Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Síldarvinnslan Síldarvinnslan er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki lands- ins. Það er stærsti framleiðandi fiskimjöls og lýsis á Íslandi og á sér rúmlega 60 ára sögu. Fyrirtækið gerir út fjögur skip undir eigin merkjum og rekur fiskiðjuver og fiskimölsverk- smiðju í Neskaupstað og frysti hús og fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði. Fyrirtækið á einnig útgerðarfélagið Berg-Hugin í Vestmanna eyjum, auk þess að eiga hlut í fleiri útgerðum. Síldarvinnslan leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávar- auðlindarinnar og leitast við að nota nýjustu tækni sem völ er á til veiða og vinnslu. Hjá félaginu starfa um 360 manns og leggur fyrirtækið sig fram um að bjóða upp á öruggt og gott vinnuumhverfi og samkeppnis hæf laun. Síldarvinnslan hefur hlotið jafnlauna vottun frá Jafnréttisstofu. Síldarvinnslan hf. auglýsir eftir rekstrarstjóra útgerðar og rekstrarstjóra fiskiðjuvers í Neskaupstað. Rekstrarstjóri uppsjávarfrystingar Starfið felur í sér daglegan rekstur fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ábyrgð og verkefni • Skipulag framleiðslu • Mönnun og skipulag • Umjón með skráningum á hráefni og afurðum • Samskipti við birgja, eftirlitsaðila og viðskiptavini • Áætlanagerð, kostnaðar- og nýtingareftirlit • Öryggis- og gæðamál • Þróun ferla og upplýsingamála • Umbætur í rekstri og önnur verkefni er snúa að rekstri landvinnslunnar Menntun og hæfni • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tækni-, verkfræði eða sjávarútvegsfræði • Farsæl stjórnunarreynsla • Tækniþekking sem nýtist í starfi • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Góð almenn tölvukunnátta • Þekking á Navision og Innova kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta Rekstrarstjóri útgerðar Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri og viðhaldi skipa Síldarvinnslunnar og aðkomu að rekstri og viðhaldi skipa dótturfélaga. Ábyrgð og verkefni • Áætlanagerð og eftirfylgni • Tengiliður milli skipstjórnarmanna, vélstjóra og framkvæmdarstjóra • Samskipti við birgja og umsjón innkaupa • Samskipti við eftirlitsaðila • Umsjón öryggis- og gæðamála útgerðar • Eftirlit með hönnun, útboðum og framkvæmd stærri viðhaldsverkefna • Umbætur í rekstri og önnur verkefni er snúa að rekstri útgerðarinnar Menntun og hæfni • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. tækni-, verkfræði eða vélstjórn • Farsæl stjórnunarreynsla • Tæknileg kunnátta, s.s. reynsla og þekking á skipum og búnaði þeirra er kostur • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Góð almenn tölvukunnátta • Þekking á Navision er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta Neskaupstaður Neskaupstaður er blómlegt samfélag með um 1.500 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og þar er gott að ala upp börn. Í Neskaupstað er öflugt íþrótta starf og félags- og menningar- líf, gott skíðasvæði í Oddsskarði, fallegur 9 holu golfvöllur, einhver besta sundlaug landsins og fjölbreytt tækifæri til útivistar og veiða. Einnig er skólastarf metnaðar fullt og auðvelt er að fá pláss á glæ nýjum leikskóla, auk þess sem Fjórðungs sjúkrahús Austurlands er á staðnum. Neskaup- staður er hluti af Fjarðabyggð, 5.000 manna sveitarfélagi sem byggir á öflugu og stöðugu atvinnulífi. Ný veggöng til Eskifjarðar sem tekin voru í notkun árið 2017 voru bylting í samgöngu málum byggðarlagsins. Síldarvinnslan mun aðstoða með búferlaflutninga. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin í gegnum Alfreð (alfred.is). Umsóknarfrestur er til og með 28. júní. Nánari upplýsingar um starfið gefur Hákon Ernuson, starfsmannastjóri (hakon@svn.is)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.