Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt verkefni og viðtök- urnar hafa hvarvetna verið mjög góðar. Gaman að fá að ferðast um og sjá uppbygginguna í þessum bæjarfélögum og hvað ferðaþjón- ustan hefur upp á bjóða,“ sagði Sig- urður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100, við Morgunblaðið í gær, betur þekktur sem Siggi Gunnars. Hann var þá staddur á kaffihús- inu Gilbakka á Hellissandi ásamt Loga Bergmanni, skömmu áður en þeir fóru í loftið með síðdegisþátt sinn. K100 var á ferðinni í Snæ- fellsbæ í gær, líkt og undanfarna föstudaga með hringferðina Við elskum Ísland. Fyrr um morguninn var sérútbúið útsendingahjólhýsi K100 statt í Ólafsvík, dregið af sér- merktum Toyota LandCruiser, þar sem Ásgeir Páll og Kristín Sif voru með morgunþáttinn Ísland vaknar, með Jón Axel í eyrunum frá hljóð- verinu í Hádegismóum. Ferðin um landið hófst í Borgar- byggð, síðan var Reykjanesið heim- sótt, þá Hveragerði og Snæfellsbær í gær. „Við höfum tekið fólk í spjall á þessum stöðum og fengið að kynn- ast því sem er að gerast. Núna er- um við í Snæfellsbæ og næsta föstu- dag verðum við í Vestmannaeyjum. Eftir hálfan mánuð verðum við í miðbæ Reykjavíkur til að kynna okkur það sem borgin hefur upp á að bjóða. Viljum kynna fyrir fólki hvernig er að vera túristi í Reykja- vík. Síðan liggur leiðin á Höfn í Hornafjörð og ljúkum við þar ferðalagi okkar í bili, eftir að hafa heimsótt sjö staði,“ sagði Siggi. Meðal þess sem var til umfjöll- unar í þætti þeirra Loga Berg- manns í gær var menningar- miðstöðin á Rifi og matar- menningin á svæðinu og greint var frá upptökum á stórri sjónvarps- þáttaröð sem fram fara núna á Snæfellsnesi. Útvarpsmenn K100 staddir í Snæfellsbæ í gær í hringferðinni Við elskum Ísland Viðtökurnar verið góðar um allt land Morgunblaðið/Alfons Finnsson Snæfellsbær Logi Bergmann og Siggi Gunnars klárir fyrir síðdegisþáttinn í gær frá Hellissandi. Fyrr um daginn höfðu Ásgeir Páll og Kristín Sif verið í morgunþættinum frá Ólafsvík, en Jón Axel var í Hádegismóum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bókanir í ferðir Norrænu til Íslands hafa verið að taka við sér eftir heldur daprar vikur og mánuði vegna kór- ónuveirufaraldursins. Von er á 150 farþegum í næstu ferð og í byrjun júlí, þegar sumaráætlun ferjunnar tekur gildi, eru bókaðir 550 farþegar. Linda Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smyril line á Íslandi, kveðst ánægð með að ferðaþjónustan sé að taka við sér og vonast til að hún haldi áfram að glæðast. Afbókað vegna skimunargjalds Að undanförnu hafa aðeins verið 20 til 50 manns í ferð enda gestir landsins settir í sóttkví. Þegar skipið kemur næst, á þriðjudaginn í næstu viku verður búið að opna landið meira en gestir frá öðrum löndum en Fær- eyjum og Grænlandi þurfa þó að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. Von er á 150 farþegum með þeirri ferð og yf- ir 200 í næstu ferð þar á eftir. Sumaráætlun Norrænu tekur gildi um mánaðamótin og eru 550 farþegar bókaðir í fyrstu ferð eftir það, 2. júlí. Fleiri voru bókaðir en hluti þeirra af- bókaði sig í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um að greiða þurfi 15 þúsund króna gjald fyrir skimunina eftir 1. júlí. Flestir farþegarnir koma frá Þýskalandi og Norðurlöndunum, að sögn Lindu. Hún vonast til að bók- anir haldi sér vel því margir séu með húsbíla eða tjaldvagna og því fylgi meiri undirbúningur og ef til vill skuldbinding. Þótt 550 bókaðir far- þegar séu mikil aukning frá því sem verið hefur er fjöldinn samt aðeins um helmingur af því sem venjulega er hjá Norrænu við upphaf sumar- áætlunar. Færeyingar hafa sýnt auk- inn áhuga á að koma til landsins og sömu sögu er að segja um ferðir Ís- lendinga til Færeyja. Smyril Line hefur boðið Íslendingum sérstök kjör á siglingu til Færeyja og segir Linda að margar fyrirspurnir og bókanir hafi borist, einkum fyrir ferðir í júlí og ágúst. Skimað um borð í ferjunni Unnið hefur verið að skipulagn- ingu sýnatöku á Seyðisfirði og segir Linda að málið hafi verið unnið í nánu samstarfi við landlækni, sóttvarna- lækni og Heilbrigðisstofnun Austur- lands. Ákveðið hefur verið að taka sýnin um borð í ferjunni fyrstu tvær vikurnar. Þar sé góð aðstaða og telur hún að sýnatakan ætti ekki að taka nema tæpar tvær klukkustundir nú á þriðjudaginn. Sýnin fara með flugi til greiningar á Landspítalanum en á meðan beðið er niðurstöðu geta farþegarnir farið í náttstað, þar sem þeir eiga pantað. 550 farþegar bókaðir í byrjun júlí Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í höfn á Seyðisfirði Sumaráætlun Norrænu hefst 27. þessa mánaðar.  Bókanir að taka við sér í Íslandsferðir hjá Norrænu  150 farþegar bókaðir til Íslands í næstu ferð og fer síðan fjölgandi  Mikið spurt um ferðir til Færeyja og Færeyingar áhugasamir um ferðir hingað Færeyjar » Sumaráætlun Norrænu tek- ur gildi 27. júní, mörgum vikum seinna en venjulega. Þá kemur skipið til Seyðisfjarðar á fimmtudagsmorgni, í stað þriðjudags, og fer aftur tveim- ur tímum seinna. » Norræna býður Íslendingum sem vilja fara til Færeyja í sumar sérstök kjör. Farið fyrir fjögurra manna fjölskyldu og bíl ásamt gistingu kostar 100- 140 þúsund. Gjaldið fyrir tvo fullorðna er 68-109 þúsund. Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa afhent stúlkunni áfengi og haft við hana samræði, látið hana hafa við sig munnmök og tekið af henni tvær kynferðislegar hreyfimyndir. Þannig hafi maðurinn beitt hana of- beldi og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs- og þroskamunar og traust hennar og trúnað til hans sem fyrrverandi þjálfara hennar, að því er segir í reifun málsins. „Ákærði er níu árum eldri en brotaþoli og fyrrverandi íþrótta- þjálfari hennar. Með háttsemi sinni nýtti hann sér yfirburðastöðu sem hann hafði gagnvart brotaþola til að hafa við hana kynferðismök og fólst jafnframt í því ofbeldi af hans hálfu,“ segir í niðurstöðu Lands- réttar, en maðurinn áfrýjaði málinu fyrir tæpu ári. Auk þess að staðfesta þriggja ára dóm héraðsdóms hækkaði Lands- réttur miskabótagreiðslu mannsins til stúlkunnar um 300 þúsund krón- ur, eða úr 1,2 milljónum króna í 1,5 milljónir. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað, eða tæpar 1,3 milljónir króna. Fangelsi í 3 ár fyr- ir kynferðisbrot  Miskabætur hækkaðar í 1,5 milljónir www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34 mm 34 mm44 mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Landsréttur þyngdi í gær fangelsis- dóm yfir Gunnari Viðari Valdimars- syni úr 15 í 18 mánuði fyrir kyn- ferðisbrot gegn ungri stúlku árið 2016. Var Gunnar þá 36 ára og stúlk- an 14 ára. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms um miskabótagreiðslu til stúlkunnar upp á 1,2 milljónir kr. Gunnar og stúlkan komust í kynni á samfélagsmiðlinum Snapchat en Gunnar hélt því fram að hann hafi hitt stúlkuna á líkamsræktarstöð og og neitaði hann alltaf sök í málinu. Landsréttur og héraðsdómur kom- ust hins vegar að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið á stúlkunni með því að fara með hana í tvígang heim til sín og hafa þar kynferðismök við hana. Var hann sakfelldur fyrir kyn- ferðisbrot gegn barni. 18 mánuðir fyrir kyn- ferðisbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.