga nær því markmiði, sagði hann við ESPN-sjónvarps- stöðina. Á næstu átta vikum er næsta öruggt að ýmis vandamál muni koma upp í að hefja leik að nýju og að einhverjir eigi eftir að verða óánægðir. Stóra spurningin er þó hvað muni gerast ef leikmenn grein- ast með veiruna. Það gæti ávallt sett strik í reikninginn. Mismunandi sjónarmið Rétt eins og aðrar atvinnudeildir í þessum heimsfaraldri stóðu for- ráðamenn NBA frammi fyrir mis- munandi hagsmunum og hættum. Efnahagslega stóðu bæði eigendur og leikmenn frammi fyrir meirihátt- ar tekjumissi, auk þess sem bæði auglýsinga- og sjónvarpssamninga þurfti að uppfylla. Þá var einnig spurning um að klára keppnis- tímabilið á hefðbundinn hátt og á sama tíma tryggja heilsufarslegt ör- yggi leikmanna. Í kórónuveirufaraldrinum auka öll ný samskipti fólks hér í landi á almannafæri möguleika á nýjum smitum og án bóluefnis spyrja margir sig hvort þessi ákvörðun sé heilsufarslega réttlætanleg. Á hinn bóginn er stór hluti almennings nú óður í nýja afþreyingu eftir að hafa klárað alla Netflix-þætti á skjánum. Í því samhengi er ákvörðun deild- arinnar skiljanleg, sérstaklega í samvinnu við leikmenn. NBA í betri stöðu en aðrar atvinnudeildir Eins og fyrr var getið hafa for- ráðamenn NBA lagt mikið í það und- anfarin ár að bæta samskipti sín við stéttarfélag leikmanna, sem kom deildinni til góða í þessum ákvörð- unum. Hið sama er ekki hægt að segja um hinar þrjár vinsælustu at- vinnudeildirnar. NHL-íshokkídeildin er nú að reyna að koma saman áætlunum um að klára keppnistímabilið og NFL- ruðningsdeildin er staðráðin í að hefja keppni í byrjun september. Leikmenn og eigendur í MLB- hafnaboltadeildinni eru hinsvegar fjarri samkomulagi þessa dagana í að reyna að koma keppnistímabilinu af stað. Þar á bæ hafa leikmenn næstum engin völd og búist er við að forráðamenn MLB muni einfaldlega tilkynna leikmönnum hvað þeir hafi ákveðið á næstu vikum. Hvort það muni gerast, er erfitt að spá um, en víst er að skortur á samvinnu deild- arinnar við leikmenn mun eflaust draga allar ákvarðanir á langinn. Ef eigendur hafnaboltaliðanna hefðu þrjár heilafrumur hefðu þeir, strax og lokað var á skemmtanahald og íþróttakappleiki í mars, átt að hefja viðræður við leikmenn um að hefja keppni eins fljótt og hægt væri með tilliti til heilsufarssjónarmiða. Ef svo hefði verið hefði MLB sjálf- sagt nú þegar getað hafið keppni – án áhorfenda eins og kóreska hafna- boltadeildin hefur nú gert í tæpan mánuð – og þar með hefði þessi þjóð- aríþrótt hér í landi haft íþróttaheim- inn út af fyrir sig lungann af sumr- inu. Það mun ekki gerast vegna græðgi eigenda liðanna og segja margir sérfræðingar að það gæti orðið enn einn líkkistunagli íþrótt- arinnar, en vinsældir hafnaboltans hafa ekki verið minni hér í landi síð- an hún hóf leik í upphafi tuttugustu aldarinnar. MLS-knattspyrnudeildin samdi einnig við leikmenn sína í vikunni og samtök háskólaíþrótta eru nú að gera tillögur um hvernig sú keppni gæti litið út í haust. Forráðamenn NBA hafa sýnt enn á ný hvernig hægt er að tryggja öruggar tekjur og á sama tíma koma fram við launþega á manneskjulegan hátt. Silver með leikmennina í sínu liði  NBA-deildin í körfubolta feti framar hinum bandarísku atvinnudeildunum  Samstaða stjórnenda og leikmanna  Hefja leik í Disney World 31. júlí Ljósmynd/AFP Efstir Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks mæta til leiks á toppi NBA-deildarinnar 31. júlí með 53 sigurleiki í 65 leikjum í vetur. María Þórisdóttir, knattspyrnukon- an hálfíslenska, varð í gær enskur meistari með Chelsea þegar úr- skurðað var að Lundúnafélagið væri sigurvegari í ensku úrvals- deildinni í kvennaflokki tímabilið 2019-20. Chelsea var einu stigi á eftir Manchester City þegar keppni var hætt en átti leik til góða og var úrskurðað meistari á betra stiga- hlutfalli en City. Þetta er þriðji meistaratitill Chelsea á sex árum og annar hjá Maríu sem kom til fé- lagsins frá Klepp í Noregi árið 2017. María meistari með Chelsea Morgunblaðið/Sindri Meistari María Þórisdóttir hefur leikið með Chelsea í þrjú ár. Vigdís Jónsdóttir úr FH segir að það hafi komið sér mjög á óvart að hafa slegið Íslandsmetið í sleggju- kasti kvenna í Kaplakrika í fyrra- dag en þá kastaði hún 62,38 metra og bætti met Elísabetar Rutar Rún- arsdóttur um 22 sentimetra. „Ég byrjaði mótið með þrusu- kasti og var hálfpartinn orðlaus eft- ir fyrsta kast. Í hreinskilni sagt hef- ur ekkert verið að gerast hjá mér að undanförnu og ég fór inn í mótið með litlar sem engar væntingar,“ sagði Vigdís í viðtali sem sjá má í heild sinni á mbl.is/sport. Metið kom Vig- dísi mjög á óvart Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Methafi Vigdís Jónsdóttir náði aftur metinu sem hún missti í fyrra. Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Snær Geirsson hefur verið lánaður í Safamýrina en miðjumaðurinn mun spila með Fram í Lengjudeildinni í sumar. Hann kemur að láni frá KR en Tryggvi er uppalinn Framari og Safamýrinni því kunnugur. Hann spilaði á síðustu leiktíð með liði KV í 3. deildinni. Hann á einn leik að baki með KR-ingum í efstu deild frá árinu 2018. Framarar fá KR-ing að láni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.