Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Bílaumboðið BL hefur tryggt sér
umboð fyrir bíla frá MG, breskum
framleiðanda sem margir bíla-
áhugamenn þekkja frá gamalli tíð.
Síðar í mánuðinum mun BL
kynna nýjan framhjóladrifinn og
rafknúinn sportjeppa af gerðinni
MG ZS EV, sem verður til sýnis við
Sævarhöfða. Er þetta 11. vöru-
merkið sem BL er með umboð fyrir.
Sportjeppinn verður fáanlegur
til afhendingar strax í tveimur
gerðarútfærslum; Comfort og Lux-
ury. Kynningarverð BL fyrir nýjan
MG ZS EV Comfort verður kr.
3.990.000 og Luxury kr. 4.390.000.
Ísland er eitt níu Evrópulanda
þar sem MG er nú fáanlegur, segir í
tilkynningu BL, og meðal fyrstu
norrænu markaða bílaframleiðand-
ans. Bílarnir eru hannaðir í Bret-
landi en framleiddir í Kína.
Rafbílarnir frá MG verða frum-
sýndir í sýningarsal BL við Sævar-
höfða laugardaginn 27. júní frá kl.
12-16. Auk sýningarbíla verða
reynslubílar til taks fyrir þá sem
vilja prófa. Við sama tækifæri verð-
ur einnig íslensk heimasíða merk-
isins tilbúin hjá BL.
Haft er eftir Ernu Gísladóttur,
forstjóra BL, í tilkynningu að raf-
bílarnir frá MG séu spennandi val-
kostur fyrir þá sem velja fremur
rafbíl en aðra kosti í samgöngu-
málum. „Við hjá BL búum að langri
sögu í atvinnugreininni sem nær í
raun allt aftur til ársins 1954 og við
hlökkum til að hefja nýjan áfanga í
rekstri fyrirtækisins,“ segir Erna.
Ljósmynd/MG
Rafbíll Nýr rafbíll frá MG af gerðinni MG ZS EV á leiðinni til landsins.
BL bætir við sig
11. vörumerkinu
Kynnir rafknúinn sportjeppa frá MG
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Framkvæmd mótsins verður vand-
kvæðalaus, nú þegar leiðbeiningar
sóttvarnalæknis liggja fyrir,“ segir
Þórir Haraldsson á Selfossi. Ákveðið
hefur verið að
Unglingalands-
mót UMFÍ verði
haldið á Selfossi
um verslunar-
mannahelgina, en
um skeið var
óvíst hvort af
mótinu yrði
vegna kórónu-
veirufaraldurs-
ins. Svör frá
heilbrigðisyfir-
völdum bárust síðan fyrir nokkrum
dögum og samkvæmt þeim þarf að
hafa gát á öllu við setningu og slit
mótsins, en þá kemur mikill fjöldi
fólks saman á litlu svæði svo tryggja
þarf fjarlægðarmörk.
Hámark í hólfum
Mátulegt bil milli fólks þarf sömu-
leiðis á tjaldsvæðum, þar sem fjöldi
fullorðinna í hverju hólfi má ekki
fara yfir 500 manns. Aðrar reglur
eru óbreyttar og kemur þar til að
börn og ungmenni hafa ekki verið
jafn útsett og fullorðnir fyrir veir-
unni, sem er að missa þróttinn.
Nefnd Héraðssambandsins
Skarphéðins heldur um framkvæmd
mótsins og er Þórir Haraldsson for-
maður hennar. „Í vetur vorum við
komin nokkuð af stað með undirbún-
ing mótsins, auk þess sem við búum
að reynslu frá landsmótshaldi hér á
Selfossi árið 2012 og 2013,“ segir
Þórir, sem er formaður unglings-
landsmótsnefndar. „Við getum því
tekið upp þráðinn þar sem frá var
horfið – og svona samkomur byggj-
ast auðvitað alltaf á mjög föstu
skipulagi frá ári til árs. Stóra verk-
efnið nú er því að fjármagna mótið.
Þar vænti ég að fyrirtæki leggi okk-
ur lið því svona mót er mikil innspýt-
ing í bæjarlífið hér á Selfossi.
Nokkuð sem munar verulega um,“
segir Þórir.
Á unglingalandsmóti á Selfossi ár-
ið 2012 voru um 2.000 keppendum,
18 ára og yngri, á landsmótið.
Þumalputtareglan er síðan sú að
þrír til fjórir fylgi hverjum og einum
keppanda; það er mamma, pabbi,
systkini, amma, afi og svo framvegis.
Fyrir mótshaldið er svo tiltækt
120.000 fermetra tjaldsvæði syðst í
byggðinni á Selfossi, ekki langt frá
íþróttasvæði bæjarins.
22 keppnisgreinar
„Keppnisgreinar eru 22, svo að
þetta er risastórt dæmi. Við heyrum
að aðsókn á fótboltamót yngri flokk-
anna nú í sumar sé góð og væntum
þess að sama verði á unglingalands-
mótinu, sem er orðið fast í sessi um
verslunarmannahelgina,“ segir
Þórir.
Unglingalandsmótið
verður haldið á Selfossi
Leiðbeiningar sóttvarnalæknis Verslunarmannahelgin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fánaborg Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi árið 2012. Þórir
Haraldsson
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
AÐALRÉTTIR
BAKSTUR
DRYKKIR
MORGUNMATUR
EFTIRRÉTTIR
SMÁRÉTTIR
HOLLT
MEÐLÆTI
VEGAN