Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 ✝ Guðný JónaTryggvadóttir fæddist í Garði á Húsavík 3. október 1927. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Hvammi á Húsavík 3. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru Tryggvi Indriðason frá Þúfu í Flateyjardal og Soffía Sigurjónsdóttir frá Garði á Húsavík. Systir Guðnýjar var Guðrún Sigurbjörg Tryggvadóttir, f. 17. október 1923, d. 29. apríl 2010. Uppeldissystkin Guðnýjar voru María Guðnadóttir, f. 26. apríl 1916 og Jón Gunnar Björgólfs- son, f. 29. sept. 1931. Þau eru bæði látin. Árið 1956 giftist hún Guð- Dröfn. Jón Halldór lést 8. febr- úar 2016. Soffía Guðrún var gift Krist- jáni Þráinssyni frá Húsavík. Börn þeirra eru Guðný Jóna og Guðmundur Þráinn. Soffía lést 1. júlí 2003. Tryggvi Arnsteinn býr á Ak- ureyri ásamt konu sinni, Guð- rúnu Torfadóttur frá Akureyri. Börn þeirra eru Torfi Þór, Thelma Rut og Guðný Vala. Fyrir átti Guðrún son, Daníel Starrason. Barnabarnabörnin eru nú orðin fjórtán. Guðný ólst upp í foreldra- húsum í Garði á Húsavík. Hún lauk skólagöngu við barnaskól- ann á Húsavík og stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum árin 1944-1946. Árin 1948-1949 gekk hún í Húsmæðraskólann á Laugum. Vann hún hjá Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík frá árinu 1946 og þar til hún gerðist húsfreyja á Ærlæk árið 1956. Útförin fer fram frá Skinna- staðarkirkju í Öxarfirði í dag, 13. júní 2020, og hefst athöfnin kl. 14. mundi Sigurjóni Jónssyni bónda frá Ærlæk í Öxarfirði, f. 8. júní 1927, d. 18. okt. 2011. Þau bjuggu sér heimili á Ærlæk í Öx- arfirði sama ár. Börn þeirra eru Jón Halldór, f. 1958, Soffía Guð- rún, f. 1961, og Tryggvi Arnsteinn, f. 1964. Áður átti Guðmundur dóttur, Guðrúnu, f. 1951. Guð- rún býr á Húsavík með manni sínum, Gísla Halldórssyni. Börn þeirra eru Brynhildur, Val- gerður og Halldór Jón. Jón Halldór bjó á Ærlæk ásamt konu sinni, Guðnýju Maríu Sig- urðardóttur frá Snartarstöðum. Börn þeirra eru Sigurður Ægir, Sigríður Harpa og Sylvía Elsku amma Gulla. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku amma. Brynhildur Gísladóttir og fjölskylda Elsku amma, það verður vita- skuld erfitt að kveðja þig, en á sama tíma er það þó þakklæti sem er mér efst í huga. Þakklæti fyrir endalausan stuðning, um- hyggju og kærleik. Það var alltaf gott að koma í sveitina til ykkar afa og þið tók- uð alltaf jafn vel á móti mér. Það sitja mér líka margar góðar minningar í huga, öll kvöldin sem við sátum fram eftir kvöldi að spila, allar skemmtilegu sam- ræðurnar og sögurnar úr sveit- inni. Ég er gífurlega lánsamur að hafa fengið að alast upp í návist við ykkur afa og ég get með sannleika sagt að þið hafið svo sannarlega haft mikil áhrif á það hver ég er í dag. Það er svo notalegt að loka augunum og hugsa til þess þeg- ar ég lá uppi á kvisti í sveitinni að heyra fuglana syngja fyrir ut- an, eða þegar afi lagði sig eftir hádegismatinn sem þú hafðir undirbúið og óskrifaða reglan um að það mætti enginn tala á meðan lesnar væru veðurfréttir. Þessar minningar og svo margar aðrar draga fram bros hjá mér og mér hlýnar öllum að innan. Takk fyrir að vera alltaf svo góð elsku amma, hvíldu í friði. Torfi Þór Tryggvason. Elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustund. Eins mikið og ég gleðst yfir að þú ert laus úr þreyttum líkama syrgi ég að samverustundirnar okkar verða ekki fleiri. Ég sakna þín mikið. Þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér og líka ein af mínum bestu vinkonum. Alltaf varstu til staðar. Skjólið með bjarta uppörvandi brosið, hlýja faðmlagið og umhyggjuna. Við eyddum miklum tíma saman bæði þegar ég var barn en líka síðar og ég sótti mikið í að vera hjá ykkur afa á Ærlæk. Ég bjó hjá ykkur ófá sumur meðan ég vann í Jökulsárgljúfr- unum og var hjá ykkur í lengri fríum. Þið voruð vön að stjana við mig út í eitt. Það var yfirleitt mikið um gestagang og nóg að gera en einhvern veginn alltaf ró og frið- ur. Öruggt skjól og næði. Þú eld- aðir besta matinn og reiddir yf- irleitt fram kjöt og karrí eða kjötbollur í brúnni sósu þegar þú vissir að það væri von á mér. Ég lærði ýmislegt af þér í eldhúsinu og þú hafðir gaman af því að prófa eitthvað nýtt þegar ég eld- aði. Ég var vön að hringja í þig þegar mig vantaði ráð enda varstu mín helsta líflína þegar kom að hefðbundnum íslenskum mat og ýmsum húsráðum. Þú varst mikil félagsvera og þótti gott að hafa fólk í kringum þig. Alltaf varstu tilbúin með kaffi þegar ég fékk vini í heim- sókn á Ærlæk og ósjaldan ætt- fræðispjall. Allir voru velkomnir. Ég fann hversu stolt þú varst af mér, og umhugað um Henn- ing og strákana okkar. Það leyndi sér ekki hvað þú varst glöð og þakklát þegar við kom- um til þín. Yfirleitt áttirðu eitt- hvað gott í skúffunni handa strákunum mínum og þeir fengu allir koss og hlýtt faðmlag. Strákarnir voru ákaflega stoltir af að eiga svona góða langömmu og tala mikið um þig. Ég kyssi þá alla frá þér eins og þú varst vön að biðja mig um. Ég minnist með gleði ferð- anna sem við fórum saman. Þá var mikið spjallað og hlegið. Við fórum í þó nokkrar verslunar- ferðir til Húsavíkur og Akureyr- ar. Oft skruppum við í heim- sóknir til ættingja og vina. Síðar þegar þú varst komin á Hvamm fórum við saman í ferðir á Ær- læk. Ég naut þess að geta gefið aðeins af mér eftir allt sem þú hafðir gefið mér gegnum tíðina. Ég á eftir að sakna rólegu stundanna með þér og handbolt- ans í sjónvarpinu, spjallsins um lífið og tilveruna yfir kaffibolla og spilsins okkar ótukt. Fram til síðasta dags varstu að vinna eitthvað í höndunum og ég á ógrynnin öll af fallegu handverki eftir þig. Allt var gert af mikilli vandvirkni og alúð, og er mér dýrmætt. Þrátt fyrir að ég hafi búið er- lendis lengi héldum við okkar góða sambandi. Þú taldir yfir- leitt niður dagana þegar þú viss- ir að væri von á okkur til Íslands og ég reyndi að passa upp á að við næðum alltaf góðum tíma saman. Elsku amma, nú verða heim- sóknirnar ekki fleiri. Þegar mesta sorgin leggur sig á ég eftir að minnast þín með þakklæti og gleði í hjarta. Takk fyrir allar fallegu minn- ingarnar, kærleikann, umhyggj- una og allt það góða veganesti sem þú hefur gefið mér út í lífið. Takk fyrir allt amma mín. Þín nafna, Guðný Jóna Kristjánsdóttir. Elsku amma Gulla. Það sem það voru mikil forréttindi að fá að alast upp með þig og afa í næsta húsi. Að vera boðið yfir í pylsu og gos var með skemmti- legustu stundum sem ég átti með ykkur þegar ég var lítil. Við eyddum alveg þó nokkrum stundum saman þar sem við sát- um við eldhúsborðið í gamla hús- inu og dunduðum okkur við að föndra eða mála en þú varst allt- af svo flink í höndunum. Það er svo margt við ömmu sem ég hugsa til baka að ég hafi nú fengið frá henni, einhverja af hennar bestu kostum sem mér þykir vænt um. Hún var ávallt með hlýlegt viðmót, stutt í bros- ið og hún sýndi manni alltaf væntumþykju þótt það vottaði smá fyrir áhyggjum stundum líka. Þótt það sé alltaf erfitt þeg- ar einstaklingur fer samgleðst ég ömmu að vera loksins meðal þeirra sem hún hefur saknað í langan tíma. Ég er svo þakklát fyrir ömmu Gullu, eða ömmu á Ærlæk eins og ég kallaði hana. Takk elsku amma, þú varst ynd- isleg og kenndir mér hvernig er að vera falleg manneskja, að inn- an sem og utan. Sigríður Harpa Jónsdóttir. Elsku hjartans amma. Mér þykir svo ákaflega vænt um síð- asta skiptið sem við hittumst. Það var í kringum jólin þegar mamma var á ferð með okkur í flug til Reykjavíkur. Við komum til þín um kaffileytið og sátum hjá þér dágóða stund áður en þú varst boðuð í kaffið en til allrar hamingju var okkur boðið líka og við fengum að gæða okkur á dýrindisveitingum með þér áður en við héldum áfram leið okkar. Þú varst svo brött og hlý, ánægð að geta boðið okkur í kaffi og tertu og með mýkstu kinnar í heimi eins og alla tíð. Lyktin af Nivea-kremi úr blárri málmdós minnir mig bara á þig og þessar mjúku rjóðu kinnar. Það er ein dýrmætasta lykt sem ég þekki. Ef ég lít til baka spretta fram fleiri minningar sem eru á ein- hvern hátt allar svo hlýjar, sæt- ar og blómlegar. Upprúllaðar pönnukökur með sykri, staflað á einn af bláu myndskreyttu disk- unum í gamla húsinu, uppáhellt kaffi í postulínsbollum sem þú litaðir sjálf, heitt kakó með rjóma og rjómaterta með nið- ursoðnum ávöxtum. Langborð í sjónvarpsstofunni og frænd- systkini að raða sér við borðið með kræsingar á diskunum. Afi búinn að sérblanda flötu Mixi og Pepsí saman, auðvitað afbragðs- gott. Öll í okkar fínasta pússi í stíl við jólaskreytingar sem lýsa allt upp í skammdeginu. Stund- um var ég ein hjá ykkur og þá borðuðum við ávaxtagraut með rjóma og afi passaði vel upp á að ekkert færi til spillis með því að yfirfara skálina þegar maður kláraði úr henni. Ég man eftir flosteppinu í stofunni og pappa- kassanum sem var undir sófan- um sem geymdi ýmsar gersem- ar, dúkkur og önnur leikföng. Himinháar spilaborgir sem stóðu allt af sér, það var nefni- lega svo gott að nota teppið fyrir undirstöðurnar. Svo voru það öll sumarblómin sem mörg hver koma enn upp við húsvegginn. Gul og hvít, björt eins og þú. Hringbeðið í kringum stóra tréð í miðjum garðinum sem var svo erfitt að slá í kringum, ég man ennþá lyktina sem gaus upp þegar sláttuvélin slóst niður í jörðina og hakkaði í sig örsmáar greinar úr grenitrénu bak við rifsberj- arunnann. Dásamlegur ilmur svo þyrmdi yfir unga vinnukonu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr en nýlega hversu mikil áhrif þú og þessi yndislegi garð- ur hefur haft á mig en þessar minningar munu alltaf lifa í hjartanu og ég mun hugsa til þín með hlýju þegar ég finn angan af niðurskornu greni og ilminn af Nivea í blárri dós. Ég bið að heilsa öllum sem ég unni og vona af öllu hjarta að suðurvindar blási hlýtt á kinnar og sumarið syngi fyrir ykkur. Þú mátt kyssa pabba á kinnina frá mér. Svo sjáumst við bara seinna. Þín Sylvía. Guðný Jóna Tryggvadóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÓNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Jónu á Laxamýri, sem lést á Landspítalanum 14. maí. Minning um góða konu lifir. Sveinbjörg Björnsdóttir Helgi Hróðmarsson Jón Helgi Björnsson Ingibjörg Sigurjónsdóttir Halla Bergþóra Björnsdóttir Kjartan Jónsson barnabörn og barnabarnbörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, Kamloops, BC Kanada, lést á heimili sínu 3. júní. Bruce Valur Dahlgren og fjölskylda Thor Róbert Dahlgren og fjölskylda Guðlaugur Tómasson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆBJÖRN REYNIR GUÐMUNDSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 9. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 19. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Sveinbjörg Sæbjörns Gunnarsd., S. Arnar Jóhannesson Atli H. Sæbjörnsson Helena Drífa Þorleifsdóttir Ingvar Sæbjörnsson María Kristín Rúnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri ÁRNI BJÖRN JÓNASSON verkfræðingur, Skjólbraut 18, Kópavogi, sem lést 31. maí, verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 19. júní klukkan 13. Guðrún Ragnarsdóttir Ragna Árnadóttir Magnús Jón Björnsson Páll Árnason Sunna Kristjánsdóttir Jónas Árnason Guðbjörg Eva Friðgeirsdóttir Ragna Pálsdóttir Þórmundur H. Sigurjónsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR INGA HJÁLMARSSONAR, Sigga á Ásfelli. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir frábæra umönnun. Sigríður Sigurðardóttir Jón Ágúst Þorsteinsson Sæunn Ingibjörg Sigurðard. Björn Baldursson Haraldur Sigurðsson Elín Heiða Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.