Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.06.2020, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn er mikið til genginn niður í fjölda Evrópuríkja. Hins vegar greinast enn þúsundir til- vika á dag í nokkrum ríkjum. Hér til hliðar má sjá fjölda tilfella á dag í sex af fjölmennustu ríkjum Evr- ópu. Tölurnar voru sóttar á vef Johns Hopkins-háskóla og miðast við mið- vikudaginn 6. júní. Tilvikin eru orðin hverfandi fá í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu sé miðað við há- punktinn í vor. Kúrfan hefur ekki lækkað jafn mikið í Póllandi en tilvikin eru þó hlutfallslega fá mið- að við íbúafjölda. Þá greinast enn mörg smit í Bret- landi en þeim hefur þó fækkað mikið og dauðsföllum sömuleiðis. Athygli vekur að fjöldi nýrra smita tók kipp í Frakklandi á miðvikudaginn var en þá greindust 3.900 smit. Einnig fjölg- aði nýjum smitum mikið í Svíþjóð á miðvikudag. Þá mældust 2.200 smit sem er mesti fjöldi á einum degi frá upphafi. Slík frávik kunna að eiga sér skýringar og ber að túlka af var- færni. Hins vegar greinast orðið fá smit í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Aukning í Portúgal Hér til hliðar má einnig sjá fjölda nýrra smita í 20 Evrópuríkjum á mið- vikudaginn var. Til dæmis er veiran á undanhaldi í Eystrasaltsríkjunum og Austurríki og Sviss. Við þetta má bæta að 366 smit greindust í Portúgal sama dag sem var mesti fjöldi síðan 8. maí. Færri smit hafa greinst í Slóvakíu en á Íslandi. Þrír Slóvakar greindust með veiruna á miðvikudag og höfðu þá 1.526 smit greinst í landinu. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, segir umræður hafnar milli ríkjanna um að heimila ferðalög á ný. Til umræðu sé að Ís- lendingar geti ferðast til Slóvakíu án þess að þurfa að fara í skimun fyrir veirunni og öfugt. Rætt sé um að heimildin verði gefin út á næstu dög- um. Slóvakar hafa fyrst og fremst farið til Íslands um alþjóðaflugvöllinn í Vínarborg. Runólfur segir þolinmæði Slóvaka fyrir samkomubanni hafa brostið. Þannig séu margir Slóvakar komnir á þá skoðun að jafnvel hafi of mikið verið gert úr faraldrinum. Ferðalög yfir landamærin til Austurríkis hafi verið heimiluð á ný en þar er farald- urinn í rénun. Þá voru landamærin að Tékklandi opnuð á fimmtudag. Sömu sögu má segja úr nágranna- ríkinu Slóveníu. Þar greindust aðeins tvö smit á miðvikudaginn og alls 1.477 frá upphafi faraldursins. Sjö flugfélög bjóða ferðir Icelandair greindi frá því í gær að félagið myndi hefja flug til Berlínar, München og Frankfurt 15. júní. Flog- ið verður þrisvar í viku. Félagið hafði áður greint frá því að það myndi hefja flug til Kaupmanna- hafnar frá 15. júní, níu ferðir á viku, og flug til Amsterdam frá 16. júní, fjórar ferðir á viku. Þá hafa Atlantic Airways (til Færeyja frá 15. júní, samkvæmt bókunarvef), Czech Air- lines (frá 17. júní), SAS (frá 15. júní), Transavia (frá 19. júní), Lufthansa (frá byrjun júlí) og Wizz Air (frá 3. júlí) boðað flug til Keflavíkur í sumar. Þá kemur fram á vef Isavia að nokkr- ar ferðir séu á áætlun hjá Wizz air í byrjun júlí til Búdapest, London- Luton og Vínarborgar. Hins vegar hafa bandarísku flugfélögin Americ- an Airlines, Delta og United tilkynnt að þau muni ekki fljúga hingað í sum- ar, líkt og flugfélagið Air Canada. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir Isavia í sam- skiptum við flugfélög, þar á meðal þau sem hafi flogið hingað áður. Isavia hafi fundið fyrir auknum áhuga flugfélaga eftir að íslensk stjórnvöld greindu frá áformum um skimun í Keflavík. Alls 23 flugfélög flugu frá Keflavíkurflugvelli í fyrra- sumar og voru áfangastaðirnir 67. Faraldurinn víða í rénun í Evrópu  Rætt um að heimila ferðir milli Íslands og Slóvakíu Fjöldi daglegra kórónuveirusmita í nokkrum löndum frá 1. mars til 3. júní Heimild: Johns Hopkins CSSE Frakkland 67 milljónir íbúa 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 M A R S A P R Í L M A Í 3.900 ný smit 3. júní Þýskaland 83 milljónir íbúa 7.500 6.000 4.500 3.000 1.500 0 M A R S A P R Í L M A Í 242 ný smit 3. júní Bretland 66 milljónir íbúa 9.000 7.200 5.400 3.600 1.800 0 M A R S A P R Í L M A Í 1.900 ný smit 3. júní Ítalía 60 milljónir íbúa 7.000 5.600 4.200 2.800 1.400 0 M A R S A P R Í L M A Í 321 nýtt smit 3. júní Spánn 47 milljónir íbúa 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 M A R S A P R Í L M A Í 394 ný smit 3. júní Pólland 38 milljónir íbúa 650 520 390 260 130 0 M A R S A P R Í L M A Í 292 ný smit 3. júní Noregur 5,4 milljónir íbúa 420 336 252 168 84 0 M A R S A P R Í L M A Í 22 ný smit 3. júní Danmörk 5,8 milljónir íbúa 420 336 252 168 84 0 M A R S A P R Í L M A Í 37 ný smit 3. júní Svíþjóð 10,3 milljónir íbúa 1.000 800 600 400 200 0 M A R S A P R Í L M A Í 2.200 ný smit 3. júní Fjöldi nýrra smita 3. júní í nokkrum löndum Albanía 20 Andorra 7 Austurríki 12 Belgía 70 Bosnía og H. 16 Búlgaría 22 Eistland 10 Finnland 24 Grikkland 0 Holland 87 Írland 45 Króatía 0 Lettland 8 Litháen 2 Lúxemborg 4 Portúgal 366 Rúmenía 152 Sviss 19 Tékkland 74 Ungverjaland 10 Heimild: Johns Hopkins CSSE Runólfur Oddsson AFP Kaupmannahöfn Skólabörn á leið í kennslustund á íþróttaleikvangi. Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.