Morgunblaðið - 15.08.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.08.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝJAR HAUSTVÖRUR SKOÐIÐ hjahrafnhildi.i s Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook SUMAR ÚTSALA LOKAHNYKKUR SUMAR ÚTSÖLUNNAR 60- 70% AFSLÁTTUR ÝMSIR GJAFABÓNUSAR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Hafnað er kröfu kæranda um stöðv- un framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.“ Þannig hljóðar nýlegur bráðabirgðaúr- skurður úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála vegna fyrirhug- aðrar byggingar á lóðinni Grensás- vegi 1 í Reykjavík. Vesturgarður ehf., lóðarhafi Skeif- unnar 15 og Faxafens 8, Reykjavík, kærði þá ákvörðun byggingarfulltrú- ans í Reykjavík frá 16. júní 2020 að samþykkja leyfi til að byggja fimm hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum, tveimur stigahúsum og geymslu- og bílakjallara á lóð nr. 1 við Grensás- veg. Gerði kærandi þá kröfu að þessi ákvörðun verði felld úr gildi og fram- kvæmdir samkvæmt hinu kærða leyfi verði stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðar- nefndinni. Rekur fasteignir í Skeifunni Kærandi benti á að hann eigi og reki fasteignir í Skeifunni og eigi hann ríka hagsmuni tengda þeim breytingum sem gerðar séu á heim- ildum til uppbyggingar á lóðinni Grensásvegi 1 með hinum kærðu ákvörðunum. Sé með þeim horfið frá áformum um byggingu hótels á lóð- inni og þess í stað heimilað að reisa þar 204 íbúðir. Slík breyting muni hafa veruleg áhrif á næsta nágrenni, m.a. vegna aukinnar bílaumferðar og bílastæðanotkunar á svæðinu. Leyfishafi Grensásvegar mót- mælti kröfunni. Kærandi hafi í engu leitast við að sýna fram á að ekki hafi verið gætt lögmætra og málefna- legra sjónarmiða við ákvörðun Reykjavíkurborgar. Í úrskurðinum segir að lóðir kær- anda séu í talsverðri fjarlægð frá lóð- inni Grensásvegi 1. Verði því ekki séð að mögulegir grenndarhagsmun- ir kæranda knýi á um stöðvun um- deildra framkvæmda. „Hvað sem líður gildi umdeildrar deiliskipulagsbreytingar ætti heim- ilað byggingarmagn samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi stoð í eldra deiliskipulagi,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Kröfu um stöðvun fram- kvæmda var hafnað  Nágranni kærði byggingarleyfi vegna Grensásvegar 1 Tölvuteikning/Rýma arkitektar Grensásvegur 1 Svona sjá arkitektarnir fyrir sér útlit nýbygginga. Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Áhrif ferðamanna á umhverfið geta verið mikil en erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir ástand einstakra svæða. Stóru verkefni hefur verið hleypt af stokkunum sem hefur það að markmiði að koma á fót skipu- lagðri náttúruvöktun hér á landi. Náttúrufræðistofnun Íslands hef- ur yfirumsjón með verkefninu og segir Rannveig Anna Guicharnaud verkefnastjóri að það sé hið stærsta sinnar tegundar hingað til. Mark- mið verkefnisins eru að vakta nátt- úruverndarsvæði með tilliti til álags ferðamanna á náttúruna. Þar sé horft til fjölmargra þátta, s.s. áhrifa á jarðmyndanir, skemmda á gróðri, ástands göngustíga o.s.frv. Einnig sé horft til áhrifa á einstaka dýra- stofna, s.s. seli, refi og fugla. Víðtækt samstarf Rannveig segir að frumkvæðið komi frá umhverfis- og auðlinda- ráðherra, en verkefnið sé sam- starfsvettvangur allra náttúrustofa á landinu, auk þess sem þjóðgarðar og Umhverfisstofnun taki virkan þátt. Með víðtæku samstarfi megi þróa sameiginlega aðferðafræði sem auðveldar úrvinnslu og sam- anburð á gögnum, sem til standi að gera almenningi aðgengileg. Verkefnið hófst í sumar og stend- ur yfir í þrjú ár, en Rannveig segir of snemmt að segja til um niður- stöður. Breiður hópur sérfræðinga mun hittast í haust og stilla saman strengi sína og móta ferlið frekar. Hún segir að vonir standi til að verkefnið muni mynda grunn að langtímavöktun sem nýst getur til langframastefnumótunar í um- gengni við náttúruna. Víða mikið álag Rannveig nefnir að mörg við- kvæm svæði geti orði fyrir miklu áreiti ferðamanna á stuttum tíma. Mörg dæmi séu um að samfélags- miðlar og erlendar ferðabækur hafi komið ákveðnum stöðum svo ræki- lega á kortið að ásókn fer nánast úr böndunum. Með skipulagðri vöktun sé hægt að meta ástand hratt og bregðast við fyrr á viðeig- andi hátt. Víðtækt samstarf um náttúruvöktun Morgunblaðið/Einar Falur Náttúra Víða er mikið álag á náttúru vegna ágangs ferðamanna. Víðtæk náttúruvöktun auðveldar yfirsýn. Vatn í uppistöðulóni Blöndu hefur flætt yfir stífluna og rennur í ána. Það staðfestir Sigurður Ingi Guð- mundsson, formaður veiðifélags Blöndu og Svartár. Hann segir að við þessu hafi verið búist, enda vatnið í lóninu hækkað óvenjuhratt í júní og því vitað hvað í stefndi. Yfirfallið veldur því að vatnsborð árinnar hækkar og hún litast af jökulleir. Sigurður segir að við þessar aðstæð- ur „þýði ekkert að veiða í henni“ og því sé sjálfhætt. Yfirfallið er reglubundinn við- burður í lok sumars en þó getur brugðið til beggja vona að sögn Sig- urðar og sum ár hafi menn sloppið með skrekkinn. Einnig geti fallið gengið til baka og áin orðið veiðanleg á ný, en það sé mjög háð tíðarfari og hitastigi í lofti. Hann segir að þar á bæ hafi menn leitað til Landsvirkj- unar um að hleypt yrði úr botnlokum til að koma í veg fyrir eða seinka yfirfalli, en þrátt fyrir góðan skilning hafi þetta farið svona að lokum. Vill frekar éta en sleppa Aðspurður segir Sigurður að tíma- bilið hafi verið „hálfslappt og ekkert sérstakt“. Hann bendir á að hluta skýringa megi mögulega finna í því að nú sé eingöngu veitt á flugu, sem „kannski taki síður í jökulvatni“. Flugan sé þó tímanna tákn þar sem menn stundi að sleppa, þótt Sigurður segist heldur vilja „éta fiskinn“ eftir baráttuna. Í Blöndu hafa 475 fiskar komið á land, þar af 65 undanfarna viku og því enn nokkuð í lokatölur síðasta árs. Það kemur saman við flesta staði, sem heldur virðast undir meðallagi þetta árið. Eystri-Rangá sker sig úr og leiðir með góðu for- skoti. Þar hefur þegar verið landað rúmlega 4.500 sporðum, þar af 606 í síðustu viku. sighvaturb@mbl.is Afl ahæstu árnar Heimild: www.angling.is 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.500 Staðan 12. ágúst 2020 Veiðistaður Stanga- fjöldi Veiði 14. ágúst 2019 15. ágúst 2018 Eystri-Rangá 18 4.587 2.316 2.651 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 1.549 994 2.288 Miðfjarðará 10 1.121 984 1.863 Urriðafoss í Þjórsá 4 901 715 1.139 Affall í Landeyjum 4 876 138 391 Haffjarðará 6 753 435 1.287 Selá í Vopnafi rði 6 749 1.002 1.029 Norðurá 15 730 264 1.455 Þverá og Kjarrá 14 716 532 2.202 Hofsá og Sunnudalsá 6 638 460 505 Langá 12 601 248 1.209 Jökla 8 559 330 360 Laxá í Kjós 8 543 121 735 Blanda 14 475 561 848 Laxá á Ásum 4 453 502 552 Blanda komin í yfir- fall og veiði hætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.