Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 48
Kór Neskirkju heldur tónleika á morgun, sunnudag, kl. 17 í Nes- kirkju. Á efnisskránni verða nokkur verk eftir ítölsku tónskáldin G.P. da Palestrina og A. Scarlatti og einnig nokkur verk eftir Stein- grím Þórhallsson, stjórnanda kórsins. Meðal annars verður frumflutt ný messa, Missa Brevis, eftir Steingrím. Auk þess verða flutt fleiri verk eftir hann sem samin eru við ljóð eftir Snorra Hjartarson en safn tónverka Steingríms við tólf ljóð eftir Snorra var frum- flutt í heild sinni á vortónleikum Kórs Neskirkju fyrir tveimur árum. Guðrún Lilja Kristinsdóttir, sópran og fé- lagi í kórnum, syngur einsöng og Steingrímur stjórnar. Aðgangur er ókeypis. Ný messa eftir Steingrím Þórhalls- son frumflutt á kórtónleikum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um 54 árum eftir að strákar á Sel- tjarnarnesi byrjuðu að sparka saman fótbolta undir stjórn Garðars Guð- mundssonar er Grótta að fara að hefja keppni í deild þeirra bestu. „Enginn hafði hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að þetta gæti gerst,“ segir Garðar, sem stóð að stofnun Gróttu 24. apríl 1967 og er titlaður „eigandinn“, en hann hefur séð um eldri flokk félagsins undan- farin 35 ár. Þegar Garðar flutti á Nesið sakn- aði hann fótboltans, sem hann hafði stundað hjá Val í Reykjavík. „Það var ekkert við að vera á Nesinu,“ rifjar hann upp. „Við bjuggum á Tryggvastöðum við Lindarbraut og fyrir framan húsið voru stundum nokkrir strákar að leika sér í fót- bolta. Eftir því sem þeim fjölgaði datt mér í hug að koma skipulagi á málin, að stofna félag, hengdi upp til- kynningu í verslunni Steinnesi á Melabraut og óskaði eftir strákum á fótboltaæfingar. 126 drengir skráðu sig til leiks og boltinn fór að rúlla.“ Á þessum tíma var Garðar af- greiðslumaður í Ziemsen í Hafnar- stræti og stjórnaði æfingum eftir vinnu, en fékk sér eldri mann, Garð- ar Ólafsson, til að vera formaður, þegar félagið var stofnað. „Þegar ég var búinn að borða fór ég beint út á tún,“ leggur hann áherslu á. Þekktur söngvari Hann var líka orðinn þekktur sem söngvari eftir að hafa getið sér gott orð með ýmsum hljómsveitum eins og Flamingo-kvintettinum í Vetrar- garðinum, Pónik og Garðari, Tónum og Garðari og Garðari og Gosum. Auk þess var hann glúrinn í skákinni. „Ég var einn með strákana og á vet- urna héldum við hópinn með því að tefla reglulega heima hjá okkur.“ Garðar miðlaði af reynslu sinni og hélt guttunum við efnið. „Ég kenndi litlu strákunum allt sem hægt var að kenna í fótbolta,“ segir hann og vísar til þess að hann hafi lært fræðin á æf- ingum á Hlíðarenda. Ólafur Garðarsson lögfræðingur og Franz Ploder flugmaður voru í fyrsta æfingahópnum hjá Garðari og eru enn hjá honum, nú í flokki 40 ára og eldri. „Ég sé um allt frá a til ö nema hvað eiginkonan sér um uppskeruhátíðina sem við höldum heima hjá okkur og æfingaferðirnar til útlanda eru alfarið í höndum Óla enda er hann umboðsmaður fótbolta- manna.“ Skákin er aldrei langt undan og Garðar er formaður Æsis, skák- félags eldri borgara, sem er með að- stöðu hjá Félagi eldri borgara í Stangarhyl. Hann byrjaði í tónlist- inni 1957, hefur gefið út tvo diska og er enn að skemmta fólki með söng. „Við Ólafur Már Ásgeirsson spil- uðum saman í Stuðbandinu um hverja helgi í 15 ár en köllum okkur Stuðgæja eftir að við urðum bara tveir.“ Hann hefur nánast ekkert far- ið á leiki með meistaraflokki Gróttu. „Ég hef kannski séð tvo leiki með Val á sumri en nú verð ég að snúa mér að mínum mönnum. Ég verð að sjá Gróttu spila í efstu deild.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brautryðjendur Garðar Guðmundsson, stofnandi og „eigandi“ Gróttu, á æfingu hjá heldri leikmönnum félagsins. Fyrir aftan hann standa Franz Ploder, Ólafur Garðarsson og Garðar Ólafsson, fyrsti formaður Gróttu. Stuðgæinn Garðar félagsmálatröll í hálfa öld  Stofnandi og „eigandi“ Gróttu enn við stjórnvölinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Sú hugsun að taka fram skóna hefur komið til mín nokkrum sinnum. Ég gat ekki hætt að velta því fyrir mér og ákvað loksins að fylgja því eftir og taka fram skóna. Í rauninni velti ég því ekkert fyrir mér að spila í neðri deildunum og finnst það vera virkilega spennandi áskorun að spila með FH í Pepsi Max deildinni,“ sagði Kristján Gauti Emilsson knattspyrnumaður, sem hefur tekið fram skóna eftir langt hlé og leikur með FH á komandi keppnistímabili. »41 Ákvað loksins að fylgja því eftir ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.