Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Bylting varð á strætisvagnaverk-
stæði Strætós á Hesthálsi fyrir
tveimur vikum þegar þar tók til
starfa fyrsta konan í sögu vinnustað-
arins. Þessi kona var í þokkabót eng-
inn aukvisi, nýútskrifaður bifvéla-
virki frá Borgarholtsskóla og langefst
í sínum árgangi með 9,16 í einkunn.
Hún heitir Ingibjörg Eir Sigurðar-
dóttir og er 27 ára Reykvíkingur.
Hún er hin sáttasta og segir strákana
á verkstæðinu taka vel á móti sér.
„Það voru fyrst sumir hissa á að
hafa allt í einu kvenmann á verkstæð-
inu og ég fékk eitt og eitt „ha“ fyrir
að vera kona og bifvélavirki. En mér
finnst þetta bara gaman. Það er gam-
an að vera öðruvísi,“ segir Ingibjörg í
samtali við Morgunblaðið. Hún mun
starfa hjá Strætó út nematímann
sinn allt þar til hún tekur sveinsprófið
og eftir það hyggur hún líklega á
frekara nám í bifvélavirkjun. Ingi-
björg var á meðal sjö kvenna sem
hófu nám í bifvélavirkjun en það
kvarnaðist úr hópnum og þær út-
skrifuðust þrjár.
Áður var Ingibjörg að læra lyfja-
fræði í háskólanum en fann sig ekki
þar. „Mig vantaði meiri atorku og
meiri skemmtilegheit í vinnunni,“
segir hún. Hún hefur unnið ýmis
störf síðustu ár, svo sem í dyravörslu
og sem öryggisvörður, en hafði
löngum gert við bílinn sinn sjálf þeg-
ar eitthvað kom upp. Þá hafði hún
hlaupið undir bagga með vini sínum
sem vann á bifvélaverkstæði og
smám saman rann upp fyrir henni að
hún gæti prófað að gefa sig alveg að
þessu. „Mér fannst þetta gaman,
þannig að ég hugsaði: af hverju er ég
ekki bara í þessum pakka alveg?“
spyr Ingibjörg. Hún skráði sig til
náms og fann strax að hún hafði
áhuga og metnað á þessu sviði.
Ingibjörg fór heim af útskriftinni í
vor hlaðin gjöfum og viðurkenningum
fyrir ágætan námsárangur, sem hún
segir munu gagnast vel við ýmsar
viðgerðir. Hún kveðst hafa lært mikið
í náminu sem gagnist síðan með bein-
um hætti þegar til kastanna kemur.
„Ef maður er þarna til að vera þarna,
en er ekki bara í símanum til dæmis,
þá lærir maður mjög mikið. Skólinn
er samt alls ekki allt því maður lærir
auðvitað síðan mjög mikið af því sem
maður þarf að vita þegar maður er
kominn inn á verkstæði,“ segir Ingi-
björg, sem er á fullu við viðgerðir á
rafmagni, pústi, stýrum, rofum og
þar langt fram eftir götum. Eitthvað
nýtt á hverjum degi, segir hún, og
strætóinn ekkert flóknari en venju-
legur bíll, bara stærri.
Morgunblaðið/Eggert
Bifvélavirki Ingibjörg er nemi á verkstæði Strætós og segir strætóa ekkert flóknari en venjulega bíla, bara stærri.
Gaman að vera fyrsta
konan á verkstæðinu
Eitt og eitt „ha?“ Útskrifaðist úr bifvélavirkjun með 9,16
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Eftir að frumvarp, sem hefði gert
ferðaskrifstofum kleift að endur-
greiða með inneignarnótum fyrir
niðurfelldar ferðir, mætti mótstöðu í
þinginu segir Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra
að leita hafi þurft nýrra lausna sem
meiri samstaða ríkti um. Niðurstað-
an er að stofna ferðaábyrgðasjóð á
vegum ríkisins sem mun endur-
greiða fólkinu sem bíður endur-
greiðslu. Þar með er viðkomandi
ferðaskrifstofa komin í skuld við
sjóðinn, sem hún getur greitt niður á
nokkrum árum.
„Við greiðum þetta núna en gerum
síðan ráð fyrir að fá þessar kröfur
greiddar til baka frá ferðaskrifstof-
unum. Við komum þannig í veg fyrir
gjaldþrot en neytendur fá samt end-
urgreitt,“ segir Þórdís við Morgun-
blaðið. „Ég trúi því raunverulega að
með þessari leið séum við að bjarga
miklum verðmætum með sársauka-
lítilli leið fyrir ríkið.“
Boðar breytingu til frambúðar
Þórdís ræddi hugmyndina um
ferðaábyrgðarsjóðinn á ríkisstjórn-
arfundi í gær. Enn liggur ekki fyrir
stjórnarfrumvarp en Þórdís segir
brýnt að koma málinu í gegn á þessu
þingi og ekki er mikill tími til stefnu.
Hún trúir þó að samstaða muni ríkja
um málið, einnig hjá stjórnarand-
stöðu. „Við kannski reynum að fara
aðeins óhefðbundnari leiðir að þessu
í viðræðum við bæði nefndina og
þingið. Það er auðvitað skammur
tími eftir af þinginu, þannig að við
reynum að hlaupa hratt, vanda til
verka og nýta tímann vel,“ segir Þór-
dís.
Þórdís segir að hugsunin að baki
þessari aðgerð sé ekki aðeins að
koma til móts við vandann sem steðj-
ar nú að ferðaskrifstofum heldur
einnig að þoka kerfinu smátt og
smátt í átt að nýju tryggingakerfi
fyrir ferðaskrifstofur. „Þetta er
sjálfstætt mál en þetta væri samt
fyrsta skrefið í að fara úr þessu
tryggingakerfi ferðaskrifstofa sem
nú er við lýði og fara yfir í að búa til
sjóð með sambærilegt hlutverk og
þekkist í Danmörku og Noregi. Það
tekur auðvitað tíma að byggja upp
slíkan sjóð og það væri hlutverk sem
við þyrftum að smíða í samráði við
aðila en þetta væri fyrsta skrefið í
því. Þetta er sami þankagangur,“
segir ráðherra.
Ábyrgjast
endurgreiðslur
Nýr sjóður vísir að nýju kerfi
Bjargar verðmætum sársaukalítið
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamál Þórdís Kolbrún hyggst
koma á fót nýjum ferðaábyrgðasjóði.
Ferðaábyrgðasjóður
» Endurgreiðir fyrir ferðaskrif-
stofur og þar með fara þær í
skuld fyrir sjóðinn.
» Vaxtakjörin eru síðan svo
góð að í þeim felst í raun
ákveðin ríkisábyrgð. Fyrirtækin
hafa síðan allt að átta árum til
að greiða skuldina.
Samgönguráðuneytið hefur lagt til
breytingar á ábyrgð á innheimtu
veggjalds sem ekki er greitt þegar
bílar fara um gjaldskylda vegi eða
göng. Eftir sem áður þarf eigandi
bifreiðar að greiða gjaldið, hvort sem
hann er ökumaður eða ekki, og
ógreitt veggjald verður áfram með
lögveð í ökutækinu. Hins vegar
verða iðgjöld vátrygginga bílsins og
skattar af honum framar í lögveðs-
röðinni.
Frumvarp samgönguráðherra um
samvinnuverkefni um vegafram-
kvæmdir er til umfjöllunar í um-
hverfis- og samgöngunefnd þingsins.
Í umsögnum ýmissa aðila var gagn-
rýnt að með því væri verið að færa
áhættu af innheimtu veggjalda af
herðum rekstraraðila ganga og ann-
arra gjaldskyldra vega yfir á einka-
aðila, til dæmis bílaleiga. Áhættan
ætti frekar að hvíla á rekstraraðilum
en einkafyrirtækjum.
Erfitt að þekkja ökumann
Samgönguráðuneytið rökstyður
áform sín meðal annars með tilvís-
unum til fordæma frá Evrópu og
Vaðlaheiðargöngum. Erfiðara væri
að innheimta ógreidd veggjöld hjá
ökumönnum þar sem erfitt geti verið
að þekkja ökumenn á myndum. Upp-
lýsingar um eiganda ökutækis eða
umráðamann liggi fyrir, samkvæmt
skrásetningarnúmeri. Telur ráðu-
neytið því rétt að halda þessu fyr-
irkomulagi. Hins vegar er lagt til að
tryggingaiðgjöld og skattar af bif-
reið verði framar í röðinni í lögveði
ökutækisins. helgi@mbl.is
Áfram lögveð
í ökutækjum
Ógreidd veggjöld færast aftar í röðina
Göng Eigandi bílsins ber endanlega
ábyrgð á greiðslu veggjalda.
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
SKOÐIÐhjahrafnhildi.is
GLÆSILEGUR
FATNAÐUR
pantaðu tíma í fría einkaráðgjöf
í síma 581-2141.
FYRIR VEISLUR SUMARSINS
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
SKOÐIÐ
NÝJA
NETVERSLUN
LAXDAL.IS
NÝJAR
SUMARLÍNUR
FRÁ GERRY WEBER & BETTY BARCLAY
10-
20%afsl.