Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
ein besta mynd sem komið hefur á þessu ári.
JAMIE FOXX og MICHAEL B.JORDAN
eru báðir hér með frábæran leik. mynd sem allir
keppast við að hæla eftir að hafa séð myndina.
Tveggja daga vinnusmiðja ætluð
ungum kvikmyndagerðarkonum
verður haldin í annað sinn í tengsl-
um við Alþjóðlegu kvikmyndahát-
íðina Northern Wave sem standa
mun yfir 22.-25. október næstkom-
andi. Vinnusmiðjan ber heitið Nor-
rænar stelpur skjóta og er ætlað að
styrkja tengslanet ungra kvenna í
kvikmyndagerð á Norðurlöndunum
til framtíðar og veita þeim fræðslu
og handleiðslu, skv. tilkynningu.
Smiðjan verður haldin í Frystiklef-
anum á Rifi í aðdraganda Northern
Wave og þar sem verkefnið er hluti
af Norden 0-30-verkefninu, sem er
á vegum Norrænu ráðherranefnd-
arinnar, mega umsækjendur ekki
vera eldri en 30 ára þegar vinnu-
smiðjan er haldin.
Tvær ungar kvikmyndagerðar-
konur verða valdar frá hverju nor-
rænu landanna og verða því alls 14
kvikmyndagerðarkonur frá Græn-
landi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi,
Danmörku, Íslandi og Færeyjum.
Vinnusmiðjan greiðir allan ferða-
kostnað fyrir þátttakendur. Í hópn-
um verða kvikmyndatökukonur,
leikstýrur og handritshöfundar og
sjö leiðbeinendur frá hverju landi
og segir í tilkynningu að með því sé
verið að tengja eldri fagkonur við
ungar konur úr deildum fagsins þar
sem mest halli á konur. Vinnusmiðj-
an var haldin í fyrsta sinn í fyrra og
í ár bætast Finnland og Danmörk
við. Umsóknarfrestur er til 15. júlí
og upplýsingar má finna á north-
ernwavefestival.com/ngs/.
Kvikmyndakonur Hópurinn sem sótti vinnusmiðju í tengslum við Northern Wave í fyrra
með stjórnanda hátíðarinnar, Dögg Mósesdóttur, lengst til vinstri í fremri röð.
Norrænar stelpur skjóta á ný
Sýningin The
Factory verður
opnuð í kvöld kl.
21 í gömlu síldar-
verksmiðjunni í
Djúpavík. Er það
þverfagleg sýn-
ing sjónlista-
manna sem starfa
m.a. á sviði text-
íls, höggmynda,
myndbandalistar,
hljóðlistar, myndlistar, ljósmynda og
innsetninga. „Ætlunin er að (endur)
skapa The Factory-listasýningu með
því að sameina hruninn iðnað og nú-
tímalist. Um leið er gömlu síldar-
verksmiðjunni í Djúpavík gefið nýtt
líf í hinum afskekkta bæ,“ segir í til-
kynningu. Sýningar- og verk-
efnisstjóri er Emilie Dalum.
Þverfagleg sýning
sjónlistamanna
Verk eftir Herttu
Kiiski frá Finnlandi.
Tónlistarmaður-
inn Ásgeir gaf út
þriðju breiðskífu
sína, Sátt, í febr-
úar síðastliðnum
og stóð til að
hann yrði meiri-
hluta ársins á
tónleikaferðalagi
erlendis og
stóðst það fram í
fyrstu viku mars
þegar frekari tónleikum var aflýst
vegna COVID-19. Hann sneri þá
aftur heim og ákvað að halda í tón-
leikaferð um Ísland í júlí. Þá mun
hann halda 13 tónleika á 17 dögum,
hefur leik 10. júlí í Bæjarbíói
Hafnarfirði og endar í Frysti-
klefanum á Rifi 26. júlí og er miða-
sala hafin á tix.is.
Ásgeir í tónleika-
ferð um landið
Ásgeir
Tökur hófust á nýrri íslenskri
sjónvarpsþáttaröð, Systraböndum,
26. maí síðastliðinn og er hún
framleidd af Sagafilm. Silja
Hauksdóttir leikstýrir þáttunum
sem sýndir verða í Sjónvarpi Sím-
ans á næsta ári og segja af hvarfi
þrettán ára stúlku á Snæfellsnesi
árið 1995. 25 árum síðar finnst lík-
ið af henni og þurfa þrjár æsku-
vinkonur þá að horfast í augu við
drauga fortíðar, eins og segir í
lýsingu á þáttunum í tilkynningu.
Með aðalhlutverk í þáttunum
fara Ilmur Kristjánsdóttir,
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir,
Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Hall-
dóra Geirharðsdóttir og Jónmund-
ur Grétarsson og eru þættirnir
gerðir í samstarfi við Sjónvarp
Símans, Sky Studios, Nordic En-
tertainment Group (NENT Group)
og auk þess að vera sýndir í Sjón-
varpi Símans verða þeir sýndir á
streymisveitunni Viaplay á
Norðurlöndum. Þættirnir eru
framleiddir með styrk frá Kvik-
myndamiðstöð Íslands og Media
Creative Europe og hefur fyrir-
tækið Lumiere tryggt sér dreif-
ingarrétt á þeim í Benelux-
löndunum og NBC Universal Glo-
bal Distribution dreifir þáttunum
á heimsvísu.
Framleiðandi er Tinna Proppé
og yfirframleiðendur Hilmar Sig-
urðsson og Kjartan Þór Þórðar-
son.
Þættirnir hafa þegar vakið at-
hygli erlendra fjölmiðla og hefur
verið fjallað um þá á vef Variety
og Nordicdrama.com.
Harmsaga Í Systraböndum segir af því er lík af 13 ára stúlku finnst 25 árum eftir hvarf hennar.
Þrjár konur horfast í
augu við drauga fortíðar
Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttunum Systrabönd
Morgunblaðið/Ásdís
Leikstjóri Silja Hauksdóttir.