Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
60 ára Kristinn er
Árbæingur og Fylkis-
maður. Hann er BS í
byggingatæknifræði
og MBA. Kristinn er
eigandi Harðkorna-
dekkja ehf. og í for-
svari fyrir fjallaskíða-
hópinn Njóta eða þjóta.
Maki: Sigurveig Grímsdótir, f. 1961, við-
skiptafræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun.
Börn: Grímur Freyr, f. 1985, Steinunn,
f. 1988, og Guðrún Auður, f. 1999.
Barnabörnin eru orðin fjögur.
Foreldrar: Sigurður Haukur Sigurðs-
son, f. 1926, d. 2009, kennari og vega-
mælingamaður, og Guðrún Kristins-
dóttir, f. 1928, kennari. Hún er búsett í
Reykjavík.
Kristinn Rúnar
Sigurðsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Börn og ungmenni þarfnast leið-
sagnar þinnar í dag. Til að svo geti orðið
þarftu að sætta þig við einhverjar breytingar.
20. apríl - 20. maí
Naut Áætlanir þínar eru ekki nógu nákvæm-
ar. Nú er tími til að slappa af og síðan skaltu
vinna úr hlutunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt hugsanlega fá annað
tækifæri til að þiggja starf sem þú hefur þeg-
ar hafnað. Mundu að eitt lítið bros getur
dimmu í dagsljós breytt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Félagslífið stendur með miklum
blóma um þessar mundir. Sýndu þakklæti
þitt og þau munu vísa þér leið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú verður ekki undan því vikist að
ganga í málin þótt þau séu þér óljúf. Hugs-
aðu um eigin velferð.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hættan liggur í að gera meira úr hlut-
unum en ástæða er til. Reyndu að sýna
sveigjanleika. Horfstu í augu við raunveru-
leikann og leystu málin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt ekkert virðist geta komið í veg fyrir
góðan árangur þinn er rétt að hafa varaáætl-
un í bakhendinni. Leyfðu öðrum að njóta sín
eins og þú vilt fá að njóta þín sjálfur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er eins og allt ætli að ganga
upp hjá þér í dag. Ef þú hlustar vel gætirðu
komist að einhverju mikilvægu.
22. nóv. - 21. des.
BogmaðurHættu allri tvíræðni og ástríðan
kemur í staðinn. Hafðu þetta stöðugt í huga
og gerðu það sem í þínu valdi stendur til að
draumar þínir geti ræst.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fólk reynir að ná athygli þinni og
vill hana alla. Láttu það ekki bíða að segja
þeim hversu miklu máli þeir skipta þig.
Gættu þess umfram allt að vera ekki yfirdrif-
inn og oflætisfullur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Geta þín til þess að laða það
besta fram í öðrum leiðir til þess að þú
kemst nær þínum eigin markmiðum í stökk-
um og loftköstulum. Það merkilega er að þú
vilt líka gjarna kenna öðrum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Talaðu skýrt út um hlutina, þannig að
enginn þurfi að efast um tilgang þinn. Hafðu
hugfast að aldrei er hægt að gera svo öllum
líki. Fjörug skoðanaskipti eru alltaf til
ánægju.
dór leikur í kvikmyndinnni Síðasta
veiðiferðin sem er sú vinsælasta í
kvikmyndahúsunum um þessar
mundir. „Þetta er eitt skemmtileg-
asta verkefni sem ég hef tekið þátt í.
Ég er sjálfur á fullu í veiði og margir
af mínum vinum léku í myndinni, en
hún fjallar um vináttuna og er
skemmtileg mynd. Svo þykir mér
líka vænt um þættina Sigtið sem ég
gerði með vinum mínum 2006. Þeir
voru tilnefndir til Edduverðlauna,
mjög skemmtilegu hlutverki í And
Björk, of course eftir Þorvald Þor-
steinsson, en í því var nýlunda í efn-
istökum og uppsetningu og ég held
mikið upp á þetta verk.“
Auk starfa í leikhúsinu hefur Hall-
dór komið víða við. Hann hefur leik-
ið í kvikmyndum og sjónvarpsþátt-
um, skrifað sjónvarpsefni, talað inn
á fjölda teiknimynda, kennt og leik-
stýrt í framhaldsskólum og skemmt
og sprellað við hin ýmsu tilefni. Hall-
H
alldór Gylfason fædd-
ist 13. júní 1970 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hann bjó
til 4 ára aldurs í
Kópavogi en fjölskyldan flutti þá í
Vogahverfið í Reykjavík. Hann æfði
fótbolta og handbolta með Þrótti,
keppti í bridds í grunnskóla, sundi
og hestamennsku og vann til verð-
launa í öllum þessum greinum. „Ég
stunda lítið af þessu í dag en er ákaf-
ur stuðningsmaður míns gamla upp-
eldisfélags Þróttar og mæti oft á
völlinn og læt til mín taka í félaginu.
Ég var mjög aktívur á þessum tíma,
fór að spila á gítar og var félags-
málatröll í grunnskóla.“
Halldór var þrjú sumur sem ung-
lingur á Hellissandi hjá bróður sín-
um og vann í saltfiski. Spilaði þar
fótbolta með Víkingi Ólafsvík og síð-
asta sumarið þegar hann var 16 ára
með meistaraflokki. „Eftir að ég
byrja í menntaskóla hætti ég í fót-
boltanum. Ég var að vinna við
Sundahöfn næsta sumar til klukkan
tíu á kvöldin og hafði ekki tíma fyrir
fótboltann, en ég var í handbolt-
anum til 18 ára aldurs.“
Halldór gekk í Vogaskóla og út-
skrifaðist úr Menntaskólanum við
Sund 1990. Hann starfaði síðan á
barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans, Kleppi og Unglingaheimili
ríkisins til 1993. „Ég var á þessum
árum í hljómsveitinni Sirkus Ba-
baloo og þrjár vikur í félagsfræði í
Háskóla Íslands.“ Haustið 1993
byrjaði Halldór svo í Leiklistarskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan 1997.
Fyrsta hlutverk Halldórs í leik-
húsi eftir útskrift var í Hart í bak
eftir Jökul Jakobsson hjá Leikfélagi
Akureyrar. Síðan fór hann með eitt
hlutverk annars vegar hjá Hafnar-
fjarðarleikhúsinu og hins vegar í
Þjóðleikhúsinu en vorið 1998 byrjaði
hann hjá Leikfélagi Reykjavíkur í
Borgarleikhúsinu og hefur verið þar
allar götur síðan. Hann hefur verið
þátttakandi í um 80 leiksýningum
þar. „Eftirminnilegur er m.a. þessi
gangur í söngleikjunum í Borgar-
leikhúsinu, eins og Mary Poppins,
Billy Elliot og Mamma Mia en ég
var í öllum þessum verkum. Af eft-
irminnilegum rullum þá var ég í
en við gerðum tvær seríur af þeim.“
Halldór hefur sjálfur verið til-
nefndur bæði til Edduverðlauna og
Grímuverðlauna fyrir leik sinn.
Allan starfsferil sinn sem leikari
hefur Halldór ásamt félögum sínum
starfrækt hljómsveitina Geirfuglana
sem hefur m.a. tekið þátt í leiksýn-
ingum sem hann hefur leikið í og
gefið út sjö breiðskífur. Halldór hef-
ur einnig haldið tvenna sólótónleika
með eigin efni.
Helstu áhugamál Halldórs eru
stangveiði og tónlist, bæði að hlusta
á tónlist og spila og syngja. Hann er
liðtækur í eldhúsinu og hefur gaman
af lestri góðra bóka. „Ég er alltaf
með góða bók á náttborðinu og kíki í
á hverju kvöldi. Svo er ég farinn að
hafa gaman af því að elda með ár-
unum og við hjónin erum bæði sam-
an í því og skiptumst líka á. Mér
finnst gaman að takast á við alls
konar áskoranir í eldhúsinu, sonur
okkar er til dæmis orðinn græn-
metisæta og taka þarf tillit til þess.“
Í tilefni afmælisins ætlar Halldór út
að borða með fjölskyldu sinni en ætl-
ar svo að halda partí í ágúst með vini
sínum sem verður fimmtugur þá.
Fjölskylda
Eiginkona Halldórs er Halla
Skúladóttir, f. 1.6. 1967, hjúkrunar-
fræðingur og aðstoðardeildarstjóri á
barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans. Þau eru búsett í Reykja-
vik. Foreldrar Höllu eru hjónin
Skúli Einarsson, f. 11.4. 1937 á
Hvanná, N-Múl., trésmiður, og
Lovísa Guðmundsdóttir, f. 26.12.
1933 í Berufirði, S-Múl., handa-
vinnukennari. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Börn Halldórs og Höllu eru 1)
Gylfi Halldórsson, f. 14.12. 1997, ráð-
gjafi hjá Landspítalanum, búsettur í
Reykjavík, 2) Lovísa Halldórsdóttir,
f. 17.7. 2001, nýstúdent frá Verzl-
unarskóla Íslands.
Systkini Halldórs: Guðbjörg
Gylfadóttir, f. 25.5. 1954, d. 4.7. 2016,
leikskólakennari í Reykjavík; Unnur
María Gylfadóttir, f. 10.12. 1958, d.
24.9. 1964; Viðar Gylfason, f. 26.12.
1961, íþróttakennari og nuddari á
Hellissandi; Sigurjón Gylfason, f:
14.8. 1965, trésmiður í Kópavogi.
Halldór Gylfason leikari – 50 ára
Fjölhæfur Auk þess að leika hefur Halldór verið í hljómsveitinni Geir-
fuglunum til fjölda ára og var liðtækur íþróttamaður á yngri árum.
Skemmtir og sprellar við ýmis tilefni
Fjölskyldan Lovísa, Halla, Gylfi og Halldór þegar Gylfi varð stúdent frá
Menntaskólanum við Sund árið 2017 en Lovísa varð stúdent frá VÍ í vor.
40 ára Arnbjörg er
Reykvíkingur. Hún er
MA í klassískri tónlist
frá Salzburg og MA í
menningarstjórnun og
sýningarstjórnun frá
Zürich. Arnbjörg er
dagskrárstjóri í Nor-
ræna húsinu og leikstjóri.
Maki: Höskuldur Tryggvason, f. 1971, við-
skiptafræðingur og fjárfestir.
Börn: Brynja Steinunn, f. 2011, og Bjarki
Ragnar, f. 2019. Stjúpsynir eru Jasper
Ingvi, f. 2008, og Niklas Bjarni, f. 2010.
Foreldrar: Ragnar Danielsen, f. 1951,
hjartalæknir, bús. í Garðabæ, og Stein-
unn Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f.
1951, bús. í Rvík, Stjúpmóðir er Anna
Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1965, hjúkr-
unarfræðingur, bús. í Rvík.
Arnbjörg
Maria Danielsen
Til hamingju með daginn
Reykjavík Bjarki Ragnar fæddist
9. júní 2019 í Reykjavík. Hann vó
14 merkur og var 54 cm langur.
Foreldrar hans eru Arnbjörg María
Danielsen og Höskuldur Tryggva-
son.
Nýr borgari
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun,
hárgreiðsla, brúðkaupsferðin,
veislumatur, veislusalir og brúðar-
gjafir eru meðal efnis í blaðinu.
- meira fyrir áskrifendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 12, mánudaginn 15. júní.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
BRÚÐKAUPSBLAÐ
Morgunblaðsins kemur út
föstudaginn 19. júní
SÉRBLAÐ