Morgunblaðið - 15.08.2020, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 2020
✝ Gerður Stef-anía Elimars-
dóttir fæddist 19.
nóvember 1937 á
Ljótarstöðum í
Austur-Landeyjum.
Hún andaðist á
Landspítalanum 8.
ágúst 2020.
Foreldrar Gerðar
voru Elimar Tóm-
asson kennari, f. í
Skammadal í Mýr-
dal 1900, og fyrri kona hans
Stefanía Sigríður Pálsdóttir frá
Sólheimum í Mýrdal, f. 1908.
Sigríður dó áður en Gerður náði
eins árs aldri og tóku hjónin í
Hólmum í Austur-Landeyjum,
Rósa Andrésdóttir og Guðni
Magnússon, hana í fóstur og ólst
hún þar upp.
Alsystir Gerðar er Helga Sig-
ríður, f. 1932. Hálfsystkin sam-
feðra eru Heiðar, f. 1940, Halla,
f. 1945, Auður, f. 1947 (látin), og
Margrét, f. 1949. Uppeldissystk-
inin eru öll látin en þau voru
Jón, f. 1918, Andrés, f. 1919,
Kristrún, f. 1920, og Magnea, f.
1922. Einnig ólst upp hjá Rósu
og Guðna Valgarður Sigurðs-
son, f. 1943 (látinn).
Eiginmaður Gerðar er Krist-
býliskona: Sigríður Ösp Sum-
arliðadóttir. Barn: Guðni Berg.
c) Hrafnhildur. Sambýlismaður:
Ágúst Elí Björgvinsson.
Gerður gekk í barnaskóla í
Austur-Landeyjum og fór síðar í
Húsmæðraskólann á Laug-
arvatni. Þegar tími gafst til sótti
hún námskeið af ýmsum toga,
svo sem á sviði tónlistar, tungu-
mála og tölvunotkunar. Hún
sinnti bústörfum sem unglingur
og einnig ýmsum störfum utan
heimilis í nokkur ár. Gerður og
Kristján hófu búskap í Hólmum
árið 1960, en fluttu í Stóragerði
7 á Hvolsvelli árið 2002 þar sem
hún bjó til dánardags.
Gerður var gefin fyrir hann-
yrðir. Hún hafði mikinn áhuga á
hvers kyns ræktun og báru
garðarnir í Hólmum og Stóra-
gerðinu þess glöggt merki.
Gerður var félagslynd, starfaði
lengi með kvenfélaginu Freyju í
Austur-Landeyjum og var for-
maður þar um tíma. Hún var fé-
lagi í UMF Dagsbrún og tók m.a.
virkan þátt í leiksýningum og
öðrum viðburðum á vegum fé-
lagsins. Gerður átti sæti í stjórn
Kaupfélags Rangæinga um
skeið.
Útför Gerðar fer fram frá
Stórólfshvolskirkju í dag, 15.
ágúst 2020, klukkan 13. Vegna
samkomutakmarkana geta að-
eins allra nánustu aðstandendur
verið í kirkjunni, en athöfninni
verður útvarpað fyrir þá sem
verða í bílum á staðnum.
ján Ágústsson, f. í
Auraseli í Fljótshlíð
31. janúar 1938.
Börn þeirra eru: 1)
Ágúst, f. 11. feb.
1961. Eiginkona:
Gunnhildur Edda
Kristjánsdóttir.
Börn: a) Elma Stef-
anía. Eiginmaður:
Mikael Torfason.
Börn: Ísold, Ída,
Gabríel Darri,
Kristín Una og Jóel Torfi. b)
Bríet Rún. Sambýlismaður:
Birkir Snær Ingvason. c) Kar-
ítas.
2) Hrafnhildur Rósa, f. 7.
mars 1962. Eiginmaður: Fannar
Jónasson. Börn: a) Birkir Snær.
Eiginkona: Guðrún Ásta Gísla-
dóttir. Börn: Freydís Erla,
Telma Gerður og Kristján Ari.
b) Kara Borg. Sambýlismaður:
Karl Daníel Magnússon. Börn:
Fannar Gauti og Elmar Orri. c)
Rakel Hrund. Sambýlismaður:
Kolbeinn Elí Pétursson.
3) Haukur Guðni, f. 26. nóv.
1963. Eiginkona: Guðmunda
Þorsteinsdóttir. Börn: a) Hlíf.
Sambýlismaður: Vignir Stef-
ánsson. Börn: Haukur Heiðar og
Tómas Orri. b) Elimar. Sam-
Ég var svo lánsöm að amma
mín og afi bjuggu í sveit þegar ég
var lítil. Að fá að alast upp í kring-
um dýrin og sveitastörfin er að
mínu mati ómetanlegt. Við krakk-
arnir fengum líka alltaf að vera
með og veltast með ömmu og afa í
hinum ýmsu verkefnum sem
þurfti að sinna í sveitinni. Eftir
góða daga fulla af ævintýrum var
ekkert betra en að fá nýbakaða
brúnköku og mjólk fyrir svefninn
áður en ég kom mér fyrir í hol-
unni minni sem við amma kölluð-
um dýnurnar sem voru skorðaðar
á milli hjónarúmsins og veggjar-
ins inni í svefnherbergi hjá ömmu
og afa.
Þegar ég varð eldri og amma
og afi fluttu á Hvolsvöll og ég til
Reykjavíkur fékk ég að búa hjá
þeim á sumrin. Þau sumur fór ég
ekki til Reykjavíkur nema brýna
nauðsyn bæri til og eftir þetta hef
ég alltaf haft annan fótinn heima
hjá ömmu og afa, því hvergi er
betra að vera. Sambúðin gekk
vægast sagt vel. Það var ofboðs-
lega gott að búa hjá þeim og ung-
lingurinn ég upplifði þau sem
jafningja mína og vini, frekar en
einhvers konar uppalendur eða
stjórnendur, sem gengu þó lengra
en góðu hófi gegnir í að stjana við
mig.
Ég bjó hjá ömmu og afa þegar
ég fór á fyrstu Þjóðhátíðina mína.
Þau þekktu marga í Vestmanna-
eyjum og höfðu sjálf oft farið á
Þjóðhátíð. Þau útveguðu mér
gistingu og var ég send til Eyja
með margra daga birgðir af ný-
bökuðum kleinum og flatkökum
með heimareyktu hangikjöti og
auðvitað nýprjónaða vettlinga.
Þetta er eitt lítið dæmi um hjálp-
semi ömmu og afa en svona voru
þau alltaf. Amma eyddi ómældum
tíma í að dekstra við okkur fjöl-
skylduna. Hún var ein allra dug-
legasta manneskja sem ég hef
kynnst. Húsið alltaf hreint, garð-
urinn vel hirtur, nýbakað bakkelsi
á borðum og hún sjálf svo glæsi-
leg og vel til höfð. Hún var svo
sterk, kvartaði ekki undan enda-
lausum verkjum sem fylgdu veik-
indum hennar heldur tók á móti
manni með opnum örmum og blí-
ðasta brosinu. Amma var klár og
vel lesin. Ef það þurfti að rifja upp
einhvern atburð eða ártal var best
að spyrja hana. Amma var
skemmtileg, vinamörg og frábær
félagi. Hún var blíð og bóngóð,
leiðbeindi og fann lausnir við
flestu. Hún var svo frábær fyr-
irmynd og svo mörgum kostum
búin sem ég vona að ég geti til-
einkað mér á lífsleiðinni.
Takk amma fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og kennt
mér. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Takk
fyrir yndislegu fjölskylduna sem
þið afi hafið gefið mér. Þú varst
svo góð vinkona mín. Þú varst
besta amma sem hægt er að
hugsa sér.
Kara Borg Fannarsdóttir.
Elsku amma mín kvaddi þenn-
an heim 8. ágúst síðastliðinn.
Viku fyrr áttum við yndislegan
dag saman öll fjölskyldan. Þau afi
komu og eyddu með okkur deg-
inum. Amma virtist svo yfirveguð
og sátt við lífið og tilveruna.
Fylgdist glöð með öllu sínu fólki,
lék við þau minnstu og spjallaði
um allt og ekkert. Þessi dagur er
ógleymanlegur.
Nú þegar elsku amma mín er
farin frá okkur minnist ég svo
sterkt hlýja húmorsins og hvern-
ig hún svaraði oft með bros í
röddinni og sagði: „Ja, það hefði
ég nú haldið.“ Eða: „Ja, það er
ekki að spyrja að því,“ ef það var
einhver vitleysa á ferðinni. Og svo
glotti hún dul á svipinn.
Jafnaðargeð ömmu og styrkur
var alltaf aðdáunarvert og nokk-
uð sem ég hef lengi litið upp til.
Hún amma var mér svo góð fyr-
irmynd.
Ég man þegar við frænkurnar
vorum hjá þeim afa í Hólmum og
fengum að máta alla kjólana
hennar ömmu. Þvílíkt safn; gull
fyrir litlar stelpur. Bleiki siffonk-
jóllinn var langflottastur og ein-
hvern tíma varð ósætti um hver
okkar fengi að vera í fallegasta
kjólnum. Þá komu þau afi og töl-
uðu okkur til, það var stundum
auðveldara að mæta afa því
amma gat verið mjög skýr við
mann, sem ég hafði reyndar eftir
á að hyggja gott af. Takk amma.
Þegar ég flutti til Vínar í fyrra
smakkaði ég frægustu köku
borgarinnar, „Sachertorte“, sem
var kaka keisarans og auðvitað
heimsþekkt. Strax við fyrsta bita
var ég komin inn í eldhús til
ömmu því auðvitað bakaði hún
köku sem hæfði keisara heims-
veldis. Hún amma Gerður var
drottningin okkar og daginn sem
hún fór frá okkur grét himinninn
yfir Landeyjum þar sem hún áð-
ur stýrði sínu heimsveldi.
Ég sakna ömmu og það er sárt
að kveðja hana þótt ég viti að hún
muni eftir sem áður fylgjast með
okkur öllum. Amma var í senn
bóndakona og heimsdama og ég
veit ég mun finna fyrir henni um
allan heim og geymi minninguna
um hana í hjarta mínu hvert sem
ég fer.
Sjáumst aftur í alheiminum
amma; heima.
Elma Stefanía Ágústsdóttir.
Síðastliðinn laugardag breytt-
ist lífið þegar elsku amma kvaddi
þennan heim.
Amma og afi tóku alla tíð á
móti okkur og síðar mökum okkar
og börnum með opnum faðmi og
bros á vör. Spjall við ömmu yfir
góðum kaffibolla og köku var mik-
il gæðastund enda amma eldklár
kona með sterkar skoðanir og
ekki skemmdi heimabökuð kakan
fyrir. Hún var stolt af afkomend-
um sínum og fannst gaman að
fylgjast með þeim í leik og starfi
og var heimili þeirra afa yfirleitt
þétt setið af fjölskyldu og vinum.
Amma og afi voru lífsförunaut-
ar í yfir 60 ár. Stærsta hluta lífs-
ins voru þau bændur svo þau bæði
bjuggu og unnu saman og má því
segja að þau hafi eytt nær öllum
sínum stundum saman. Samband
þeirra einkenndist af virðingu og
kærleika. Afi gantaðist oft með að
hann væri blankur og amma ætti
alla peningana, það fór meira að
segja svo að eitt okkar systkin-
anna hafði orðið töluverðar
áhyggjur sem barn af að afi væri
fátækur, það var þá leiðrétt sam-
stundis. Það var fallegt að fylgjast
með því hversu vel afi hugsaði um
ömmu síðustu ár þegar veikindin
voru farin að taka sinn toll þar
sem ást og umhyggja skein í
gegn.
Amma var mikill fagurkeri og
stórglæsileg kona. Hún lagði alla
tíð mikið upp úr því að vera vel til
höfð og að hafa fallegt í kringum
sig. Heimili þeirra afa bæði í
Hólmum og seinna á Hvolsvelli
var alltaf tandurhreint og garð-
urinn með eindæmum fallegur og
fullur af litskrúðugum blómum.
Sem börn fórum við ófáar ferð-
irnar í gróðurhúsið hennar ömmu
að gæða okkur á jarðarberjum,
allt klárað og amma með bros á
vör enda var hún þannig gerð að
hún setti alltaf hag okkar barna-
barnanna framar öllu öðru.
Það voru forréttindi að hafa
fengið að eiga þig sem ömmu í öll
þessi ár, minning þín lifir í hjört-
um okkar að eilífu.
Hlíf, Elimar og Hrafnhildur.
Amma mín var falleg, fáguð,
dugleg og góðhjörtuð. Amma var
mikill dugnaðarforkur og mynd-
arleg kona. Allt sem hún gerði,
gerði hún einstaklega vel. Það var
allt svo fallegt í kringum hana.
Hún var mikil garðyrkjukona,
garðurinn hennar var einstaklega
fallegur og hún hugsaði vel um
fallega heimilið sitt. Hún var einn-
ig mikil hannyrðakona, hvort sem
það var að prjóna eða búa til hluti.
Hún hugsaði svo vel um afa og
alla aðra í kringum sig. Flatkök-
urnar hennar voru bestu flatkök-
ur í heimi. Knúsin hennar voru
best og hún var besta amman,
mamman og eiginkonan.
Ég á óteljandi minningar um
ömmu mína og erfitt er að setja
þær allar niður á blað. Minning-
arnar úr sveitinni í Hólmum. Ég
var alltaf svo stolt að eiga ömmu
og afa í sveitinni. Fallegi ævin-
týragarðurinn hennar sem var
svo gaman að leika í, ferðirnar í
fjósið með ömmu, mjólka kýrnar
og kíkja á kálfana, kvöldkaffi með
brúnköku og kaldri mjólk. Ekki
má gleyma jólunum, áramótunum
og páskunum.
Síðar fluttu amma og afi á
Hvolsvöll þar sem við áttum einn-
ig yndislega tíma. Það var alltaf
gott að koma í heimsókn og
spjalla við ömmu um allt og ekk-
ert, borða nammi og kökur, því
það var alltaf eitthvað gott á boð-
stólum. Það ríkti svo mikil vænt-
umþykja og umhyggja hjá ömmu
og afa í Stóragerðinu. Amma og
afi voru saman í 60 ár, svo góðir
vinir, ólík en samt svo ótrúlega
góð saman, þau verða alltaf mínar
fyrirmyndir. Öll jólin okkar sam-
an, það besta við jólin var að fá
ömmu og afa í heimsókn á að-
fangadagskvöld. Áramótin heima
hjá ömmu og afa í Stóragerðinu
voru líka bestu áramótin.
Amma var svo glöð og spennt
þegar ég hringdi í hana í vor og
tilkynnti að það væri langömmu-
barn á leiðinni, við áttum einstak-
lega gott samtal. Því miður munu
þær aldrei hittast en ég mun
passa að halda minningu hennar á
lofti og að stelpan mín fái að kynn-
ast ömmu Gerði í gegnum allar
góðu sögurnar og ég veit að amma
mun vaka yfir okkur.
Það er erfitt að setja í orð
hversu dýrmætt það var að alast
upp með ömmu sem var ætíð fast-
ur punktur í tilverunni og ég er
þakklát að hafa fengið að njóta
hennar í öll þessi ár. Minningin
um ömmu mun alltaf lifa og henn-
ar verður sárt saknað.
Bríet Rún Ágústsdóttir.
„Við höfum nú alltaf átt erfitt
með að kveðja, Birkir minn,“ var
eitt af því síðasta sem hún elsku
amma mín sagði við mig á sjúkra-
húsinu, þegar hún sá hvert
stefndi. Mikið var þetta rétt hjá
henni en fyrri kveðjustundir voru
þó hjóm eitt þegar kom að þess-
ari. Ég hef grátið mikið síðustu
daga. Ég hef grátið tárum sorgar
og eftirsjár eftir hlýjustu mann-
eskju sem ég hef kynnst. Um leið
hef ég áttað mig á að einnig er um
að ræða tár þakklætis og auð-
mýktar fyrir að hafa fengið að
verja eins miklum tíma og raun
ber vitni með henni ömmu, tíma
sem aldrei verður frá mér tekinn.
Nú þegar leiðir okkar ömmu
skilur að sinni streyma fram
minningar, minningar um elsku-
lega manneskju.
Amma var innileg og góð
manneskja með sérlega notalega
nærveru. Það var sama hvort
mikið gengi á í amstri hversdags-
ins eða að setið væri með kaffi-
bolla, það var alltaf einhver ró í
návist hennar og ekkert virtist
koma henni úr jafnvægi. Hún var
dugleg úr hófi fram og þótti
óþarft að bíða með það til morg-
uns sem mátti gera þann daginn.
Iðulega var amma með nýbakað
og ýmist að prjóna eða hekla þeg-
ar stund gafst til. Garðurinn
hennar ömmu var ávallt fallegur,
með blómum og trjám sem veittu
henni mikið yndi. Fyrstu 20 ár
ævi minnar bjuggu amma og afi í
Hólmum í Austur-Landeyjum en
upp frá því á Hvolsvelli. Frá því
ég fyrst man eftir mér undi ég
mér hvergi betur en hjá þeim og
vildi þar helst vera. Þessu fylgdi
fyrstu árin ómæld keyrsla fram
og til baka en ekki taldi amma það
nú eftir sér. Fyrir hverja heim-
ferð var svo nauðsynlegt að rölta
austur alla hestagirðingu, þar yfir
skurð og svo heim austurtúnið.
Þegar heim var komið var lesið í
bæði Fúsa froskagleypi og Pésa
Pjakk og það var svo ekki fyrr en
búið var að drekka kaffið sem var
til umræðu að fara heim.
Ég minnist hlýs faðmlags, um-
hyggju fyrir barnabarnabörnun-
um og einstakrar hjálpsemi. Fal-
leg vorkvöld í sauðburði, þar sem
lífið kviknar og deyr líður engum
úr minni. Ég minnist lyktarinnar
af nýslegnu grasi, þess að fara í
fjósið og fjárhúsið yfir jóladag-
ana, kvöldkaffitímanna og þess að
spila lönguvitleysu. Ég minnist
ferða niður á fjöru eða að tóftum
Önundarstaðabæjarins, eftir
annasama daga í sveitinni. Amma
er tengd öllum þessum minning-
um órjúfanlegum böndum.
Ég minnist líka litlu atvikanna,
t.d. þegar amma vildi að ég gæfi
stefnuljós milli túna, svo ég næði
nú bílprófinu eða þegar við kímd-
um saman í þau skipti sem okkur
tókst að láta afa sofa af sér morg-
unmjaltirnar og vöktum hann
bara í morgunmatinn. Ég sé hana
brosandi fyrir mér þegar hún
fylgdi okkur, fjölskyldunni, heim
af fæðingardeildinni eftir fæðingu
nöfnu sinnar.
Við amma vorum perluvinir og
hennar verður innilega saknað.
Ég er þakklátur fyrir lífið með
ömmu minni Gerði og allt það sem
hún gerði fyrir mig. Ég, Guðrún
og börnin erum svo mikið ríkari
eftir árin með henni og höldum nú
áfram lífsins göngu með fallegar
minningar um einstaka mann-
eskju í hjörtum okkar. Megi Guð
og góðir vættir geyma þig alla tíð
amma mín.
Birkir Snær.
Liðin eru hartnær 40 ár frá því
ég kom fyrst að Hólmum. Ég
hafði þekkt til fjölskyldunnar en
tilefnið að þessu sinni var að hitta
heimasætuna. Hún bauð mér í
bæinn og var mér umsvifalaust
vísað til sætis við eldhúsborðið.
Þar tóku verðandi tengdaforeldr-
ar mínir á móti mér með hlýju og
velvild sem aldrei síðan hefur bor-
ið skugga á.
Í Hólmum var rekinn mynd-
arbúskapur og samhent stóðu
Gerður og Kristján að rekstrinum
ásamt börnum sínum. Alla tíð var
gestkvæmt á heimilinu og tekið á
móti fólki af mikilli rausn. Hjónin
voru hörkudugleg og hún hlífði
sér ekki við útiverkin þegar svo
bar undir. Heimilishaldið hvíldi á
herðum Gerðar. Hún var mynd-
arleg í verkum sínum þar sem
flest lék í höndum hennar. Mann-
margt var oft í Hólmum og um 16
ára skeið bjuggu uppeldisforeldr-
ar hennar á heimilinu og þar með
þrjár kynslóðir saman komnar.
Vinnudagurinn var oft langur og
strangur en aldrei varð ég var við
að Gerður kvartaði eða kveinkaði
sér; aldrei.
Eftir búferlaflutninga á Hvols-
völl réðst Kristján í að reisa við-
byggingu við íbúðarhúsið til að
geta rúmað alla fjölskylduna, en
sífellt fjölgaði barnabörnum og
barnabarnabörnum. Aldursmun-
ur breytti þá engu og eftirtekt-
arvert var hversu mikið þessi af-
komendahópur sótti í að dvelja
hjá ömmu og afa. Gerður bjó fólk-
inu sínu fallegt og gott heimili og
húsið var ávallt opið gestum og
gangandi. Barngæska og um-
hyggja hennar fyrir fjölskyldunni
var takmarkalaus, en nú jukust
tækifærin til að sinna hugðarefn-
um sem áður urðu að víkja fyrir
bústörfum. Hún var afar handlag-
in, sem afkomendur nutu góðs af,
og marga flíkina eða annað hand-
verk gerði hún af listfengi. Hún
hafði yndi af blómum og garðrækt
og gaf hvergi eftir þótt stundum
gerði vind meðan hún bjó í Land-
eyjunum.
Gerður var glæsileg og tíguleg
kona og ætíð vel tilhöfð. Hún hafði
fágaðan stíl og klæddi sig ávallt
vel jafnvel þótt tilefnið væri ekki
mikið. Hún var góðum gáfum
gædd og með afbrigðum minnis-
góð allt fram á síðasta dag. Hún
unni lestri góðra bóka, var fjölfróð
og vel að sér á mörgum sviðum.
Þau hjónin voru ákaflega fé-
lagslynd og vinmörg og héldu
góðu sambandi við fjölda fólks.
Þau höfðu yndi af ferðalögum og
þegar um hægðist fóru þau marg-
ar ferðir til útlanda og gerðu einn-
ig víðreist innanlands.
Ég met mikils það einlæga og
hlýja samtal sem við Gerður átt-
um þar sem hún lá á sjúkrabeði
skömmu fyrir andlátið. Mér þykir
líka afar vænt um að hafa fengið
að sitja við hlið minnar kæru
tengdamóður á hinstu kveðju-
stund. Mér er efst í huga þakklæti
fyrir áratuga hnökralausa sam-
fylgd með góðri konu sem búin
var miklum kostum. Hún hafði
stórt hjarta og víðan faðm.
Missir Kristjáns, afkomenda
þeirra hjóna og annarra aðstand-
enda er mikill og söknuðurinn
djúpur. Væntumþykja og ríkur
vilji Gerðar til að styðja fólkið sitt
var fölskvalaus. Fagrar minning-
ar lifa og deyfa sorgina í tímans
rás.
Fannar Jónasson.
Kær vinkona mín og nágranni,
hjálparhella og heilladís, Gerður,
kvaddi þessa jarðvist þann 8.
ágúst síðastliðinn.
Fyrstu kynni mín af þeim hjón-
um Gerði og Kristjáni í Hólmum í
Austur Landeyjum voru haustið
1967. Þá sem ráðskona hjá Vatns-
veitu Vestmannaeyja. Aðeins
sautján ára gömul og þótti heldur
ung að árum. Þá var verið að
byggja stöðvarhús fyrir vatnsveit-
una og ráðskonan sem var hjá
þeim þurfti leyfi.
Mig langar að minnast Gerðar
með örfáum minningabrotum.
Hjálparhella var hún mér í einu og
öllu. Við gerðum slátur, bökuðum
kleinur, gerðum flatkökur og ým-
islegt fleira. Það var oft glatt á
hjalla í gamla húsinu í Hólmum.
Oftast voru 10 – 12 menn í mat.
Morgunkaffi, hádegismat, nesti
og kvöldmat.
Læt fljóta með gamansögu
þegar verkfræðingurinn kom í eft-
irlit. Þá var ráðskonan með
lambalæri og tilheyrandi meðlæti.
Svo var „uxahalasúpa“ í eftirrétt.
Þegar verkfræðingurinn fékk sér
af súpunni út á lærið, kvartaði
hann ekki en fékk sér hana líka í
eftirrétt, þá hljóp ráðskonan út úr
eldhúsinu.
Önnur ágæt minning: Hvítur
Bronco tilheyrði vatnsveitunni og
var hann notaður mikið. Ráðskon-
an drakk ekki vín og tilvalið að
nota hana sem bílstjóra á böllin.
Broncoinn var vakur í stýri og það
reyndist því betur að einhver sem
hafði fengið sér í tána æki. Ég var
því bara sett í aftursætið.
Gerður var heilladís í bókstaf-
legum skilningi. Heillaði bæði
menn og málleysingja. Var ávallt
vel klædd hvort sem hún var að
fara í fjósið eða á fínustu dansleiki.
Saumaði ýmist fötin sjálf eða fór í
verslanir til Reykjavíkur. Hún var
stillt í skapi og tók sigrum og
ósigrum með jafnaðargeði. Gerð-
ur og Stjáni eiga marga afkom-
endur. Þar er auðlegð mikil.
Við Ingi vorum svo heppin að fá
þau sem nágranna þegar þau
fluttu á Hvolsvöll. Þau í Stóra-
gerði 7 en við í 9. Aldrei hefur bor-
ið skugga á vináttu okkar, einung-
is greiðvikni og góðsemi.
Við Gerður hittumst síðast fyrir
u.þ.b. tveimur vikum, þá bankaði
ég hjá henni. Við Ingi höfðum ver-
ið að baka kleinur og greip ég einn
pokann með mér til þeirra. Var
mér vel fagnað eins og áður. Við
áttum gott spjall um menn og mál-
efni. Hún var alltaf svo ljúf og góð.
Ég bætti svo úr þessu með
kleinurnar og færði Stjána kleinu-
fat um daginn.
Við Ágúst Ingi og ég, Sóley
Ástvaldsdóttir, þökkum góð kynni
okkar af frábærum nágrönnum.
Sóley.
Gerður Stefanía
Elimarsdóttir