Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 og var heimili þeirra á Fáskrúðs- firði og síðar á Egilsstöðum ann- álað fyrir gestrisni, greiðvikni og höfðingsskap. Á Fáskrúðsfjarðarárum Sveinbjörns eignaðist hann snemma jeppa og munum við systkinin eftir því er hann var að koma til Norðfjarðar með sam- borgara sína frá Fáskrúðsfirði til fundar við lækna. Greiðvikni og náungakærleik- ur var í heiðri hafður hjá þeim hjónum. Að lokum kveðjum við þig kæri frændi og þökkum fyrir samfylgdina, blessuð sé minning þín. Guðmundur (Gummi), Ragna og Magni Björn Sveinsbörn. Fyrsta minning mín, sem tengist Sveinbirni er að hossast aftan í drapplituðum Land Rover niður undan Ljósalandi í Fá- skrúðsfjarðarsveit með Svein- björn við stýrið. Þetta hefur verið á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar meðan Sveinbjörn var stöðvar- stjóri Rarik á Fáskrúðsfirði. Fleiri eru minningarnar ekki þaðan en skömmu síðar fluttu Sveinbjörn og Erla í Egilsstaði, þar sem þau bjuggu síðan. Um svipað leyti flutti fjölskylda mín einnig upp á Hérað og voru kynni okkar óslitin eftir það. Sennilega hefur það verið sumarið 1973 sem mér, þá á fjór- tánda ári, bauðst að verða aðstoð- armaður Sveinbjörns hjá Raf- magnseftirliti ríkisins sem þá stóð í blóma. Starfið fólst fyrst og fremst í því að þramma meðfram há- spennulínum með kíki að vopni og huga að uppsetningu og frá- gangi á línunum. Á þessu sumri og nokkrum næstu varð ég þeirr- ar ánægju aðnjótandi að fara fót- gangandi meðfram háspennulín- um frá Lóni í suðri, um Austfirði, Norðaustur- og Norðurland, allt vestur í Varmahlíð. Oft gengum við Sveinbjörn saman en skiptum einnig stundum með okkur verk- um. Það krafðist hins vegar þess að hann kenndi mér að aka til að ég gæti selflutt bílinn. Þannig mátti stundum á sveitavegum fyrir austan sjá grænan Land Rover á ferð, að því er virtist sjálfkeyr- andi, því ökumaðurinn sá varla yfir mælaborðið og reyndar alls ekki ef hann þurfti að stíga á kúp- linguna. Þessi ólöglegi akstur gekk að mestu slysalaust nema einn hundur af Jökuldal lét lífið. Þetta voru skemmtileg sumur en einnig lærdómsrík og maður óx með ábyrgðinni sem maður var látinn axla. Því er það með réttu að faðir minn kallaði Sveinbjörn fóstra minn. Sveinbjörn leit á starf sitt við rafmagnseftirlit sem köllun og lét sér mjög umhugað um fræðslu al- mennings, og þó sérstaklega raf- virkja, á sviði öryggismála. Það var honum því mikið áfall þegar Rafmagnseftirlitið var lagt niður sem sjálfstæð stofnun, jafnvel þótt hann væri sjálfur sestur í helgan stein. Sveinbjörn var vel lesinn, átti gott bókasafn og varð tíðvitnað í verk Halldórs Laxness, einkum Sjálfstætt fólk. Ég minnist þess einnig að hafa heyrt hann þylja Messuna á Mosfelli utanbókar. Geri aðrir betur! Ekki er hægt að minnast Sveinbjörns án þess að rifja upp minningu eiginkonu hans, Erlu Björgvinsdóttur, sem lést árið 2014. Heimili þeirra bar af í gest- risni. Ekki var nóg með nær dag- legar gestakomur í kaffi og með- læti heldur héldu þau vinum og vandamönnum heimili um lengri eða skemmri tíma og fékk ég að njóta góðs af því sumarið 1977. Erla var hógvær kona en afskap- lega hlý í viðmóti og með fádæm- um fróð og minnug. Það hefur verið sárt að horfa á eftir Sveinbirni hverfa smátt og smátt yfir í annan hugarheim en það hefur þó verið huggun að því að hann hélt kímnigáfu sinni fram á síðustu stund og brosti oft, þó maður skildi kannski ekki allt- af af hverju. Lengi lifi minning þeirra heið- urshjóna Sveinbjörns og Erlu. Ágúst Lúðvíksson. júní kl. 11. Ræðumaður er Guðbjörg Málfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Kór Grinda- víkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Sr. El- ínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Kaffisopi eftir messuna. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta 14. júní kl. 10.30. Prestur er Karl V. Matthíasson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumar- kirkjan. Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi kl. 11 í umsjón Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Gengið frá Hafnarfjarðar- kirkju kl. 9.45. Rúta til baka. Ef veður leyfir verður stundin úti. Kaffisopi. Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organ- isti er Björn Steinar Sólbergsson. Bænastundir kl. 12 miðvikudaga til föstudaga. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kordíu, kór Háteigs- kirkju, leiða messusöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sameig- inleg guðsþjónusta fyrir Digraneskirkju og Hjallakirkju verður sunnudaginn 14. júní kl. 11 í Digraneskirkju. Boðið er upp á kaffi og kex að lokinni athöfn KEFLAVÍKURKIRKJA | Hinn 17. júní verður hátíðarguðsþjón- usta kl. 12. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar ásamt messuþjónum. Söng- hópurinn Ómur syngur undir stjórn Arn- órs Vilbergssonar organista. LANGHOLTSKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 17. Aldís Rut Gísladóttir prest- ur þjónar ásamt dr. Jóni Ásgeiri Sigur- vinssyni sem mun predika en Jón Ásgeir er nýskipaður héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Magnús Ragnarsson er organisti, fé- lagar úr kórnum Góðum grönnum syngja undir stjórn Egils Gunnarsson- ar og Ingibjörg Guðlaugsdóttir spilar á básúnu. Kaffisopi eftir messu. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta 17. júní kl. 11. Sr. Arndís Linn þjónar fyrir altari og Þórður Sigurðarson org- anisti stýrir tónlist og kirkjukór Lága- fellssóknar syngur. Ræðumaður verð- ur ítalski Mosfellingurinn Michele Rebora. Skátar í Mosfellsbæ standa heiðursvörð við kirkjuna. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskólinn verður á sínum stað kl. 11. Um kvöldið kl. 20 verður guðsþjón- usta þar sem Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Messa í kirkju Óháða safnaðarins 14. júní kl. 18, ath. breyttan messutíma. Gúllas- guðsþjónusta. Séra Pétur þjónar. Kristján Hrannar stjórnar hljómlist og söng. Sunna Gunnlaugsdóttir djass- tónlistarkona og Lina Richter munu syngja undir stjórn Kristjáns. Messu- gutti Petra Jónsdóttir. Ólafur Kristjáns- son mun að venju taka vel á móti kirkjugestum. Ath. Síðasta messa fyrir sumarfrí safnaðar. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Sigurður Már Hannesson, mag. theol., prédikar. Friðirik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta 17. júní kl. 11. Rótarýmenn taka þátt. Sóknarprestur þjónar. Árni Á. Árnason flytur hugleiðingu. Gunnhildur Gunn- arsdóttir leikur á flygilinn. Friðrik Vignir er organisti. Félagar úr Kammerkórn- um syngja. Kaffiveitingar í safnaðar- heimilinu. ÚTSKÁLAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Almennur söngur við gítarundir- leik. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sameiginleg guðsþjónusta í Garða- kirkju á Álftanesi kl. 11. Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirknanna í Hafn- arfirði og Garðabæ alla sunnudaga í sumar. Kirkjukaffi í hlöðunni á Króki að guðsþjónustu lokinni. ✝ Ragnar IngiHaraldsson var fæddur á Hólmavík 21. desember 1936. Hann lést 31. mars 2020 á hjúkrunar- heimilinu Eir. Ragnar Ingi var þriðji í 12 systkina hópi, foreldrar: Haraldur Hafsteinn Guðjónsson og Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir. Eiginkona Rósa Björg Sveinsdóttir, f. 3.4. 1943, d. 27.9. 2007. Þau giftust 9.4. 1960. Börn þeirra: Jóna Björk, f. 25.10. 1959, maki Guð- mundur Smári Guðmundsson. Börn þeirra: Runólfur Viðar, maki Anna Kristín Þórhalls- dóttir. Rósa, sambýlismaður Valdimar Ásgeirsson. Ragnar Smári, maki Guðrún Hrönn Hjartardóttir. Auður Hanna, f. 3.11. 1962, Langafabörn eru 14 og væntanleg 2 á þessu ári. Ragnar ólst upp á Hólmavík til tíu ára aldurs en flutti þá á mölina með fjölskyldu sinni. Ragnar var í sveit á Klúku í Steingrímsfirði í nokkur sumur á uppvaxtarárum sínum. Ragn- ar og Rósa felldu hugi saman þegar hún var að vinna á Skála- túni 1958, þá bjuggu Haraldur og Marta með barnaskarann á Lágafelli í Mosfellssveit. Haustið 1969 fluttu Ragnar og Rósa búferlum til Grundar- fjarðar. Ragnar ákvað að gerast útgerðarmaður og skipstjóri á rækjubát sem hann gerði út með Ásgeiri Valdimarssyni (Geira long). Sjómannslífið átti ekki við Ragar og kom hann í land og stofnaði flutningafyrirtæki haustið 1970 sem enn er í fullum rekstri nú 50 árum síðar, Ragn- ar og Ásgeir ehf. Minningarathöfn og jarðsetn- ing fer fram í Grundarfjarð- arkirkju 13. júní 2020 kl. 14. Streymt verður frá athöfninni. Stytt slóð á streymið: https:// tinyurl.com/y884wu3b Einnig er hægt að nálgast slóðina á www.mbl.is/andlat. maki Reynir Ragn- arsson. Börn þeirra: Böðvar Ingi Aðalsteinsson, sam- býliskona Oddný Kristrún Aðal- steinsdóttir. Frá fyrra hjónabandi, Ragnheiður Sjöfn, sambýlismaður Alptug Erkoc. Hanna Björg, sam- býlismaður Jóhann Jóhannsson. Ásgeir, f. 21.8. 1964, maki Þórey Jónsdóttir. Börn þeirra: Ásgeir Þór, sambýliskona Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir. Heim- ir Þór, sambýliskona Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir. Aldís, sam- býlismaður Leifur Harðarson. Sveinn Ingi, f. 25.8. 1977, sambýliskona Tinna Torfa- dóttir. Börn þeirra: Torfi Snær, Hrannar Ingi, Bergur Breki og Kristján Kári. Elsku pabbi, nú er komið að leiðarlokum í þessu lífi og margar góðar minningar koma upp í hugann. Þú fæddist á Hólmavík á fyrrihluta síðustu aldar. Afi var tundurduflaeyðir hjá Landhelgisgæslunni og í eitt skiptið þegar hann kom heim með Catalina-flugbát til Hólmavíkur var ákveðið að þið fjölskyldan fengju að flytja með suður, amma beið með barna- skarann í fjöruborðinu, síðan var farið um borð. Þetta var örugglega í fyrsta skipti sem heil fjölskylda var flutt með flugbát. Þetta var mikið æv- intýri. Þá fluttuð þið í Sörla- skjól 18 sem afi og amma byggðu. Það var mjólkurverkfall um 1950. Þá skrapp afi og ætlaði að kaupa mjólk fyrir barna- skarann upp á Blikastaði. Þar var öll mjólk búin, en honum var bent á að fara upp í Mark- holt í Mosfellssveit. Hann gerði það og viti menn, hann keypti bæði mjólkina og mjólkurbúið. Afa fannst að börnin þyrftu að vinna, það væri ekki hægt að láta þau vera aðgerðalaus leng- ur. Allir strákarnir fóru að keyra um leið og þeir náðu nið- ur á petalann. Einu sinni tóku þeir heimilisbílinn og beygluðu hann. Til að karl faðir þeirra tæki ekki eftir því ákváðu þeir að pissa á frambrettið til að það ryðgaði sem fyrst og sögðu að hann hefði sjálfur beyglað brettið. Annað skipti voru þeir með tundurduflabyssuna hans afa og skutu á rafmagnslínuna sem var á milli Reykjavíkur og Mosfellssveitar. Það varð raf- magnslaust þá í sveitinni. Mamma sagði okkur oft frá því þegar þið voruð að draga ykkur saman, hún og Nína að vinna á Skálatúni. Vesturlands- vegurinn liggur á milli Skálat- úns og Lágafells þar sem þið áttuð heima. Eitt sinn heyrðu þær mikla háreysti og héldu að himinn og jörð væru að farast. En viti menn, þið voruð bara að spjalla saman. Það hefur alltaf verið sagt að þessi fjölskylda þurfi ekki síma, það heyrist alltaf hvar einhver er af Mark- holtsættinni. Þú varst ekki nema 33 ára og mamma 26 ára þegar þið tókuð þá ákvörðun að flytja búferlum til Grundarfjarðar og hefja nýtt líf á nýjum stað. Ég þá 10 ára. Ég var ekki á þeim buxunum að búa hér í sveit, en í dag vildi ég hvergi annars staðar vera. Ég man að það var olíukynd- ing sem mamma hafði aldrei kynnst áður. Hún hafði aðeins verið með heitt vatn til kynd- ingar. Fyrstu tvo mánuðina höfðuð þið farið með olíu sem svaraði til ársnotkunar á venju- legu heimili. Mamma opnaði alla glugga og hurðir upp á gátt og miðstöðin keyrð í botn, síðan fór hún til vinnu í rækj- una. Enda kviknaði í olíumið- stöðinni. Þú kenndir mér að keyra bíl, það var Bedford-flutningabíll sem ég keyrði fyrst. Fram- dekkið lenti á stéttinni á Eyr- arvegi 5 þar sem við bjuggum þegar ég stoppaði. Þá sagðir þú: Jæja, þetta kemur ekki fyr- ir aftur, þú ert búinn að prófa þetta. Það var yndislegt á fimmtu- dagskvöldum þegar þú fórst upp á Esjumela í búðina sem þar var og komst með Lindu- súkkulaði og rauðan Ópal sem við gæddum okkur á á meðan við hlustuðum á fimmtudags- leikritið og Auður og Ásgeir sofnuð. Margs er að minnast á langri ævi en ég læt staðar numið hér. Ég veit að þið mamma eruð nú komin á rúnt- inn saman. Þín dóttir, Jóna Björk. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp minningar um pabba sem ég leit alltaf upp til þá er mér efst í huga dugnaður og hvað hann var alltaf fljótur að taka ákvarðanir. Við fjölskyld- an vorum á leiðinni að flytja á Hólmavík en þar sem þar var ekki húsnæði í boði var ákveðið af fara til Grundarfjarðar. Pabbi fór á sjó fyrst um sinn en sjómennskan átti ekki vel við hann. Hann vann við vöruflutn- inga meira og minna alla sína ævi. Pabbi lærði vélvirkjun sem nýttist honum vel við viðgerðir á tækjunum. Pabbi og mamma byrjuðu með flutningana haust- ið 1970 en þá var pabbi 34 ára. Bílarnir voru lestaðir með handafli og þegar haldið var af stað þá sprakk stundum mörg- um sinnum hjá honum á leið- inni. Veðrin voru allavega og þurfti hann stundum að hand- moka skaflana svo hann kæmist á leiðarenda. Vegirnir voru líka slæmir á þessum árum og tók ferðin stundum allt að sólar- hring. Ég var öllum stundum með honum þegar hægt var að nota mig við lestun og losun. Pabbi var fylginn sér og ef hann tók að sér einhver verk- efni þá stóð það eins og stafur á bók. Þegar pabbi var að kaupa bíla í gegnum árin var nóg að taka í hönd sölumanns- ins, þá var komið traust sem var traustara en undirskrift því hann stóð við sitt. Þegar verið var að taka í móti nýjum bílum þá voru þeir teknir á föstudög- um og eru enn, því það hefur lukkast vel. Pabbi var fram- sýnn og hafði mikinn metnað fyrir því að hafa bílana hreina og fína og útbúna með kæli og frystivélum, hann var líka með þeim fyrstu sem notuðu drátt- arbíla á okkar leið um Snæ- fellsnesið. Pabbi hafði mjög gaman af því að spila bridge og tefla, einnig hafði hann gaman af óperu og söng svoleiðis arí- urnar þótt hann kynni ekki endilega textann. Við tókum á móti nýrri gámalyftu í byrjun mars 2020 uppi í Brimborg, ég hringdi í þig tveimur dögum áður og spurði þig hvort þú treystir þér ekki til að koma með okkur að taka á móti henni. Þú hélst það nú og þegar ég kom að sækja þig varstu svo spenntur og kominn í spariföt- in. Ég var mjög ánægður að þú gast komið með okkur feðgum því eftir þessa ferð var lokað fyrir heimsóknir til þín vegna covid. Við hringdum þá í þig í gegnum ipad þannig að þú sást okkur og gast spjallað við okk- ur. Samband mitt við þig var alltaf mjög gott, við vissum hvar við höfðum hvor annan og áttum auðvelt með að ræða málin, þótt það væri yfirleitt tengt vinnunni. Þú sýndir mér það traust að taka við af þér í rekstrinum og fyrir það er ég mjög þakklátur. Það hefði verið gaman að fá að njóta þín lengur þar sem fyrirtækið Ragnar og Ásgeir verður 50 ára nú í haust, við vorum búnir að ræða það en það er spurt að leiks- lokum. Elsku pabbi, þú kenndir mér svo margt og ég mun ávallt sakna þín. Hvíldu í friði elsku pabbi, ég veit að þið mamma eruð sam- einuð á ný. Þinn sonur, Ásgeir Ragnarsson. Elsku Ragnar, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar í gegnum árin. Það var engin lognmolla í kringum þig, en við kynntumst í febrúar 1986 eftir að við Ás- geir felldum hugi saman. Þegar ég kom fyrst til Grundarfjarðar kom ég um miðja nótt. Þegar ég vaknaði svo um morguninn fór það ekki á milli mála að þið Ásgeir voruð vaknaðir, það var ekkert verið að læðast neitt, það var verið að fara yfir morgunplanið hvar ætti að byrja að losa. Þið feðgar komuð í kaffi klukkan tíu, í hlaðborð að hætti Rósu, og þá hitti ég þig fyrst. Þú tókst vel á móti mér og var ég alltaf velkomin til ykkar. Það hefur ekki heldur farið fram hjá neinum að við vissum nánast alltaf hvar bíllinn var í Grundarfirði þegar verið var að losa hann og lesta, því ykkur lá hátt rómur. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór með þér í gegnum árin til Grundarfjarðar þegar ég var að koma í heimsókn og eru þær eftirminnilegar. Þú varst mikill sögumaður og sagðir skemmtilega frá hlut- unum. Þú varst fylginn þér og harðduglegur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst mjög barngóður og mikill fjölskyldumaður. Þó svo þú gætir ekki verið mikið heima nýttir þú tímann vel. Ég vil þakka þér fyrir allar útilegurnar sem við fjölskyldan fórum í með ykkur Rósu en þá var búið að útbúa nesti og svo var stoppað á leiðinni og við fengum okkur kökur, kaffi og brauð. Allar ferðirnar í Kaldbaks- vík, en þar voru ættarmót á hverju ári sem voru svo skemmtileg og eigum við góðar minningar þaðan. Elsku Ragnar. Hvíldu í friði og ég er viss um að Rósa tók vel á móti þér í draumalandinu. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höfundur ókunnur) Þín tengdadóttir, Þórey Jónsdóttir. Ragnar Ingi Haraldsson HINSTA KVEÐJA Merkilegu ferðalagi hér á jörðu er lokið. Kær vinur okkar, Ragnar Ingi Har- aldsson, er á nýjum stað þar sem hann gleður aðra með dásamlegri nærveru, léttleika sínum og hlýju ásamt ljúfum tónum sinnar tæru raddar. Vertu sæll, kæri vinur, við hittumst síðar. F.h. vina þinna í Bæjar- rónafélagi Mosfellsbæjar, Davíð B. Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Ragnar Inga Haralds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.