Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Neytendastofa telur ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar Félags eldri borgara yfir nafni Ferðaskrif- stofu eldri borgara, sem fyrirtækið Niko ehf. rekur. Segir stofnunin í niðurstöðu sinni, að þótt nokkur líkindi séu með heit- unum sé ekki hægt að fallast á að lík- indi með myndmerkjum þeirra sé svo mikil, að hætta sé á ruglingi milli þeirra. Þá verði ekki framhjá því litið að heiti beggja aðila séu afar almenn og lýsandi fyrir starfsemi þeirra, hvort sem litið er til einstakra orða í heitunum eða samsettra heita. Upp úr samstarfi slitnaði Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sendi kvörtun til Neyt- endastofu í ferbrúar. Vísaði félagið meðal annars til þess að innan þess væri rekinn Ferðaklúbbur FEB. Væri heitið Ferðaskrifstofa eldri borgara og möguleg skammstofun til þess fallið að villa um fyrir neytend- um, þar með talið félagsmönnum FEB. Fram kom í kvörtuninni, að FEB hefði verið í ákveðnu samstarfi við Niko í nokkurn tíma en upp úr því samstarfi hefði slitnað. Niko benti á móti á að FEB væri fyrst og fremst félagasamtök og fé- lagið hefði ekki leyfi til reksturs ferðaskrifstofu. Hins vegar væri Niko handhafi slíks leyfis og í þeirri atvinnustarfsemi að selja ferðir til útlanda og hefði gert frá 2004. Á þessu væri stór munur, eðli málsins samkvæmt. Fram kemur m.a. á heimasíðu Niko að fyrirhugað sé að fara í ferðir fyrir eldri borgara til Færeyja nú í ágúst og til Spánar í október og nóvember. Ekki aðhafst vegna heitis  Ekki talin líkindi með nöfnum Félags eldri borgara og Ferðaskrifstofu eldri borgara Þórshöfn Ferðaskrifstofa eldri borgara selur m.a. Færeyjaferðir. Ragnar Ólafsson múrari, til hægri á með- fylgjandi mynd, býst ekki við að hann og fé- lagar hans nái að klára að endurnýja klæðn- inguna á veggnum umhverfis Hólavallagarð í sumar, enda „sumarið stutt á Íslandi“. Þörfin á viðgerð er uppsöfnuð að mati Ragnars og veggurinn á köflum rúmlega aldargamall. „Annaðhvort er hann ónýtur eða þá lagaður. Og við erum að laga hann,“ segir Ragnar. Ekki aðeins setja dyntóttir veðurguðir strik í reikning, heldur stafar múrurunum greinilega viss hætta af hjólreiðamönnum sem hjóla utanstíga á gangstéttinni. Ragnar segir frá því að einn þeirra hafi hjólað yfir samverkamann hans: „Það er hjólastígur hérna á Suðurgötunni en það notar hann enginn nema kannski nokkrir skynsamir Reykvíkingar. Það hjóla allir á gangstéttinni.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Annaðhvort ónýtur eða lagaður  Viðgerðir á Hóla- vallagarðikirkjugarði Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Skynsamlegt er að fresta boðuðum áformum um nýja íbúðabyggð í Skerjafirði í Reykjavík á meðan rannsóknir fara fram á áhrifum byggðarinnar á starfsemi Reykja- víkurflugvallar. Þetta segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, en hún mun nk. þriðjudag leggja fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar. „Fram kemur í nýlegu samkomu- lagi ríkis og borgar að miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á full- nægjandi hátt þar til nýr flugvöllur er fullbúinn til notkunar. Samkvæmt samningi ríkis og borgar þarf að fara í aðalskipulags- breytingu en sú vinna er eftir. Þá liggur einnig fyrir að fara á í gerð hverfisskipulags árið 2022 fyrir Vesturbæinn sem kallar á mikið samráð við íbúa varðandi skipulag hverfisins,“ segir í tillögu borgarfulltrúans um frestun byggðar. Brýnar rannsóknir skortir Marta bendir á að þörf sé á að fara í umhverfismat á svæðinu og gæti það hæglega haft áhrif á skipulags- ferlið. Matinu er ekki lokið. „Þá hafa enn ekki farið fram full- nægjandi rannsóknir á þeim veður- farslegu áhrifum sem fyrirhuguð byggð hefði í för með sér og gæti hugsanlega haft áhrif á flugskilyrði og flugöryggi. Með alla ofangreinda þætti í huga er eðlilegt og skynsam- legt að fresta uppbyggingaráform- um á svæðinu,“ segir í tillögunni. Í greinargerð kemur meðal ann- ars fram að nýlega hafi ríki og borg gert með sér samning þar sem fram kemur að miðað verði við að flugvöll- urinn geti áfram þjónað innanlands- flugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur er fullbúinn og tilbúinn til notkunar. „[N]ý byggð myndi þrengja að flugvellinum sem gæti komið niður á nýtingarstuðli vallar- ins og flugöryggi,“ segir þar. Vill slá byggðinni á frest  Áhrif boðaðrar íbúðarbyggðar í Skerjafirði á Reykjavíkur- flugvöll óljós  Gæti dregið úr flugöryggi og flugskilyrðum Marta Guðjónsdóttir Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.