Morgunblaðið - 01.08.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður
haldinn föstudaginn 14. ágúst nk. kl. 10:00
að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Önnur mál.
Dagskrá, tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla
endurskoðanda vegna ársreiknings, munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík til
sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum. Hluthafar sem hyggjast
skoða gögnin gefi sig fram við framkvæmdastjóra félagsins,
Sigurð Lárus Hólm.
Reykjavík, 28. júlí 2020
Stjórn Valsmanna hf.
AÐALFUNDUR VALSMANNA hf.
Yfirvöld kynntu í fyrradag nýjarog hertar ráðstafanir í barátt-
unni við kórónuveiruna, sem því
miður hafði tekið að láta á sér
kræla á nýjan
leik. Meðal ráð-
stafana var að
taka upp 2
metra reglu en
þar sem ekki
væri hægt að
tryggja hana
„verði krafist
notkunar and-
litsgrímu“,
sagði í tilkynningu. Þar sagði enn
fremur að þetta ætti „t.d. við um al-
menningssamgöngur, þ.m.t. innan-
landsflug og farþegaferjur“.
Strætó dró eðlilega þá ályktun aðþeir sem hygðust ferðast með
vögnunum yrðu að bera andlits-
grímur og kynntu þá reglu í gær-
morgun. Sú tilkynning kom raunar
eftir að fulltrúar yfirvalda höfðu
skýrt grímuregluna á þann hátt að
ekki væri þörf á grímu í strætó.
Allt var þetta mjög ruglingslegtog ekki batnaði það þegar
strætó tilkynnti síðar í gær að
grímuskyldan hefði verið dregin til
baka samkvæmt tilmælum al-
mannavarna.
Komið hafa fram skýringar áþessu, en eftir stendur þó að
erfitt er að sjá hvers vegna ekki er
viðhöfð grímuskylda í strætó fyrst
hún gildir í flugi og ferjum. Sagt er
að fólk staldri stutt við í strætó, en
ef grímuskylda er gagnleg í mann-
þröng, getur þá ekki verið að hún
eigi þrátt fyrir allt við í strætó?
Nú er að vísu ekki oft mann-þröng þar, en þó kemur það
fyrir á morgnana. Og ferðalögin,
jafnvel í þéttbýlinu, geta tekið dá-
góðan tíma. Getur verið að það
þurfi að snúa reglunni við aftur?
Grímulaus
ruglingur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ófögur sjón blasti við starfsmönnum
garðyrkjudeildar Akraneskaupstaðar
þegar þeir mættu til vinnu í fyrradag.
Unnin höfðu verið skemmdarverk í
skrúðgarði bæjarins sem staðsettur
er við Suðurgötu. Frá þessu var
greint á vef Akraneskaupstaðar.
Miklar endurbætur höfðu átt sér
stað í garðinum fyrr um sumarið þar
sem gosbrunnur var endurgerður,
listaverki komið fyrir og plöntur
gróðursettar. Mikil ánægja hafði ríkt
með lagfæringarnar en garðurinn
nýtur talsverðra vinsælda meðal
bæjarbúa.
Nú hafa umræddar lagfærðingar
hins vegar verið eyðilagðar. Þegar
starfsmenn garðyrkjudeildar komu
að garðinum var búið að rífa upp
helming plantnanna sem gróðursett-
ar voru í kringum gosbrunninn og
lágu þær ofan í vatninu ásamt grjóti
úr steinalögn í kringum beðið.
Um leið og skemmdarverkið kom í
ljós var farið í að veiða plönturnar úr
brunninum. Starfsmennirnir þurftu
hins vegar frá að hverfa um stund og
þegar þeir sneru aftur var búið að rífa
upp gróður og henda í brunninn
ásamt verkfærum og grjóti.
Er þetta þriðja sumarið í röð sem
sambærileg skemmdarverk eiga sér
stað í skrúðgarði bæjarins.
aronthordur@mbl.is
Unnu skemmdarverk á skrúðgarði
Eyðilögðu tvívegis endurbætur á
skrúðgarði Akraneskaupstaðar
Ljósmynd/Akraneskaupstaður
Skemmdarverk Búið var að fleygja
verkfærum og plöntum í vatnið.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Miðasölukerfið Midi.is skilaði nær
25 milljóna króna hagnaði á árinu
2019. Er það rétt um 47 milljóna
króna viðsnúningur frá árinu áður
þegar rekstrartapið nam tæpum 22
milljónum króna. Þetta kemur
fram í ársreikningi fyrirtækisins
sem birtur var í gær.
Þrátt fyrir jákvæða rekstrarnið-
urstöðu var hægt að rekja hana til
annars en tekna af miðasölu.
Fyrirtækið var á árinu keypt af Tix
miðasölu ehf. og í tengslum við söl-
una gáfu fyrrverandi eigendur, 365
miðlar hf., auk nokkurra kröfuhafa
eftir kröfur á félagið. Var eftirgefin
fjárhæð færð til tekna undir liðn-
um aðrar tekjur. Alls nam hún ríf-
lega 45 milljónum króna, en til
samanburðar voru tekjur af sölu
ríflega 11 milljónir króna. Dróst
salan saman um sex milljónir
króna milli ára. Heildareignir fé-
lagsins í árslok samkvæmt árs-
reikningi voru 98,8 milljónir króna
og eigið fé 28,3 milljónir króna.
Nam eiginfjárhlutfallið undir lok árs
því 28,7%.
Að því er segir í ársreikningi
Midi.is er ljóst að faraldur kór-
ónuveiru mun hafa í för með sér tals-
verða óvissu í rekstri fyrirtækisins.
Afleiðingar sökum þessa eru óvit-
aðar, en það er mat stjórnenda miða-
sölukerfisins að ekki sé vafi á rekstr-
arhæfi þess í náinni framtíð.
Midi.is ehf. var stofnað árið 1988,
en eiginleg starfsemi hófst ekki fyrr
en árið 2003. Tilgangur félagsins var
frá upphafi prófun, rekstur og þjón-
usta á hugbúnaði fyrir miðasölukerfi
og aðra starfsemi því tengdu.
Midi.is skilaði 25
milljóna kr. hagnaði
Stærstan hluta
tekna má rekja til
eftirgjafar krafna
Midi.is Fyrirtækið skilaði tals-
verðum hagnaði árið 2019.