Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag. Frekari upplýsingar hjá palmar@thingvangur.is, sími 896 1116.. Veitingarými - salir – gistirými Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu TIL SÖLU EÐA LEIGU HELLNAR Hérna í gamla daga þegarmaður var að fara yfirskákir „gömlu meist-aranna“ fannst mér stundum eins og maður væri að spyrja til vegar. En var sú leiðsögn alltaf góð? Ég er ekki viss um það. Þetta minnti mig á ágætan mann sem ég var oft ferð með forðum og eitt sinn varð samferða okkur kona nokkur af erlendu bergi brotin, ákaf- lega forvitin um land og þjóð. Sam- ræðurnar voru eitthvað á þessa leið: Hvaða fjall er þetta? Þetta mun vera hið fræga eldfjall Hekla, svaraði ökumaðurinn. Stuttu síðar sagði konan: En á kortinu stendur að þetta sé Eyjafjallajökull. Svona gekk þetta um stund. Konan spurði og ökumaðurinn gaf þau svör sem honum fannst líkleg en var leið- réttur jafnharðan. Að lokum bað hann konuna að skoða bara kortið og vera ekki með þetta spurningaflóð. Það er dálítið síðan ég áttaði mig á því að í skákinni getur vegvísir nafn- togaðra meistara líka verið hæpin leiðsögn. Dæmi: Heimurinn – Sovétríkin, Belgrad 1970 Fischer – Petrosjan Petrosjan lék nú 10. … Db6 og naut þar leiðsagnar eins af „gömlu meisturunum“. Þetta þótti góður leikur þegar Capablanca lék þessu í nánast sömu stöðu árið 1926 gegn Maroczy – þessum sem Kortsnoj tefldi við að handan. Hann náði að leika –Bb5 og vann örugglega. En Fischer var öllum hnútum kunnugur og vel undirbúinn og svaraði með 11. a4! og þá rann upp fyrir mönnum að drottningin stóð illa á b6, svartur lenti í krappri vörn og tapaði í 39 leikjum. Ég sló upp í bókinni „Leiðin til framfara“ eftir Alex Yermolinsky. Hann tók dæmi úr frægri skák Capablanca: New York 1916: Sjá stöðumynd 2 Janowski – Capablanca Janowski lék nú 21. e5?? og eftir 21. … Be7 hafði svartur frjálsar hendur á drottningarvængnum og vann örugglega. Capablanca taldi að biskupaparið, góð kóngsstaða og heilbrigð peðastaða gæfu svarti betri möguleika. Þetta hefur síðan verið tuggið upp eftir Kúbumann- inum æ síðan. Yermolinsky benti á að eftir 21. exf5 exf5 22. f4 ásamt Rf3 gæti svartur lítið aðhafst. Hann taldi hins vegar að „gamblarinn“ Jan- owski hefði verið hræddur við að fá upp stöðu með mislitum biskupum eftir uppskipti á e5. Hafi það verið stöðumat þessa skákmanns ber það fyrst og fremst vott um takmark- aðan skilning á stöðunni. Sé hægt að draga einhvern lær- dóm af slóttugri taflmennsku núver- andi heimsmeistara er hann t.d. sá að það er engin bein lína í skák. Leiðin til sigurs er oft hlykkjótt. Ég renndi yfir nokkrar viðureignir hans á netinu í móti sem nú stendur yfir og þessi staða kom upp í skák hans við Bandaríkjamanninn Yeffery Xiong: Clutch chess champions 2020: Magnús Carlsen - Yeffery Xiong Hver skyldi vera besti leikurinn í stöðunni? Hvítur nýtur frumkvæðis og margur myndi reyna peðahlaup á kóngsvæng, 26. f4 eða jafnvel 26. g4. En Magnús lék … 26. Ha1!? Yfirgefur góða stöðu hróksins en hótar 27. a4. 26. … Hed8? (Hann kom á auga á smá brellu. Best var 26. … Ba4.) 27. a4 Bc4? (Þetta var hugmyndin en eina vonin lá í 27. … Hxd4 28. Be3 Hb4 29. Bxe6+ Kxe6 30. axb5 Hc8 með erfiðri stöðu.) 28. Bxc4 Hxd4 29. a5! Hxc4 Eða 29. … Rxc4 30. Bc3! He4 31. f3 og vinnur. 30. axb6! - og svartur gafst upp því eftir 30. … Hxc5 31. Hxa7+ Hxa7 32. bxa7 getur hann ekki stöðvað a-peðið. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hæpin leiðsögn Snillingur Jose Raoul Capablanca við taflið. Fyrir nokkrum ár- um, þegar ferða- mannastraumur til landsins var ört vax- andi, kom fram tillaga um að setja komugjald á erlenda ferðamenn sem komu til landsins með útgáfu á svo- nefndum náttúrupassa, sem hver ferðamaður yrði að kaupa til að fá að skoða allar nátt- úruperlur landsins. Þessi tillaga var mjög umdeild og að lokum lögð til hliðar vegna kostn- aðar við útgáfu passans (allt að tveggja milljóna stykkja eða meira á ári) og ekki síður kostnaðar við eft- irlit með að passinn væri sýndur við komu að náttúruauðlind. Ég var og er mjög hlynntur því að komugjalds verði krafist, því kostn- aður ríkisins við ýmsa þjónustu vegna þessara ferðamanna er og verður tvímælalaust mikill. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið um þetta mál þegar það var til um- ræðu. Þar benti ég á örugga, ein- falda og ódýra aðferð við innheimtu komugjalds og hún er sú að toll- verðir krefðust persónuskilríkja af hverjum ferðamanni sem kæmi til landsins, stimpluðu þau og inn- heimtu komugjald. Þetta myndi spara úgáfu náttúru- passa og innheimtumenn við hverja náttúruperlu og er margfalt skil- virkara en skattgreiðslur af atvinnu- greininni. Þar sem Ísland er eyríki er auð- velt að fylgast með komum 80-90 prósenta ferðamanna til landsins því komustaðir þeirra eru ekki margir. Allir ferðamenn sem koma til landsins verða að fara í gegnum toll- inn svo að þetta yrði örugglega einfaldasta og ódýrasta leiðin til innheimtu á komu- gjaldi. Innheimta gjalda til ríkisins af opinberum starfs- mönnum ríkisins er skilvirkasta leiðin til að komast hjá skatt- svikum og að ríkis- sjóður fái það sem hans er. Það er talið að í ferðamannageiranum séu skattsvik mjög mikil og að sögn skattrannsóknar- stjóra mjög erfitt að kanna og sanna þau. Nú má búast við að kostnaður rík- isins aukist mikið við skimun eftir kórónuveirunni meðal ferðamanna sem koma til landsins. Nú væri því kjörið að koma á því innheimtukerfi sem að ofan greinir. Undantekningu á gjaldtöku er auðvelt að gera ef um opinbera emb- ættismenn er að ræða eða aðra sem koma til landsins í boði stjórnvalda eða annarra stofnana. Íslenskir ferðamenn erlendis borga yfirleitt alltaf fyrir að skoða merkilega staði, t.d. kirkjur, kastala, hella, fossa og fjöll. Því skyldum við ekki gera það sama með okkar athyglisverðu staði? Komugjald á ferðamenn Eftir Hafstein Sigurbjörnsson »Nú má búast við að kostnaður ríkisins aukist mikið við skimun eftir kórónuveirunni á ferðamönnum sem koma til landsins. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari. Gunnar Ólafur Þór Egilson fæddist 13. júní 1927 í Barce- lona á Spáni. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Þor- steinsson Egilson, f. 1885, d. 1927, erindreki stjórnvalda, og Guðrún Thorsteinsson Egilson, f. 1890, d. 1961, húsfreyja. Gunnar nam klarínettuleik í Reykjavík, Los Angeles og London. Hann lék með Hljóm- sveit Reykjavíkur frá árinu 1946 og með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands frá stofnun henn- ar 1950 til 1985, lengst af sem 1. klarínettuleikari. Eftir það varð hann skrifstofustjóri hljómsveitarinnar og tónleika- stjóri til 1992 auk þess sem hann stundaði kennslu. Gunnar var meðal stofnenda Musica Nova og Kammersveitar Reykjavíkur. Gunnar var m.a. formaður Félags íslenskra hljómlistar- manna og Félags íslenskra tón- listarmanna og sat í fulltrúa- ráði Listahátíðar og í ráðherra- skipuðum nefndum um tón- listarskólamál. Hann var gerður heiðursfélagi FÍH 1982 og hlaut fálkaorðuna 2001 fyrir störf sín að tónlistarmálum. Eiginkona hans var Ása Gunnarsdóttir, f. 21.1. 1928, d. 20.3. 2020, talsímavörður. Börn þeirra eru þrjú. Gunnar lést 22.10. 2011. Merkir Íslendingar Gunnar Egilson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.