Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Hrísateigur 5, 105 Reykjavík Opið hús mánudaginn 15. júní kl 17:00-17:30 Verð 35.9 m. Upplýsingar gefa og Óskar Bergsson lgfs sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Björt og góð þriggja herbergja í íbúð á neðri sérhæð í þriggja íbúða húsi. Ytra byrði hússins mikið endurnýjað 2017. Rúmgóð geymsla og þvottahús í kjallara. Húsið stendur við rólega götu á Teigunum, á geysi vinsælum stað, stutt í skóla og leikskóla, Laugardalslaug, Laugardalinn auk nálægðar við miðborgina. Stærð 68 fm Orðaforði og mál-kerfi nútímaís-lensku byggistenn í dag merkilega mikið á sama grunni og þeir textar sem skrásettir voru á Íslandi á 12.-14. öld. Um þessa staðreynd mætti hafa orð Eiríks á Brúnum þegar hann hafði kynnst og furðað sig á gaslýsingu í Kaupmannahafnarreisu sinni 1876: „Þetta þykir sumum, og er, ótrúlegt, en er þó satt, og merki- legt.“ Verulegar breytingar urðu raunar á íslenska hljóðkerfinu á 12.-16. öld en þær dyljast nútímalesanda að vissu leyti vegna þess hve stafsetningin fylgir breytingunum kerfisbundið og not- ast er við þá meginreglu að ritháttur endurspegli uppruna orða og samræmi milli skyldra orðmynda, fremur en að byggt sé fyrst og fremst á fram- burði. Má vera að þessi svonefnda upprunastaf- setning hafi átt þátt í því hve vel hefur lánast að byggja íslenskt nútímabók- mál á svo gömlum grunni. Íslensk stafsetning varð smám saman samræmd á 19. öld og fram eftir 20. öldinni. Danski málfræðingurinn Rasmus Rask (1787-1832) hafði mikil áhrif í þá veru að festa í sessi upprunasjónarmiðið í íslenskri stafsetningu. Hann kynnti ritreglur sem notaðar voru í meg- inatriðum í mörgum ritum Hins íslenska bókmenntafélags. Fyr- ir honum vakti að stafsetningin gæti í senn nýst í útgáfu fornra og nýrri texta. Sú stafsetning sem Halldór Kr. Friðriksson kenndi hátt í hálfa öld í Lærða skólanum var byggð á reglum Rasks. Ekki er víst að bókstafurinn ð hefði orðið eitt meginein- kenna á íslensku prentmáli dagsins í dag nema fyrir áhrif Rasks, og hann lagði áherslu á að rita y, ý og ey samkvæmt uppruna þótt honum væri vel ljóst að í nútímaframburði heyrð- ist enginn munur lengur á y, ý, ey og i, í, ei. Rithátturinn í fyrsta árgangi Fjölnis (1835) skar sig ekki sér- staklega úr í samanburði við annað prentmál þess tíma. En í öðrum árgangi (1836) er prentaður langur þáttur eftir Konráð Gíslason um íslenska stafsetningu. Hann leggur til að fram- burður fái einkum að ráða stafsetningunni; rita skuli þikir í stað þykir, gjeta í stað geta, o.fl. Þannig mætti auðvelda börnum lestrarnámið. Konráð kemur víða við í ritgerðinni og fjallar m.a. um „nitsemi bókanna“ og segir að það sé „stór munur á, hvurn- ig hann er sagður, sannleikurinn, hvurnig honum er firirkomið, og gjegnum hvaða sál hann er kominn“. Stafsetningarnýmælin í Fjölni 1836 fengu talsverða gagnrýni, m.a. í Sunnanpóstinum og frá Sveinbirni Egilssyni (ritgerðir hans um efnið birtust í fyrsta sinn á prenti í útgáfu Gunnlaugs Ingólfssonar 2017). Í næstu árgöngum Fjölnis er gengið mis- langt í að fylgja hinum nýju reglum en að lokum var dregið í land: „Þykir flestum ófært, að rita með öllu eins og talað er; og þar sem fleiri eru saman í fjelagskap, þar verður afl að ráða og atkvæðafjöldi.“ Í árgangnum 1844 er stafsetningin komin í það horf sem almennt tíðkaðist og nálægt reglum Rasks. Hvurnig hann er sagður, sannleikurinn Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Málfræðingarnir Rasmus Rask og Konráð Gíslason höfðu mikil áhrif á íslenskt ritmál. Ífyrradag birtist frétt hér í blaðinu sem gæti benttil þess að kjarasamningarnir frá því í fyrra verðií uppnámi frá og með 1. september nk. RagnarÞór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld hafi vanefnt fyrirheit varð- andi verðtryggingu og hlutdeildarlán og að þær van- efndir kalli á uppsögn svonefndra lífskjarasamninga. Í færslu á Facebook fyrir nokkrum dögum segir Ragnar Þór: „Því skal svo haldið til haga að það eina sem raun- verulega ógnar lífskjarasamningnum eru stjórnvöld sjálf. Það stendur ekki steinn yfir steini þegar kemur að efndum loforða og hefur mest allur tími og vinna verka- lýðshreyfingarinnar farið í það að endursemja og krefja sömu stjórnvöld um sömu hluti og samið var um og skrifað var undir.“ Síðar í færslunni segir Ragnar Þór þó: „Ég vil þó taka fram að ég hef átt mjög góð sam- skipti við félags og barnamálaráðherra ásamt húsnæðis og mannvirkjastofnun í þeirri frábæru vinnu sem unnin hefur verið með til- lögum í húsnæðismálum og endalausri viðleitni í að miðla málum gagnvart forsætis og fjármálaráðherrum.“ Og loks segir formaður VR í sömu færslu: „Við skulum setja okkur í stellingar fyrir komandi vetur. Ef hann verður harður verður það í boði stjórnvalda og við skulum ekki leyfa þeim að komast upp með að klína þeirri ábyrgð á aðra.“ Þetta eru stór orð en ljóst að þeim fylgir full alvara. Og augljóst að mikið hefur gengið á í samskiptum laun- þegahreyfingarinnar og stjórnvalda að undanförnu, sem ekki hefur komið fram opinberlega. Fram undan eru mjög erfiðir tímar. Atvinnuleysi hef- ur aldrei í sögu okkar verið meira. Endurreisn efna- hagslífsins í kjölfar kórónuveirunnar mun ekki taka nokkra mánuði heldur nokkur ár. Ísland er í fimmta sæti á lista OECD yfir 37 aðildarríki samtakanna um hver þeirra fari verst út úr efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Við slíkar aðstæður er ljóst að öllum aðilum máls ber skylda til að slíðra sverðin og ná samstöðu um fram- haldið. Og kannski má segja að eftir að framangreind orð féllu hafi það að einhverju leyti gerst varðandi hlut- deildarlánin. Hér á þessum vettvangi hefur ítrekað verið bent á að lykillinn að því hversu vel tókst til að koma þjóðarbúinu á réttan kjöl eftir djúpa efnahagslægð á árunum 1967- 1969 var traust á milli stjórnvalda og verkalýðshreyf- ingar, sem ekki var auðvelt að ná á tímum kalda stríðs- ins á milli ólíkra þjóðfélagsafla. Þegar hér er komið sögu fer bezt á því að umræður um ágreiningsefni á milli verkalýðsfélaga og stjórn- valda um efndir af hálfu hinna síðarnefndu á fyrir- heitum í tengslum við lífskjarasamningana fari fram fyrir opnum tjöldum. Hvað er það nákvæmlega sem verkalýðsfélögin telja að stjórnvöld hafi ekki staðið við? Hver eru viðhorf stjórnvalda gagnvart þeim efnis- atriðum? Áföllin sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir af völdum kórónuveirunnar eru svo mikil að það er ekki á það bætandi. Þegar haustar fara efnahagslegar afleiðingar veir- unnar að koma fram af fullum þunga á fjárhagsstöðu heimila í landinu. Uppsagnir verða þá komnar til fram- kvæmda, tekjutap fólks birtist ekki bara í orði heldur líka á borði. Og þá fer að harðna verulega á dalnum. Ef við það bætist uppsögn kjarasamninga og jafnvel verkföll fer ekki á milli mála að staðan versnar veru- lega. Þá fer fólk að horfa til þingkosninga á næsta ári, sem munu valda enn meiri spennu og óróleika í samfélaginu. Í þessu ljósi verður væntanlega öllum ljóst að það er ekkert vit í því að láta skeika að sköpuðu og bíða aðgerðalaus hjá eftir að upplausnin í samfélaginu magnist upp úr öllu valdi. Alþingi verður að sýna að það standi undir nafni. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar verða að taka höndum saman um að koma í veg fyrir að ástandið verði enn verra en það er og að þessu sinni ekki af völdum veirunnar heldur af manna völdum. Að auki er ekki hægt að útiloka að veiran taki sig upp á ný og að ný bylgja af henni gangi yfir næsta vetur. Alla vega er alveg eins reiknað með því að það geti gerzt ef tekið er mið af umræðum í nálægum löndum. Einhverjir myndu kannski segja að ef einhvern tíma væri tilefni til þjóðstjórnar væri það nú. En þar sem þingkosningar fara fram á næsta ári er eðlilegt að bíða með slíkar vangaveltur þar til í ljós kemur hvað kemur upp úr kjörkössunum. En það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að nánara samráð verði tekið upp á milli stjórnar og stjórnar- andstöðu á Alþingi. Það mundi breyta stöðunni mikið og hugsanlega koma í veg fyrir að allt fari hér í bál og brand vegna uppsagnar kjarasamninga. Það má segja að eftir umrædd ummæli formanns VR hafi víglínurnar verið dregnar. Að óbreyttu getur kom- ið til uppsagna kjarasamninga eftir tæpa þrjá mánuði. Þann tíma þarf að nota til þess að ná samkomulagi á milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar um þá fram- kvæmd fyrirheita stjórnvalda frá samningunum í fyrra, sem verkalýðsfélögin geta verið sátt við. Það á að vera hægt að ná slíku samkomulagi á þessum tíma og aug- ljóst að það er betri kostur og kostnaðarminni en upp- sögn kjarasamninga og það sem á eftir myndi fylgja. Þess vegna þurfa aðilar málsins að horfast í augu við veruleikann eins og hann blasir við nú og sýna að þeir geti náð sáttum og skapað traust sín í milli. Kjarasamningar í uppnámi? Alþingi verður að sýna að það standi undir nafni. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Adam Smith taldi þrælahaldóhagkvæmt með þeim einföldu rökum að þræll væri miklu meira virði sem frjáls maður, því að þá hefði hann hag af því að finna og þroska hæfileika sína í stað þess að leyna þeim fyrir eiganda sínum. Þetta vissi Snorri Sturluson líka og færði í letur söguna af Erlingi Skjálgssyni, sem gaf þrælum sínum tækifæri til að rækta landskika, hirða afraksturinn af þeim og kaupa sér fyrir hann frelsi. „Öllum kom hann til nokkurs þroska.“ Auðvitað nálgast nútímamenn vandann öðru vísi. Þrælahald er ekki aðeins óhagkvæmt, heldur líka ósið- legt, á móti Guðs og manna lögum. Það varð að afnema. Hitt er annað mál, að það getur kostað sitt að bæta úr böli. Adam Smith rifjaði upp, að kvekarar í Bandaríkjunum hefðu gefið þrælum sínum frelsi, en það benti til þess, sagði hann, að þræl- arnir hefðu ekki verið mjög margir. Menn eru því betri sem gæðin kosta þá minna. Miklu var fórnað til að afnema þrælahald í Bandaríkjunum. Borgarastríðið 1861-1865 kostaði 700 þúsund mannslíf, og eftir það lágu Suðurríkin í rústum, eins og lýst er í skáldsögu Margrétar Mitch- ell, Á hverfanda hveli. Beiskja þeirra, sem töpuðu stríðinu, kom niður á þeldökku fólki, sem var í heila öld neitað um full mannrétt- indi. Brasilíumenn fóru aðra leið. Þeir afnámu þrælahald í áföngum. Fyrst var sala þræla bönnuð, síðan var öllum börnum þræla veitt frelsi, þá var öllum þrælum yfir sextugt veitt frelsi, og loks var þrælahald bannað með lögum árið 1888, en þá var ekki nema fjórðungur þeldökks fólks enn ánauðugur. Bretar fóru enn aðra leið. Þeir bönnuðu þræla- hald á öllum yfirráðasvæðum sínum árið 1833, en greiddu eigendum bæt- ur. Við getum engu breytt um það, sem orðið er, en í löndum múslima tíðkast enn sums staðar þrælahald. Þar er verðugt viðfangsefni. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þrælahald í sögu og samtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.