Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég er ánægður með að Guð-mundur Andri skuli hafagefið út þessa plötu. Eitt- hvað rétt við það. Hann var einn af viðmælendum mínum þegar ég vann að doktorsritgerð minni um virkni ís- lensks tónlistarsamfélags og ekki kom maður að tómum brunni þegar við veltum fyrir okkur saman eðli tónlistarinnar eða öllu heldur eðli þess að skapa hana, koma saman, búa hana til og flytja. Mikilvægi hennar í hversdeginum, hvernig hún getur þess vegna verið bara einn af þáttunum í einhverju stærra mynstri (Guðmundur ræddi t.d. um það hvað sér þætti vænt um bílferðina hjá sér og vini sínum á Spaðaæfingar, nokkuð sem styrkti vináttuna). Guðmundur hefur um langa hríð verið meðlimur í Spöðum sem var einmitt stofnuð á sínum tíma af vinum sem sáu fram á þverrandi hitt- inga vegna yfirvofandi fullorðinsára. Spaðar hafa gefið út tónlist með reglubundnum hætti og haldið böll en hví sólóplata? Og hví nú? Guð- mundur lýsti tilurð þessa í skemmti- legri fjasbókarfærslu fyrir stuttu, sem var eins og venjulega krydduð hollum skammti af sjálfsháði. Hann Vísnavinur úr Vogunum Morgunblaðið/Einar Falur rekur þar m.a. að hann sé hættur að skrifa skáldsögur („Ekki viljandi, heldur hvarf mér gáfan og ég hef aldrei viljað kreista neitt upp úr mér en fór að dútla þess í stað við að setja saman hljóma, oftar en ekki frammi fyrir Barnaby; hummaði einhverjar lagleysur yfir alls konar hljómagang meðan ég fylgdist með einstaklega óáhugaverðum framgangi mála á skjánum“.) Ekki gæti ég leikið þetta eftir enda á ég venjulega fullt í fangi með margslungið plottið í Barnaby hvar fimmtán liggja undir grun og morðin orðin fimm! Guðmundur setti lögin á band (tölvu) og bar undir mann og annan („Viðbrögðin voru mjög á eina lund: þögn. Löng þögn. Svo kannski langt og dræmt júú og jújú, því ekki það?“) Thoroddsen kom vitanlega til bjarg- ar, í þessu tilfelli Jón, vinur hans Nonni, og hann hvatti hann áfram enda ætt þessi með eindæmum glöð, geðrík og söngvin. Spaðar og aðrir komu svo að málum og hjálpuðu vini sínum með framkvæmdir, Guð- mundur Ingólfsson, Eyjólfur Guð- mundsson, Snorri Björn Arnarson, Aðalgeir Arason og fleiri sem verða ekki taldir upp hér. Nánari upplýs- ingar er að finna í efnislegum hljóm- diski (Dimma gefur út) en tónlistina má og sækja á Spotify. Ég er sérstakur áhugamaður um áhugamennsku í tónlist. Upp- runalega átti doktorsritgerðin mín að vera um það einvörðungu. Fólk sem spilar af áhuga, einlægni og innri þörf, fyrst og fremst. Í títt- nefndri færslu segir Guðmundur: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég hef áður fengist við í músík með hálfum huga, nema enn er ég amatör. Þetta er vísnatónlist, einföld og sparleg og blíðleg held ég …“ og ratast honum satt orð á munn. Í raun engu við að bæta. Hljómur plötunnar er þægi- legur, stofulegur, og lögin öll í þess- um anda. Melchior og viðlíka íslenskar þjóðlagasveitir ekki langt undan, ef við ætlum í einhvern samanburð. Söngrödd Guðmundar er vinaleg, varfærin og lágstemmd og lögin leidd áfram með haglega ortum textum þar sem okkar maður er á heimavelli. En hann er ekki í skrúði eða flóknum líkingum, marg- ir textarnir eru innilega hversdags- legir, vangaveltur um lífsins gang; erilinn og ánægjuna, dýfurnar og hæðirnar. „Við erum öll með list- hvötina og misjafnt hvernig hún finnur sér farveg,“ segir Guðmund- ur í upphafi færslunnar. Og lykillinn er alltaf að bregðast við hvötinni, vera sannur, gera það sem maður „verður“ að gera. Gott að svo varð í þessu tilfelli, það er nefnilega ekkert víst að slíkt klikki eins og mætur maður sagði eitt sinn. » Söngrödd Guð-mundar er vinaleg, varfærin og lágstemmd og lögin leidd áfram með haglega ortum textum þar sem okkar maður er á heimavelli. Guðmundur Andri Thorsson; rithöfundur, alþingismaður og tón- listarmaður, gefur hér út einyrkjaplötuna Ótrygg er ögurstundin. Innihaldið vísna- eður söngvaskáldatónlist, að skandinavískum hætti. Hann er hér Guðmundur Andri Thorsson hefur nú gefið út fyrstu sólóplötu sína. Leikarinn Keanu Reeves mun snúa aftur í hlutverki frelsarans Neos í fjórðu Matrix-myndinni sem verður framhald The Matrix Reloaded og frá The Matrix Re- volutions sem báðar voru frum- sýndar árið 2003 en fyrsta myndin er frá árinu 1999. Reeves segir í samtali við kvik- myndaritið Empire að ástæðan fyrir því að hann hafi slegið til sé gott handrit Lönu Wachowski, sem leikstýrði fyrri myndunum með systur sinni Lilly. Reeves segir það einu góðu ástæðuna fyrir því að endurtaka leikinn sem og þá að fá að vinna á ný með Wachowski-systrum. Reeves segir í samtali við Empire að saga fjórðu myndarinnar sé bæði nær- andi og merkingarþrungin. Reeves lék í Matrix-myndunum á móti Carrie-Anne Moss sem mun einn- ig snúa aftur. Moss segir það hafa komið sér bæði verulega og ánægjulega á óvart að gera ætti fjórðu myndina. Matrix 4 verður frumsýnd í maí á næsta ári og geta aðdáendur því farið að hlakka til. Almáttugur Reeves í hlutverki Neos að stöðva byssukúlur í Matrix. Reeves og Moss sam- einuð á ný í Matrix 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.