Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 1
Leynilegt líf katta Með rís-andi sól Moli, Perla, Kevin, Ísa, Leó, Móna, Simbi, Nala, Lexy, Lúna Katrín og Júnsi fá að láta ljós sitt skína í blaði dagsins, enda með afbrigðum skemmtilegir kettir. Sagðar eru sögur af bíræfnum þjófum sem stela böngsum, grísahnakkasneiðum og sundskýlum og öðrum sem veiða mýs allar nætur, færa til rúmteppi heimilisins og sækja póstinn á morgnana. 8 14. JÚNÍ 2020SUNNUDAGUR Reykr býðurupp á íslenskt Eftir viðburða-snauða kórónu-mánuði er AriEldjárn farinnaftur af staðað skemmtalandanum. 2 DraugaveröldVikum saman hefur Leifstöð staðið auð. Kristinn Magnús- son ljósmyndari heimsótti yfirgefna flugstöðina. 14 Í Hveragerði ereldað í hverum. 20 L A U G A R D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  138. tölublað  108. árgangur  MINNAST FIÐLU- LEIKARANS JAAP SCHRÖDER BJARGAR VILLTUM KANÍNUM DAGLEGT LÍF 12-13MINNINGARTÓNLEIKAR 42 Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Tæpur þriðjungur fyrirtækja hér á landi, eða um 30%, býr við verulega óvissu í rekstrarumhverfi sínu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Óvissan og áhættan getur verið mikil næstu misseri ef faraldurinn tekur sig upp að nýju. Þetta er niðurstaða svokallaðs CO- VID-váhrifamats sem Creditinfo hef- ur unnið með gerð líkans þar sem lagt er mat á áhrif kórónuveirufaraldurs- ins í íslensku efnahagslífi. Um er að ræða samvinnuverkefni Creditinfo á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Tékklandi. Í matinu er tekið mið af fjárhags- upplýsingum, m.a. hver EBITDA- hagnaður fyrirtækja hefur verið og hvort eiginfjárhlutfall er hátt eða lágt. Einnig vegur þungt hversu mikil fjarlægð starfseminnar er við ferða- þjónustu að sögn dr. Gunnars Gunn- arssonar, forstöðumanns greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. „Það er mikilvægt í þessu ástandi að leggja mat á hversu mikil áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefur á atvinnugreinina. Það þarf að huga að ýmsu. Veitingahús í Grafarholti verð- ur t.d. ekki fyrir jafn miklum áhrifum af þessu ástandi og veitingahús í mið- borginni. Sum fyrirtæki eru algjör- lega háð ferðaþjónustunni en önnur alls ekki. Það hefur mikil áhrif á matið,“ segir hann. Mörgum fyrirtækjum hafi beinlínis verið gert að loka en önnur gert það af sjálfsdáðum. Fyrirtæki geti mis- auðveldlega lagað sig að þessum að- stæðum. Sum hafi það í hendi sér en önnur geti illa reitt sig á aðrar boð- leiðir en beinar sem höggvið sé á þeg- ar loka þurfi starfsstöðvum. 30% fyrirtækja búa við óvissu  Creditinfo hefur lagt mat á áhættu og áhrif veirufaraldursins á rekstur MVeruleg óvissa »20 Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna hófu titilvörnina af krafti í gærkvöld þegar þær lögðu KR-inga að velli, 3:0, í upphafsleik Íslandsmótsins 2020. Elín Metta Jensen, t.h. skoraði tvö markanna og Hlín Eiríksdóttir eitt og sjást þær hér fagna marki en úrslitin voru ráðin eftir 20 mínútur. Um helgina er fullt af leikjum á Íslandsmótinu, bæði hjá körlum og konum, m.a. mætast karlalið Vals og KR á Hlíðarenda í kvöld. » Íþróttir Morgunblaðið/Eggert Valskonur fögnuðu eftir fyrsta leik Íslandsmótsins Engar líkur eru á því að umferðar- lögum verði breytt í sumar með þeim hætti að sveitarfélög fái sjálf að ákveða hvort og þá hvaða undan- þágur verði veittar á ökubanni um göngugötur, en Reykjavíkurborg óskaði eftir því við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í apríl síð- astliðnum. Ósk borgarinnar verður tekin fyrir í haust, þegar þing kemur saman að nýju. Þetta segir Bergþór Ólason, þing- maður Miðflokksins og formaður nefndarinnar, sem telur lögin ágæt eins og þau standa í dag. Því er ljóst að hreyfihömluðum verður áfram heimilt að aka um göngugötur þetta sumarið. „Það var meðvituð ákvörðun að auka þennan rétt til aðgengis fyrir hreyfihamlaða á sínum tíma og hjá landssamtökum þeirra var mikil ánægja með það,“ segir Bergþór. »6 og 22 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gata Regnboginn á Skólavörðustíg. Aka um göngugöt- ur í sumar  Beiðni borgarinn- ar tekin fyrir í haust  Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir áform um húsnæðis- félagið Blæ í biðstöðu. Rætt var um að félagið myndi byggja 400-600 hagkvæmar leiguíbúðir á ári. Lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tilbúnir að fjármagna félagið. Útlit er fyrir að á næstu árum verði hundruð hagkvæmra íbúða byggð, ef ekki þúsundir. Bjarg er að byggja hundruð íbúða og til stendur að veita hlutdeildarlán til uppbyggingar á að hámarki 400 íbúða á ári. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvers kon- ar íbúðir það verða. »16 Fá ekki fjármagn fyrir ódýrari íbúðir Hvers manns straumur Volkswagen e-Golf HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/volkswagensalur Tilboðsverð e-Golf Comfort 4.490.000 kr. 100% rafmagns bíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.