Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta byrjaði allt á því að viðhjá samtökunum Villikött-um fengum ábendingu frákonu um að það væri villi- köttur í Elliðaárdalnum þar sem hún var stundum að gefa kanínum. Hún bað okkur um að leggja sér lið við að gefa þessum ketti og gauka ein- hverju að kanínunum í leiðinni. Ég tók það að mér og kanínurnar voru fljótar að læra að þekkja röddina í mér, þær flykktust að mér í tugatali þegar ég kallaði á þær. Þær þekktu líka fljótlega bílinn minn, þær voru mættar í kringum hann um leið og ég lagði honum,“ segir Margrét Sif Sig- urðardóttir, sem er sjálfboðaliði hjá Villiköttum, en hún stofnaði nýlega dýrahjálparsamtökin Villikanínur. „Ég er búin að bjarga um átta- tíu kanínum úr Elliðaárdalnum, það er alveg nóg að gera,“ segir hún og hlær og rifjar upp hvernig þetta þró- aðist. „Ég var búin að gefa þeim í langan tíma, líka í vonda veðrinu í vetur, og það var svo krúttlegt þegar þær eltu mig og gaman að kynnast þeim og spjalla við þær. Ég varð al- veg miður mín þegar stórfelldur kanínudauði fór að gera vart við sig í kanínuhópnum núna í lok vetrar, ég þekkti sumar þeirra dánu af útlitinu. Tugir kanína drápust á hverjum degi og fyrst var haldið að einhver hefði eitrað fyrir þeim, sem fór fyrir brjóstið á mér. Ég gat ekki setið heima aðgerðarlaus, svo ég spurði á Facebook hvort einhverjir væri til í að fóstra kanínur og hvort einhverjir gætu lánað eða gefið mér búr til að geyma kanínur í. Ég fékk góð við- brögð og óð í verkið á degi tvö eftir að þær fóru að drepast, fór að fanga kanínur í búr. Ég óskaði eftir fólki til að hjálpa mér við að fanga þær og setti upp hóp og fljótlega var ég komin með helling af kanínum og var á fullu að skutla þeim til fólks sem vildi fóstra kanínur.“ Var eins og kanínu-Covid Margrét var í sambandi við Matvælastofnun, MAST, og í ljós kom að það sem herjaði á kanínurnar var bráðsmitandi lifrardrep. „Níutíu prósent þeirra kanína sem veikjast af þessu drepast. Elliðaárdalurinn er því sýkt svæði núna, því þetta lifir í jarðveginum í tvö ár. Ég reyni að forða þeim heil- brigðu kanínum sem eftir eru, læt bólusetja þær og kem þeim í tíma- bundið fóstur. Við þurftum að að- skilja þær allar í upphafi, þær máttu ekki vera saman því þá gat sýkt kan- ína smitað heilbrigða kanínu. Þetta var þegar Covid gekk yfir landið og kanínurnar voru því í takt við mann- fólkið þegar þær fóru í kanínusóttkví á fósturheimili. Okkur leið svolítið eins og þetta væri kanínu-Covid, þó að þetta sé önnur veiki, því við þurft- um að bregðast við með svipuðum hætti. Þetta var mikil vinna og ég var fyrst ein að skutlast með kanínur út um allan bæ og græja og gera, en stuðningurinn sem ég fékk var ótrú- lega mikill og ég er mjög þakklát fyr- ir hann.“ Margrét segir að hjá MAST hafi henni verið bent á að sniðugt væri að stofna samtök til að bjarga kan- ínunum, sem hún og gerði. „Ég var líka í sambandi við Reykjavíkurborg um að fá að sleppa kanínunum aftur og fá að byggja skjól fyrir þær. Ég má ekki sleppa þeim aftur ef það er ekki skjól á staðnum fyrir þær, það er ólöglegt samkvæmt dýraverndunarlögum. Ég fékk leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fanga þær, hringdi líka í MAST og passaði mig að fara eftir öllum reglum. Yndislegar stelpur, Sonja F. Ludvig Daníelsdóttir, Júlía Fanney Jóhannsdóttir og Berglind Jóns- Kanínubjargvætturinn mikli „Ég er hrifin af öllum dýrum,“ segir Margrét, sem stofnaði dýrahjálpar- samtökin Villikanínur til bjargar þeim villtu kan- ínum sem ekki drápust úr bráðsmitandi lifrar- drepi sem herjaði á þær. Morgunblaðið/Eggert Mæðgin Margrét og Matthías sonur hennar sem var duglegur að fanga kanínur með henni í Elliðaárdalnum, en hann er dýravinur eins og mamma hans. Umvafinn Matthíasi finnst gaman að gefa kanínunum að borða. Koss Margrét er afar hrifin af öll- um dýrum enda ólst hún upp með þeim í sveitinni. Krútt Þessi fallega kanína er ekki mat- vönd, hún gerði sér gras að góðu. Matartími Þessi kanínukrútt voru að gæða sér á grænmeti úr skál. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibún Komið og skoðið úrvalið aði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.