Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
✝ SigurbjörgHafsteins-
dóttir fæddist á
Hnausum í Þingi
1. nóvember 1931.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands
vestra Blönduósi
hinn 6. júní 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Soffía Sig-
urðardóttir hús-
freyja, f. 22. apríl 1908 d. 24.
október 2002, og Hafsteinn
Jónasson bóndi, f. 5. nóvember
1901 d. 11. júní 1975.
Systkini Sigurbjargar eru
Guðrún, Mosfellsbæ, f. 7.4.
1928, Jósefína Jóhanna,
Reykjavík, f. 20.6. 1930, og
Jónas Benedikt, Njálsstöðum,
f. 16.8. 1933, d. 22.11. 1995.
Hinn 11. apríl 1957 giftist
Reykjavík. Maki: Auður Elfa
Hauksdóttir, vinnur á leikskóla
í Reykjavík. Eiga þau fimm
börn. 5) Svala, f. 24. júní 1967,
héraðsskjalavörður A-Hún.
Maki: Benedikt Blöndal Lár-
usson tónlistarkennari. Eiga
eitt barn en áður átti hún tvö
börn og Benedikt þrjú.
Barnabörnin eru 18 og
barnabarnabörnin 12.
Sigurbjörg ólst upp á Njáls-
stöðum í Vindhælishreppi hin-
um forna og vann við hefð-
bundin sveitastörf ásamt for-
eldrum og systkinum þar til
hún fluttist til eiginmanns síns
í Hvammi í Langadal 1957. Þar
undi hún hag sínum vel við öll
þau störf sem til féllu ásamt
því að ala upp fimm börn.
Dans var hennar yndi.
Seinna þegar hún fluttist
ásamt eiginmanni sínum til
Blönduóss 1983 starfaði hún
hjá Rækjuvinnslunni á Blöndu-
ósi allt þar til hún lét af störf-
um 67 ára að aldri.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Blönduóskirkju í dag, 13.
júní 2020, klukkan 15.
Sigurbjörg Runólfi
B. Aðalbjörnssyni
f. 19.3. 1934, d.
12.2. 2016, og eru
börn þeirra: 1)
Hafsteinn Að-
albjörn, f. 21.
október 1957,
starfsmaður á
Grundartanga.
Maki: Sigrún Dúna
Karlsdóttir. Hann
á eina dóttur og
Dúna tvo syni. 2) Rannveig, f.
10. desember 1958, bóndi í
Hvammi. Maki: Gauti Jónsson
bóndi. Eiga þau fjögur börn. 3)
Njáll, f. 28. mars 1962, starfs-
maður í Léttitækni á Blöndu-
ósi. Maki: Ásta Þórisdóttir
þroskaþjálfi. Eignuðust þau
fimm börn, tvö létust eftir fæð-
ingu. 4) Bjarni, f. 28. nóvember
1963, húsgagnasmiður í
Elsku amma mín. Ég trúi því
varla að þú sért farin. Að ég fái
ekki lengur þessi þéttu knús og
innilegu kossa frá þér sem ég
fékk í hvert sinn sem ég kíkti á
þig í heimsókn. Þetta innilega
bros um leið og þú heyrðir rödd-
ina í mér.
Ég sit hér og rifja upp allar
yndislegu minningarnar sem við
bjuggum til saman. Allt sem ég
hef lært í bakstri byrjaði hjá þér.
Þú leyfðir mér alltaf að fylgjast
með þér baka hjónabandssæluna,
rúgbrauðið og steikja kleinur og
ástarpunga. Ekki má gleyma
súkkulaðikökunni eða jólakök-
unni sem alltaf var til.
Þegar ég sit hér og skrifa þessa
grein fæ ég alveg rosalega löngun
í kjötsúpuna hennar ömmu. Það
var sko ekki til betri kjötsúpa en
sú sem þú eldaðir.
Var svo heppin að eiga allar
þessar yndislegu stundir með þér
elsku amma mín. Það sem ég mun
sakna þín. Vonandi stígið þið
dansinn þarna á himnum þú og
afi.
Elska þig.
Þín
Nína.
Elsku mamma mín, loksins
fékkstu hvíldina langþráðu frá
parkinsonsveikinni og sjón-
leysinu sem lék þig grátt hin síð-
ustu ár. Eftir sit ég og hugsa með
mér „hvað á ég nú að gera“ því
mestallt mitt líf var samofið þínu,
því ég lofaði pabba að hugsa um
þig eftir að hans nyti ekki lengur
við. En minningin um góðar
stundir við ferðalög og annað
stúss með þér mun verða til stað-
ar þótt tómleikinn sé mikill. Þar
sem þú varst alltaf til staðar fyrir
mig þegar ég þurfti á því að halda
þá kveð ég þig með ljóðinu um ís-
lensku konuna sem mér finnst
vera svo lýsandi fyrir það hvernig
þú lifðir og starfaðir.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf
þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, og sólin, hún rís,
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þín dóttir,
Svala.
„Allt eins og blómstrið eina …“
Þetta er táknræn byrjun hins
rammíslenska greftrunarsálms,
sem byggir á því, hve kynslóða-
skiptin eru áberandi og ágengt
stef í lífinu í dreifbýlinu og í lífi
bóndans. Nú eru að ganga yfir
kynslóðaskipti á þeim bæ í daln-
um góða, þar sem mörg borgar-
börn fengu á sinni tíð að kynnast
þeirri hringekju lífs og dauða og
þeim lærdómi og lífssýn, sem lífið
í íslensku sveitunum birti þeim.
Fyrir það ber að þakka og drúpa
höfði þegar Sigurbjörg Haf-
steinsdóttir er til grafar borin.
Ævistarf hennar var mikið þegar
hún og Runólfur Aðalbjörnsson
bjuggu í Hvammi og unnu þar
mikið uppbyggingarstarf, sem
lengi mun bera dugnaði þeirra og
mannkostum vitni. Tengdamóðir
Sigurbjargar, Björg Runólfsdótt-
ir, hafði lagt grunninn að mestu
sem einstæð móðir og bóndi á
undan hinum ungu hjónum, þegar
hún var „athvarf umrenningsins“
og „líkn frá kyni til kyns“. Síðan
þá hafa konurnar, sem búið hafa í
Hvammi, verið bændur til jafns
við karla sína, skörungar og
dugnaðarforkar og gott að koma
þar við á ferðum, spjalla við ábú-
endur og fylgjast með afkomend-
unum.
Mann sinn missti Sigurbjörg
fyrir nokkrum árum og hún
glímdi svo lengi við afar erfiðan
sjúkdóm, að það er til merkis um
þá einstöku seiglu, þrautseigju og
baráttuþrek, sem hún var gædd,
já, afrek hve lengi hún náði að
þrauka. Í huga hollvinar Langa-
dals er sem sól hafi sest í dalnum
kæra með fráfalli Sigurbjargar.
Þökk, virðing og samúð eru efst í
huga.
Og einnig sú staðreynd í hverri
sveit, „að sólin, hún hnígur og sól-
in, hún rís“; og að dauðinn og lífið
eru tvær hliðar á sama peningn-
um.
Ómar Ragnarsson.
Sigurbjörg
Hafsteinsdóttir
✝ Bjarni RagnarLárentsínusson
húsasmíðameistari
fæddist í Stykk-
ishólmi 10. apríl
1931. Hann and-
aðist á St. Francisk-
usspítalanum í
Stykkishólmi 30.
maí 2020. For-
eldrar hans voru
hjónin Lárentsínus
Mikael Jóhann-
esson, f. 20. desember 1893, d. 2.
ágúst 1963, og Sigríður Bjarna-
dóttir, f. 11. október 1903, d. 14.
apríl 1983. Bjarni var fjórði í
röðinni af níu systkinum en nú
eru fimm á lífi. Systkini Bjarna:
Maggý, f. 1923, Jóhanna, f. 1926,
Inga Lára, f. 1929, Ásberg, f.
1935, Sigurður Kristján Guð-
mundur, f. 1938, Guðbjörg Jó-
hanna, f. 1941, Jón Eyþór, f.
1943, og Sigríður, f. 1948.
Bjarni kvæntist 25. september
1954 Önnu Maríu Bjartmars, f.
6.12. 1933, og hófu þau búskap í
foreldrahúsum Önnu á Skólastíg
23. Bjarni byggði þeirra fyrsta
íbúðarhús á Skólastíg 26 árið
1958 og síðar Skólastíg 30 þar
sem hjónin bjuggu með fjöl-
skylduna lungann úr ævinni eða
þar til Anna og Bjarni festu kaup
á nýju húsi við Móholt 6 árið
2008. Anna og Bjarni fluttu á
Dvalarheimili aldraðra í Stykk-
sveitinni allt fram til ársins 2014.
Hann söng í Kór Stykkis-
hólmskirkju frá unga aldri.
Hann tók þátt í danshljóm-
sveitum, kvartettum, sextettum
og fleiri hljómsveitarformum og
starfaði a.m.k. ein sveit undir
nafninu Sextett Bjarna Lárents-
ínussonar. Söngdúettar Bjarna
og Njáls Þorgeirssonar komu út
á hljómplötu 1986 við undirleik
Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Bjarni gekk í bræðrafélagið
sem var forveri fræðslustúk-
unnar Borgar og þar starfaði
hann alla tíð. Hann starfaði í
sóknarnefnd og byggingarnefnd
Stykkishólmskirkju og var
byggingarmeistari kirkjunnar í
Stykkishólmi. Bjarni var for-
maður skólanefndar Tónlistar-
skólans í Stykkishólmi 1978-
1986. Hann var áhugamaður um
flest það sem var á dagskrá í
Stykkishólmi og var dyggur
stuðningsmaður Ungmenna-
félagsins Snæfells. Bjarni var
heiðraður af Stykkishólmsbæ
fyrir framlag sitt til menningar-
og félagsmála í Stykkishólmi ár-
ið 2010 auk þess sem hann var
heiðraður af Iðnaðarmanna-
félagi Stykkishólms og Lúðra-
sveit Stykkishólms.
Útför Bjarna fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 13.
júní klukkan 14.
Athöfninni verður streymt í
Íþróttamiðstöð Stykkishólms
sem og á Youtube-rás Stykk-
ishólmskirkju. Stytt slóð á
streymið: https://tinyurl.com/
y8htp6et
Einnig má nálgast hlekk á
streymið á www.mbl.is/andlat
ishólmi 2018.
Börn þeirra: 1)
Sólborg Olga, f.
1954, gift Flemm-
ing Nielsen, þau
slitu samvistum.
Börn þeirra: a)
Linda María f. 1981,
b) Bjarne Ómar, f.
1985, c) Karina, f.
1985. 2) Bjartmar, f.
1957, kvæntur Guð-
rúnu Helgu Gylfa-
dóttur, f. 1962, synir þeirra: a)
Kristinn Jens, f. 1992, b) Konráð
Logi, f. 1994. 3) Unnar Freyr, f.
1959, kvæntur Önnu Margréti
Guðmundsdóttur, f. 1963. Börn
þeirra: a) Magnea Heiður, f.
1988, b) Guðmundur Bjarni, f.
1991. 4) Sigurður Ragnar, f.
1960, kvæntur Önnu Sigríði Mel-
steð. Börn þeirra: a) Símon Karl,
f. 1994, b) Jóel Bjarki, f. 2001, c)
Salvör Mist, f. 2003. Barna-
barnabörnin eru fimm.
Bjarni lauk námi í húsasmíð-
um í Iðnskólanum í Reykjavík.
Hann var einn af stofnendum
trésmiðjunnar Veðramóta í
Stykkishólmi, einn af stofn-
endum Trésmiðju Stykkishólms
og lauk starfsævinni hjá Sigurði
Ágústssyni hf.
Bjarni var músíkalskur og
gekk til liðs við Lúðrasveit
Stykkishólms á stofnári hennar
1944. Hann spilaði með lúðra-
Síðla vetrar fyrir 36 árum hóf-
ust kynni okkar Bjarna tengda-
föður míns og voru þau ljúf og ein-
læg. Ég var síðan svo lánsöm að
búa hjá þeim tengdaforeldrum
mínum sumarið eftir er ég starf-
aði hjá St. Fransiskussystrum á
sjúkrahúsinu þar í bæ og við
kynntumst í rólegheitunum. Ein
er sú minning frá því sumri að í
hádeginu þurfti að hringja ótal
símtöl enda ekki komnir farsímar
og sat Bjarni á símabekknum með
símaskrána á hnjánum, hringdi í
mann og annan, pantaði þetta og
hitt og oftar en ekki var kallað eft-
ir hjálp við að finna númer og
menn náðu líka smá kríu til að
hlaða batteríin.
Bjarni átti sér mörg hugðarefni
í tónlist og mannrækt, áhugasam-
ur um stórt og smátt, kappsamur,
stórhuga, mikill eldhugi og fag-
maður í sínu starfi og er Stykk-
ishólmskirkja lifandi dæmi um
það. Ferðirnar suður bæði þá,
fyrr og síðar voru margar og var
næturstaðurinn oft og iðulega hjá
okkur fjölskyldunni, sem okkur
fannst þá sennilega bara sjálfsagt
en núna eftir á litið dýrmætur
tími. Afi Bjarni var þá oft og iðu-
lega búinn að fara í bakaríið þegar
krakkarnir komu úr skólanum,
brúnu bréfpokarnir voru margir
og mikil veisla í vændum með hon-
um og ömmu, þá þurfti ekki að
deila bakkelsinu.
Á ferðum um borgina sá vökult
og áhugasamt byggingaaugað
flesta byggingakrana sem uppi
voru og hreif það byggingameist-
arann. Þeir feðgar hann og Unnar
deildu áhuga á byggingarlist og
flestu varðandi framþróun fags-
ins, tónlist, veiði, mannrækt með
frímúrurum og flestu er viðkemur
mannbætandi lífi. Veiðiferðirnar
voru nokkrar með Bjarna og er
mér það minnisstætt er við stóð-
um í hyl einum undir fossi í rign-
ingu og veiddum grimmt – þá var
kátt í Dölunum. Bakkáin var líka
uppáhalds og talað um eins og
stórá.
Jákvæðni og glaðværð var ein-
kennandi fyrir Bjarna, hann
dvaldi ekki í neikvæðni; „ekkert
mál“ var svarið og fengum við
sannarlega að njóta þess m.a. við
að standsetja húsið okkar. Hann
mætti galvaskur í Kópavoginn, fór
strax í að rífa niður vegg með lát-
um sem fór frekar illa með kapp-
ann en hann lét ekki deigan síga
og fór í önnur verk – er minningin
um hann með heyrnartólin með
útvarpinu, flautandi, syngjandi
eða hlæjandi, hrókur alls fagnaðar
og drífandi. Húsið var honum
kært og við fermingu nafna hans
skömmu síðar gekk hann um og
sýndi stoltur eins og sitt eigið.
Hann átti auðvelt með að sam-
gleðjast, hrífast með og umhugað
um að allt gengi vel, eins og t.d.
þegar Magnea okkar var í Svíþjóð
í framhaldsnámi, spurði ítrekað út
í það. Hann var sennilega á undan
sinni samtíð, gleymdi sér við
stund og stað – nú kallað núvit-
und; náði alveg að kúpla út t.d. við
sjónvarpið, sló á lær sér og hló
dátt, hversu dásamlegt. Nú er
flautið þagnað en hljómar í minn-
ingunum.
Ég þakka af heilum hug og
kærleika samfylgdina.
Anna Margrét.
Elsku afi! Nú þegar þú ert far-
inn koma fram ótal minningar.
Dekrið í garð okkar barna-
barnanna var alltaf allsráðandi,
þú sást til þess að þótt við byggj-
um í Danmörku þá fengjum við
alltaf súkkulaðidagatal fyrir jólin
og súkkulaðipáskaegg á páskum.
Það var alltaf gaman þegar þið
amma komuð í heimsókn því þú
varst alltaf til í að gera eitthvað
skemmtilegt og ekki síður því þá
fengum við alltaf dót og nammi.
Þegar við fluttum til Íslands og
í Hólminn varstu alltaf til staðar
fyrir okkur, við gátum alltaf leitað
til þín ef eitthvað þyrfti að græja,
öllu var reddað og yfirleitt var
bara farið niður í bílskúr á Skóla-
stígnum og fundið það sem vant-
aði enda ýmislegt til þar, því engu
var hent. Orðið „nei“ var ekki til
þegar kom að okkur barnabörn-
unum.
Það var alltaf notalegt að koma
til ykkar ömmu, sitja og spjalla
um allt mögulegt og þú hafðir allt-
af mikinn áhuga á öllu því sem við
vorum að gera og spurðir mikið,
þú varst svo stoltur af öllu því sem
við tókum okkur fyrir hendur og
það leyndi sér aldrei. Við fundum
alltaf fyrir einlægri gleði og þakk-
læti yfir því að við skyldum koma í
heimsókn, alveg fram á síðasta
dag.
Við eigum eftir að sakna þess
að heyra ekki fallegu söngröddina
þína og sönglið, en það var svo
notalegt að heyra þig söngla og
raula þegar þú varst að brasa við
eitthvað eða þegar þú hélst á
barnabarnabarni sem sofnaði í
fanginu á þér út frá þessari nota-
legu röddu.
Elsku afi, við munum sakna þín
en yljum okkur við allar minning-
arnar og vitum að þér líður vel
núna, eflaust að smíða eitthvað og
syngjandi.
Þín barnabörn,
Bjarne Ómar, Karina og
Linda María.
Inn um dyrnar kemur góðlegur
brosandi maður, ég var búin að
heyra flautandi lagstúf nálgast á
meðan hann gekk upp stigann úr
bílskúrnum. Góðan daginn segir
hann og brosir svo blítt til mín.
Þetta er það fyrsta sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa aft-
ur til barnæsku og heimsókna
minna á Skólastíginn. Ég minnist
þeirra stunda með þakklæti og
gleði í hjarta. Upplifunin var eins
og að koma í ævintýrahöll, það
voru til svo margar hljómplötur
sem ég fékk að spila, fullt af hljóð-
færum, verðlaunapeningarnir í
herbergjum strákanna, Donkey
Kong-tölvuspilið hans Sigga,
sendingarnar frá Olgu og svo öll
ilmandi blómin í garðskálanum.
Ég hafði alltaf gaman af því að
spjalla við Beibei um daginn og
veginn. Ég minnist þess ekki að
hann hafi nokkurn tíma verið
skoðanalaus um þau málefni sem
við ræddum og hann lét þær
óspart í ljós, beðinn sem óbeðinn,
og þá sérstaklega ef talið barst að
íþróttum. Það var þó ekki fyrr en
á unglingsárum að ég upplifði
hans mikla keppnisskap í stúk-
unni og oft var það ekki minni
skemmtun að fylgjast með honum
en að fylgjast með sjálfum leikn-
um.
Beibei var líka maður verka og
hafði unun af því að vinna bæði
stór og smá verk. Flautandi og
syngjandi vann hann alla daga að
fegrun með smíðum, garðrækt,
söng og tónum.
Elsku Anna, Olga, Bjartmar,
Unnar, Siggi og fjölskyldur, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Alda og Gísli Páll.
Bjarni Ragnar
Lárentsínusson
Fleiri minningargreinar
um Bjarna Ragnar
Lárentsínusson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Við minnumst Finnboga Jóns-
sonar, bónda í Hörgshlíð, með
hlýhug en hann lagði upp í sína
hinstu ferð í vetur. Hann var
Finnbogi Sigurður
Jónsson
✝ Finnbogi Sig-urður Jónsson
fæddist 26. októ-
ber 1956. Hann
lést 30. desember
2019.
Hann verður
jarðsunginn frá
Vatnsfjarðar-
kirkju við Djúp í
dag, 13. júní 2020,
og hefst athöfnin
klukkan 14.
næsti nágranni okk-
ar í Mjóafirði við
Ísafjarðardjúp og
reyndist okkur alla
tíð góður granni.
Náttúrufegurð er
mikil í Mjóafirði og
sumrin fögur, en
vetur geta verið
harðir og óblíðir. Í
þessu umhverfi ólst
Finnbogi upp og bjó
alla ævi. Á undan-
förnum áratugum hafa margir
bæir farið í eyði í firðinum og um
skeið var Finnbogi eini bóndinn
sem stundaði þar búskap. Það
hlýtur að hafa reynt á og verið
einmanalegt á köflum. Það segir
sig sjálft að það þarf mikinn
dugnað og þrautseigju til að
stunda búskap einn við þessar að-
stæður, þá eiginleika hafði Finn-
bogi til að bera.
Þótt Finnbogi væri hlédrægur
að eðlisfari gat hann notið sín á
mannamótum og var skemmti-
legur í viðkynningu.
Hann var okkur innan handar
um ýmislegt og ávallt reiðubúinn
til hjálpar ef eitthvað bjátaði á.
Finnbogi reyndist okkur þannig
alla tíð góður og hjálplegur ná-
granni, fyrir það viljum við
þakka.
Við vottum aðstandendum
hans hugheilar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Fyrir hönd systkinanna í
Botni,
Þuríður (Rúrí)
og Gísli Fannberg.