Morgunblaðið - 01.08.2020, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.08.2020, Qupperneq 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2020 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is »Örn Alexander Ámundason flutti í fyrrakvöld gjörninginn „Inngangskúrs í slag- verki“ í galleríinu Kling & Bang í Marshallhús- inu. Örn útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011 og tel- ur að það séu náin en óljós tengsl milli hins performatífa og hins skúlptúríska, eins og því er lýst í tilkynningu. Segir þar að hann hafi ítrekað gert tilraunir með báða miðlana og reynt á þolmörk beggja. Inngangskúrs í slagverki í Kling & Bang Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kúrs Örn Alexander í Kling & Bang framdi gjörning í fyrrakvöld. Áhugaverður Inngangskúrs í slagverki hélt athygli viðstaddra. Gaman Gjörningurinn lagðist vel í gesti, sem skemmtu sér hið besta. Einkasýning Hugleiks Dagssonar, RÍÐA DREPA KÚRA, verður opn- uð í galleríinu Þulu í dag, 1. ágúst, kl. 16. Er það jafnframt fyrsta einka- sýningin í hinu nýja galleríi, þar sem aðeins ein samsýning hefur verið haldin. Galleríið var opnað fyrir mán- uði. Ásdís Þula Þorláksdóttir, leikari og rithöfundur, rekur galleríið í nýju húsnæði á Hjartatorginu sem er á Hljómalindarreitnum svokallaða milli Hverfisgötu og Laugavegar. Hún segist aðallega ætla að sýna tví- víða list í galleríinu og líka skúlptúra. „Akkúrat núna eru aðallega málverk og teikningar, upphengd verk en þau er öll eftir samtímalistamenn og þetta verða í bland vel þekktir lista- menn eins og Hugleikur og Tolli, sem verður í haust með vatnslitasýningu, og minna þekkt nöfn. Ég er búin að bóka alveg fram í júlí á næsta ári,“ segir Ásdís. Hún segist leita til lista- manna með sýningahald og stefna að því að Þula verði umboðsgallerí þannig að hún komi til með að vinna með ákveðnum listamönnum. Persónur úr spili Í tilkynningu frá Ásdísi stendur að Hugleikur sýni á sér nýja hlið á sýn- ingunni sem opnuð verður í dag og er hún beðin um að útskýra nánar hvað hún á við. „Hann er að fara að gefa út spil í lok mánaðarins sem heitir RÍÐA DREPA KÚRA og í því verða ákveðnar persónur sem eiga í sam- skiptum,“ svarar Ásdís en nafn spils- ins ætti að gefa nokkuð góða vís- bendingu um út á hvað spilið gengur. „Hugleikur sagði sjálfur að þetta væri rosalega súrt en svo er líka mik- ill rómans,“ útskýrir Ásdís kímin. Hún er spurð að því hvort sýningin sé við hæfi barna, í ljósi titilsins og svarar hún því til að það sé undir for- eldrum komið hvort börn fái að sjá verkin eða ekki. Hún bendir á að Hugleikur geri alla jafna mjög litlar myndir en á sýningunni megi hins vegar sjá níu stórar myndir, 50x50 cm að stærð. Stærð verkanna og einnig hvernig Hugleikur vinnur þau eru ný hlið á listamanninum, segir Ásdís. Sjón er sögu ríkari. Fimm hleypt inn í einu Galleríið er um 50 fermetrar að stærð og það sem kallað er hvítur kassi í myndlistarheiminum, þ.e. fjórir hvítir veggir og jöfn birta en þó hlýleg, útskýrir Ásdís. Fjöldatakmörkun og tveggja metra reglan verður að sjálfsögðu í hávegum höfð við opnun sýningar- innar í dag og fimm manns hleypt inn í galleríið í einu. Myndir og frekari upplýsingar um galleríið Þulu má finna á Facebook-síðu með slóðinni facebook.com/thula.gallery/. helgisnaer@mbl.is Rosalega súrt en líka mikil rómantík  Hugleikur Dagsson opnar einkasýningu í galleríinu Þulu Morgunblaðið/Árni Sæberg Einkasýning Hugleikur Dagsson með Ásdísi Þulu Þorláksdóttur sem rekur galleríið Þulu á Hjartatorginu. svo flygildi. Mörg áhugaverð verk hafa prýtt stöpulinn frá því að byrj- að var að leyfa hinum ýmsu lista- mönnum að spreyta sig á honum og er Phillipson þrettándi listamað- urinn sem hlýtur þann heiður. Seg- ist hún hafa fengið hugmyndina að því árið 2016 þegar atkvæða- greiðsla fór fram um hvort Bret- land ætti að vera áfram í Evrópu- sambandinu eða ekki og Donald Trump var kjörinn forseti Banda- Nýtt listaverk var afhjúpað á fjórða stöplinum við Trafalgar-torg í London í fyrradag og hefur það vakið mikla undrun og athygli veg- farenda, sem ljósmynda það í gríð og erg. Verkið nefnist „The End“, eða „Endalokin“ og er eftir bresku myndlistarkonuna Heather Phillip- son. Er það skúlptúr af rjómaís með kirsuberi ofan á sem húsfluga virðist í þann mund að fara að gæða sér á. Utan á kirsuberinu er ríkjanna. Í samtali við dagblaðið Guardian segist Phillipson hafa haft það á tilfinningunni allar götur síðan að mannkynið lifði nú á tím- um óreiðu og gefur listaverkið til kynna, sem og titillinn, að einhvers konar endalok séu í nánd. Rjómaís- inn er að leka niður en þegar einu lýkur tekur annað við. Dróninn vís- ar svo eflaust til eftirlitssamfélags- ins með sínum mörgu eftirlits- myndavélum. AFP Tímanna tákn Kona með grímu gengur fram hjá skúlptúr Heather Phillipson á meðan önnur myndar hann. Rjómaís, kirsuber, flygildi og fluga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.