Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Meirihlut-inn íReykja-
vík hefur ákveðið
að skera upp her-
ör gegn hreyfi-
hömluðu fólki.
Oft hefur stefnu-
mótun í borginni
vakið furðu, en
með þessu nær meirihlutinn
að slá sjálfum sér rækilega
við.
Um áramót tók gildi
breyting á umferðarlögum. Í
þeim var ákvæði sem heim-
ilar hreyfihömluðum að aka
um göngugötur. Fyrir vikið
er ekki hægt að setja upp
hindranir til að loka þeim því
að þær myndu hefta för
hreyfihamlaðra.
Þetta hefur valdið vand-
kvæðum á Laugaveginum,
sem meirihlutinn stefnir á að
gera að göngugötu meira eða
minna frá Snorrabraut og
niður úr. Ökumenn hafa ekki
alltaf áttað sig á lokuninni og
verið gripnir á bílum sínum á
göngugötunni. Í stað þess að
reyna að finna leiðir til að
framfylgja hinum nýsettu
lögum við framkvæmd fyrir-
ætlana sinna um að gera
Laugaveginn að göngugötu
vill borgin fá að hefja sig yfir
lögin.
Fjallað var um þetta mál í
fréttaskýringu í Morgun-
blaðinu í gær. Þar er vitnað í
minnisblað frá umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkur
þar sem segir að það sé að
mati borgarinnar „vandséð í
hvaða tilgangi hreyfihaml-
aðir eigi að aka um göngu-
götur ef þar er ekki að finna
bílastæði fyrir hreyfihaml-
aða eða aðstæður til akst-
urs“.
Það er mikið bogið við
þessa stuttu setningu. Yfir-
leitt er umferð gangandi
vegfarenda á Laugaveginum
ekki það mikil að hann tepp-
ist fyrir bílaumferð. Hreyfi-
hamlaðir gætu einfaldlega
viljað fara niður Laugaveg-
inn til að spóka sig rétt eins
og aðrir vegfarendur. Það
væri hægt að halda því fram
um ansi marga vegfarendur
á Laugaveginum að það sé
„vandséð í hvaða tilgangi“
þeir séu þar á ferð.
Ekki er síður ástæða til að
staldra við þegar sagt er að á
göngugötunni séu hvorki
bílastæði fyrir hreyfihaml-
aða né aðstæður til að aka
um hana. Ljóst er að á göt-
unni voru sérmerkt bílastæði
fyrir hreyfihaml-
aða. Það er sára-
einfalt að láta þau
halda sér í stað
þess að fjarlægja
þau og segja síð-
an að það séu
engin bílastæði.
Fatlað fólk hef-
ur barist ötullega
fyrir réttindum sínum. Það
hefur ekki alltaf gengið
þrautalaust að tryggja að
hreyfihamlað fólk geti farið
ferða sinna óhindrað og oft
kostað margra ára baráttu
að knýja fram breytingar,
sem nú þykja sjálfsagðar.
Það má gefa sér að ákvæð-
ið í nýju umferðarlögunum
um að hreyfihömluðum sé
heimilt að aka um göngu-
götur sé þar ekki að ástæðu-
lausu. Ákvæðið er þar af til-
liti til hagsmuna hreyfi-
hamlaðra. Í fréttaskýring-
unni í blaðinu í gær er rætt
við Berg Þorra Benjamíns-
son, formann Sjálfsbjargar,
landssambands hreyfihaml-
aðra. Hann segir að borgin
hafi ákveðið að fara „undir
radarinn“ með beiðni sína
um að sveitarfélög fái sjálf
að ákveða hvort hreyfihaml-
aðir fái að aka um göngu-
götur. Hann segist ekki
skilja þetta öðru vísi en að
borgin sé að gefa hreyfi-
hömluðum „þau skilaboð að
við eigum afskaplega lítið
erindi í miðborgina“ og
undrast að borgin hafi ekki
leitað eftir víðtæku samráði
hreyfihamlaðs fólks um
þetta mál.
Meirihlutinn í borginni er
mikið fyrir gæluverkefni.
Iðulega mætti ætla að það sé
sérstakt kappsmál að hafa
hvorki samráð né ná sátt um
þessi verkefni og sérstak-
lega verðugt að knýja málið
fram ríki ekki sátt um það.
Lokunin á Laugaveginum er
reyndar gott dæmi um þessi
vinnubrögð. Kaupmenn við
Laugaveginn eru margir
uggandi um að lokunin muni
verða til þess að viðskipta-
vinum fækki og erfiður
rekstur verði enn tvísýnni,
en slíkar áhyggjur láta ráða-
menn í borginni sem vind um
eyru þjóta. Það keyrir hins
vegar um þverbak þegar
ákafinn vegna gæluverkefn-
anna er orðinn slíkur að
borgin ræðst í að knýja fram
afnám réttinda, sem hreyfi-
hamlaðir hafa barist fyrir, til
að ná fram markmiðum
sínum.
Það keyrir um
þverbak þegar
borgin ákveður að
knýja fram afnám
réttinda hreyfihaml-
aðra til að ná fram
markmiðum sínum}
Gegn hreyfihömluðum
Á
mánudag verður ferðafólki frá
þeim Evrópuríkjum sem eiga að-
ild að Schengen gefinn kostur á að
fara í skimun fyrir COVID-19
veirunni fremur en að fara í 14
daga sóttkví. Í þessu felst veruleg rýmkun skil-
yrða og leiðir vonandi til þess að landamærin
opnist að fullu. Ferðaþjónustan er mikilvæg
undirstaða atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar
og tímabært að skapa skilyrði fyrir komu er-
lendra ferðamanna á nýjan leik.
Til stóð að hafa sama háttinn á varðandi
ferðamenn frá ríkjum utan Schengen en nauð-
synlegt hefur reynst að fresta þeim áformum
þar til fyrir liggja ákveðnar upplýsingar. Þar er
einkum um að ræða áform ríkja eins og Banda-
ríkjanna um opnun landamæra og síðan einnig
hvort og þá hvernig best verði staðið að svoköll-
uðu „brottfarareftirliti“ gagnvart öðrum Schen-
gen-ríkjum. Upp hefur komið ákveðin óvissa í því sam-
bandi bæði hvað varðar lagaleg og praktísk atriði. Þetta
er flókið verkefni sem við viljum leysa vel af hendi.
Af þessum sökum hef ég talið rétt að gera öðrum
Schengen-ríkjum grein fyrir sérstöðu Íslands varðandi
þau áform sem hér hafa verið uppi um opnun ytri landa-
mæranna áður en endanleg ákvörðun verður tekin um
framkvæmdina. Beðið er viðbragða framkvæmdastjórnar
ESB við fyrirspurn okkar hvað það varðar. Vonir standa
eigi að síður til þess að ytri landamæri Íslands verði
opnuð miðvikudaginn 1. júlí með skimunum.
Í samskiptum við Evrópusambandið hef ég
lagt áherslu á mikilvægi ferðaþjónustunnar
fyrir efnahag okkar. Þar hef ég bent á að
skimun farþega er eins og stendur öflugasta
vörnin ásamt smitrakningu, sóttkví og al-
mennum smitvörnum. Ég hef undirstrikað í
þessum samskiptum að þessar öflugu varnir
og eftirlit ættu að tryggja að koma ferða-
manna frá löndum utan Schengen auki ekki
hættu annarra ríkja í samstarfinu.
Hafa ber hugfast að þessi mál eru í sífelldri
endurskoðun og dagsetningar geta færst til.
Gildir það raunar ekki aðeins um ákvarðanir
okkar hér á Íslandi heldur eru stjórnvöld um
allan heim í svipuðum sporum.
Við vildum öll að hægt væri að gefa afger-
andi svör til þeirra sem hyggja á ferðir til
Íslands eða sjá um að skipuleggja slíkar ferð-
ir. Mikilvægt er að aflétta óvissunni sem allra
fyrst. Ég mun beita mér fyrir því að allra leiða verði
leitað til að móta skýr og skynsamleg skref við opnun
landsins með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Markmiðið er að endurheimta frelsi til ferðalaga yfir
landamæri Íslands en standa ber þannig að málum að
sem best fari saman annars vegar uppbygging ferðaþjón-
ustu og atvinnulífs og hins vegar sóttvarnaraðgerðir sem
hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Áskoranir við opnun landamæra
Höfundur er dómsmálaráðherra aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Athugun sjávarútvegs- oglandbúnaðarráðherra áþví hvort rétt sé að bætaJökulfjörðum, Eyjafirði,
Viðfirði og Hellisfirði við þá firði sem
bannað er að nota fyrir sjókvíaeldi
virðist grundvallast á gömlum og
nýjum beiðnum viðkomandi sveitar-
félaga um bönn. Skiptar skoðanir eru
þó á milli sveitarstjórna og sveitar-
stjórnarmanna við Eyjafjörð um
hversu langt skuli ganga og þá virð-
ist afstaða sveitarstjórnarmanna við
Ísafjarðardjúp hafa breyst, að
minnsta kosti virðast þeir opnari fyr-
ir eldi í Jökulfjörðum en áður.
Flestir firðir landsins eru lok-
aðir fyrir sjókvíaeldi, samkvæmt
auglýsingu frá árinu 2004. Þar er
mest horft til nálægðar við góðar lax-
veiðiár. Með þessu er eldinu beint á
Vestfirði og Austfirði. Eyjafjörður er
eini fjörðurinn á Norðurlandi þar
sem laxeldi er talið raunhæft en er
undanskilinn banni.
Áður en þessu er breytt, fleiri
firðir bannaðir eða eldi takmarkað,
þurfa að liggja fyrir umsagnir við-
komandi sveitarfélaga, Fiskistofu,
Matvælastofnunar og Hafrann-
sóknastofnunar. Ráðherra hefur
óskað eftir þessum umsögnum.
Lengra er málið ekki komið.
Akureyri vill friðun
Ýmsir hagsmunaaðilar í Eyja-
firði, meðal annars veiðiréttareig-
endur og ferðaþjónustufyrirtæki,
hafa óskað eftir friðun fjarðarins fyr-
ir sjókvíaeldi. Meirihluti bæjarfull-
trúa á Akureyri samþykkti bókun í
síðasta mánuði þar sem beinlínis var
óskað eftir þessu við ráðherra. Það
hafa fleiri sveitarfélög gert, eins og
sést á meðfylgjandi yfirliti, en ekki
Fjallabyggð og Eyjafjarðarsveit.
Fjallabyggð hefur lýst yfir beinni
andstöðu við friðun. Fram hefur
komið í umræðunni að undanförnu
að skiptar skoðanir eru meðal íbúa
flestra sveitarfélaganna. Þannig vilja
fjórir fulltrúar í bæjarstjórn Akur-
eyrar, allir úr meirihlutaflokkum,
ekki ganga jafn langt og ákveðið var.
Þær umsóknir sem komnar
voru í staðsetningar fyrir sjókvíar í
Eyjafirði féllu úr gildi með nýjum
lögum um fiskeldi, fyrst og fremst
vegna þess að burðarþol fjarðarins
hefur ekki verið metið. Það er ekki
gert nema ráðherra óski eftir mati.
Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Laxa fiskeldis og fyrr-
verandi formaður Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi, lagði til á
opnum fundi sem sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hélt í fyrra-
kvöld á Akureyri, að Eyfirðingar
skoðuðu málið vel og málefnalega,
frá báðum hliðum, áður en þeir færu
fram á friðun fjarðarins. Taldi hann
skynsamlegt að ráðherra myndi
biðja Hafrannsóknastofnun um að
gera burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð
og áhættumat vegna hættu fyrir þá
laxastofna sem fyrir eru. Með þessar
upplýsingar í höndunum hefðu
sveitarstjórnarmenn grunn til að
byggja ákvarðanir á.
Haldist Eyjafjörður opinn fyrir
sjókvíaeldi þarf að bjóða svæðin út,
samkvæmt reglum nýrra laga. Ljóst
er að verði óskað eftir burðarþols- og
áhættumati og fyrirtæki afla sér
staðsetninga og fari í umhverfismat
og leyfisveitingaferli munu líða að
minnsta kosti 7 til 10 ár þangað til
fyrstu seiðin verða sett út í kvíar.
Þótt nægur tími sé til stefnu
hlýtur það þó að vera best fyrir alla
að friða fjörðinn strax, ef það er á
annað borð talið nauðsynlegt.
Tekist á um friðun
Eyjafjarðar fyrir eldi
Afstaða sveitarstjórna til tillögu um friðun
Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi
Grýtubakkahreppur
(Grenivík)
JÁ, efasemdir um sjókvíaeldi
Hörgársveit
JÁ
Eyjafjarðarsveit
NEI, sé í eigu Íslendinga
Dalvíkurbyggð
Vill áfram-
haldandi umræðu
Fjallabyggð
NEI
Svalbarðsstrandarhreppur
JÁ
Akureyrarbær
JÁ, afstaða meirihluta
Jökulfirðir eru innan Ísafjarðar-
bæjar. Þeir eru í nágrenni við
friðlandið á Hornströndum en
ekki innan þess. Vegna umsóknar
Arnarlax um leyfi til að hefja eldi
lýstu Ferðamálasamtök Vest-
fjarða og bæjarráð Ísafjarðar-
bæjar á árinu 2016 andstöðu við
eldi þar. Bæjarráð lagði áherslu á
að fyrst yrði farið í vinnu með
heimafólki og nýting svæðisins
skipulögð.
Bæjarráð hefur ekki tekið af-
stöðu til friðunar nú en afstaðan
virðist hafa breyst. Daníel Jak-
obsson, formaður bæjarráðs Ísa-
fjarðarbæjar, telur ekki tímabært
að friða Jökulfirði fyrir fiskeldi
og loka honum algerlega. Enginn
hafi óskað eftir því. Segir hann
að Ísafjarðarbær muni láta gera
hagsmunagreiningu til að draga
fram tækifærin og gallana sem
þeim kunna að fylgja.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur hef-
ur alltaf verið hlynnt því að eldi
verði leyft í Jökulfjörðum og ekki
hefur orðið breyting á því.
Gert er ráð fyrir friðun Hellis-
fjarðar og Viðfjarðar við sunnan-
verðan Norðfjarðarflóa í nýting-
aráætlun sem bæjarstjórn
Fjarðabyggðar samþykkti á síð-
asta kjörtímabili. Karl Óttar Pét-
ursson bæjarstjóri segir að þessi
afstaða sé óbreytt og getur þess
að ítrekað hafi verið farið fram á
það við ráðherra að þessu fallega
náttúrusvæði verði lokað fyrir
fiskeldi.
Breytt afstaða á Ísafirði
HUGSANLEG LOKUN JÖKULFJARÐA FYRIR FISKELDI