Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 40
BAKSVIÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Erlendum leikmönnum í úrvalsdeild
karla í fótbolta hefur fækkað gríðar-
lega frá síðasta keppnistímabili.
Þegar flautað var til leiks á Íslands-
mótinu 2019 lék 51 erlendur leik-
maður með liðunum tólf í deildinni,
og hafði þá fækkað um átta frá árinu
á undan.
Um árabil hafa þeir verið í kring-
um sextíu talsins þegar Íslands-
mótið hefur farið af stað og síðan
bætast jafnan einhverjir við á miðju
tímabili.
Núna eru hinsvegar aðeins 23 er-
lendir leikmenn í deildinni og nítján
þeirra léku á Íslandi á síðasta
keppnistímabili. Það hafa því aðeins
fjórir nýir bæst við í vetur og nokkuð
ljóst að aðalástæða fækkunarinnar
er erfiðari fjárhagsstaða félaganna
vegna kórónuveirufaraldursins.
Nýju mennirnir eru Magnus
Egilsson, færeyski bakvörðurinn í
Val, Djair Parfitt-Williams kantmað-
ur frá Bermúda sem er kominn til
Fylkis og svo tveir leikmenn hjá KA,
danski varnarmaðurinn Mikkel
Qvist og nígeríski framherjinn Jibril
Abubakar sem báðir koma sem láns-
menn frá dönskum félögum.
Hinir nítján hafa allir spilað hér á
landi áður og sumir um langt árabil
eins og skoski framherjinn Steven
Lennon hjá FH, enski miðjumaður-
inn Sam Hewson hjá Fylki og Pablo
Punyed hjá KR, landsliðsmaður El
Salvador, svo dæmi séu tekin.
Fækkunin er mikið meiri en varð í
kjölfar fjármálahrunsins hér á landi
árið 2008. Þá fækkaði erlendum leik-
mönnum í deildinni úr 43 í 35 á milli
áranna 2008 og 2009.
Flestir hjá Val
Valsmenn eru með flesta erlenda
leikmenn í sínum hópi, sex talsins.
KA er með fjóra, KR og FH eru með
þrjá erlenda leikmenn hvort, Breiða-
blik og Fylkir tvo hvort og Stjarnan,
Víkingur og ÍA eru með einn erlend-
an leikmann hvert félag.
Enginn erlendur leikmaður er í
hópunum hjá HK, Gróttu og Fjölni
og það er ár og dagur síðan þrjú úr-
valsdeildarlið hafa verið alíslensk. Í
fyrra var HK eina liðið sem ekki
tefldi fram erlendum leikmanni.
Langflestir af þessum 23 erlendu
leikmönnum koma frá Danmörku,
eða tíu, og níu þeirra hafa leikið hér
áður. Færeyingarnir eru þrír, Sví-
arnir tveir og hinir koma frá Bosníu,
Nígeríu, Spáni, Englandi, Bermúda,
Síerra Leóne, El Salvador og Skot-
landi.
Þessar breytingar hafa að sjálf-
sögðu í för með sér að íslenskir leik-
menn fá meiri tækifæri til að láta
ljós sitt skína í deildinni en á undan-
förnum árum og þær ættu fyrst og
fremst að koma ungum og efnilegum
leikmönnum til góða.
Allt önnur staða í
úrvalsdeild kvenna
En sama þróun hefur ekki átt sér
stað í úrvalsdeild kvenna. Þar hefur
lítil breyting orðið hvað varðar er-
lenda leikmenn sem voru 27 í upp-
hafi keppnistímabilsins 2019 en eru
24 núna.
Af þessum 24 leikmönnum eru að-
eins sjö sem hafa leikið hér á landi
áður þannig að liðin tíu hafa sótt sér
17 nýja erlenda leikmenn fyrir þetta
tímabil.
Af þeim sjö sem hafa leikið áður á
Íslandi eru aðeins tvær sem spila
áfram með sama liði og í fyrra. Það
eru serbnesku landsliðskonurnar
Marija Radojicic hjá Fylki og Tijana
Krstic hjá KR.
Helmingur í tveimur liðum
Tvö félög, ÍBV og Þróttur, eru
með helming erlendu leikmannanna.
Átta eru hjá ÍBV, sjö þeirra nýir, og
fjórir nýir erlendir leikmenn eru í
röðum nýliða Þróttar.
Þór/KA er með þrjá erlenda leik-
menn, Selfoss, Stjarnan, KR og FH
eru með tvo leikmenn hvert og Fylk-
ir einn en Breiðablik og Valur, liðin
sem háðu einvígi um meistaratitilinn
í fyrra, eru einu liðin í deildinni sem
eru ekki með erlendan leikmann í
sínum röðum.
Bandarískir leikmenn eru eins og
löngum áður fjölmennastir í úrvals-
deild kvenna, eða tíu talsins. Þrjár
koma frá Lettlandi, tvær frá Serbíu,
tvær frá Englandi og hinar koma frá
Níkaragva, Nýja-Sjálandi, Ástralíu,
Tyrklandi, Frakklandi, Þýskalandi
og Kostaríku.
Gríðarleg
fækkun
útlendinga
Aðeins 23 hjá úrvalsdeildarliðum
karla 51 í byrjun síðasta tímabils
Morgunblaðið/Golli
Danskir Rasmus Christiansen og Tobias Thomsen hafa leikið lengi á Íslandi
og þeir mætast í kvöld þegar Valsmenn taka á móti KR-ingum á Hlíðarenda.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsv.: Breiðablik – FH................ L13
Þórsvöllur: Þór/KA – Stjarnan ............. L15
Würth-völlur: Fylkir – Selfoss .............. L17
Hásteinsvöllur: ÍBV – Þróttur R........... S16
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Origo-völlur: Valur – KR ....................... L20
Norðurálsvöllur: ÍA – KA.................. S15.45
Kórinn: HK – FH ...................................... 18
Kópavogsv.: Breiðablik – Grótta......... 20.15
Mjólkurbikar karla, 2. umferð:
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Vestri ..... L14
Ásvellir: Haukar – Fram ....................... L14
Samsung-völlur: KFG – Afturelding.... L14
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Árborg ....... L14
Fjarðab.höll: Leiknir F. – Einherji....... L14
Fjölnisvöllur: Vængir J. – Víðir ............ L14
Stokkseyrarv.: Stokkseyri – Afríka...... L14
Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Víkingur Ó... L16
Grindavíkurvöllur: Grindavík – ÍBV .... L16
Sauðárkrókur: Tindastóll – Samherjar L17
Fellavöllur: Höttur/Huginn – Fjarðab. S14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Magni............. S15
Mjólkurbikar kvenna, 2. umferð:
Hertz-völlur: ÍR – ÍA ............................. L14
Sauðárkrókur: Tindastóll – Völsungur. L14
Fjarðabyggðarhöll: FHL – Sindri ........ L17
Kópavogsv.: Augnablik – Grindavík...... S13
Ásvellir: Haukar – Víkingur R............... S13
Nettóvöllur: Keflavík – Afturelding...... S14
UM HELGINA!
Knattspyrnumaðurinn Arnór Borg
Guðjohnsen hefur rift samningi sínum
við velska félagið Swansea City og er
búinn að semja við Fylkismenn um að
leika með þeim á komandi keppnis-
tímabili. Þetta staðfesti Arnór við fot-
bolti.net í gær. Hann er 19 ára gamall
sóknarmaður og hefur verið í röðum
Swansea í þrjú ár en lék áður með
yngri flokkum Breiðabliks. Arnór hefur
æft með Fylkismönnum síðustu vikur.
Eins og fram hefur komið mun
Stjarnan tefla fram liði í næstefstu
deild kvenna í körfuknattleik á Íslands-
mótinu næsta vetur. Forráðamenn
körfuknattleiksdeildarinnar tóku til
óspilltra málanna í gær. Stjarnan
samdi við fimm leikmenn á einu bretti.
Alexandra Eva Sverrisdóttir kemur
frá KR og Rebekka Rut Hjálmarsdóttir
frá Grindavík. Einnig var samið við þrjá
leikmenn sem eru uppaldir hjá félag-
inu: Bergdísi Lilju Þorsteinsdóttur,
Bergdísi Valdimarsdóttur og Kristínu
Katrínu Þórsdóttur.
Djordje Panic, fyrrverandi drengja-
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
genginn til liðs við 1. deildarlið Þróttar
í Reykjavík. Djordje lék með Aftureld-
ingu í 1. deildinni á síðasta ári en síðan
með þýska D-deildarliðinu Bayern
Alzenau í vetur.
Danny Rose, bakvörður Tottenham
Hotspur og enska landsliðsins í knatt-
spyrnu, mun leika með Newcastle
tímabilið á enda í ensku úrvalsdeild-
inni. Rose hefur verið í láni hjá New-
castle síðan í janúar og hafði leikið sex
leiki með liðinu þegar keppni var frest-
að vegna kórónuveiru-
faraldursins. Láns-
samningurinn átti
að renna út í lok
júní en hann hefur
nú verið fram-
lengdur til
loka tíma-
bilsins
þannig að
Rose getur
spilað síð-
ustu níu
leikina með
Newcastle.
Eitt
ogannað
RB Leipzig er í 3. sæti þýsku 1.
deildarinnar í knattspyrnu eftir
góðan útisigur á Hoffenheim í gær-
kvöldi. Leipzig vann 2:0 og skoraði
Spánverjinn ungi Daniel Olmo bæði
mörkin með tveggja mínútna milli-
bili snemma leiks. Er Leipzig stigi á
eftir Dortmund og átta á eftir Bay-
ern München en þau eiga leik til
góða.
Valencia missti af tveimur mikil-
vægum stigum á Spáni þegar liðið
gerði 1:1 jafntefli gegn Levante á
heimavelli. Valencia er tveimur
stigum frá 6. sætinu.
Spánverjinn með
bæði mörkin
AFP
Skoraði Spánverjinn Dani Olmo
fagnar marki í Þýskalandi í gær.
Þórsarar fóru frá Akureyri til
Húsavíkur í 2. umferð Mjólkurbik-
ars karla í gær og komust áfram
eftir viðburðaríkan leik. Staðan var
1:1 að loknum venjulegum leiktíma
og 2:2 að lokinni framlengingu.
Þegar tvær mínútur voru eftir af
framlengingu jafnaði Bjarki Bald-
vinsson úr víti fyrir Völsung. Þá
voru Þórsarar orðnir níu á vellinum
og Húsvíkingar tíu þar sem rauða
spjaldið fór tvívegis á loft. Bjarki
brenndi af fyrsta víti Völsungs í
vítakeppninni og Sveinn Elías Jóns-
son skoraði sigurmark Þórs 7:6.
Níu Þórsarar
komust áfram
Morgunblaðið/Valli
Reyndur Sveinn Elías Jónsson skor-
aði úr síðustu spyrnunni.
Barátta Vals og KR í upphafsleik
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í
kvöld er að vonum sá leikur sem
flestir bíða spenntir eftir í fyrstu
umferð deildarinnar.
En einhver áhugaverðasta viður-
eign helgarinnar fer fram á Kópa-
vogsvelli á sunnudagskvöld þegar
Breiðablik fær Gróttu í heimsókn.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ágúst
Þór Gylfason skiptu um lið í vetur og
Óskar freistar þess því að vinna
öruggan sigur á Gróttuliðinu, sem
hann fór með upp um tvær deildir á
tveimur árum.
Þetta verður frumraun Gróttu í
efstu deild og fróðlegt að sjá hvað
Seltirningar gera gegn Blikaliði sem
margir telja tilbúið að vinna Íslands-
meistaratitilinn í ár.
Hinir leikir morgundagsins eru
ÍA – KA á Akranesi og HK – FH í
Kórnum.
Söguleg stund
hjá Gróttu
í Kópavogi
Morgunblaðið/Eggert
Grótta Seltirningar spila fyrsta leik
sinn í efstu deild annað kvöld.
Viðureign Fylkis og Selfoss í Ár-
bænum í dag er einhver áhugaverð-
asti leikurinn í fyrstu umferð Pepsi
Max-deildar kvenna í fótbolta.
Selfyssingum er spáð góðu gengi í
baráttu við Breiðablik og Val um Ís-
landsmeistaratitilinn og miklar
væntingar eru líka gerðar til Fylkis-
liðsins um að koma sér fyrir í efri
hluta deildarinnar. Þarna er því
strax barist um dýrmæt stig sem
geta ráðið talsverðu um framhald
hjá báðum aðilum.
Leikur liðanna hefst klukkan 17
og er sá síðasti af þremur sem fram
fara í deildinni í dag. Breiðablik tek-
ur á móti nýliðunum í FH og Þór/KA
fær Stjörnuna í heimsókn til Ak-
ureyrar. Umferðinni lýkur svo með
viðureign ÍBV og Þróttar í Eyjum á
morgun en það eru liðin sem spáð
hefur verið tveimur neðstu sætum
deildarinnar.
Áhugaverður
slagur í
Árbænum
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Árbær Magdalena Reimus og Marija
Radojicic munu mætast.