Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 fangar ekki að fullu sértæk áhrif þessarar alþjóðlegu krísu og þá sér- staklega það að áhrifin geta verið mjög mismikil á mismunandi at- vinnustarfsemi.“ Hann segir að af þessum ástæðum hafi Creditinfo ákveðið að meta óvissu og áhættu með öðrum hætti en áður og þá í ljósi faraldursins sem sett hefur allt á annan endann síðan í mars. Skipt í flokka „Við flokkum fyrirtækin í 21 starfsemisflokk eða atvinnugeira og byggjum það á ISAT-flokkum og staðsetningu. Hver þessara geira fær svo einkunn þar sem allnokkrir þættir hafa áhrif en mismikil,“ seg- ir Gunnar. Í matinu er tekið mið af fjárhags- upplýsingum, m.a. hver EBITDA- hagnaður fyrirtækja hefur verið og hvort eiginfjárhlutföll eru há eða lág. Einnig getur það haft áhrif á matið hvort fastur kostnaður sé hlutfallslega mikill eða ekki enda getur það gefið vísbendingu um hversu hratt fyrirtæki geta aðlagað sig breytingum í rekstrarumhverf- inu. Annar áhrifaþáttur sem vegur þungt að sögn Gunnars er hversu mikil fjarlægð starfseminnar er við ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan vegur þungt „Það er mikilvægt í þessu ástandi að leggja mat á hversu mikil áhrif samdráttur í ferðaþjónustu hefur á atvinnugreinina. Þar þarf að huga að ýmsu. Veitingahús í Grafarholti verður t.d. ekki fyrir jafn miklum áhrifum af þessu ástandi og veit- ingahús í miðborginni. Sum fyrir- tæki eru algjörlega háð ferðaþjón- ustunni en önnur alls ekki. Það hefur mikil áhrif á matið.“ Gunnar bendir einnig á að mörg- um fyrirtækjum hafi beinlínis verið gert að loka vegna faraldursins en önnur hafi brugðið á það ráð af sjálfsdáðum vegna minnkandi eft- irspurnar. Fyrirtæki séu misber- skjölduð fyrir formlegum lokunum. Netverslanir verði t.d. fyrir minni áhrifum en verslanir sem byggi á beinni sölu til fólks. Þar hafi einnig mikil áhrif hversu auðveldlega fyrirtæki geti lagað sig að slíkum aðstæðum. Sum fyrirtæki hafa það í hendi sér en önnur geta illa reitt sig á aðrar boðleiðir en beinar sem hoggið sé á þegar loka þarf starfs- stöðvum. „Við leggjum einnig mat á það hversu nauðsynleg varan eða þjón- ustan er og þar spilar einnig inn í hversu fljótt eftirspurn vaknar eftir að lokunum er aflétt. Við teljum t.d. að tannlæknaþjónusta taki mjög hratt við sér og sömuleiðis eigi hár- greiðslustofur að geta komist hratt af stað aftur. Hvoru tveggja var gert að loka þegar faraldurinn gekk yfir nú og sennilegt að hið sama yrði upp á teningnum ef faraldur- inn tekur sig upp aftur.“ Aðfangakeðjan skoðuð Í heildarmati Creditinfo er að auki tekið inn í jöfnuna hvort líkur standi til að aðfangakeðja viðkom- andi fyrirtækja geti slitnað. Gunnar segir að sú breyta vegi reyndar ekki þungt í tilfelli íslenskra fyrir- tækja. „Þetta er breyta sem hefur t.d. meiri áhrif hjá mörgum fyrirtækj- um í Eystrasaltsríkjunum. Það eru meiri líkur á að þetta gerist hjá fyr- irtækjum sem eru í mikilli þunga- framleiðslu og slíku en það er ekki algengt hér nema í álgeiranum.“ Ríkisaðstoðin tekin með Gunnar segir að matið sem fyrir- tæki byggi á sé gert á grunni sér- fræðiálits en að einnig sé hlutfall þeirra fyrirtækja sem sótt hafa um ríkisaðstoð vegna veirunnar skoð- að. Þá sé einnig rýnt í snemmbúin vanskil sem hægt sé að greina. Áskrifendur hjá Creditinfo munu á næstu dögum geta nálgast COVID- áhrifamatið þegar þeir fletta upp lánshæfismati fyrirtækja. Þá verð- ur einnig hægt að kaupa sérunna greiningu á afmörkuðum viðskipta- söfnum. „Þetta er verkfæri sem hentar mjög vel fyrirtækjum sem eru með stór viðskiptasöfn. Þá er hægt að átta sig betur á hver raunveruleg áhætta af þessu er og bregðast við eftir því,“ segir Gunnar. Veruleg óvissa hjá mörgum  Um þriðjungur fyrirtækja býr við verulega óvissu í rekstrarumhverfi sínu vegna kórónuveirufarald- ursins  Creditinfo hefur hannað áhættulíkan sem leggur mat á hina nýju stöðu  Nefnist váhrifamat Skipting fyrirtækja eftir lánshæfisflokkum og váhrifamati Heimild: Creditinfo Váhrifamat atvinnugreinar Lánshæfismat Óveruleg óvissa Lítil óvissa Óvissa í meðallagi Mikil óvissa Mjög mikil óvissa Heild 1 4,3% 3,2% 7,2% 1,3% 1,0% 17,0% 2 4,2% 3,2% 8,0% 1,6% 1,5% 18,5% 3 3,5% 3,6% 7,8% 1,5% 2,0% 18,5% 4 3,1% 3,8% 8,6% 2,2% 2,8% 20,6% 5 0,9% 1,3% 3,0% 0,9% 1,2% 7,2% 6 0,3% 0,6% 1,5% 0,4% 0,4% 3,2% 7 0,3% 0,4% 1,2% 0,3% 0,5% 2,6% 8 0,2% 0,5% 0,9% 0,3% 0,4% 2,3% 9 0,2% 0,3% 0,6% 0,2% 0,3% 1,6% 10 0,1% 0,2% 0,4% 0,1% 0,2% 0,9% Í vanskilum 0,3% 0,3% 0,9% 0,2% 0,4% 2,1% Ógjaldfær 0,6% 1,0% 2,5% 0,7% 0,8% 5,5% Heild 18% 18% 43% 10% 12% 100% Samanlagður fjöldi skipt eftir áhættu þegar lánshæfismat og váhrifamat er fléttað saman Litur Hlutfall Dökkgrænn 22% Ljósgrænn 30% Gulur 15% Appelsínugulur 11% Rauður 22% Heild 100% Um 18.000 fyrirtæki eru virk á Íslandi samkvæmt mati Creditinfo. Litunum er ætlað að sýna áhættuna og óvissuna í rekstrarumhverfi þeirra á næstu misserum. Fyrirtækin á dökkgræna svæðinu eru talin í minnstri áhættu en fyrirtækin á dökkrauða svæðinu í mestri áhættu. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Veruleg óvissa er ríkjandi í rekstr- arumhverfi um 30% íslenskra fyr- irtækja um þessar mundir. Það er niðurstaða svokallaðs COVID-vá- hrifamats sem Creditinfo hefur unnið á íslensku efnahagslífi. Greiningin er samvinnuverkefni Creditinfo á Íslandi, í Eistlandi, Lettlandi og Tékklandi. Tekur það mið af þeim möguleika að far- aldurinn muni taka sig upp að nýju. Dr. Gunnar Gunnarsson, for- stöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir að með váhrifa- matinu fáist enn skýrari mynd af áhættu og óvissu í rekstri fyrirtækja en þegar aðeins er litið til hins hefðbundna láns- hæfismats. Gefur gleggri mynd „Við eðlilegar aðstæður gefur lánshæfismatið glögga mynd af stöðu fyrirtækja. Það byggist hins vegar á gögnum sem enn taka ekki tillit til heimsfaraldursins. Reynsla okkar og annarra svipaðra fyrir- tækja af óvissuástandi eins og því sem ríkir núna er að vanskil muni aukast en að röðun í áhættuflokka haldi sér í stórum dráttum. Félög sem eru fjárhagslega sterk og hafa ekki lent í vanskilum áður munu standa betur af sér þetta ástand og eru því áhættuminni. Þannig spáir lánshæfismatið fyrir um líkur á vanskilum fram í tímann en það Gunnar Gunnarsson Eigendur SportTV hafa lagt fram fyrirspurn til Símans og Vodafone varðandi útsendingarrétt á enska boltanum. Nánar tiltekið hefur SportTV spurst fyrir um heild- söluverð á útsendingarréttinum. Fulltrúi SportTV vildi ekki tjá sig um málið en staðfesti fyrirspurnina. Tilefnið var að Vodafone hóf að bjóða enska boltann á þúsund krónur, en fyrirtækið missti sem kunnugt er útsendingarréttinn til Símans. Buðu lægra verð Eftir að Síminn fékk réttinn bauð hann enska boltann á 4.500 krónur, sem var lægra verð en hafði sést. SportTV hóf árið 2018 útsendingar í sjónvarpi og bætti fljótlega við ann- arri rás, SportTV2. Stöðvarnar eru sendar út á afruglarakerfi Símans; SportTV á rás 15 og SportTV2 á rás 16, og í NovaTV-appinu. AFP Á sigurbraut Leikmenn Liverpool. Vill enska boltann  Áhugi SportTV Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.