Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 13.06.2020, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Djasssumarið er hafið á Jómfrúnni, í tuttugasta og fimmta sinn. Á öðr- um tónleikum Sumarjazz á Jóm- frúnni í dag, laugardag, milli kl. 15 og 17, kemur Skuggatríó saxófón- leikarans Sigurðar Flosasonar fram. Auk Sigurðar skipa tríóið þeir Þórir Baldursson sem leikur á hammondorgel og Einar Scheving á trommur. Á efnisskránni verður að mestu leyti tónlist eftir Sigurð Flosason sjálfan, sem er á mörkum djass- og blústónlistar. Hann segir tónlistina aðgengilega og hressilega; annars vegar nýtt efni og hins vegar lög sem hafa komið út á nokkrum plöt- um sem hann hefur gert í þessum stíl. Djasssumarið leggst vel í Sigurð, sem hefur skipulagt Sumarjazz á Jómfrúnni í áraraðir. „Það er búið að opna landið fyrir tónleikum og músík, og þar með fyrir djassi.“ Aðeins inni í kolbrjáluðu veðri Sigurður segir stemninguna á Jómfrúnni hafa verið frábæra síð- astliðinn laugardag þegar tónleika- röðin hófst að nýju. „Það var góð mæting og maður fann að fólk var óþreyjufullt að geta verið úti í hóp og heyrt lifandi músík. Það var al- veg sérstakt andrúmsloft. Ég er náttúrlega búinn að skipuleggja þessa tónleikaröð í yfir tuttugu ár og spilað oft í gegnum árin en það var öðruvísi andrúmsloft síðasta laugardag. Það var frábært veður og einhver léttir í loftinu. Maður treystir því að sumarið verði þann- ig; að það verði gott veður og borgarbúar geti notið þessara tón- leika á laugardögum.“ Tónleikarnir á Jómfrúnni eru iðulega haldnir utandyra. „Þetta er algjörlega frábært þegar það er glampandi sól,“ segir Sigurður. „En fólk er ótrúlega þrautseigt að sitja þarna í veðri sem er ekki fullkomið, jafnvel með regnhlífar og teppi. Við spilum úti næstum við hvaða að- stæður sem er. Við höfum farið inn á staðinn örfáum sinnum en það þarf eiginlega að vera alveg kol- brjáluð slagveðursrigning til að það gerist.“ Færri komast að en vilja Sigurður segist halda ótrauður áfram að halda utan um Sumar- jazzinn. „Þetta er einstaklega skemmtilegt allt saman.“ Mikill áhugi er fyrir því að koma fram á tónleikaröðinni meðal djass- listamanna þjóðarinnar. Sigurður segir að af nógu sé að taka; tónlistarmennirnir séu miklu fleiri en hægt sé að koma að. Hlutverk Sigurðar er að setja saman dagskrá djasssumarsins. „Þetta verður skemmtileg og jöfn dagskrá. Við erum alltaf með blöndu af vel þekktum djasstón- listarmönnum þjóðarinnar, söngv- urum og hljóðfæraleikurum, og svo reyni ég alltaf að vera með yngra fólk í þessu og einhverja sem hafa ekki komið fram áður. Þetta er svona blanda af gömlu og nýju en við erum alltaf með gæðin í fyrir- rúmi. Fólk getur treyst því að þarna verði fín músík, hvort sem það þekkir öll nöfnin eða engan. Mitt hlutverk er að vera gæðastjór- inn og passa upp á að í hverri viku sé prógramm sem virkar við þessar aðstæður.“ Spennandi dagskrá á laugardögum í allt sumar Sigurður vekur athygli á því að Jómfrúin býður þessa tónleikaröð frítt fyrir borgarbúa. „Þetta er frá- bært framtak. Ókeypis menning í borginni.“ Tónleikar verða áfram alla laug- ardaga í júní, júlí og ágúst. „Þetta er eitthvað sem borgarbúar geta reitt sig á, að mæta þarna, fá sér að borða og drekka og hlusta á fína músík,“ segir Sigurður. Fram undan eru fleiri spennandi tónleikar. Laugardaginn 20. júní kemur sex manna Latínband Tóm- asar R. Einarssonar fram. Auk Tómasar er Latínbandið skipað Óskari Guðjónssyni, Kjartani Há- konarsyni, Samúel Jóni Samúels- syni, Ómari Guðjónssyni og Matt- híasi Hemstock. Viku síðar, hinn 27. júní, mætast tvær kynslóðir þegar Kvartett Benjamíns Gísla kemur saman í spennandi samspili. Kvartettinn skipa Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Benjamín Gísli Einarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur, en hann kemur einnig fram með Skuggatríói í dag. „Alveg sérstakt andrúmsloft“  Skuggatríó Sigurðar Flosasonar spilar á Jómfrúnni í dag  Spennandi dagskrá alla laugardaga í sumar  „Við erum alltaf með gæðin í fyrirrúmi“ Skuggatríó Tónlistarmennirnir Einar Scheving, Þórir Baldursson og Sigurður Flosason spila blöndu af djassi og blústónlist á Jómfrúnni í dag, bæði gamalt efni og nýtt, sem Sigurður segir hressa og aðgengilega músík. Tónleikaröð til styrktar Hallgríms- kirkju í Saurbæ í Hvalfirði hefst á morgun, 14. júní, með tónleikum hljómsveitarinnar Skuggamynda frá Býsans. Hún mun leika tónlist frá Grikklandi sem sögð er fjörug, tilfinningarík og áhrifamikil. Hljómsveitina skipa Haukur Grön- dal á klarinett, Ásgeir Ásgeirsson á bouzouki, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á slagverk. Allur ágóði af miðasölu rennur til styrktar staðnum og hefjast tón- leikarnir kl. 14. Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans. Grísk tónlist leikin í kirkju í Hvalfirði Sýningin Nýjar birtingarmyndir listarinnar verð- ur opnuð í dag kl. 14 á vef- svæði tímarits- ins Artzine, artzine.is, og er hún haldin í til- efni af kynningu og útkomu bók- arinnar Digital Dynamics in Nordic Contempor- ary Art sem ritstýrt er af Tönyu Toft og gefin út af forlaginu In- tellect Books. Margrét Elísabet Ólafsdóttir er höfundur kaflans „Visions and Divides in Icelandic Contempor- arty Art“ og er hún einnig sýn- ingarstjóri Nýrra birtingarmynda listarinnar. Samhliða sýningunni verður sýnd upptaka af pallborðs- umræðum þar sem annar hópur ungra listamanna ræðir afstöðu sína til stafrænnar tækni og áhrif hinna stafrænu og síðstafrænu tíma á eigin listsköpun. Frekari upplýsingar má finna á www.digitaldynamics.art. Nýjar birtingar- myndir listarinnar Margrét Elísabet Ólafsdóttir Bókakaffið á Selfossi hefur á morgun, sunnudaginn 14. júní, þematengda viðburðaröð sem ber yfirskriftina Menningarsumarið í Bókakaffinu. Viðburðirnir verða fjórir og munu taka mið af fordæma- lausu ástandi með fjöldatakmörk- unum og því mikilvægt að mæta tím- anlega til að tryggja sér sæti, segir í tilkynningu. Dagskráin verður um 30 mínútur að lengd og flutt tvisvar, kl. 14 og 15. Fyrsta dagskrá menningarsum- arsins ber yfirskriftina Nú andar suðrið og er helguð þýðingum. Inn á milli lestra munu hljóma íslenskir og argentínskir tónar. Fram koma Árni Óskarsson sem les úr þýðingu sinni á spennusögunni Otsjajaníje eftir verðlaunahöfundinn Vladimir Nabo- kov en bókin nefnist á íslensku Ör- vænting og er væntanleg seinna á árinu. Pamela De Sensi flytur verkin Kveðju eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Tango Etude nr. 3 eftir Astor Piazzolla og les einnig úr ítalskri þýðingu bókarinnar Tvöfalt gler sem hefur farið sigurför um heim- inn, auk þess sem höfundur hennar, Halldóra Thoroddsen, les brot úr bókinni á íslensku. Hallgrímur Helgason, þýðandi og skáld, les úr þýðingu sinni á Óþelló eftir William Shakespeare og Helga Soffía Einarsdóttir fjallar um þýðingu sína á bókinni Glæpur við fæðingu eftir grínistann og þáttastjórnandann Trevor Noah en í bókinni segir hann frá uppvexti sínum á tímum aðskiln- aðarstefnunnar í Suður-Afríku. Viðburðaröð í Bókakaffinu Menningarhús Bókakaffið á Selfossi blæs til viðburðaraðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.