Morgunblaðið - 01.08.2020, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020
Síðastliðinn laug-
ardag birtist grein eft-
ir mig í Morgunblaðinu
sem vakti nokkra at-
hygli. Ástæða er til að
þakka fólkinu sem
hrósaði greininni en þó
sérstaklega þeim sem
reyttu hár sitt og for-
dæmdu skrifin. Án
þeirra hefði ekki tekist
að færa sönnur á inni-
hald greinarinnar.
Að vísu verð ég að fallast á að
ekkert bendi til þess að þorri gagn-
rýnenda hafi haft fyrir því að lesa
greinina. Líklega hafa nokkrir
þeirra gert það en þeim tókst þó
ágætlega að leyna því.
Með viðbrögðunum fékkst stað-
festing á öllum meginatriðum grein-
arinnar um eðli svo kallaðra
ímyndarstjórnmála og rétttrúnaðar
samtímans. Litlar sem engar at-
hugasemdir voru gerðar við inni-
haldið. Þess í stað völdu gagnrýn-
endur sér það sem þá langaði helst
að setja út á, ímynduðu sér að það
stæði í greininni og fordæmdu það
svo. Þessu fylgdu hefðbundið per-
sónuníð og sleggjudómar. Allt sam-
kvæmt uppskrift ímyndarstjórnmál-
anna.
Allt annað en innihaldið
Vilji menn taka undir stefnu sam-
takanna Black Lives Matter (ekki
bara nafnið) geta þeir gert það. Telji
þeir réttlætanlegt að svívirða eða út-
skúfa þá sem leitast við að efna til
rökræðu um rétttrúnaðinn (eða
styðja hann ekki á nógu öfga-
kenndan hátt) geta þeir sagt það.
Þeir sem telja rétt að meta það sem
fólk segir og gerir út frá húðlit eða
öðrum einkennum mega láta vita af
því. Gagnrýnendur greinarinnar
treysta sér hins vegar ekki til að
ræða þessi atriði eða annað innihald
hennar.
Hinir sömu telja að þeir sem
leggja áherslu á jafnan rétt alls fólks
séu með því að lýsa
andstöðu við alla aðra
hópa en eigin úthlutaða
hóp. Rökvísi er ekki
beint megineinkenni
rétttrúnaðarriddarans.
Gagnrýnendum rétt-
trúnaðarins eru svo
gerðar upp alls konar
hvatir, ekki vegna þess
sem þeir segja eða
gera, heldur á grund-
velli þess hóps sem við-
komandi var úthlutað.
Neyðarstimpillinn
Þeir sem lengst gengu (fáir þeirra
eru þekktir fyrir jafnaðargeð og um-
burðarlyndi) töldu meira að segja til-
efni til að nýta neyðarstimpil vinstri-
öfgamanna, fasistastimpilinn.
Þetta er löngu þekkt sem fyrsta og
síðasta útspilið úr þeirri átt þegar
rökin skortir. Aðferðin var t.d. mikið
notuð af kommúnistum í Austur-
Evrópu. Allir sem ekki voru komm-
únistar töldust fasistar. Vestræn ríki
voru að þeirra mati undir stjórn fas-
ista og Berlínarmúrinn var fyrir vikið
kallaður „andfasíski veggurinn“.
Hvað er fasískt við að vilja tryggja
jafnan rétt allra einstaklinga? Þeirri
spurningu telja þeir sem fara frjáls-
lega með stimpilinn óþarft að svara.
Þeir þurfa reyndar alls ekki að út-
skýra neitt. Hvers vegna ættu þeir að
þurfa að útskýra tilfinningar sínar
þegar þær vega svo miklu þyngra en
staðreyndir?
Róttæklingar á Vesturlöndum
tóku þetta upp og Sex Pistols sungu
„Guð blessi drottninguna [og] fas-
istastjórn hennar“. Þar var reyndar
átt við stjórn Verkamannaflokksins
undir forystu James Callaghan. Lag-
ið var hins vegar mun betra en ámót-
legur söngur íslenskra öfgamanna
þar sem skortir ekki aðeins vit heldur
einnig frumleika. Það er ekkert pönk
í því að stinga fingrunum í eyrun,
loka augunum og öskra ofnotaða
frasa.
Eðli öfgahreyfinga
Þótt hamagangur öfgafólks geti
stundum virst spaugilegur er þó
mikilvægt að taka þróuninni alvar-
lega. Bolshevikar voru innan við 1%
Rússa þegar þeir tóku völdin þar í
landi. Þegar maður les söguna og
veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum
hlutir geti stundum farið svo ótrú-
lega illa á skömmum tíma veitir
samtíminn ákveðin svör.
Öfgamenn flokka fólk undantekn-
ingalaust í hópa og segjast vera að
gæta hagsmuna þeirra sem hallar á.
Oftar en ekki er það sama fólk og
fer verst út úr byltingunni.
Afleiðingarnar
Undanfarnar vikur hefur glæpa-
tíðni snaraukist í Bandaríkjunum.
Margar borgir brugðust við kröfu
„byltingarinnar“ um að fjársvelta
lögregluna. Borgarstjórn Minnea-
polis samþykkti meira að segja
ályktun um að leggja niður eigið lög-
reglulið. Í New York sem var þekkt
sem glæpaborg fram á 10. áratuginn
hafði náðst gríðarlegur árangur í að
draga úr glæpum. Morðum fækkaði
um 86% milli 1990 og 2019. Borg-
arstjórn New York svaraði kallinu
um að draga úr löggæslu. Lög-
reglumenn sem áfram voru á vakt
kvörtuðu undan því að þeir þyrðu
vart að athafna sig. Áhrifin létu ekki
á sér standa. 270 voru skotnir í New
York í júní, meira en tvöfalt (154%)
fleiri en í sama mánuði í fyrra. Í Chi-
cago, sem hefur glímt við glæpa-
faraldur árum saman er ástandið
enn verra. Meira að segja BBC
fjallaði um „sprengingu í ofbeldi“ í
Chicago og hafði eftir lögreglu borg-
arinnar að hún væri búin að missa
stjórn á ástandinu. Einnig kom fram
að yfiröld veigruðu sér nú við að
ákæra brotamenn.
Allt bitnar þetta hlutfallslega
mest á minnihlutahópum. Einkum
fólki af afrískum uppruna. Þetta er
hin raunverulega afleiðing ímyndar-
stjórnmálanna.
Vandinn við hópa
Það er eðlilegt að skipta fólki í þá
hópa sem það velur sér, t.d. út frá
skoðunum, en það að skipta fólki í
hópa út frá meðfæddum einkennum,
eða að neyða fólk í tiltekna hópa,
endar illa.
Þegar fólk sem tilheyrir minni-
hlutahópum gagnrýnir rétttrún-
aðinn á það ekki von á góðu frá þeim
sem þykjast bera hag þess fyrir
brjósti. Það fólk getur átt von á
trakteringum á borð við „ef þú ert
ekki sammála ertu ekki svartur“.
Öllum má vera ljóst að kynþátta-
hyggja var stórkostlegt vandamál á
Vesturlöndum eins og annars staðar
í heiminum. Vestræn samfélög hafa
hins vegar náð einstökum árangri
við að draga úr fordómum og auka
jafnrétti þótt enn sé verk að vinna.
Áframhaldandi árangur næst helst á
grundvelli þess sem best hefur
reynst. Rétttrúnaðarriddarar virð-
ast þó ekki mega heyra á árangur
minnst. Þegar ekki tekst að benda á
augljósa fordóma er bent á ósýni-
lega kerfisbundna fordóma eða
ómeðvitaða fordóma. Fyrirtæki og
stjórnmálaflokkar hafa að undan-
förnu sent fólk á námskeið til að tak-
ast á við ómeðvitaða fordóma.
Skikkað það í svokallaða endur-
menntun.
Kanadískur þingmaður hafði orð
á því að hann teldi að landar sínir
væru almennt ekki rasistar. Því var
mætt með kröfum um afsögn. En
hver er raunin ef menn vilja líta til
kynþátta- og menningarhópa og
fullyrðinga um „rótgróinn kerf-
islægan rasisma sem gegnsýri sam-
félögin og hafi það að markmiði að
halda öllum niðri nema hvítu fólki“?
Í Bretlandi hefur fólk af austur-
asískum uppruna langhæstu meðal-
tekjurnar, þar á eftir koma hindúar
og svo innflytjendur frá Afríku.
Svartir Bretar frá Karabíahafs-
eyjum og múslimar eru hins vegar
tekjulægri en hvítir Bretar. Þegar
litið er til barna gengur engum hópi
eins illa í skóla og hvítum drengjum
úr hópi verkafólks. Þeir eru nú kall-
aðir gleymdu drengirnir.
Lögreglustjóri Lundúnalögregl-
unnar (Scotland Yard) sem oftast
hefur reynt að fylgja rétttrún-
aðinum upplýsti fyrir þingnefnd að
lögreglan hafi ekki hlutfallslega
meiri afskipti af öðrum kynþáttum
en hvítum Bretum þegar litið er til
glæpatíðni.
Er þetta samfélag sem fyrirlítur
aðra kynþætti en þann hvíta og
heldur þeim niðri?
Tekjuhæsti og best menntaði hóp-
ur Bandaríkjanna eru landsmenn af
nígerískum uppruna. Það er aug-
ljóslega afleiðing einhvers annars en
markvissra kynþáttafordóma. Er
ekki líklegra til árangurs að líta til
vanda þess fólks sem er fast í fá-
tæktargildru og fær ekki tækifæri
til að vinna sig upp vegna þess að
því hefur verið skipað í hóp?
Byggjum á raunverulegu
jafnræði
Hvað er skaðlegra í þessu sam-
hengi en það að segja ungu fólki að
það sé sama hvort það leggur sig
fram eða ekki, það muni aldrei njóta
sannmælis vegna þess að samfélagið
sé gegnsýrt af fordómum og muni
halda því niðri?
Rétttrúnaðarhreyfingin er sér-
staklega hættuleg vegna þess að
hún er byggð á vandamálum en ekki
lausnum. Þar má aldrei viðurkenna
að árangur hafi náðst vegna þess að
það sem skiptir mestu máli er fólkið
sem metur eigið ágæti í hlutfalli við
stærð vandans sem það þykist vera
að takast á við. Fólk sem metur eig-
ið ágæti út frá vandanum sjálfum en
ekki lausnum og árangri.
Slík stefna er fordómafull, eig-
ingjörn og hættuleg.
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlaugsson
»Hvað er skaðlegra í
þessu samhengi en
það að segja ungu fólki
að það sé sama hvort
það leggur sig fram eða
ekki, það muni aldrei
njóta sannmælis vegna
þess að samfélagið sé
gegnsýrt af fordómum
og muni halda því
niðri?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Þakkir
Mark. 2:23-28;
Orðskv. 3:5-6.
Hún sofnaði við
brjóst móður sinnar
sem starði fram fyrir
sig skelfingu lostin.
Og þar svaf hún þessi
átta mánaða stúlka
alla ferðina sem var
farin á sjó á leið í
eyðibyggð fyrir vest-
an. Samferðafólk
hennar átti fullt í
fangi með að halda ró sinni á öldum
hafsins sem létu illa eins og bát-
urinn sem bar þau í fjörðinn fagra
sem hafði verið í eyði síðastliðin 60
ár eða svo. Og svo vaknaði hún rétt
áður en landi var náð, horfði í
kringum sig á aðframkomna sam-
ferðamennina og brosti sínu blíð-
asta. Já, þessi litla mannvera
treysti móður sinni fyrir sér og
hafði ekki miklar áhyggjur af báts-
ferð í brælunni.
Í Orðskviðum Salómons eru
spakmæli sem þúsundir kynslóða
hafa tileinkað sér í gegnum ald-
irnar. Í þessu spekiriti er fjallað um
mannlega tilveru, um manninn í
samfélaginu, um vinnu, eignir og
fólk. Spekin minnir á það traust
sem nauðsynleg er í mannlegum
samskiptum sem og traustið til
Guðs. „Treystu Drottni af öllu
hjarta en reiddu þig ekki á eigið
hyggjuvit,“ segir þar. Það er þakk-
arvert að fá að treysta og geta
treyst eins og stúlkan litla í sjóferð-
inni.
Mörg vandamál samtímans eru
rakin til skorts á
trausti. Almenningur
virðist síður treysta
stjórnmálum, stjórn-
sýslu, stofnunum og
fjölmiðlum miðað við
það sem áður var.
Ástæður þess eru
nokkrar, svo sem sam-
ráðsleysi, hagsmuna-
árekstrar, skortur á
siðferðilegum viðmið-
unum og vöntun á
nýrri stjórnarskrá.
Það er kallað eftir
gagnsæi og miðlun
upplýsinga en einnig sett lög um
persónuvernd og vinnslu persónu-
upplýsinga.
Allt sem gert er og sagt hefur
áhrif. Það skiptir máli hvaða hugs-
un mótar hugann sem framkvæmir
og lætur í sér heyra. Spekirit gefa
okkur ærið tilefni til að hugleiða
lífsins gang og hvert skal stefnt.
Treystu Drottni af öllu hjarta
en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
Minnstu hans á öllum vegum þínum,
þá mun hann gera leiðir þínar greiðar.
Orðskv. 3:5-6
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag“ segir Tómas Guðmunds-
son í ljóði sínu Hótel Jörð. Á því
ferðalagi er nauðsynlegt að hafa
vörður sem vísa okkur leið. Vörður
kærleika og tryggðar og allra
þeirra góðu gilda sem við viljum
hafa í lífi okkar og samskiptum við
aðra. Traust er eitt af þeim gildum
sem við metum mikils og skortur á
trausti kann ekki góðri lukku að
stýra. Skortur á trausti til stofnana
og félagasamtaka hefur einkennt
síðastliðinn áratug hér á landi og
víðar um heim og það hefur verið
þakkarvert að finna það mikla
traust sem þjóðin hefur sýnt þeim
sem leitt hafa okkur í gegnum erfið-
leika síðustu mánaða vegna kór-
ónuveirunnar. Þar hafa samstaða
og traust verið lykilatriðin varðandi
góðan árangur í baráttunni við veir-
una. Það er gott að treysta á sjálfan
sig og treysta sér til góðra verka en
það traust þarf að grundvallast á
grunni sem heldur þótt á móti blási.
Sú kenning sem nefnd er í texta
Orðskviðanna er ekki orð á blaði
heldur veruleiki sem viðkomandi
hefur tileinkað sér og reynt á eigin
skinni. Þjálfun er nauðsynleg til að
ná góðum árangri. Það á einnig við
um trú og lífsviðhorf. Það þarf að
iðka trúna til að hún komi að gagni
á lífsins leið. Til að hún virki sem
leiðsögn og stuðningur í aðstæðum
lífsins. Höfundur lífsins sýnir okkur
kærleika og tryggð og það eigum
við einnig að gera gagnvart
samferðafólki okkar.
Við lifum á tímum mikilla um-
breytinga. Það er kallað eftir nýrri
hugsun, nýjum leiðum. Okkar fá-
menna þjóð býr yfir miklum mann-
auði, vel menntuðu, vel gerðu og
duglegu fólki. Fólki sem hefur það í
genunum að takast á við óblíða
náttúru og baráttu um brauðið. En
jafnframt fólki sem fætt er annars
staðar á jarðarkringlunni og auðgar
samfélag okkar. Það hefur flest val-
ið að lifa hér og starfa og því ber að
fagna. Okkar einsleita samfélag hef-
ur auðgast af menningu þeirra sem
hér búa.
Boðskapur meistarans frá Nasa-
ret hefur haft gríðarleg áhrif á
hugsunarhátt þeirra sem heyrt
hafa. Orð hans og gjörðir hafa haft
mótandi áhrif hér á landi. Sá boð-
skapur er boðskapur kærleika, von-
ar og trúar. Sá boðskapur hefur
breytt hugsunarhætti og ríkjandi
viðhorfi. Hann þurfti oft að svara
fyrir orð sín og gjörðir. Eitt dæmi
um það er í guðspjalli Markúsar.
Jesús svaraði spurningu Faríseanna
um hvíldardagsbrot lærisveinanna
með því að benda á að „hvíldardag-
urinn varð til mannsins vegna og
eigi maðurinn vegna hvíldar-
dagsins“.
Hann gekk ávallt út frá þeim
kærleiksboðskap sem hann boðaði.
Þeim boðskap að allir menn hefðu
sama rétt, gætu treyst Guði sínum
og lífið þeirra væri dýrmætara en
allt annað. Þegar lærisveinar hans
voru svangir og tíndu upp kornöx
eins og siður var í landi þeirra að
leyfa soltnum ferðalöngum að gera
brugðust farísearnir við, því það var
hvíldardagur, en þá mátti ekki
vinna. Ekki stóð á svarinu:
„Hvíldardagurinn varð til mannsins
vegna og eigi maðurinn vegna
hvíldardagsins. Því er Mannsson-
urinn einnig Drottinn hvíldardags-
ins.“ Ef við ættum að horfa til ein-
hvers sem hefur breytt
hugsunarhætti og þar með haft
áhrif á mann og heim þá er það
meistarinn frá Nasaret. Ekki bara
með orðum sínum og gjörðum held-
ur vegna þess að fylgjendur hans
vita að honum má treysta af öllu
hjarta og ekki þarf að vera upp-
tekin af því alla daga að reiða sig á
eigið hyggjuvit.
Sagt er að hafinn sé áratugur ný-
sköpunar. Hugmyndir hafa orðið til
sem vonir standa til að bæti heim-
inn og mannlífið. Nýsköpunin felst í
því að hrinda þeim í framkvæmd og
það á við á öllum sviðum mannlífs-
ins og fræðanna.
Nýtt tímabil er hafið hjá nýkjörn-
um forseta okkar. Þjóðin treystir
þér til að gegna þessu mikilvæga
embætti áfram næsta kjörtímabilið.
Innilega til hamingju. Þið hjón eruð
verðugir fulltrúar þjóðar okkar
innanlands sem utan.
Í dag er dagur gleði og vonar,
sem hefst eins og svo margir gleði-
dagar í lífi okkar með helgri stund.
Treystu Drottni af öllu hjarta
en reiddu þig ekki á eigið hyggju-
vit.
Minnstu hans á öllum vegum
þínum,
þá mun hann gera leiðir þínar
greiðar.
Amen, í Jesú nafni, amen.
Hefð hefur verið fyrir því að biskup
Íslands prédiki við innsetningu forseta
Íslands. Í ljósi breyttra aðstæðna í sam-
félaginu verður prédikunin ekki flutt í
Dómkirkjunni eins og gert var ráð fyrir og
er hún því birt hér í Morgunblaðinu.
Dagur gleði og vonar
Eftir Agnesi
Sigurðardóttur »Nýtt tímabil er hafið
hjá nýkjörnum for-
seta okkar. Þjóðin
treystir honum til að
gegna þessu mikilvæga
embætti áfram næsta
kjörtímabilið. Innilega
til hamingju.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskup.