Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 íbúðanna hafa verið í samræmi við áætlanir. Bjarg vinni náið með hönnuðum, arkitektum og verktökum við hönnun hag- kvæmra íbúða. „Við setjum stífan kostnaðar- ramma. Síðan gerum við samning við verktaka á föstu verði en við leggjum aldrei af stað með verkefni nema að hafa fast land undir fótum,“ segir Björn. Fé- lagið hafi hætt við tvö verkefni, á HR-svæðinu við Öskjuhlíð og í Hafnarfirði, enda þau verið of dýr. Skipulagið var of dýrt „Skipulagsmálin voru of stíf til að ná fram hagkvæmni. Á HR-svæðinu átti að fylgja með atvinnuhúsnæði á jarðhæð sem dró niður alla hag- kvæmni. Markmið okkar er að byggja hagkvæmar íbúðir. Okkur er óheimilt að taka áhættu með því að byggja atvinnuhúsnæði. Þá var það sett sem skilyrði í Hafnarfirði að íbúðirnar yrðu í mörgum litlum hús- um sem reyndust vera óhagkvæm. Okkur gengur vel að ná fram hag- kvæmni þegar skipulagið býður upp á einföld hús. Við erum til dæmis að byggja tveggja hæða hagkvæmar blokkir í Þorlákshöfn, á Selfossi og á Akranesi,“ segir Björn. Það lækki kostnaðinn að sleppa bílakjallara. Þá þurfi lágmarksfjölda íbúða til að standa undir lyftu. Hins vegar sé ekki gefinn afsláttur af kröfum byggingareglugerðar um aðgengi fyrir alla, þ.m.t. fatlaða, að íbúðum. Að hámarki fjórðungur tekna Bjarg setur skilyrði um tekjur leigutaka og skal greiðslubyrði að jafnaði ekki fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Þessi skilyrði setja því um leið takmörk hvað íbúðirnar mega kosta. Að sögn Björns hefur Bjarg afhent 223 íbúðir en alls hafi 1.068 íbúðir verið á teikniborðinu. Nú sé Bjarg með 313 íbúðir í byggingu. Á þessu ári bætist m.a. við fyrsti áfanginn af 99 íbúðum í Hraunbæ í Reykjavík en þær verða afhentar á tímabilinu frá nóvember til mars. Félagsbústaðir munu eiga 20 íbúðir. Hefur áhrif á markaðinn Stofnframlög ríkis og sveitar- félaga til Bjargs verða um 8 ma. og hefur félagið gert viljayfirlýsingar við sveitarfélög um stofnframlög og lóðir vegna 1.300 íbúða. Björn segir umframspurn eftir íbúðum félagsins. Til dæmis hafi borist 520 umsóknir um 79 íbúðir Bjargs í Hraunbæ. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er að þegar við bjóðum íbúðir til leigu hefur komið fyrir að leigusalar viðkomandi umsækjanda hafa boðist til að lækka leiguna til að missa ekki góðan leigutaka. Þarna er gjarnan um að ræða leigu á góðu húsnæði út í bæ og hafa umsækj- endur jafnvel afþakkað íbúð hjá okk- ur í kjölfarið. Að þessu leyti hefur tilkoma Bjargs haft áhrif á leigu- markaðinn,“ segir Björn. En hversu fjölmennur hópur er talinn þurfa íbúðir eins og Bjarg leigir út? Björn rifjar upp að þegar lög um almennar íbúðir voru sett 2016 hafi verið rætt um að 30 þús- und manns gætu fallið innan tekju- rammans. Tekjumörkin hafi verið hækkuð um síðustu áramót. Fá ekki fjármagn Sem áður segir var rætt um að húsnæðisfélagið Blær myndi byggja 400-600 íbúðir á ári. Til stóð að Blær yrði almennara leigufélag en Bjarg og ekki bundið sömu kvöðum um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkefnið í „hálfgerðri bið- stöðu“. Óvissa sé um framhaldið. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að koma þessu á koppinn. Það hefur ekki gengið nægilega vel, ef ég á að viðurkenna það. Við reyndum á sínum tíma að fá lífeyrissjóði til að koma að þessari uppbyggingu. Það hefur hins vegar strandað á fjár- magninu, eins og svo margt annað í þessu samfélagi. Málið stendur þar. Okkur hefur ekki tekist að fjár- magna félagið,“ segir Ragnar Þór. Hálfbakað og dapurlegt Ragnar Þór sagði við Morgun- blaðið á mánudaginn var að lífs- kjarasamningarnir væru fallnir ef ekki yrði staðið við loforð um hlut- deildarlán og afnám 40 ára verð- tryggðra jafngreiðslulána. Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra kynnti frumvarp um hlutdeildarlánin á þriðjudag en skil- yrðin fyrir lánunum eru hér sýnd á grafi. Ragnar Þór segir það valda mikl- um vonbrigðum að sett skuli tekju- mörk vegna umsókna um lánin. „Við vorum vöruð sérstaklega við því af ráðamönnum í Skotlandi að vera með of íþyngjandi skilmála. Tvö atriði í frumvarpinu eru búin að eyðileggja það. Annars vegar er búið að setja tekjumörk og hins veg- ar á að seta vexti ef tekjur lántaka hækka. Það kemur þá fram í jaðar- skatti,“ segir Ragnar Þór. Almennt sé útfærslan á hlut- deildarlánum dapurleg og raunalegt að sjá hvernig málið sé hálfbakað. Margar ódýrar íbúðir í pípunum  Þúsundir hagkvæmra leiguíbúða og fyrstu kaupa íbúða gætu risið næstu ár ef áform ganga eftir  Formaður VR segir lífeyrissjóðina standa í vegi uppbyggingar Blæs á þúsundum ódýrari íbúða Leiga og leiguskilyrði hjá Bjargi Tekjumörk fyrir fyrirhuguðum hlutdeildarlánum Hámarkstekjur leigjenda almennra íbúða* Á ári Á mánuði Einstaklingur 6.420.000 535.000 – með með eitt barn eða ungmenni 8.025.000 668.750 – með tvö börn eða ungmenni 9.630.000 802.500 Hjón og sambýlisfólk 8.988.000 749.000 – með eitt barn eða ungmenni 10.593.000 882.750 – með tvö börn eða ungmenni 12.198.000 1.016.500 Hámarkstekjur umsækjenda um hlutdeildarlán* Á ári Á mánuði Einstaklingur 7.560.000 630.000 – með eitt barn eða ungmenni 9.120.000 760.000 – með börn eða ungmenni 10.680.000 890.000 Hjón og sambýlisfólk 10.560.000 880.000 – með eitt barn eða ungmenni 12.120.000 1.010.000 – með tvö börn eða ungmenni 13.680.000 1.140.000 *Fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu bætast við 1.605.000 kr. í árstekjur (133.750 á mánuði). Umsækjendur þurfa að vera félagsmenn stéttarfélags innan ASÍ eða BSRB. Greiðslubyrði í leigu skal að jafnaði ekki vera umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, að teknu tilliti til húsnæðisbóta. *Fyrir hvert barn/ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu bætast við 1.560.000 kr. í árstekjur (130.000 á mán). Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraunbær Nýjar blokkir á vegum Bjargs. Fyrsti áfanginn af 99 íbúðum bætist við á þessu ári. Hermann Jónasson Björn Traustason Ragnar Þór Ingólfsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framboð af íbúðum sem byggðar eru fyrir tekjulága mun að óbreyttu aukast mikið næstu misserin. Í fyrsta lagi hyggst leigufélagið Bjarg reisa á annað þúsund íbúðir og er hluti þeirra þegar risinn. Í öðru lagi hyggst Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veita fyrstu kaupendum hlutdeildarlán. Stendur til að lána fyrir allt að 400 íbúðum á ári og bjóða úrræðið í tíu ár, eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær. Í þriðja lagi var rætt um að HMS og lífeyrissjóðirnir kæmu að upp- byggingu 400-600 hagkvæmra íbúða á ári í gegnum húsnæðisfélagið Blæ. Nefna mætti fleiri dæmi. Á töflunni hér til hliðar má sjá þau skilyrði sem sett eru hjá leigufélag- inu Bjargi annars vegar og fyrir hlutdeildarlánum hins vegar. Með lánunum mun ríkið leggja fram að jafnaði 20% af kaupverði til að styrkja kaupendur með lítið eigið fé. Ríkið innheimtir svo lánið við sölu eða endurfjármögnun lántakans. Um milljón á mánuði Eins og sýnt er á töflunni geta hjón með tvö börn og milljón á mán- uði uppfyllt tekjuhámark fyrir leigu- íbúðir hjá Bjargi og vegna lánanna. Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, segir öllum verktökum munu standa til boða að byggja íbúðir sem upp- fylla skilyrði hlutdeildarlána. Sú ákvörðun sé tekin að breskri fyrirmynd en þar hafi lánin verið út- færð í samstarfi við iðnaðinn. „Reynslan í Bretlandi var að flestir tóku þátt,“ segir Hermann. Lánin verði veitt til kaupa á íbúð- um í nýbyggingum, eða á ónotuðum íbúðum. Miðað sé við 400 íbúðir á ári um tíu ára skeið en að sögn Her- manns liggur skipting þeirra milli landshluta ekki fyrir. Spurður hvernig íbúðir verði flokkaðar sem hagkvæmar íbúðir segir Hermann það verða útfært nánar í viðkomandi reglugerð. „Horft er til verðs og notagildis. Markmiðið er að hvetja iðnaðinn til að finna lausnir til þess að byggja hagkvæmar íbúðir og auka um leið framleiðni í byggingariðnaði,“ segir Hermann. Verkefnið verði unnið í samstarfi helstu hagsmunaaðila. Það muni þróast á verktímanum. Leiguíbúðir fyrir tekjulága Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016. Markmiðið var að byggja leiguíbúðir fyrir tekjulægri hópa. Björn Traustason, framkvæmda- stjóri Bjargs, segir endanlegt verð tvö börn eða ungmenni Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.