Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Sex flugvélar eiga að lenda á Kefla-
víkurflugvelli á mánudaginn. Farþeg-
ar þeirra eiga þess allir kost að fara í
ókeypis skimun við lendingu og fara
svo inn í landið. Innan sólarhrings
ættu þeir að fá niðurstöðu sýnatök-
unnar í hendurnar og greinist þeir
með COVID-19 fara þeir í blóðprufu,
sem á að skera alveg úr um hvort þeir
séu enn með virkt smit, sem stundum
er ekki jafnvel þó að niðurstaða sýna-
töku sé jákvæð.
Undirbúningur er á lokastigi á
flugvellinum og verið er að setja upp
bása og annað slíkt. Hámarks-
afkastageta skimunarinnar er 2.000
sýni á hverjum degi en svo virðist
sem ekki sé gert ráð fyrir að þeir sem
komi til landsins verði fleiri en 500
daglega fyrst um sinn, sbr. töfluna
hér til hliðar, sem tekin er úr skýrslu
verkefnastjórnar um skimun við
landamærin. Víðir Reynisson yfir-
lögregluþjónn sagði á blaðamanna-
fundi í gær að hingað til lands væri á
leið ein 200 sæta flugvél með aðeins
30 manns innanborðs og að stærðar-
gráðan væri ekki meiri en sú.
Afkastagetan á síðan að aukast á
næstu dögum og vikum.
Kostnaðinn bera íslensk stjórnvöld
og sé miðað við 500 sýni á dag í tvær
vikur er gert ráð fyrir að kostnaður-
inn nemi um 160 milljónum út júní.
Fyrst um sinn verður þetta eintómur
rekstrarkostnaður án tekna en 1. júlí
hefst gjaldtaka fyrir hvert sýni upp á
15.000 krónur, sem ætti að milda tap-
ið þótt það hverfi ekki. Miðað við 500
sýni þar sem hver og einn borgaði
15.000 krónur stæðu 53 milljónir eftir
í tapi eftir tvær vikur. Eins og sést af
töflunni minnkar kostnaðurinn eftir
því sem sýnum fjölgar enda hag-
kvæmnin meiri. Þessi þróun héldi
áfram þótt sýnin færu upp í 1.000, þó
að ekki hafi verið unnt að gera kostn-
aðargreiningu fyrir sviðsmynd þar
sem fjöldinn væri slíkur. Síðustu vik-
ur hefur farþegafjöldinn til landsins
ekki verið nema um 200 að meðaltali
og mögulegt er að svo verði áfram.
Sýnatakan fer ekki aðeins fram á
flugvellinum heldur á öllum landa-
mærum landsins, svo sem á Akureyri
og á Seyðisfirði. Von er á fjölda far-
þega með Norrænu í sumar, 200 á
þriðjudaginn, 600 í næstu ferð á eftir
og 800 í þeirri þarnæstu.
Stærðarhagkvæmni minnst
hjá Landspítalanum
Ríkissjóður leggur þeim stofn-
unum til það fé sem þær áætla fyrir
sitt leyti að framlag þeirra til fram-
kvæmdarinnar muni kosta. Þannig
er 20 milljóna talan sem er skráð við
Isavia niðurstaða mats sem opinbera
hlutafélagið vann og átti að gefa
mynd af því hvað uppsetning bása og
tilfallandi atriða myndi kosta þá.
Langmestur kostnaðurinn kemur í
hlut Sýkla- og veirufræðideildar
Landspítalans og í störfum hennar er
stærðarhagkvæmnin einnig minnst.
Samhliða sýnatökuframkvæmd-
inni við landamærin er öllum á Ís-
landi nú frjálst að skrá sig í sýnatöku
á heilsugæslu. Hafi maður engin ein-
kenni er gjaldið 11.000 krónur en hafi
maður einkenni er það eftir sem áður
gjaldfrjálst. Þá geta þeir tæpu 800
sem nú eru í sóttkví keypt sér frelsi á
11.000 krónur á heilsugæslustöð.
Greinist sýnið neikvætt er sóttkví af-
létt. snorrim@mbl.is
Gjaldtaka mun milda
kostnaðinn í júlí
Skimunaraðilar áætluðu kostnaðinn og ríkið úthlutar
þeim fé eftir því Fyrstu tvær vikurnar kosta 160 milljónir
Kostnaðaráætlun sýnatöku á landamærum
Heimild: Stjórnarráðið, Skýrsla verkefnisstjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum
Mögulegar sviðsmyndir á tveggja vikna verkefnistímabilinu
Fjöldi flugvéla á dag 3 1 1
Fjöldi sýna á dag 500 200 107
Gjöld
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 26.355.000 14.168.000 10.931.270
Landspítali SVEID 77.091.000 30.836.400 16.497.474
Embætti landlæknis 20.000.000 20.000.000 20.000.000
Isavia 20.000.000 20.000.000 20.000.000
Kostnaður við flutning sýna 840.000 280.000 280.000
Samtals gjöld 144.286.000 85.284.400 67.708.744
Annað – ófyrirséð 14.428.600 8.528.440 6.770.874
Gjöld alls með ófyrirséðum kostnaði 158.714.600 93.812.840 74.479.618
Kostnaður á hvert sýni 22.674 33.505 49.719
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ómar Friðriksson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hefur óskað eftir
því að sendiherra Íslands gagnvart
Evrópusambandinu kalli eftir áliti
sambandsins vegna hugsanlegrar
opnunar ytri landamæra Íslands 1.
júlí. Þetta kom fram í máli Áslaugar
Örnu á upplýsingafundi í gær sem
haldinn var vegna opnunar landa-
mæra Íslands gagnvart öðrum
Schengen-ríkjum 15. júní.
Sagði Áslaug Arna að til hefði stað-
ið að landamæri Íslands yrðu öllum
opnuð nú 15. júní en af ýmsum ástæð-
um hefði reynst nauðsynlegt að
fresta opnun þeirra fyrir öðrum en
farþegum frá Schengen-svæðinu.
Dómsmálaráðherra hefur þó
undirritað tilskipun sem kveður á um
undanþágu frá lokun ytri landamæra
Schengen og munu því t.d. náms-
menn og erlendir sérfræðingar geta
komið til landsins frá ríkjum utan
Schengen.
Til skoðunar er m.a. að opna ytri
landamæri Íslands en meina ferða-
mönnum sem koma frá löndum utan
Schengen-svæðisins að halda áfram
ferðalagi til annarra Schengen-ríkja
frá Íslandi. Þá hefur komið til um-
ræðu að Schengen-ríkin sammælist
um lista yfir ríki utan svæðisins sem
opna megi fyrir.
Eins og fram hefur komið gefst
ferðamönnum kostur á að fara í
skimun við komuna til landsins í stað
þess að fara í 14 daga sóttkví, eins og
krafa hefur verið um hingað til. Verð-
ur þá ferðamönnum frá Schengen-
svæðinu frjálst að koma til landsins
að uppfylltum skilyrðum um skrán-
ingu og skimun fyrir kórónuveir-
unni.
Sagðist Áslaug í gær gjarnan vilja
geta gefið meira afgerandi svör varð-
andi opnun landamæra Íslands og að
hún myndi beita sér í því að móta
skýra stefnu í þeim málum.
Fram kom í máli Þórólfs Guðna-
sonar sóttvarnalæknis á upplýsinga-
fundinum að samkvæmt leiðbeining-
um frá Sóttvarnastofnun Evrópu og
Flugöryggisráði Evrópu yrðu far-
þegar til Íslands beðnir að vera með
andlitsgrímur um borð í flugvélum
og á flugvöllum.
Þórólfur sagði þó ekki ráðgert að
hvetja fólk til að vera með andlits-
grímur innanlands, og ítrekaði þá af-
stöðu sína, sem komið hefur fram áð-
ur, að hann teldi litla gagnsemi í því.
Samt sem áður væri fólk hvatt til að
fylgja ráðleggingum Sóttvarnastofn-
unarinnar um að vera með andlits-
grímur á ferðalaginu.
Skima fyrir veirunni á siglingu
frá Færeyjum til Íslands
Flugvél Landhelgisgæslunnar
flýgur með hóp heilbrigðisstarfsfólks
til Færeyja á mánudag, þar sem það
mun fara um borð í Norrænu og sigla
með henni til Íslands. Á leiðinni verð-
ur skimað fyrir kórónuveirunni á
meðal farþega. Þetta kom fram í máli
Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns
á upplýsingafundinum í gær.
Víðir sagði að mikil áhersla hefði
verið lögð á komu ferðamanna í
gegnum Keflavíkurflugvöll, en að
ekki megi gleyma því að von sé á
fjölda farþega með Norrænu í sumar.
Þannig væri von á 200 farþegum
næstkomandi þriðjudag, 600 í næstu
ferð á eftir og 800 í þeirri þarnæstu.
Þegar sumaráætlun Norrænu færi
í gang stoppaði hún einungis í tvær
og hálfa klukkustund á Seyðisfirði,
sem gerði það ómögulegt að skima
alla farþega um borð áður en þeir
fengju að fara inn í landið.
Þá segir Víðir að snjöll hugmynd
hafi komið frá fólkinu „á gólfinu“ eins
og hann orðaði það, sem hljóðaði
þannig að hópur fólks yrði sendur til
Færeyja og sigldi til landsins með
Norrænu og skimaði farþegana á
leiðinni til Íslands. Hugmyndin hafi
þótt skrýtin en þegar í ljós hafi komið
að flugvél Landhelgisgæslunnar
væri á ferðinni hafi verið ákveðið að
láta á þetta reyna og verði það gert á
mánudag.
Isavia hefur opnað nýja síðu á vef
félagsins þar sem hægt verður að
nálgast upplýsingar um þau flugfélög
sem bjóða upp á ferðir til og frá
Keflavíkurflugvelli eftir 15. júní. Þar
kemur fram að nokkur flugfélög hafa
staðfest ferðir í júní og júlí. „Þar á
meðal eru Atlantic Airways, Ice-
landair og SAS sem hefja flug frá 15.
júní. Czech Airlines bætist við á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og Tran-
savia á kvenréttindadaginn, 19. júní.
Þá hefur Wizz air m.a. flug til Míl-
anó þrisvar í viku frá 3. júlí og Air
Baltic hefur flug þrisvar í viku til
Riga í Lettlandi frá 13. júlí,“ segir í
frétt á vef Isavia.
Frekari tilslakanir til skoðunar
Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir að fá afstöðu ESB til frekari tilslakana á opnun landamæra
vegna ríkja utan Schengen Farþegar um borð í flugvélum og í flugstöð verði með andlitsgrímur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Ráðherrabústaðnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á upplýsingafundinum sem haldinn var í gær.
AÐAL
FUNDUR
Félagið veitir ferða-
styrk til þeirra félags-
manna sem búa í meira
en 40 km fjarlægð frá
fundarstað.
Félags iðn- og
tæknigreina 2020
verður haldinn laugardaginn 20. júní
kl. 11 að Stórhöfða 31, jarðhæð, (gengið
inn Grafarvogsmegin)
Dagskrá:
1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu
starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu
og afgreiðslu.
3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins.
4. Kjöri stjórnar lýst.
5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna
reikninga, og uppstillinganefndar.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem
FIT er aðili að.
8. Önnur mál.
Hádegismatur
í boði félagsins.
Stjórnin
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI