Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 33 Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður munu sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum. Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfileika og ríka umhverfisvitund. Þekking og reynsla af málefnum sveitarfélaga nauðsynleg. Viðkomandi leiðir teymi sérfræðinga og annars starfsfólks í skipulags-, bygginga-, framkvæmda-, viðhalds-, umhverfismálum og náttúruauðlindum nýja sveitarfélagsins. Sveitarfélagið verður stærsta skipulagsumdæmi landsins. FRAMKVÆMDA- OG UMHVERFISSTJÓRI Helstu verkefni: • Áætlanagerð og rekstur á sviði umhverfis- mála og framkvæmda • Starfar með umhverfis- og framkvæmdaráði sveitarfélagsins • Samstarf við heimastjórnir byggðakjarnanna fjögurra • Dagleg stjórnun verkefna og starfsfólks • Ábyrgð á framkvæmdum og viðhaldi eigna sveitarfélagsins • Ábyrgð á þeim gjaldskrám er undir sviðið heyra • Samskipti og þjónusta við íbúa og fyrirtæki • Ábyrgð á framkvæmd og eftirliti með þjónustu sviðsins í skipulags-, byggingar- og umhverfismálum Menntun, hæfni og reynsla: • Reynsla af stjórnun með mannaforráð og leiðtogahæfni skilyrði • Háskólamenntun á sviði bygginga- eða skipulagsmála eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði • Þekking og reynsla af framkvæmda- og skipulagsmálum sveitarfélaga • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð nálgun • Skipulagshæfni og drifkraftur í starfi • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að byggja upp framúrskarandi sveitarfélag Leitað er að einstaklingi með frábæra samskipta- og leiðtogahæfileika. Þekking og reynsla við breytinga- og teymisstjórnun nauðsynleg. VERKEFNASTJÓRI MANNAUÐS Helstu verkefni: • Innleiðing breytinga í samvinnu við stjórnendur • Framkvæmd, þjónusta og þróun mannauðs- og vinnuverndarmála • Innleiðing kjarasamninga og umsjón með launaákvörðunum • Stuðningur og þjálfun stjórnenda á sviði mannauðstengdra verkefna • Eftirlit með mannauðsupplýsingum og skráningu upplýsinga í mannauðskerfi • Innleiðing og yfirumsjón með jafnlaunavottun • Yfirumsjón með skipulagi fræðslu- og starfsþróunarsamtala • Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. um líðan starfsfólks • Aðkoma að stefnumótun og þróun sveitarfélagsins Menntun, hæfni og reynsla: • Háskólamenntun í mannauðsstjórnun skilyrði • Reynsla og þekking á mannauðsmálum og breytingastjórnun skilyrði • Leiðtogahæfni og reynsla af verkefnastjórnun skilyrði • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg • Reynsla af stefnumótun og teymisstarfi er æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfsfærni • Góð tungumálakunnátta og færni í tjáningu í ræðu og riti • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun • Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfileika og góða þekkingu á rafrænum tækifærum. Þekking og reynsla af þróunar- og breytingstjórnun. VERKEFNASTJÓRI RAFRÆNNAR ÞRÓUNAR OG ÞJÓNUSTU Helstu verkefni: • Stýra teymi innleiðingar rafrænnar þjónustu og notendamiðaðrar hönnunar • Þróun og efling rafrænna þjónustuleiða • Mótar stefnu og stýrir vefum og samfélagsmiðlun á vegum sveitarfélagsins • Þjálfun og handleiðsla samstarfsfólks • Náið samstarf við aðrar deildir sveitarfélagsins • Aðkoma að stefnumótun í rafrænni þjónustu Menntun, hæfni og reynsla: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisstjórnun skilyrði • Reynsla og þekking á stafrænum lausnum skilyrði • Reynsla af þjónustuþróun og notendamiðaðri hönnun • Reynsla af þróun og innleiðingu breytinga • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogafærni og skipulagshæfileikar • Lausnamiðuð og skapandi hugsun • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu NÝTT SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG Á AUSTURLANDI LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGUM Í LYKILSTÖÐUR Umsækjendur geta valið aðalsstarfsstöð í einu af sveitarfélögunum fjórum en munu þjóna öllum íbúum og starfsfólki nýja sveitarfélagsins. Mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en í september 2020. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.